Handahreyfingar og höfuðhnykkir

Það er misjafnt milli þjóða hvernig fólk notar líkamann til að tjá sig. Líkamstjáningin getur sagt mikið af því sem sjaldan er komið í orð, hvort sem það er viljandi eða ekki. Borgþór Arngrímsson kynnti sér danska rannsókn á líkamsbeitingu við tjáningu.

Fingrabendingar
Auglýsing

Stundum er haft á orði að margt sé líkt með Íslend­ingum og Finn­um. Fremur þumb­ara­legir og þög­ulir við fyrstu kynni, muldri eitt­hvað lítt skilj­an­legt þegar þeir eru ávarp­aðir og engu lík­ara en að neðri kjálk­inn sé fros­inn fast­ur. Að þessu leyti séu þjóð­irnar tvær ólíkar frænd­þjóð­un­um, Dön­um, Norð­mönnum og Svíum, að ekki sé minnst á þær þjóðir sem sunnar búa í álf­unni. Þetta er þó hug­lægt mat enda hafa ekki verið gerðar margar sam­an­burð­ar­rann­sóknir á þessu sviði. Fas og fram­koma þjóða heims eru nú orðin við­fangs- og rann­sókn­ar­efni sér­fræð­inga.

Fyrir mörgum árum var pistla­höf­undur á sam­kundu þar sem tveir menn fluttu ræður um til­gang lífs­ins. Annar þeirra stóð nán­ast graf­kyrr í pont­unni meðan hann flutti mál sitt, hélt fast um ræðupúltið og leit annað veifið yfir áheyr­enda­hóp­inn. Hinn ræðu­mað­ur­inn hélt sig sjaldn­ast við pont­una, gekk fram og aftur á sviði sam­komu­húss­ins meðan hann tal­aði og not­aði hendur og búk til að leggja áherslu á mál sitt. Þegar leið á ræð­una gekk hann svo niður af svið­inu og gekk með­fram áheyr­enda­sæt­unum og áður en ræð­unni var lokið hafði hann farið nokkra hringi í salnum og end­aði svo á svið­inu. Þetta var Þór­bergur Þórð­ar­son rit­höf­und­ur. Ekki man pistla­höf­und­ur, sem var korn­ung­ur, margt af því sem sagt var en þeim mun betur eftir lát­bragði og áherslu­hreyf­ingum rit­höf­und­ar­ins frá Hala í Suð­ur­sveit. Man líka að full­orðna fólkið tal­aði um að Þór­bergur væri „bara eins og leik­ari“. 

Mik­il­vægi tján­ing­ar­innar

Í dag þykir það sjálf­sagður hluti almennrar skóla­göngu að nem­endur fái þjálfun í að tjá sig fyrir framan aðra, nokkuð sem mjög fáir skól­ar, að minnsta kosti á Íslandi, lögðu rækt við fyrir til­tölu­lega fáum árum. Að tala ekki til­breyt­ing­ar­laust í belg og biðu er mik­il­vægt og sömu­leiðis að nota lík­ams­tján­ingu til að leggja áherslu á orð sín og halda athygli við­staddra.  

Auglýsing

Fas­ráð­stefn­an 

Í lið­inni viku var haldin í Kaup­manna­höfn tveggja daga ráð­stefna um lík­ams­tján­ingu og fas. Þátt­tak­endur frá fjöl­mörgum Evr­ópu­löndum sóttu ráð­stefn­una sem Hafn­ar­há­skóli skipu­lagði. Við skól­ann starfa fjórir mál­vís­inda­sér­fræð­ingar sem rann­saka lík­ams­tján­ingu. Að sögn þeirra eru rann­sóknir af þessu tagi nýjar af nál­inni, ekki séu nema tveir til þrír ára­tugir síðan þær hófust þótt Grikkir og Róm­verjar til forna hafi verið mjög með­vit­aðir um gildi handa­hreyf­inga og lík­ams­tján­ing­ar.

Ráð­stefn­unni í Kaup­manna­höfn var ekki ætlað að kom­ast að ein­hverri til­tek­inni nið­ur­stöðu, til­gang­ur­inn var að „bera saman bæk­ur“.

Ólíkar venjur

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, talar með höndnum eins og venja er á Ítalíu.Eins og áður sagði vinna fjórir sér­fræð­ingar við Hafn­ar­há­skóla að rann­sóknum og skrán­ingu á því sem þeir kalla tján­ing­ar­mynstur þjóða. Þótt rann­sóknir þeirra séu, að eigin sögn, ein­ungis komnar skammt á veg er þar margt for­vitni­legt. Danir og Svíar hreyfa höf­uðið einu sinni á sek­úndu þegar þeir tala en Finn­arnir aðra hverja sek­úndu. Danir og Finnar kinka kolli (hök­una nið­ur), stundum margoft, þegar þeir hlusta og eru sam­mála en Sví­arnir láta duga að nikka einu sinni (hök­una upp) til að sam­sinna þeim sem tal­ar. Íbúar Skand­in­avíu nota færri og minni lík­ams­hreyf­ingar en til dæmis Ítal­ir. Dönsku sér­fræð­ing­arnir segja að ítalska tungu­málið geri bein­línis ráð fyrir handa- og höf­uð­hreyf­ing­um. Dan­irnir hafa fylgst með sölu­mönnum á götu­mark­aði í Napólí og hlið­stæðum mark­aði í Dan­mörku og segja þar ólíku saman að jafna. Ítal­irnir séu til­þrifa­miklir við sölu­mennsk­una, það sama verði ekki sagt um Danina, það gildi jafnt um lík­ams­tján­ingu og radd­beit­ing­u. 

Lík­ami og rödd eru verk­færi kenn­ar­ans og stjórn­mála­manns­ins

Barack Obama beitir höndunum á sérstakan hátt til þess að leggja áherslu á mál sitt. Sér­fræð­ing­arnir við Hafn­ar­há­skóla telja sig geta sýnt fram á að nem­endur nái bæði betri og skjót­ari árangri við nám í erlendum tungu­málum ef kenn­ar­inn notar lát­bragð, handa­hreyf­ingar ásamt blæ­brigða­ríkri radd­beit­ingu. Reyndar gildi þetta um flestar náms­grein­ar. Sömu sögu sé að segja um stjórn­mála­menn, þar skipti ofan­greind atriði mjög miklu máli. Sumir stjórn­mála­menn koma sér upp ákveðnum hreyf­ingum og töktum til að leggja áherslu á mál sitt. Dæmi um þetta er Barack Obama. Hann notar krepptan hnefa, þar sem þum­al­fing­ur­inn hvílir á efri lið vísi­fing­urs, til að leggja áherslu á mál sitt, notar hann sem eins­konar tón­sprota, til áherslu­auka og sem bendiprik. Dönsku sér­fræð­ing­arnir lýsa Banda­ríkja­for­seta sem hinum full­komna ræðu­manni þar sem rödd, lát­bragð og lík­ami vinni sam­an. Þeir segja það líka skipta mjög miklu máli fyrir þá sem hafi mikil sam­skipti við íbúa ann­arra ríkja að þekkja siði og venj­ur, sem oft geti verið ólíkar þeirra eig­in. Þar er nefnt sem dæmi hvernig Taí­lend­ingar heilsa og kveðja með því að leggja saman lóf­ana þannig að fingur vísi upp og hneigi höf­uðið um leið. Því nær sem fing­ur­brodd­arnir eru hök­unni því meiri virð­ing er gest­inum sýnd. 

Sumt alþjóð­legt, annað ekki

Flestir vita hvað það merkir þegar hnefa er lyft og þum­al­fingur vísar upp og eins þegar þum­al­l­inn vísar nið­ur. Þessi tákn segja dönsku sér­fræð­ing­arnir upp­haf­lega komin frá Banda­ríkj­unum en séu nán­ast orðin alþjóð­leg. Mörg fleiri handa­tákn má segja að séu alþjóð­leg. Bros, undrun og ang­ist­ar­svipur sömu­leið­is.

Dan­irnir nefna líka dæmi um ýmis­legt sem er öðru­vísi en við eigum að venj­ast. Þegar íbúar Laos benda nota þeir ekki hend­urnar heldur setja stút á var­irnar sem þeir beina svo í átt­ina. Og þegar Búlgarar hrista höf­uðið þýðir það já en kinki þeir kolli merkir það nei. Til er gömul saga af hjónum sem fóru til Búlgaríu og skyldu ekk­ert í því fyrsta dag­inn að þjónn á veit­inga­stað, og ekki tal­aði annað en sitt móð­ur­mál, hristi höf­uðið þegar þau bentu á eitt­hvað á mat­seðl­in­um. Þegar þau höfðu bent á hvern rétt­inn á fætur öðrum setti þjónn­inn upp (al­þjóð­legan) undr­un­ar­svip en átt­aði sig svo og gat komið hjón­unum í skiln­ing um að allt á seðl­inum væri í boði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None