Svona mun Kárhóll líta út fullbyggður.
Auglýsing

Fjöl­margt fólk úr öllum álfum heims­ins kom saman um nýaf­staðna helgi og þing­aði í einum mesta rok- og rign­inga­rassi Evr­ópu. Hring­borð Norð­ur­slóða (e. Arctic Circle) er sann­ar­lega stærsta kaup­stefnan sem er haldin í Hörpu ár hvert. Þar mæt­ast póli­tískir leið­tog­ar, stjórn­endur fyr­ir­tækja, vís­inda­menn, frum­kvöðl­ar, og sér­fræð­ingar í umhverf­is­málum og freista þess að eiga í sam­ræðum um fram­tíð norð­ur­slóða. 

Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá fyrsta Hring­borð­inu hafa þessir ólíku hags­muna­að­ilar lært að tala sömu tungu, upp að vissu marki. Í hverju ein­asta horni var rætt um sjálf­bæra þróun – en hvort skiln­ing­ur­inn á því hug­taki hafi ætíð verið sá sami skal ósagt lát­ið. Annað lausn­ar­orð, sam­vinna, hljóm­aði þó einnig um sal­ina og bar með sér óskert­ari skiln­ing. Með auk­inni hlýnun og marg­vís­legum breyt­ingum á lofts­lags­kerfi jarðar breyt­ist hið frosna lands­lag norð­ur­slóða hratt með geysi­miklum afleið­ingum fyrir önnur svæði. Ráð­stefnu­gestir urðu hægt og síg­andi með­vit­aðir um sam­eig­in­lega upp­lifun á óaft­ur­kvæmum missi. Allar dýra­teg­undir jarðar eru háðar ís, svo ég vitni í fleyg ummæli helg­ar­inn­ar. Við, þar með tal­in. 

Rann­sókn­ar­hús rís

Af sömu rótum munu á hinn bóg­inn nýjar sigl­inga­leiðir breyta gang­verki alþjóða­við­skipta og hafa áhrif á hag­kerfi um allan heim. Það er því eðli­legt að fjar­læg ríki kalli eftir nán­ara sam­starfi við norð­ur­slóða­ríkin átta, hvort heldur sem er á vett­vangi vís­inda eða við­skipta. Ágætt dæmi um þessa þróun er íslenskt-kín­verskt norð­ur­ljósa­rann­sókn­ar­hús sem hefur risið í Þing­eyj­ar­sveit að Kár­hóli í Reykja­dal (fjórum árum eftir að ríkin að und­ir­rit­uðu tví­hliða sam­vinnu­samn­ing um norð­ur­rann­sókn­ir, fjör­tíu og fimm árum eftir að form­leg erinda­skipti hófust milli Íslands og Kína). 

Auglýsing

Að öllum lík­indum er þetta stærsta fjár­fest­ing frá upp­hafi utan Reykja­víkur í upp­bygg­ingu rann­sókn­ar­að­stöðu. Verk­efnið var kynnt í Hörpu um helg­ina og í kjöl­farið haldið norður á mánu­dag og horn­steinn lagður að nýbygg­ing­unni við hátíð­lega athöfn. Rann­sókna­mið­stöðin er sam­starfs­verk­efni sex íslenskra og tólf kín­verskra vís­inda­stofn­ana sem deila öllum þeim gögnum sem verða til á staðn­um. Að auki verður aðstaðan sjálf opin vís­inda­mönnum hvaðanæva að úr heim­inum og þannig er stuðlað enn frekar að alþjóð­legu vís­inda­sam­starf­i. 

Gæti orðið fyr­ir­mynd ann­arra verk­efna

Sé reynt að meta verk­efnið út frá sjón­ar­hóli alþjóða­sam­skipta, þá er ljóst að þessi til­raun er býsna merki­leg. Að baki eru ótal skref eftir vand­röt­uðum diplómat­ískum leið­um; varð­aðar fjölda­mörgum sam­þykktum og vilja­yf­ir­lýs­ingum stjórn­vald­anna tveggja. Lang­tíma­upp­bygg­ing á innviðum í Reykja­dal væri þar að auki óhugs­andi ef ekki hefði komið til fram­taks inn­lendra aðila. Sjálfs­eign­ar­stofn­unin Aur­ora Observatory ann­ast upp­bygg­ingu og rekstur aðstöð­unnar á Kár­hóli en stofn­að­ilar eru, meðal ann­arra, atvinnu­þró­un­ar­fé­lögin tvö í þessum lands­hluta (At­vinnu­þró­un­ar­fé­lag Þing­ey­inga og Atvinnu­þró­un­ar­fé­lag Eyja­fjarð­ar) ásamt öðrum einka- og opin­berum aðil­u­m. 

Bæði íslenskir og kín­verskir tals­menn verk­efn­is­ins hafa lagt áherslu á að upp­bygg­ingin að Kár­hóli geti orðið fyr­ir­mynd ann­arra sam­starfs­verk­efna um norð­ur­rann­sókn­ir. Þannig væri hægt að nota sam­bæri­legt líkan til að skapa aukin tæki­færi á sviði jarð­vís­inda og lofts­lags­rann­sókna – og ekki aðeins hér á landi, heldur víðar á norð­ur­slóð­um, þar sem vís­inda­menn erlendra ríkja vilja skapa traust­ari grund­völl fyrir eigin rann­sóknir á svæð­in­u. 

Íslenskir og kín­verskir vís­inda­menn erind­rekar

Nær­vist og návera Kína hefur auk­ist mikið á norð­ur­slóðum und­an­farin ár. Umhverf­is­breyt­ingar á svæð­inu eru raun­veru­leg orsök þessa áhuga en hann bein­ist ekki síst að marg­vís­legum við­skipta­tæki­færum, sem skap­ast með nýjum sigl­inga­leið­um, sem og betra aðgengi að þeim gríð­ar­legu auð­lindum sem svæðið býr yfir. Það er eft­ir­tekt­ar­vert hve vel Kína hefur tek­ist að vinna mál­stað sínum fylgi hér á landi, ekki síst í gegnum norð­ur­rann­sóknir – og íslenskir aðilar hafa ekki látið sitt eftir liggja heldur haft for­ystu um að þróa vís­inda­sam­starf milli Kína og Norð­ur­land­anna. 

Hvort sem það er af ásettu ráði eða ekki, hafa íslenskir og kín­verskir vís­inda­menn þannig tekið sér hlut­verk erind­rek­ans í víð­tækri milli­ríkjapóli­tík. Á svæð­is­vísu er verk­efni eins Kár­hóll til þess fallið að hleypa, með frið­sam­legum hætti, erlendum aðilum að inn­lendum rann­sókn­ar- og stjórn­un­ar­kerf­um. Þannig getur skap­ast traust milli ríkja og full­trúa þeirra, sem von­andi verður nýtt til frek­ari góðra verka á jafn­ræð­is­grund­velli. Veldur hver á held­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None