Vilja framlengja landamæraeftirlitið

Málefni innflytjenda og flóttamanna eru eldfim í Danmörku. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, hefur fylgst náið með umræðu um landamæraeftirlit.

Danmörk
Auglýsing

Dan­mörk, Nor­eg­ur, Þýska­land og Aust­ur­ríki ætla að óska eftir að  landamæra­eft­ir­litið á Schengen svæð­inu verði fram­lengt en núver­andi heim­ild rennur út um miðjan nóv­em­ber. Löndin fjögur hyggj­ast senda fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins erindi þess efnis á næstu dög­um. Svíar hafa ekki ákveðið hvort þeir vilja halda eft­ir­lit­inu áfram eftir þann tíma. Danski inn­flytj­enda­ráð­herr­ann segir landamæra­eft­ir­litið nauð­syn­legt til að stemma stigu við straumi flótta­fólks og til að koma í veg fyrir að hryðju­verka­menn geti óhindrað ferð­ast milli landa.

Schengen samn­ing­ur­inn varð til árið 1990, fyrir til­stuðlan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki eiga öll ríki innan ESB aðild að samn­ingn­um, til dæmis Bret­land, og nokkur ríki, þar á meðal Ísland og Nor­eg­ur, eru aðilar að Schengen þótt þau standi utan ESB. Schengen samn­ing­ur­inn snýst um frjálsa för innan Schengen svæð­is­ins, án landamæra­eft­ir­lits. Íbúum aðild­ar­ríkj­anna er hins­vegar skylt að fram­vísa full­gildum per­sónu­skil­ríkjum sé þess óskað (stikkpruf­ur) þegar þeir ferð­ast milli landa. Einnig er heim­ilt, við sér­stakar aðstæður að taka upp tíma­bundið landamæra­eft­ir­lit. Stjórn­völd í Schengen lönd­unum (eins og þau eru iðu­lega köll­uð) nýttu sér þessa sér­stöku heim­ild þegar eft­ir­litið var tekið upp og heim­ildin hefur síðan verið fram­lengd nokkrum sinn­um. 

Brýn nauð­syn að eft­ir­litið verði áfram

Inger Stöjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur haft for­ystu um að fara fram á að leyfi til áfram­hald­andi landamæra­gæslu verði heim­il­uð. Í við­tali við Danska útvarpið fyrir tveim dögum sagði ráð­herr­ann brýna nauð­syn að landamæra­eft­ir­litið verði áfram við lýði um óákveð­inn tíma. „Eft­ir­litið við ytri landa­mæri Schengen svæð­is­ins er í ólestri og það eru þús­undir óskráðra flótta­manna í Evr­ópu. Meðan svo er teljum við nauð­syn­legt að landamæra­eft­ir­litið verði áfram í gildi” sagði ráð­herr­ann. „Hryðju­verkaógnin er líka enn til staðar og þess vegna er bráð­nauð­syn­legt að vita, og fylgj­ast með, hverjir það eru sem koma til Evr­ópu. Við vitum líka mög dæmi þess að t.d. Danir sem hafa tekið þátt í stríð­inu í Sýr­landi, og víð­ar, hafa bæði kunn­áttu og vilja til að fremja hryðju­verk í Evr­ópu” sagði ráð­herr­ann. Þýski inn­an­rík­is­ráð­herrann, Thomas de Maiziére hefur tekið í sama streng og sagt nauð­syn­legt að landamæra­eft­ir­litið haldi áfram um sinn. Utan­rík­is­ráð­herra Aust­ur­rík­is, Wolf­gang Sobot­ka, sagði í við­tali fyrir nokkrum dögum að eft­ir­litið verði að halda áfram „ann­ars verðum við að hugsa um aðrar lausnir” bætti hann við án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. “Í Grikk­landi eru 50 þús­und flótta­menn og í löndum á Balkanskag­anum mik­ill fjöldi, við vitum ekki hve marg­ir.” Dimitris Avramopou­los fram­kvæmda­stjóri inn­flytj­enda­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu sagði í við­tali við dönsku Ritzau frétta­stof­una að ef nauð­syn­legt reynd­ist að við­halda  landamæra­eft­ir­lit­inu yrði beiðni um slíkt að lík­indum sam­þykkt. „Beiðni um það hefur ekki borist og fyrr en það ger­ist tökum við ekki neina ákvörð­un” sagði fram­kvæmda­stjór­inn.    

Auglýsing

Danir í vand­ræðum vegna Europol  

Flótta­manna­straum­ur­inn er ekki það eina sem veldur dönskum stjórn­völdum áhyggj­um. Þátt­taka Dana í Evr­ópu­lög­regl­unni, Europol, er í upp­námi eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 3. des­em­ber í fyrra. Þá völdu Danir að sleppa ekki und­an­þágu­á­kvæðum Maastricht samn­ings­ins (kosn­ing­arnar varð að halda vegna breyt­inga á samn­ingn­um) sem hafði í för með sér að eftir 1. maí á næsta ári verða þeir ekki aðilar að Europol. Þetta þýðir að Dan­mörk verður ekki þátt­tak­andi í sam­starfi í dóms og lög­reglu­mál­um, nema samn­ingar náist um slíkt við Evr­ópu­sam­band­ið. Þar á bæ er samn­ings­vilj­inn tak­mark­aður þótt ýmsir danskir stjórn­mála­menn (einkum þing­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins) hafi haldið öðru fram. 

Europol aðildin sterkasta vopnið í bar­átt­unni við glæpa­menn   

Danska lög­reglan hefur miklar áhyggjur af því sem við tekur þegar Europol aðild Dana lýkur í lok apríl á næsta ári. Þótt ef til vill tak­ist að semja um aðild Dana að skrán­ing­ar­kerfi Europol, sem er þó alls kostar óvíst, er ljóst að danska lög­reglan hefur ekki sömu mögu­leika og áður í bar­átt­unni við glæpa­gengi sem ætla sér að kom­ast til Dan­merk­ur. Mich­ael Kjeld­gaard, yfir­maður alþjóða­deildar dönsku lög­regl­unnar sagði í við­tali að eitt mik­il­væg­asta tækið í þeirri bar­áttu væri sam­skipta- og upp­lýs­inga­kerfi Europol. „Ef við höfum ekki aðgang að þessu kerfi eftir 1. maí á þessu ári er það mikil aft­ur­för” sagði Mich­ael Kjeld­gaard. „Við flettum 71 þús­und sinnum upp í skrán­ing­ar­kerfi Europol á síð­asta ári og gátum í tengslum við það leitað í sam­skipta- og upp­lýs­inga­kerf­inu. Skrán­ing­ar­kerfið er út af fyrir sig gagn­legt en upp­lýs­inga­sam­skiptin eru ekki síður mik­il­væg” sagði yfir­maður alþjóðadeildar dönsku lög­regl­unnar og bætti við að danska lög­reglan hefði einkum átt mikið og gott sam­starf við Hol­lend­inga og Þjóð­verja. Þetta sam­starf verður allt í upp­námi og það er ein­ungis einn hópur sem græðir á því. Nefni­lega glæpa­menn­irn­ir” sagði Mich­ael Kjeld­gaar­d. 

Ekki er ljóst hvenær form­legar við­ræður danskra stjórn­valda og Evr­ópu­sam­bands­ins vegna Europol hefj­ast.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None