Vilja framlengja landamæraeftirlitið

Málefni innflytjenda og flóttamanna eru eldfim í Danmörku. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, hefur fylgst náið með umræðu um landamæraeftirlit.

Danmörk
Auglýsing

Dan­mörk, Nor­eg­ur, Þýska­land og Aust­ur­ríki ætla að óska eftir að  landamæra­eft­ir­litið á Schengen svæð­inu verði fram­lengt en núver­andi heim­ild rennur út um miðjan nóv­em­ber. Löndin fjögur hyggj­ast senda fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins erindi þess efnis á næstu dög­um. Svíar hafa ekki ákveðið hvort þeir vilja halda eft­ir­lit­inu áfram eftir þann tíma. Danski inn­flytj­enda­ráð­herr­ann segir landamæra­eft­ir­litið nauð­syn­legt til að stemma stigu við straumi flótta­fólks og til að koma í veg fyrir að hryðju­verka­menn geti óhindrað ferð­ast milli landa.

Schengen samn­ing­ur­inn varð til árið 1990, fyrir til­stuðlan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki eiga öll ríki innan ESB aðild að samn­ingn­um, til dæmis Bret­land, og nokkur ríki, þar á meðal Ísland og Nor­eg­ur, eru aðilar að Schengen þótt þau standi utan ESB. Schengen samn­ing­ur­inn snýst um frjálsa för innan Schengen svæð­is­ins, án landamæra­eft­ir­lits. Íbúum aðild­ar­ríkj­anna er hins­vegar skylt að fram­vísa full­gildum per­sónu­skil­ríkjum sé þess óskað (stikkpruf­ur) þegar þeir ferð­ast milli landa. Einnig er heim­ilt, við sér­stakar aðstæður að taka upp tíma­bundið landamæra­eft­ir­lit. Stjórn­völd í Schengen lönd­unum (eins og þau eru iðu­lega köll­uð) nýttu sér þessa sér­stöku heim­ild þegar eft­ir­litið var tekið upp og heim­ildin hefur síðan verið fram­lengd nokkrum sinn­um. 

Brýn nauð­syn að eft­ir­litið verði áfram

Inger Stöjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur haft for­ystu um að fara fram á að leyfi til áfram­hald­andi landamæra­gæslu verði heim­il­uð. Í við­tali við Danska útvarpið fyrir tveim dögum sagði ráð­herr­ann brýna nauð­syn að landamæra­eft­ir­litið verði áfram við lýði um óákveð­inn tíma. „Eft­ir­litið við ytri landa­mæri Schengen svæð­is­ins er í ólestri og það eru þús­undir óskráðra flótta­manna í Evr­ópu. Meðan svo er teljum við nauð­syn­legt að landamæra­eft­ir­litið verði áfram í gildi” sagði ráð­herr­ann. „Hryðju­verkaógnin er líka enn til staðar og þess vegna er bráð­nauð­syn­legt að vita, og fylgj­ast með, hverjir það eru sem koma til Evr­ópu. Við vitum líka mög dæmi þess að t.d. Danir sem hafa tekið þátt í stríð­inu í Sýr­landi, og víð­ar, hafa bæði kunn­áttu og vilja til að fremja hryðju­verk í Evr­ópu” sagði ráð­herr­ann. Þýski inn­an­rík­is­ráð­herrann, Thomas de Maiziére hefur tekið í sama streng og sagt nauð­syn­legt að landamæra­eft­ir­litið haldi áfram um sinn. Utan­rík­is­ráð­herra Aust­ur­rík­is, Wolf­gang Sobot­ka, sagði í við­tali fyrir nokkrum dögum að eft­ir­litið verði að halda áfram „ann­ars verðum við að hugsa um aðrar lausnir” bætti hann við án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. “Í Grikk­landi eru 50 þús­und flótta­menn og í löndum á Balkanskag­anum mik­ill fjöldi, við vitum ekki hve marg­ir.” Dimitris Avramopou­los fram­kvæmda­stjóri inn­flytj­enda­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu sagði í við­tali við dönsku Ritzau frétta­stof­una að ef nauð­syn­legt reynd­ist að við­halda  landamæra­eft­ir­lit­inu yrði beiðni um slíkt að lík­indum sam­þykkt. „Beiðni um það hefur ekki borist og fyrr en það ger­ist tökum við ekki neina ákvörð­un” sagði fram­kvæmda­stjór­inn.    

Auglýsing

Danir í vand­ræðum vegna Europol  

Flótta­manna­straum­ur­inn er ekki það eina sem veldur dönskum stjórn­völdum áhyggj­um. Þátt­taka Dana í Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol, er í upp­námi eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 3. des­em­ber í fyrra. Þá völdu Danir að sleppa ekki und­an­þágu­á­kvæðum Maastricht samn­ings­ins (kosn­ing­arnar varð að halda vegna breyt­inga á samn­ingn­um) sem hafði í för með sér að eftir 1. maí á næsta ári verða þeir ekki aðilar að Europol. Þetta þýðir að Dan­mörk verður ekki þátt­tak­andi í sam­starfi í dóms og lög­reglu­mál­um, nema samn­ingar náist um slíkt við Evr­ópu­sam­band­ið. Þar á bæ er samn­ings­vilj­inn tak­mark­aður þótt ýmsir danskir stjórn­mála­menn (einkum þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins) hafi haldið öðru fram. 

Europol aðildin sterkasta vopnið í bar­átt­unni við glæpa­menn   

Danska lög­reglan hefur miklar áhyggjur af því sem við tekur þegar Europol aðild Dana lýkur í lok apríl á næsta ári. Þótt ef til vill tak­ist að semja um aðild Dana að skrán­ing­ar­kerfi Europol, sem er þó alls kostar óvíst, er ljóst að danska lög­reglan hefur ekki sömu mögu­leika og áður í bar­átt­unni við glæpa­gengi sem ætla sér að kom­ast til Dan­merk­ur. Mich­ael Kjeld­gaard, yfir­maður alþjóða­deildar dönsku lög­regl­unnar sagði í við­tali að eitt mik­il­væg­asta tækið í þeirri bar­áttu væri sam­skipta- og upp­lýs­inga­kerfi Europol. „Ef við höfum ekki aðgang að þessu kerfi eftir 1. maí á þessu ári er það mikil aft­ur­för” sagði Mich­ael Kjeld­gaard. „Við flettum 71 þús­und sinnum upp í skrán­ing­ar­kerfi Europol á síð­asta ári og gátum í tengslum við það leitað í sam­skipta- og upp­lýs­inga­kerf­inu. Skrán­ing­ar­kerfið er út af fyrir sig gagn­legt en upp­lýs­inga­sam­skiptin eru ekki síður mik­il­væg” sagði yfir­maður alþjóðadeildar dönsku lög­regl­unnar og bætti við að danska lög­reglan hefði einkum átt mikið og gott sam­starf við Hol­lend­inga og Þjóð­verja. Þetta sam­starf verður allt í upp­námi og það er ein­ungis einn hópur sem græðir á því. Nefni­lega glæpa­menn­irn­ir” sagði Mich­ael Kjeld­gaar­d. 

Ekki er ljóst hvenær form­legar við­ræður danskra stjórn­valda og Evr­ópu­sam­bands­ins vegna Europol hefj­ast.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None