Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða rýmkaðar - Fá að eiga 20 prósent í félögum

Hámarksheimild lífeyrissjóða til að eiga í félögum, fyrirtækjum og sjóðum verður hækkuð úr 15 í 20 prósent verði breytingartillaga nefndar að lögum. Fyrri tillaga um að meina sjóðunum að fjárfesta beint í fasteignum verður felld út.

Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
Auglýsing



Efna­hags- og við­skipta­nefnd leggur til að heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að eiga í félög­um, fyr­ir­tækj­um, hlut­deild­ar­skír­teinum eða sjóðum verði hækkuð úr 15 í 20 pró­sent. Nefndin leggur til þessa hækkun þótt hún telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­skipta­lífi, en líf­eyr­is­sjóðir eru lang­um­svifa­mestu fjár­fest­arnir innan þess. Þetta kemur fram í áliti nefnd­ar­innar og í breyt­ing­ar­til­lögu frum­varps um breyt­ingu á lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga með beinum hætti yfir 40 pró­sent af heild­ar­hlutafé á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði. Sé eign­ar­að­ild þeirra í ýmsum sjóðum sem fjár­festa í skráðum hluta­bréfum talin með fer það hlut­fall yfir 50 pró­sent. Þeir eiga auk þess, beint og óbeint, mikið af eignum í óskráðum hluta­bréf­um.

Verða farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­vél­ar“

Hrein eign líf­eyr­is­sjóða lands­ins nam 3.319 millj­örðum króna í lok júlí síð­ast­lið­ins. Það jafn­ast á við eina og hálfa lands­fram­leiðslu. Sjóð­irnir hafa að mestu verið bundnir við að kaupa eignir innan fjár­magns­hafta frá banka­hruni, þótt að þeir hafi fengið und­an­þágur til að fjár­festa erlend­is. Frá miðju ári í fyrra og fram til loka júní­mán­aðar 2016 fengu þeir heim­ild til að fjár­festa sam­tals fyrir 40 millj­arða króna erlend­is, í þremur skref­um. Frá 1. júlí síð­ast­liðnum og út sept­em­ber fengu þeir und­an­þágu frá Seðla­bank­anum til að versla fyrir 40 millj­arða króna til við­bót­ar. 80 millj­arðar á rúmu einu ári er þó ekki stór fjár­hæð í ljósi heild­ar­eigna sjóð­anna og ljóst að stjórn­endur þeirra horfa mjög til frek­ari til­slak­ana sam­hliða skrefum í átt að losun hafta, en frum­varp þess efnis er nú til með­ferðar hjá Alþingi.

Auglýsing

Á umræðu­fundi um eign­ar­hald á atvinnu­fyr­ir­tækj­um, hlut­verki líf­eyr­is­sjóða og áhrif á sam­keppni sem hald­inn var í lok maí sú staða sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru í vegna haft­anna mikið rædd. Þar sagði Flóki Hall­­dór­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Stefnis sem er í eigu Arion banka, það mjög ein­falt að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins þyrftu að kom­­ast út úr höftum vegna stærð­­ar­ ­sinn­­ar. Ef það myndi ekki ger­ast bráðum þá verði þeir farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­­vél­­ar“ eftir nokkur mis­s­eri. Allir aðrir fjár­­­fest­inga­­kostir verð­i ­upp­­­urn­­ir.

Tak­mörkun sætti gagn­rýni

Við þess­ari stöðu er verið að bregð­ast með því að rýmka fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar skiptir mestu að þeir munu fá, verði breyt­ing­ar­til­laga efna­hags- og við­skipta­nefndar að lög­um, fá að eiga 20 pró­sent í fyr­ir­tækjum í stað þess að hámarks­eign­ar­hluti sé 15 pró­sent líkt og áður var. Í áliti nefnd­ar­innar segir að gild­andi tak­mörkun hafi sætt tölu­verðri gagn­rýni. „Bent var á að svo lágt hlut­fall tor­veld­aði fjár­­­mögnun líf­eyr­is­sjóða á verk­efn­um, einkum í ljósi við­var­andi fækk­unar líf­eyr­is­sjóða. Þannig þyrftu að minnsta kosti sjö líf­eyr­is­sjóðir að fjár­magna verk­efni ef ekki kæmi til önnur fjár­­­mögn­un.

Þótt tak­mörk­unin sé felld undir ákvæði frum­varps­ins um mót­að­ila­á­hættu snýr hún í reynd fremur að því að vinna gegn sam­þjöppun valds í íslensku efna­hags­lífi með því að koma í veg fyrir að ráð­andi hlutir í félögum safn­ist á of fáar hend­ur. Líf­eyr­is­sjóðir eru umsvifa­mestu fjár­festar í íslensku við­skipta­lífi. Ef stakir líf­eyr­is­sjóðir héldu utan um ráð­andi hluti í mörg­um félögum er hætt við því að það kæmi niður á eðli­legri sam­keppni milli atvinnu­fyr­ir­tækja. Þótt nefndin telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­­skipta­lífi telur nefndin það ekki girða fyrir að hlut­fallið verði hærra en 15 pró­sent, enda fjarri því að vera ráð­andi hlut­ur.“

Mega kaupa fast­eignir

Fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóða í ýmsum öðrum fjár­mála­gjörn­ingum og eignum verða líka víkk­aðar sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni. Svig­rúm sjóð­anna til að fjár­festa í sér­tryggðum skulda­bréfum aukið og til að lána út verð­bréf.

Í upp­haf­lega frum­varp­inu var heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í íbúð­ar­hús­næði fellt á brott og þess í stað lagt til að þeir gætu fjár­fest í félögum um rekstur fast­eigna. Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar segir að fjár­fest­ingar í fast­eignum hafi ýmsa kosti fyrir líf­eyr­is­sjóði. „Fjölgun fjár­fest­ing­ar­kosta auð­veldar áhættu­dreif­ingu. Fast­eignir gefa gjarnan af sér fyr­ir­sjá­an­legan tekju­straum til langs tíma sem hentar vel fyrir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að mæta lang­tíma­skuld­bind­ingum um greiðslu líf­eyr­is. Þá geta fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í fast­eignum þjónað því sam­fé­lags­lega hlut­verki að ýta undir upp­bygg­ingu íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis og inn­viða. Nefndin telur því æski­legt að heim­ila líf­eyr­is­sjóðum að fjár­festa í fast­eignum og telur ónauð­syn­legt að áskilja aðkomu milli­göngu­að­ila.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None