Píratar boða fjóra flokka í stjórnarmyndunarviðræður

Píratar ætla í stjórnarmyndunarviðræður í vikunni. Þeir hafa sent bréf til VG, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar með ósk um viðræður. Flokkurinn vill kynna niðurstöður þeirra viðræðna tveimur dögum fyrir kosningar.

Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson mynda hópinn sem á að sjá um stjórnarmyndunarviðræður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson mynda hópinn sem á að sjá um stjórnarmyndunarviðræður Pírata.
Auglýsing

Píratar eru til­búnir að hefja strax form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við aðra flokka út frá fimm megin áherslum Pírata til þess að geta lagt drög að stjórn­ar­sátt­mála áður en íslensk þjóð gengur til þing­kosn­inga laug­ar­dag­inn 29. októ­ber næst­kom­andi. Flokk­ur­inn segir að hann mun­i ekki taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með þeim flokkum sem ekki geta skuld­bundið sig til ákveð­inna verka fyrir kosn­inga. Flokk­arnir sem Píratar vilja hefja við­ræður við eru fjórir og for­menn þeirra allra hafa fengið sent bréf þess efn­is. Þeir eru Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, Ótt­ar Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar. Rætt verður við for­menn­ina í kom­andi viku og í þeirri röð sem þeir eru nefndir hér að ofan. 

For­menn­irnir munu, þiggi þeir boð Pírata, funda með þriggja manna umboðs­mannateymi flokks­ins sem mun svo skila skýrslu um þær við­ræður til kjós­enda fimmtu­dag­inn 27. októ­ber næst­kom­andi. Það er skil­yrði fyrir stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum Pírata fyrir kosn­ingar að nið­ur­stöður við­ræðn­anna verði kynntar þann dag, og þar af leið­andi fyrir kosn­ing­ar. 

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Píratar héldu í Hann­es­ar­holti í morgun þar sem til­kynnt var hvernig Píratar ætla að standa að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. 

Auglýsing

Þeir þrír ein­stak­lingar sem hafa hlotið umboð Pírata, eftir að erind­is­bréf þeirra var sam­þykkt í kosn­inga­kerfi flokks­ins, eru Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, Smári McCarthy, sem leiðir lista Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi, og Einar Brynj­ólfs­son, sem situr í 1. sæti á lista flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. 

Áherslu­málin fimm sem Píratar leggja áherslu á í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sínum eru: 

  • Ný stjórn­ar­skrá
  • Rétt­lát dreif­ing arðs af auð­lindum
  • Gjald­frjáls heil­brigð­is­þjón­usta
  • Efl­ing aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku
  • End­ur­vekja traust og tækla spill­ingu

Mála­miðl­anir við stjórn­ar­myndun leiði af sér svik við kjós­endur

Á fund­inum var einnig lesin upp yfir­lýs­ing Píröt­um. Þar segir að gengið sé til kosn­inga á undan áætlun vegna „þeirrar spill­ingar sem afhjúpuð var fyrir umheim­inum í Panama­skjöl­un­um. Fimm ráð­herrar urðu upp­vísir að spill­ingu á kjör­tíma­bil­inu. Í fjöl­menn­ustu mót­mælum Íslands­sög­unnar sýndi almenn­ingur vilja sinn til breyt­inga. Erindi Pírata  byggir á kröfu um nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ing­ar, sið­bót í stjórn­málum og stríð á hendur spill­ingu og sjálftöku. Píratar leggja því þunga áherslu á að færa þjóð­inni full­veldi sitt og sjálf­stæði að nýju.

Sú hefð hefur skap­ast í íslenskum stjórn­málum að lof­orð eru einatt svikin eftir kosn­ingar og bera menn fyrir sig „póli­tískan ómögu­leika“ eins og frægt er orð­ið. Hefðin er sú, að stjórn­mála­flokkar sem mynda rík­is­stjórnir á Íslandi skýla sér­ bak við ­mála­miðl­anir í stjórn­ar­mynd­un. Þannig tekst þeim ítrekað að svíkja kjós­endur sína. 

Við Píratar viljum koma í veg fyrir póli­tískan ómögu­leika. Við viljum kerf­is­breyt­ing­ar. Við ætlum ekki að blekkja kjós­end­ur. Við munum ekki taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með þeim flokkum sem ekki geta skuld­bundið sig til ákveð­inna verka fyrir kosn­inga.

Við gerum okkur grein fyrir því að okkar stefnu­skrá er okkar óska­listi. Stjórn­mál eru list hins mögu­lega; eng­inn fær allar sínar óskir upp­fylltar í samn­ingum við aðra. Kjós­endur eiga rétt á að vita hvað atkvæði þeirra merkir fyrir kosn­ing­ar, ekki aðeins að þeim lokn­um.“

„Póli­tískur ómögu­leiki“ Bjarna

Sá „póli­tíski ómögu­leiki“ sem Píratar vitna til í yfir­lýs­ingu sinni snýst um það þegar fjórir af þeim sex þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar lof­uðu því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kjör­­tíma­bil­inu sem nú er að líða. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­son, for­maður flokks­ins, sagði það oftar en nokkur annar Sjálf­­stæð­is­­maður að þjóð­­ar­at­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. 

Eftir kosn­ing­arnar 2013 var það lof­orð dregið til baka. Í við­tali við Kast­ljós í febr­úar 2014 sagði Bjarni: „„Ég get ekki fylli­lega staðið við það að láta fara fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um það hvort við höldum áfram við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið þar sem það er póli­tískur ómögu­leiki til stað­ar.“ Sá ómögu­leiki var að mati Bjarna sá að flokkur hans væri and­vígur aðild og það væri sam­starfs­flokkur hans í rík­is­stjórn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, einnig. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, setti einnig fram vil­yrði um að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um aðild­ar­við­ræð­urnar myndi fara fram í aðdrag­anda ­kosn­inga 2013. Þegar Sig­­mundur Davíð og Bjarni kynntu rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf sitt á Laug­­ar­vatni að loknum kosn­­ingum spurði frétta­­maður á staðn­­um: „Getum við treyst því að það verði þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi við­ræð­­ur?“ ­Sig­­mundur Davíð svar­aði: „Að sjálf­­sögðu kemur til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.“

Fylgi Pírata hefur snar­lækkað á árinu

Það stefnir í flóknar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eftir kom­andi kosn­ing­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans fær fjór­flokk­ur­inn svo­kall­aði – sem sögu­lega hefur haft um 90 pró­sent fylgi hið minnsta – ein­ungis um 54 pró­sent atkvæða. Ómögu­leg virð­ist, miðað við stöð­una nú, að mynda tveggja flokka stjórn. Sá ómögu­leiki verður enn meiri í kjöl­far þess sem Píratar lýstu yfir í dag, þar sem þeir virð­ast bein­línis úti­loka sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk, en Píratar og Sjálf­stæð­is­flokkur eru einu tveir flokk­arnir sem mæl­ast með í kringum 20 pró­sent fylgi og eru þar með stærstu flokkar lands­ins sam­kvæmt könn­un­um. Því verður lík­leg­asta stjórn­ar­mynstrið eftir kosn­ingar þriggja- eða fjög­urra flokka rík­is­stjórn. 

Píratar hafa farið með him­in­skautum í skoð­ana­könn­unum meg­in­hluta þessa kjör­tíma­bils. Hæst mæld­ust þeir með tæp­lega 40 pró­sent fylgi. Fylgið hefur þó rjátl­ast af flokknum á und­an­förnum mán­uð­um, og sér­stak­lega eftir birt­ingu Panama­skjal­anna í apríl og enn meira eftir að Við­reisn til­kynnti um sína fram­boðs­lista í haust­byrj­un. Í byrjun sept­em­ber mæld­ist fylgi flokks­ins 24,9 pró­sent fylgi. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist það 19,2 pró­sent. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með meira fylgi, eða 22,1 pró­sent. 

Það sem Jón Kalman sagði

Þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem Píratar eru nú að reyna að hrinda af stað eru mjög í anda þess sem hvatt var til í grein  sem Jón Kalman Stef­áns­son rit­höf­undur skrif­aði á Kjarn­ann í maí 2015 og vakti mikla athygli. Fyr­ir­sögn hennar var „Tími Katrínar Jak­obs­dóttur er runn­inn upp – hvort sem henni líkar betur eða verr“. 

Þar sagði Jón Kalman að vinstri- og jafn­að­ar­menn geti ann­að­hvort haldið upp­teknum hætti, gengið sundruð til næstu kosn­inga og þannig tryggt áfram­hald­andi mis­skipt­ingu. Eða fylkt sér á bak við þann eina stjórn­mála­mann sem hefur getu og vin­sældir til að leiða breið­fylk­ingu í anda R-list­ans: Katrínu Jak­obs­dótt­ur. „Ef hún hefur áhuga á að hrifsa sam­fé­lagið úr járn­klóm hags­muna, nýfrjáls­hyggju og lýð­skrumara, þá verður hún að stíga fram og sam­eina vinstri– og miðju­menn að baki sér. Og aðrir for­ystu­menn eiga að víkja. Þeir eiga að taka hags­muni þjóðar fram yfir per­sónu­legan metnað og verða ridd­arar í sveit Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Hennar tími er ein­fald­lega runn­inn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr“. 

Í kjöl­fari ræddu full­trúar allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna opin­ber­lega um áhuga sinn á því að mynda kosn­inga­banda­lag. Katrín Jak­obs­dóttir gerði það í útvarps­þætti í júní 2015 og aftur í sjón­varps­þætti í októ­ber sama ár og sagði að hún væri áhuga­söm um kosn­inga­banda­lag á vinstri vængn­um. 

Árni Páll Árna­son, þáver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tal­aði fyrir kosn­inga­banda­lagi stjórn­ar­and­stöðu­flokka á flokks­stjórn­ar­fund­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar í sept­em­ber 2015 og hafði áður gert slíkt hið sama í maí sama ár, þegar hann var spurður út í grein Jóns Kalman. 

Róbert Mars­hall birti síðan stöðu­upp­færslu á Face­book í des­em­ber í fyrra þar sem hann kall­aði eftir sam­eig­in­legu fram­boð­i um­bóta­afla í næstu kosn­ingum sem leitt yrði af Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna. Þar sagði Róbert að þeir sem aðhyllist umbætur og alvöru aðgerðir á sviði umhverf­is, jafn­rétt­is, mennta- og heil­brigð­is­mála þurfi að skipa sér í sveit saman og búa til aðgerð­ar­á­ætlun fyrir næstu kjör­tíma­bili. „Stilla sam­eig­in­lega ­upp á lista í öllum kjör­dæmum og stilla upp rík­is­stjórn þar sem hæfi­leik­ar, bak­grunnur og verk­efni ráða mann­val­inu. Ég sé fyrir mér stjórn sem væri að mestu skip­aða utan­þings­ráð­herrum sem við kynnum fyrir kosn­ingar og yrði leidd af Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Verk­efn­in fram und­an­ eru risa­vaxin og munu reyna á okkur en við getum þetta. Það er von. Björgum Ísland­i."

Síðan hefur auð­vitað margt breyst, nýtt fólk er komið í fram­varð­ar­sveit sumra flokk­anna, fylgi þeirra hefur sveifl­ast og, síð­ast en ekki síst, þá var kosn­ingum flýtt eftir að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar neydd­ist til að segja af sér vegna tengsla hans við aflands­fé­lag í Panama sem var auk þess kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None