Erfiðleikar við stjórnarmyndun blasa við

Kosið verður eftir rúman mánuð. Sjaldan eða aldrei hefur verið erfiðara að sjá fyrir hvernig ríkisstjórn verður samsett.

forseti alþingis
Auglýsing

Miklar breyt­ingar eru í kort­unum á hinu póli­tíska svið­i þegar rúm­lega mán­uður er til kosn­inga. Eins og staða mála er nú, sam­kvæmt kosn­inga­spá Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við dr. Baldur Héð­ins­son stærð­fræð­ing, þá er eng­inn tveggja flokka rík­is­stjórn með meiri­hluta mögu­leg og ­fyr­ir­sjá­an­legt er að erfitt verði að mynda rík­is­stjórn margra flokka, nema að ­flokk­arn­arnir komi fram með breyttar áhersl­ur, gerir mála­miðl­anir eða nái saman um fá stefnu­mál.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með mesta fylgið sam­kvæmt ­kosn­inga­spánni, 25,1 pró­sent og Píratar með næst mest, 24,1 pró­sent. Sam­an­lag­t ­fylgi nær ekki meiri­hluta, eða 49,2 pró­sent. Aðrir flokkar hafa tölu­vert minna. Vinstri græn eru með 13,3 pró­sent, Við­reisn með 11 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 10,1 pró­sent, Sam­fylk­ingin 8,4 pró­sent, Björt fram­tíð 3,2 pró­sent – og næði því ekki 5 pró­sent lág­mark­inu – en aðrir flokkar mælast ­sam­tals með 4,8 pró­sent.

Auglýsing

Guðni gaf tón­inn

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sagði í við­tali við Channel 4 á dög­un­um, að það gæti reynst Pírötum erfitt að gera mála­miðl­anir við ­stjórn­ar­mynd­un, og vís­aði meðal ann­ars til þess að flokk­ur­inn væri í grunn­inn gras­rót­ar­sam­tök þar sem eru margar skoð­anir eru uppi hjá flokks­fólki.

Í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir for­seta­kosn­ing­arnar lagði Guðni ítrekað áherslu á að það gæti reynt á for­set­ann þegar kemur að stjórn­ar­mynd­un að loknum kosn­ing­um, sem síðar var svo ákveðið að yrðu 29. októ­ber.

Erf­ið­ar­leikar við stjórn­ar­myndun eru marg­vís­leg­ir, en einn hluti sem gæti verið snú­inn, ef kosn­ing­arnar fara í takt við það sem kann­an­ir ­sýna nú, er að ákveða hver fái umboðið til að mynda stjórn.

Það er ákvörðun sem Guðni þarf að taka. Það er ekki aug­ljóst að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fái umboð­ið, fari svo að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái mesta fylg­ið. Má nefna for­dæmi frá kosn­ing­unum 2013 í því sam­hengi, en þá lét Ólafur Ragnar Gríms­son, þáver­andi for­seti Íslands, Sig­mund Da­víð Gunn­laugs­son hafa umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, eftir glæstan ­kosn­inga­sig­ur. Fram­sókn, sem fékk 24,7 pró­sent í kosn­ing­un­um, fékk samt ekki flest atkvæðin í kosn­ing­un­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var með mesta fylg­ið, tæp­lega 26 pró­sent.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur metið stöðu mála í stjórnmálunum með þeim hætti, að erfitt verði að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, 29. október.

Ástæðan var sú, að Ólafur Ragnar sagði fólkið hafa kall­að eftir því að áherslu­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins, meðal ann­ars að ná pen­ingum frá kröfu­höf­um hinna föllnu bank­anna til að bæta stöðu heim­il­anna, væru leið­ar­stefið við ­myndun rík­is­stjórn­ar. Í kjöl­farið náðu Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokk­ur ­saman um myndun rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem fór fyr­ir­ ­rík­is­stjórn­inni sem for­sæt­is­ráð­herra.

Alls ekki er aug­ljóst hver eigi að fá umboð­ið, eins og mál­in standa nú, en fátt virð­ist geta komið í veg fyrir það að rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar falli. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þurfa að bæta við sig meira en 17 pró­sentu­stig­um, sé mið tekið af stöð­u ­mála núna. Þó margt geti gerst í póli­tík á stuttum tíma, þá er það fjar­lægt eins og mál standa nú.

Margir flokkar um fá á­herslu­mál?

Pírat­ar, Vinstri græn, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð, sem nú mynda ­stjórn­ar­and­stöðu, ná ekki meiri­hluta­fylgi eins og mál standa, en sam­an­lag­t er fylgið 49 pró­sent. Innan þeirrar stöðu er fylgi Bjartrar fram­tíðar undir 5 pró­sent lág­mark­inu, eins og áður sagði, sem veikir stjórn­ar­and­stöð­una enn meira.

Við­reisn, sem mælist nú með ríf­lega 11 pró­sent fylgi, er að þessu leyti í lyk­il­stöðu inn á miðj­unni á hinum póli­tíska kvarða. Hún kemur ný inn á svið­ið, og virð­ist geta skapað sér­ ­sterka stöðu inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. 

En hvaða stefnu­mál eru það sem helst gætu reynst erf­ið? Um hvaða mál mun ný rík­is­stjórn geta myndast?

Þar vand­ast mál­ið. 

Píratar hafa lagt höf­uð­á­herslu á að þeirra fram­boð sé til þess fallið að „breyta kerf­inu“ og styrkja þátt­töku al­menn­ings við ákvörð­un­ar­töku, með beinu lýð­ræði. Þetta eru stóru áherslu­mál P­írata, eins og Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður flokks­ins hefur ítrekað bent á. Ný stjórn­ar­skrá er í þessu sam­hengi mikið hjart­ans mál Pírata.

Píratar hafa verið í stórsókn á kjörtímabilinu. Þingflokkurinn verður vafalítið mun stærri en sá sem nú er fyrir. Hann telur þrjá.

Hug­myndin byggir á því að við allar viða­miklar breyt­ingar og stórar ákvarð­anir verði þjóð­ar­vilj­inn virkj­aður svo að ­þjóðin ráði ferð­inni. Þetta á við um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar, breyt­ing­ar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu, og ákvörðun um fram­hald á aðild­ar­við­ræðum við ­Evr­ópu­sam­band­ið, svo dæmi séu tek­in.

Þjóð­ar­vilj­inn límið?

Sé mið tekið stefnu­skrám Pírata, Sjálfæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Bjartrar fram­tíð­ar, þá gæti þetta atriði – frek­ari virkj­un ­þjóð­ar­vilj­ans við ákvarð­ana­töku – verið það mál sem ný rík­is­stjórn verð­ur­ ­mynduð um, hvernig sem hún verður skip­uð.



Eins konar lím milli flokk­anna virð­ist mögu­legt um þetta stóra atriði. Erf­ið­ara er að meta önnur sér­tæk­ari mál, svo sem á sviði skatta-, heil­brigð­is-, mennta-, eða umhverf­is­mála. Þegar margir ólíkir flokkar þurfa að ná sam­an, þá bein­ast spjótin frekar að fáum stórum mál­um, ramm­anum um starfið í rík­is­stjórn. 

Erfitt er að sjá fyrir sér hvaða flokkar það eru hel­st, sem muni ná sam­an. Stjórn þriggja flokka getur aðeins verið mynduð með bæði Pírötum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, eins og mál standa nú. Við­reisn, Vinstri græn og Sam­fylk­ingin kæmu þar öll til greina, en Björt fram­tíð ekki, sökum þess að hún mælist undir lág­marks­þrösk­uld­in­um. Rík­is­stjórn fleiri flokka er svo mögu­leg með nokkrum afbrigð­um, en annað hvort Sjálf­stæð­is­flokkur eða Píratar eru þar í þeim öll­u­m. 

Guðni for­seti er vafa­lítið á réttum slóðum í sinni grein­ing­u á hinu póli­tíska lands­lagi, þegar hann segir að það geti orðið snúið fyr­ir­ ­stjórn­mála­flokk­ana að mynda nýja rík­is­stjórn. Lík­lega mun hann sjálfur standa frammi fyrir erf­iðri ákvörð­un, þegar kemur að því að meta hver sé best til þess fallin að fá umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None