Kostnaður foreldra aukist um tugi prósenta en fæðingarorlofsgreiðslur lækkað mikið

Fæðingartíðni á Íslandi í fyrra var sú lægsta sem mælst hefur frá árinu 1853. Fæðingarorlofstaka feðra hefur dregist saman um 40 prósent. Helstu kostnaðarliðir heimila hafa hækkað um tugi prósenta. En fæðingarorlofsgreiðslur eru 30 prósent lægri en 2008.

barn
Auglýsing

Á sama tíma og hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hafa dreg­ist saman um rúm­lega 30 pró­sent hafa laun og útgjöld heim­ila hækkað um tugi pró­senta. Kostn­aður vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og lyfja hefur hækkað um 47,7 pró­sent, föt og skór hafa hækkað um 56,6 pró­sent og mat­ar- og drykkja­vörur um 68,7 pró­sent. Þá hefur hús­næð­is­verð hækkað um 20,4 pró­sent og húsa­leiga um heil 84,5 pró­sent. Þetta kemur fram í tölum sem BSRB og ASÍ hafa tekið saman ann­ars vegar um þróun hámarks­greiðslna úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði frá árinu 2008 og hins vegar um hlut­falls­lega hækkun launa og útgjalda heim­il­is­ins frá árinu 2008.

Nið­ur­staðan er skýr. Greiðslur úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hafa lækkað mikið en allir kostn­að­ar­liðir hafa hækkað veru­lega. Afleið­ingin er sú að færri feður taka fæð­ing­ar­or­lof, fæð­ing­ar­tíðnin hefur dreg­ist skarpt saman og sá hópur sem á erf­ið­ara með að láta enda ná saman eftir barns­burð hefur vaxið mjög.

Væru 828 þús­und að óbreyttu

Í byrjun árs 2008 voru hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði 535.700 krón­ur. Ef þær greiðslur hefðu fylgt vísi­tölu neyslu­verðs - sem mælir verð­bólgu - þá væru hámarks­greiðslur úr sjóðnum 828.192 krón­ur. Svo er hins vegar ekki.

Auglýsing

Strax í byrjun árs 2009 voru hámarks­greiðsl­urnar skertar í 400 þús­und krónur og svo lækk­aðar niður í 350 þús­und krónur sum­arið 2009, eftir að rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur tók við völd­um. Í byrjun árs 2010 voru hámarks­greiðsl­urnar enn lækk­aðar og nú niður í 300 þús­und krón­ur. Þær voru hækk­aðar upp í 350 þús­und krónur á loka­metrum vinstri­st­jórn­ar­innar og svo upp í 370 þús­und krónur í byrjun árs 2014, eftir að ný rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við völd­um. Það er enn hámarks­greiðsla í dag. Greiðsl­urnar hafa ekki fylgt hækk­unum á vísi­tölu neyslu­verðs.



Því munar 458.192 krón­um, að teknu til­liti til verð­bólgu, á hámarks­greiðsl­unum eins og þær voru í byrjun árs 2008 og þeim sem núna eru við lýði. Ef ein­ungis er horft á krónu­tölu­breyt­ingar hafa greiðsl­urnar dreg­ist saman um 30 pró­sent.

40 pró­sent minni feðra­þátt­taka

Þessar skerð­ingar hafa haft víð­tækar afleið­ing­ar. Þegar þakið á greiðslum úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði var hæst árið 2008 voru umsóknir feðra um fæð­ing­ar­or­lof um 90 pró­sent af umsóknum mæðra. Árið 2014 var það hlut­fall komið niður í 80 pró­sent og sam­kvæmt tölum frá BSRB hefur þátt­taka feðra minnkað um 40 pró­sent frá því fyrir hrun.

Þá hefur fæð­ing­ar­tíðni verið á nið­ur­leið hér­lend­is. Frjó­semi hafði aldrei verið minni hér­lendis en hún var árið 2015. Þá fædd­ust hér 4.129 börn, sem eru 246 færri en árið 2014.

Helsti mæli­kvarð­inn á frjó­semi,sam­­kvæmt alþjóð­­legum stöð­l­um, er fjöldi lif­andi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfir­­­leitt er miðað við að frjó­­semi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við­halda mann­­fjöld­­anum til lengri tíma lit­ið.

Sam­kvæmt frétt frá Hag­stofu Íslands í maí var frjó­semi íslenskra kvenna árið 2015 1,81 barn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árin 2013 og 2014 var frjó­­semi 1,93 en það er næst lægsta frjó­­semi sem hefur mælst hér á landi. Und­an­far­inn ára­tug hefur frjó­­semi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu.

Til­lögur að miklum breyt­ingum ekki á leið í gegn

Starfs­hópur um fram­tíð­ar­stefnu í fæð­ing­ar­or­lofs­málum skil­aði til­lögum til Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í mars síð­ast­liðn­um. Þar var lagt til að hámarks­greiðslur yrðu hækk­aðar upp í 600 þús­und krón­ur, að fyrstu 300 þús­und krónur tekna verði óskertar en 80 pró­sent af tekjum umfram það. Þá lagði hóp­ur­inn til að hámarks­greiðsl­urnar myndu breyt­ast í sam­ræmi við launa­vísi­tölu hvers árs og að breyt­ing­arnar myndu taka gildi um næstu ára­mót.

Auk þess var lagt til að fæð­ing­ar­or­lof yrði 12 mán­uðir í stað níu frá og með byrjun árs 2019 og að leik­skóla­dvöl yrði tryggð í fram­haldi af fæð­ing­ar­or­lofi.

Kostn­að­­ur­inn við þessar breyt­ingar yrði tals­verð­­ur. Greiðslur Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóðs voru 8,5 millj­­arðar í fyrra og gert er ráð fyrir að þær verði 8,8 millj­­arðar á þessu ári. Með því að hækka hámarks­­greiðsl­­urnar í 600 þús­und krónur fer kostn­aður sjóðs­ins upp í um 10,7 millj­­arða á næsta ári og verður um 12,2 millj­­arðar á ári eftir það. Eygló sagð­ist samt sem áður ætla að vinna frum­varp upp úr til­lög­un­um.

Kostn­aður hefur hins vegar setið í sumum í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, gagn­rýndi til að mynda hug­myndir Eyglóar harð­lega. Þær væri inni­halds­lausar þar sem hún hefði ekki sparað þá millj­arða króna sem til þurftu á öðrum kostn­að­ar­lið­um.

Ljóst er að ekk­ert frum­varp um ofan­greindar breyt­ingar á fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofi verður sam­þykkt fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Kostn­að­ar­liðir hækka en greiðslur lækka

BSRB og ASÍ hafa því tekið höndum saman og sett af stað átak til að krefj­ast breyt­inga stjórn­valda á fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu. Átakið felur meðal ann­ars í sér að fólk sem nær ekki endum saman vegna barns­eigna segir sögu sína í stuttum mynd­bönd­um.

Kröfur BSRB og ASÍ eru sam­hljóma þeim sem starfs­hópur Eyglóar Harð­ar­dóttur setti fram: að hámarks­greiðslur verði 600 þús­und krón­ur, að greiðslur verði óskertar upp að 300 þús­und og að fæð­ing­ar­or­lof verði tólf mán­uð­ir.

Í tölum sem BSRB og ASÍ hafa tekið saman kemur fram að á sama tíma og greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hafa lækkað úr 535.700 krónum í 370 þús­und krónur hefur hlut­falls­leg hækkun launa og útgjalda heim­ila hækkað veru­lega. Frá byrjun árs 2008 hefur hús­næð­is­verði hækkað um 20,4 pró­sent, húsa­leiga um 84,5 pró­sent og vísi­tala neyslu­verðs um 54,6 pró­sent.

Allar helstu nauð­synjar hafa enn fremur hækkað mik­ið. Heil­brigð­is­þjón­usta og lyf hafa hækkað um 47,7 pró­sent, mat­ar- og drykkj­ar­vörur um 68,7 pró­sent og föt og skór um 56,6 pró­sent. Þá hefur launa­vísi­talan, sem mælir launa­þró­un, hækkað um 69 pró­sent.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None