Handahreyfingar og höfuðhnykkir

Það er misjafnt milli þjóða hvernig fólk notar líkamann til að tjá sig. Líkamstjáningin getur sagt mikið af því sem sjaldan er komið í orð, hvort sem það er viljandi eða ekki. Borgþór Arngrímsson kynnti sér danska rannsókn á líkamsbeitingu við tjáningu.

Fingrabendingar
Auglýsing

Stundum er haft á orði að margt sé líkt með Íslendingum og Finnum. Fremur þumbaralegir og þögulir við fyrstu kynni, muldri eitthvað lítt skiljanlegt þegar þeir eru ávarpaðir og engu líkara en að neðri kjálkinn sé frosinn fastur. Að þessu leyti séu þjóðirnar tvær ólíkar frændþjóðunum, Dönum, Norðmönnum og Svíum, að ekki sé minnst á þær þjóðir sem sunnar búa í álfunni. Þetta er þó huglægt mat enda hafa ekki verið gerðar margar samanburðarrannsóknir á þessu sviði. Fas og framkoma þjóða heims eru nú orðin viðfangs- og rannsóknarefni sérfræðinga.

Fyrir mörgum árum var pistlahöfundur á samkundu þar sem tveir menn fluttu ræður um tilgang lífsins. Annar þeirra stóð nánast grafkyrr í pontunni meðan hann flutti mál sitt, hélt fast um ræðupúltið og leit annað veifið yfir áheyrendahópinn. Hinn ræðumaðurinn hélt sig sjaldnast við pontuna, gekk fram og aftur á sviði samkomuhússins meðan hann talaði og notaði hendur og búk til að leggja áherslu á mál sitt. Þegar leið á ræðuna gekk hann svo niður af sviðinu og gekk meðfram áheyrendasætunum og áður en ræðunni var lokið hafði hann farið nokkra hringi í salnum og endaði svo á sviðinu. Þetta var Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Ekki man pistlahöfundur, sem var kornungur, margt af því sem sagt var en þeim mun betur eftir látbragði og áhersluhreyfingum rithöfundarins frá Hala í Suðursveit. Man líka að fullorðna fólkið talaði um að Þórbergur væri „bara eins og leikari“. 

Mikilvægi tjáningarinnar

Í dag þykir það sjálfsagður hluti almennrar skólagöngu að nemendur fái þjálfun í að tjá sig fyrir framan aðra, nokkuð sem mjög fáir skólar, að minnsta kosti á Íslandi, lögðu rækt við fyrir tiltölulega fáum árum. Að tala ekki tilbreytingarlaust í belg og biðu er mikilvægt og sömuleiðis að nota líkamstjáningu til að leggja áherslu á orð sín og halda athygli viðstaddra.  

Auglýsing

Fasráðstefnan 

Í liðinni viku var haldin í Kaupmannahöfn tveggja daga ráðstefna um líkamstjáningu og fas. Þátttakendur frá fjölmörgum Evrópulöndum sóttu ráðstefnuna sem Hafnarháskóli skipulagði. Við skólann starfa fjórir málvísindasérfræðingar sem rannsaka líkamstjáningu. Að sögn þeirra eru rannsóknir af þessu tagi nýjar af nálinni, ekki séu nema tveir til þrír áratugir síðan þær hófust þótt Grikkir og Rómverjar til forna hafi verið mjög meðvitaðir um gildi handahreyfinga og líkamstjáningar.

Ráðstefnunni í Kaupmannahöfn var ekki ætlað að komast að einhverri tiltekinni niðurstöðu, tilgangurinn var að „bera saman bækur“.

Ólíkar venjur

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, talar með höndnum eins og venja er á Ítalíu.Eins og áður sagði vinna fjórir sérfræðingar við Hafnarháskóla að rannsóknum og skráningu á því sem þeir kalla tjáningarmynstur þjóða. Þótt rannsóknir þeirra séu, að eigin sögn, einungis komnar skammt á veg er þar margt forvitnilegt. Danir og Svíar hreyfa höfuðið einu sinni á sekúndu þegar þeir tala en Finnarnir aðra hverja sekúndu. Danir og Finnar kinka kolli (hökuna niður), stundum margoft, þegar þeir hlusta og eru sammála en Svíarnir láta duga að nikka einu sinni (hökuna upp) til að samsinna þeim sem talar. Íbúar Skandinavíu nota færri og minni líkamshreyfingar en til dæmis Ítalir. Dönsku sérfræðingarnir segja að ítalska tungumálið geri beinlínis ráð fyrir handa- og höfuðhreyfingum. Danirnir hafa fylgst með sölumönnum á götumarkaði í Napólí og hliðstæðum markaði í Danmörku og segja þar ólíku saman að jafna. Ítalirnir séu tilþrifamiklir við sölumennskuna, það sama verði ekki sagt um Danina, það gildi jafnt um líkamstjáningu og raddbeitingu. 

Líkami og rödd eru verkfæri kennarans og stjórnmálamannsins

Barack Obama beitir höndunum á sérstakan hátt til þess að leggja áherslu á mál sitt. Sérfræðingarnir við Hafnarháskóla telja sig geta sýnt fram á að nemendur nái bæði betri og skjótari árangri við nám í erlendum tungumálum ef kennarinn notar látbragð, handahreyfingar ásamt blæbrigðaríkri raddbeitingu. Reyndar gildi þetta um flestar námsgreinar. Sömu sögu sé að segja um stjórnmálamenn, þar skipti ofangreind atriði mjög miklu máli. Sumir stjórnmálamenn koma sér upp ákveðnum hreyfingum og töktum til að leggja áherslu á mál sitt. Dæmi um þetta er Barack Obama. Hann notar krepptan hnefa, þar sem þumalfingurinn hvílir á efri lið vísifingurs, til að leggja áherslu á mál sitt, notar hann sem einskonar tónsprota, til áhersluauka og sem bendiprik. Dönsku sérfræðingarnir lýsa Bandaríkjaforseta sem hinum fullkomna ræðumanni þar sem rödd, látbragð og líkami vinni saman. Þeir segja það líka skipta mjög miklu máli fyrir þá sem hafi mikil samskipti við íbúa annarra ríkja að þekkja siði og venjur, sem oft geti verið ólíkar þeirra eigin. Þar er nefnt sem dæmi hvernig Taílendingar heilsa og kveðja með því að leggja saman lófana þannig að fingur vísi upp og hneigi höfuðið um leið. Því nær sem fingurbroddarnir eru hökunni því meiri virðing er gestinum sýnd. 

Sumt alþjóðlegt, annað ekki

Flestir vita hvað það merkir þegar hnefa er lyft og þumalfingur vísar upp og eins þegar þumallinn vísar niður. Þessi tákn segja dönsku sérfræðingarnir upphaflega komin frá Bandaríkjunum en séu nánast orðin alþjóðleg. Mörg fleiri handatákn má segja að séu alþjóðleg. Bros, undrun og angistarsvipur sömuleiðis.

Danirnir nefna líka dæmi um ýmislegt sem er öðruvísi en við eigum að venjast. Þegar íbúar Laos benda nota þeir ekki hendurnar heldur setja stút á varirnar sem þeir beina svo í áttina. Og þegar Búlgarar hrista höfuðið þýðir það já en kinki þeir kolli merkir það nei. Til er gömul saga af hjónum sem fóru til Búlgaríu og skyldu ekkert í því fyrsta daginn að þjónn á veitingastað, og ekki talaði annað en sitt móðurmál, hristi höfuðið þegar þau bentu á eitthvað á matseðlinum. Þegar þau höfðu bent á hvern réttinn á fætur öðrum setti þjónninn upp (alþjóðlegan) undrunarsvip en áttaði sig svo og gat komið hjónunum í skilning um að allt á seðlinum væri í boði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None