Umfangsmikil eignasala ríkisins í fullum gangi

Söluferlið á Lyfju er langt komið og ríkið fékk samtals 6,7 milljarða króna fyrir eignarhluti í Sjóvá og Reitum.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Félag íslenska rík­is­ins, Lind­ar­hvoll ehf., hefur á und­an­förn­um vikum selt 6,38 pró­sent hlut í Reitum fyrir 3,9 millj­arða og 13,93 pró­sent hlut í Sjóvá fyrir 2,8 millj­arða. Kaup­endur voru fjár­festar á mark­að­i, líf­eyr­is­sjóð­ir, bankar og trygg­ing­ar­fé­lög þar á með­al. Lands­bank­inn ann­að­ist ­söl­una sem fór fram í opnu sölu­ferli á mark­aði.

Lyfja í sölu­ferli

Hinn 5. októ­ber næst­kom­andi rennur út frestur til að skila inn­ óskuld­bind­andi til­boðum í Lyfju hf. sem ríkið á að fullu eftir að hafa eignast ­fyr­ir­tækið þegar slitabú hinna föllnu banka greiddu stöð­ug­leika­fram­lag til­ ­rík­is­ins.

Þeim sem eiga hag­stæð­ustu til­boð­in verður boðin áfram­hald­andi þátt­taka í ferl­inu og munu þeir fá aðgang að raf­ræn­u ­gagna­her­bergi með ítar­legri gögn­um, kynn­ingu á félag­inu frá stjórn­endum Lyfju hf.  og gef­ast kostur á að fram­kvæma áreið­an­leika­könnun á félag­inu. Það er Virð­ing hf. sem sér um söl­una.

Auglýsing

Glitn­ir, Klakki og Gamli Byr

Hinn 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn aug­lýsti ríkið svo eign­ar­hluti sína í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf., og Gamla Byr Eign­ar­halds­fé­lagi ehf.

Sölu­ferlið byggir á sam­þykktum reglum um sölu eigna ­rík­is­sjóðs sem eru í umsýslu Lind­ar­hvols ehf., þar sem kemur fram að við sölu ­eigna skuli leggja áherslu á gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni. Með­ hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­irn­ar, eins og segir á vef Linda­hvols.

Sölu­ferlið er opið öllum aðilum gegn und­ir­ritun þeirra á trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu og skil­mála­bréfi.

Fjár­festar sem þess óska verður boðið að taka þátt í sölu­ferl­inu gegn und­ir­ritun þeirra á trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu og skil­mála­bréf þar að lút­andi.

Áhuga­sömum bjóð­endum er boðið að skila inn­ skuld­bind­andi til­boðum með sér­stak­lega til­greindum fyr­ir­vörum fyr­ir kl. 16.00, föstu­dag­inn 14. októ­ber 2016, að því er segir í aug­lýs­ing­u..

Miklar eignir

Verð­mæt­in, sem slitabú við­skipta­bank­anna þriggja auk minni slita­búa lögðu fram í tengslum við gerð nauða­samn­inga, má í meg­in­at­rið­u­m ­flokka í laust fé, fram­sals­eignir og fram­lag vegna við­skipta­banka.

Þar á meðal var eign­ar­hlutur í Íslands­banka og skulda­bréf sem Kaup­þing gaf út með veði í Arion banka hf. Skulda­bréfið verð­ur­ greitt upp við sölu Arion banka hf. en rík­is­sjóður fær vaxta­tekjur af bréf­in­u fram að því. Með öðrum orðum þá fær rík­is­sjóður sölu­and­virði Arion banka.

Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hlut rík­is­sjóðs í Ís­lands­banka og einnig í Lands­bank­an­um. Lind­ar­hvoll ann­ast umsýslu, fulln­ust­u og sölu ann­arra eigna og hafa eft­ir­lit með svo­nefndum fjár­sóps­eign­um.

Meðal þeirra eigna sem fóru í umsýslu hjá Lind­ar­hvoli voru hlutir í eft­ir­töldum félögum og sjóð­um: ALMC eign­ar­halds­fé­lag ehf., AuЭur I fag­fjár­fest­inga­sjóð­ur, Bru II Venture Capi­tal Fund, DOHOP, Eim­skip hf., Eyr­ir­ In­vest hf., Inter­net á Íslandi, Klakki ehf., Lyfja hf., Nýi Norð­ur­turn­inn ehf., Reitir hf., S Hold­ing ehf., SAT eign­ar­halds­fé­lag hf., SCM ehf., ög Sím­inn hf.

Loks eru í flokki fram­sals­eigna ýmsar kröfur á ein­stak­linga og kröfur á 38 félög, sem falla undir per­sónu­vernd­ar­á­kvæð­i ­upp­lýs­inga­laga, og gefur Lind­ar­hvoll ekki upp hvaða eignir þetta eru ­ná­kvæm­lega.

Verð­mæti þess­ara eigna, sam­tals, hleypur á tugum millj­arða króna.

Í stjórn Lind­ar­hvols eru Þór­hall­ur ­Ara­son úr fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ingu, sem jafn­framt er stjórn­ar­for­maður, Ása Ólafs­dótt­ir, með­stjórn­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­stjórn­andi, en hann hefur farið fyr­ir­ ­Eigna­safni Seðla­banka Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None