Sjávarútvegsfyrirtæki áfram áberandi í styrkjum til ríkisstjórnarflokka

alþingi þing
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi meðal þeirra sem greiddu rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, hámarks­fjár­fram­lög árið 2015. Tíu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gáfu hvorum flokki hámarks­fjár­hæð­ina 400 þús­und krón­ur, en þrjú sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gáfu Sam­fylk­ing­unni hámark­ið. Útdrættir úr árs­reikn­ingum þess­ara þriggja flokka birt­ust á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar í dag. Útdrættir árs­reikn­inga ann­arra flokka sem eiga sæti á þingi hafa ekki birst enn­þá. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar pen­ingum

Bjarni BenediktssonSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­að­i tæp­lega 7,7 millj­ónum króna árið 2015, sam­kvæmt nýbirt­um útdrætti úr árs­reikn­ingi flokks­ins. Rekstur flokks­ins kost­að­i 200 millj­ónir króna, sam­an­borgið við tæp­lega 268 millj­ónir árið 2014. Flokk­ur­inn fékk tæp­lega 230 millj­ónir króna í tekj­ur, en fjár­magns­gjöld námu tæpum 38 millj­ónum króna, sem ­valda því að flokk­ur­inn skil­aði tapi. Það var þó tals­vert m­inna en tap flokks­ins árið 2014, sem nam 36,7 millj­ónum króna. Árið þar á und­an, kosn­inga­árið 2013, tap­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 127 millj­ónum króna. 

Flokk­ur­inn fékk sam­tals tæp­lega 19,3 millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra, um tíu millj­ónum minna en árið á und­an.

Auglýsing

24 lög­að­ilar styrktu flokk­inn um há­marks­fjár­hæð­ina, 400 þús­und krón­ur, í fyrra. Þetta vor­u ­fyr­ir­tækin BL ehf, Brekku­hús ehf, Brim hf, Bygg­ing­ar­fé­lag Gylfa/G­unn­ars hf, GAM Mana­gement ráð­gjöf, Gjögur hf, HB Grand­i, Hrað­frysti­húsið – Gunn­vör hf, Hvalur hf, Icelandair Group, Icelandic Water Hold­ings, Íslensk Amer­íska, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Juris, Kvika banki, Lýsi, Mann­vit, Rammi, Reg­inn, Rolf Johan­sen & Co., Sam­herji, Síld­ar­vinnslan, ­Trygg­inga­mið­stöðum og Vís­ir.

Af þeim sem greiddu hámarks­fjár­hæð til flokks­ins eru 10 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, en auk þess eru mörg ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki meðal þeirra sem greiða lægri styrki til­ ­flokks­ins. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga styrkti flokk­inn um 350 þús­und krón­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk eng­in fram­lög umfram 200 þús­und krónur frá ein­stak­ling­um, en tæp­lega 30 millj­ónir króna í fram­lögum innan við 200 þús­und krónur og í félags­gjöld. Þá fékk flokk­ur­inn tæp­lega 70 millj­ónir króna í tekj­ur, aðal­lega leigu­tekjur og svo aug­lýs­ingu og selda ­þjón­ustu. Félags­gjöldin og fram­lögin frá ein­stak­lingum eru einnig tíu millj­ónum króna lægri í fyrra en árið þar á und­an.

Tíu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga með hámarks­fram­lög 

Sigurður Ingi og Gunnar Bragi.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hagn­að­ist um 19,3 millj­ónir króna í fyrra, sam­an­borið við rúmar sjö millj­ónir árið 2014, og tap upp á 19 millj­ónir kosn­inga­árið 2013. Flokk­ur­inn er ódýr­ari í rekstri en sam­starfs­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn, rekstr­ar­gjöld námu 91 milljón króna í fyrra, en tekj­urnar námu 126 millj­ón­um.

Flokk­ur­inn fékk 10,8 millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­il­um, sem er sjö millj­ónum minna en árið 2014, en nítján félög styrktu hann um há­marks­fram­lagið 400 þús­und krón­ur. Tíu þeirra vor­u ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, mikið til þau sömu og styrkt­u ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga styrkti flokk­inn um há­marks­fjár­hæð, sem og fyr­ir­tækin Gjög­ur, HB Grand­i, Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör, Hval­ur, Icelandic Water Hold­ings, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Kvika banki, Lýsi, Sam­herji, Sam­skip, Skinn­ey-­Þinga­nes, Sól­stjarn­an, sem er í eigu Skúla Gunn­ar ­Sig­fús­sonar fjár­fest­is, Ursus ehf., sem er í eigu Heið­ar­s Guð­jóns­sonar fjár­fest­is, Vél­smiðja Hjalta Ein­ars­son­ar, Vinnslu­stöð­in, Vísir hf, Þingvangur og Þor­björn hf.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk sam­tals tæp­lega 9,2 millj­ónir í almenn félags­gjöld og fram­lög ein­stak­linga undir 200 þús­und krón­um, rúm­lega milljón minna en árið 2014. Þá fékk flokk­ur­inn ­rúm­lega 13,5 millj­ónir króna í aðrar tekj­ur, mest leigu­tekj­ur, aug­lýs­ingar og selda þjón­ustu.

Sam­fylk­ingin hagn­ast eftir að hafa dregið saman segl­in 

Árni Páll Árnason var formaður Samfylkingarinnar í fyrra. Sam­fylk­ingin skil­aði 21,4 millj­óna króna hagn­aði í fyrra, eftir að hafa dregið tals­vert saman í rekstri flokks­ins. Flokk­ur­inn hafði skilað hagn­aði upp á 2,6 millj­ónir árið 2014, eftir 55 millj­óna króna tap kosn­inga­árið 2013. Flokk­ur­inn hafði tekjur upp á tæp­lega 95,5 millj­ónir króna, en rekstur hans kost­aði tæpar 69 millj­ón­ir króna, sam­an­borið við tæpar 110 millj­ónir í fyrra.

Flokk­ur­inn fékk tæp­lega fimm millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra, þar af gáfu átta fyr­ir­tæki hámarks­upp­hæð­ina, 400 þús­und krón­ur. Það voru HB Grandi, Hof­garðar ehf, sem er í eigu Helga Magn­ús­son­ar, Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör, Mann­vit verk­fræði­stofa, Mið­eind ehf, ­sem er í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, Reg­inn, Sam­herji og ­Síld­ar­vinnsl­an. Þrjú sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkt­u ­Sam­fylk­ing­una um hámarks­upp­hæð­ina. Fram­lögin eru nokkuð lægri en árið 2014, þegar flokk­ur­inn fékk 8,4 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. 

Tíu ein­stak­lingar styrkt­u ­Sam­fylk­ing­una um fjár­hæðir umfram 200 þús­und krón­ur, en margir eiga það sam­eig­in­legt að vera kjörnir full­trúar flokks­ins. Það voru þau Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, Árni Páll Árna­son, Björk Vil­helms­dótt­ir, Dagur B. Egg­erts­son, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son, Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, Marta ­Sig­urð­ar­dótt­ir, Pétur Hrafn Sig­urðs­son og Skúli Helga­son.

Þá fékk flokk­ur­inn félags­gjöld og fram­lög undir 200 þús­und krónum upp á 13,2 millj­ónir króna, svo að fram­lög frá ein­stak­lingum námu rúmum sextán millj­ón­um, og aðrar tekjur flokks­ins, námu 13,7 millj­ón­um. Fram­lög ein­stak­linga dróg­ust tals­vert saman milli ára, en árið 2014 námu þau 27,4 millj­ónum króna.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None