Nýsköpun, nýsköpun og aftur nýsköpun

Bill Gates birti í gær grein á vef sínum sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum og um allan heim. Hann hvetur leiðtoga til að þess að forgangsraða í þágu nýsköpunar.

Bill Gates
Auglýsing

Bill Gates, ríkasti maður heims og annar stofnenda Microsoft, greindi frá því í pistli á vef sínum í gær, að hann saknaði þess í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum skuli ekki vera meira rætt um stefnumörkun á því sviði sem mestu máli skipti fyrir umheiminn; sviði nýsköpunar. 

Kosið verður í Bandaríkjunum 8. nóvember en Hillary Clinton, fyrir hönd Demókrata, og Donald J. Trump, fyrir hönd Repúblikana, berjast um forsetaembættið. Endaspretturinn í kosningabaráttunni er framundan, enda aðeins fjórar vikur til kosninga.

Í pistli sínum segir hinn 55 ára gamli Gates að framfarir mannkynsins hafi að mestu komið fram á liðinni öld vegna nýsköpunar og aukinnar tækniþekkingar. „Þau hagkerfi sem ná mestum árangri eru þau sem leggja mesta áherslu á nýsköpun til að skara fram úr,“ segir Gates í pistli sínum. Hann leggur áherslu á að hið opinbera og einkageirinn finni leiðir til að vinna betur saman. „Ég hef heyrt fólk færa rök fyrir því að nýsköpun komi fyrst og fremst fram í einkageiranum. En nýsköpun hefst hjá hinu opinbera með rannsóknum í háskólum [...] Fjárfesting hins opinbera í nýsköpun opnar leiðir fyrir hugvitssemina í einkageiranum,“ segir Gates í pistli sínum.

Auglýsing

Sérstaklega víkur hann að fjórum meginmarkmiðum, þar sem stefna á sviði nýsköpunar myndi hjálpa mikið til.

Orkan

Í fyrsta lagi nefnir hann orkumálin, og markmið um að nýta orku betur án þess að ýta undir loftslagsbreytingar af mannavöldum og hlýnun jarðar. Hann segir að á næstu átta árum þá muni líklega koma fram miklar breytingar, sem geri rafknúnum bílum mögulegt að komast miklu lengra en áður á einni hleðslu. Gríðarlega miklir möguleikar séu fyrir hendi, og mikilvægt sé að hið opinbera og einkageirinn vinni saman að skynsömum markmiðum. Nýsköpun á þessum sviðum sé mikilvæg að öllu leyti.

Sjúkdómar og forgangsröðun

Í öðru lagi nefnir hann framfarir á sviði heilbrigðisvísinda sem geti hjálpað til við halda HIV veirunni í skefjum og jafnvel eyða sjúkdóminum alveg. Þegar séu komin fram lyf og rannsóknir sem sýna að þetta sé hægt. Það sama megi segja um Alzheimer-sjúkdóminn. „Það er sjúkdómur sem að veldur fólki og fjölskyldum mikilli vanlíðan,“ segir Gates, og nefnir sérstaklega að „stjórnlaus“ og alltof mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu, vegna slíkra sjúkdóma, taki til sín fé sem myndi nýtast á öðrum stöðum. Mikilvægt sé að ýta undir nýsköpun á þessum sviðum, og þær stórkostlegu framfarir sem hafi náðst fram á síðustu árum. Forgangsröðunin þurfi að vera rétt hjá hinu opinbera á þessu sviði.

Bill Gates brýnir fyrir leiðtogum á sviði stjórnmála, að forgangsraða í þágu nýsköpunar.

Hefta útbreiðslu veira

Í þriðja lagi segir Gates að stjórnmálamenn þurfi að vinna að nýsköpun á sviðum, sem geti heft útbreiðslu á hættulegum veirum eins og E-bólu og Zika veirunni. Afleiðingarnar geti orðið gríðarlega alvarlegar fyrir heiminn allan, ef ekki tekst að finna upp áhrifaríkari leiðir en nú þegar eru uppi, til að berjast við bráðsmitandi veiru. Þær ógni ekki aðeins heilsu heldur öllum helstu innviðum í ríkjum, og geti brotið niður efnahaginn á skömmum tíma.

Hann bendir enn fremur á að vísindamenn á sviði líffræði séu þegar komnir fram með lausnir, sem geti orðið verulega áhrifamiklar, ef ýtt sé undir rannsóknirnar með nýsköpun og skýrri stefnu að hálfu hins opinbera. Mikið sé í húfi, hvað þessi mál varðar. Með réttri stefnu og mikilli áframhaldandi vinnu þá sé mögulegt að bregðast við útbreiðslunni, áður en hún fer úr böndunum.

Tækni nýtt í skólastarfi

Í fjórða lagi er það menntun, og metnaðarfyllri áform um að koma nýjum tólum – með nýjustu tækni – í hendur kennara og nemenda í skólastarfi. Gates segir að allir eigi að geta fengið þessi tól, og það sé miður að nýjasta tækni sé ekki nægilega vel nýtt í skólastarfi, því með henni sé hægt að gera kennslu einstaklingsmiðaða og ýtt undir að hver nemandi fari áfram á sínum hraða. Einkageirinn hafi þegar komið fram með lausnir, en hið opinbera þurfi að vera móttækilegra fyrir þessum hlutum svo að hlutirnir gerist hraðar. Meira fé þurfi að fara í tækni þegar kemur að skólastarfi.

Opni augun fyrir nýsköpun

Að lokum segist hann vonast til þess að leiðtogar framtíðarinnar á sviði stjórnmálanna sjá möguleikana sem eru á borðinu, og hjálpi til við raunverulegar framfarir með því að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None