Sjávarútvegsfyrirtæki áfram áberandi í styrkjum til ríkisstjórnarflokka

alþingi þing
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru áber­andi meðal þeirra sem greiddu rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, hámarks­fjár­fram­lög árið 2015. Tíu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gáfu hvorum flokki hámarks­fjár­hæð­ina 400 þús­und krón­ur, en þrjú sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gáfu Sam­fylk­ing­unni hámark­ið. Útdrættir úr árs­reikn­ingum þess­ara þriggja flokka birt­ust á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar í dag. Útdrættir árs­reikn­inga ann­arra flokka sem eiga sæti á þingi hafa ekki birst enn­þá. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar pen­ingum

Bjarni BenediktssonSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­að­i tæp­lega 7,7 millj­ónum króna árið 2015, sam­kvæmt nýbirt­um útdrætti úr árs­reikn­ingi flokks­ins. Rekstur flokks­ins kost­að­i 200 millj­ónir króna, sam­an­borgið við tæp­lega 268 millj­ónir árið 2014. Flokk­ur­inn fékk tæp­lega 230 millj­ónir króna í tekj­ur, en fjár­magns­gjöld námu tæpum 38 millj­ónum króna, sem ­valda því að flokk­ur­inn skil­aði tapi. Það var þó tals­vert m­inna en tap flokks­ins árið 2014, sem nam 36,7 millj­ónum króna. Árið þar á und­an, kosn­inga­árið 2013, tap­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 127 millj­ónum króna. 

Flokk­ur­inn fékk sam­tals tæp­lega 19,3 millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra, um tíu millj­ónum minna en árið á und­an.

Auglýsing

24 lög­að­ilar styrktu flokk­inn um há­marks­fjár­hæð­ina, 400 þús­und krón­ur, í fyrra. Þetta vor­u ­fyr­ir­tækin BL ehf, Brekku­hús ehf, Brim hf, Bygg­ing­ar­fé­lag Gylfa/G­unn­ars hf, GAM Mana­gement ráð­gjöf, Gjögur hf, HB Grand­i, Hrað­frysti­húsið – Gunn­vör hf, Hvalur hf, Icelandair Group, Icelandic Water Hold­ings, Íslensk Amer­íska, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Juris, Kvika banki, Lýsi, Mann­vit, Rammi, Reg­inn, Rolf Johan­sen & Co., Sam­herji, Síld­ar­vinnslan, ­Trygg­inga­mið­stöðum og Vís­ir.

Af þeim sem greiddu hámarks­fjár­hæð til flokks­ins eru 10 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, en auk þess eru mörg ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki meðal þeirra sem greiða lægri styrki til­ ­flokks­ins. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga styrkti flokk­inn um 350 þús­und krón­ur.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk eng­in fram­lög umfram 200 þús­und krónur frá ein­stak­ling­um, en tæp­lega 30 millj­ónir króna í fram­lögum innan við 200 þús­und krónur og í félags­gjöld. Þá fékk flokk­ur­inn tæp­lega 70 millj­ónir króna í tekj­ur, aðal­lega leigu­tekjur og svo aug­lýs­ingu og selda ­þjón­ustu. Félags­gjöldin og fram­lögin frá ein­stak­lingum eru einnig tíu millj­ónum króna lægri í fyrra en árið þar á und­an.

Tíu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga með hámarks­fram­lög 

Sigurður Ingi og Gunnar Bragi.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hagn­að­ist um 19,3 millj­ónir króna í fyrra, sam­an­borið við rúmar sjö millj­ónir árið 2014, og tap upp á 19 millj­ónir kosn­inga­árið 2013. Flokk­ur­inn er ódýr­ari í rekstri en sam­starfs­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn, rekstr­ar­gjöld námu 91 milljón króna í fyrra, en tekj­urnar námu 126 millj­ón­um.

Flokk­ur­inn fékk 10,8 millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­il­um, sem er sjö millj­ónum minna en árið 2014, en nítján félög styrktu hann um há­marks­fram­lagið 400 þús­und krón­ur. Tíu þeirra vor­u ­sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, mikið til þau sömu og styrkt­u ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga styrkti flokk­inn um há­marks­fjár­hæð, sem og fyr­ir­tækin Gjög­ur, HB Grand­i, Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör, Hval­ur, Icelandic Water Hold­ings, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Kvika banki, Lýsi, Sam­herji, Sam­skip, Skinn­ey-­Þinga­nes, Sól­stjarn­an, sem er í eigu Skúla Gunn­ar ­Sig­fús­sonar fjár­fest­is, Ursus ehf., sem er í eigu Heið­ar­s Guð­jóns­sonar fjár­fest­is, Vél­smiðja Hjalta Ein­ars­son­ar, Vinnslu­stöð­in, Vísir hf, Þingvangur og Þor­björn hf.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk sam­tals tæp­lega 9,2 millj­ónir í almenn félags­gjöld og fram­lög ein­stak­linga undir 200 þús­und krón­um, rúm­lega milljón minna en árið 2014. Þá fékk flokk­ur­inn ­rúm­lega 13,5 millj­ónir króna í aðrar tekj­ur, mest leigu­tekj­ur, aug­lýs­ingar og selda þjón­ustu.

Sam­fylk­ingin hagn­ast eftir að hafa dregið saman segl­in 

Árni Páll Árnason var formaður Samfylkingarinnar í fyrra. Sam­fylk­ingin skil­aði 21,4 millj­óna króna hagn­aði í fyrra, eftir að hafa dregið tals­vert saman í rekstri flokks­ins. Flokk­ur­inn hafði skilað hagn­aði upp á 2,6 millj­ónir árið 2014, eftir 55 millj­óna króna tap kosn­inga­árið 2013. Flokk­ur­inn hafði tekjur upp á tæp­lega 95,5 millj­ónir króna, en rekstur hans kost­aði tæpar 69 millj­ón­ir króna, sam­an­borið við tæpar 110 millj­ónir í fyrra.

Flokk­ur­inn fékk tæp­lega fimm millj­ónir króna í fram­lög frá lög­að­ilum í fyrra, þar af gáfu átta fyr­ir­tæki hámarks­upp­hæð­ina, 400 þús­und krón­ur. Það voru HB Grandi, Hof­garðar ehf, sem er í eigu Helga Magn­ús­son­ar, Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör, Mann­vit verk­fræði­stofa, Mið­eind ehf, ­sem er í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, Reg­inn, Sam­herji og ­Síld­ar­vinnsl­an. Þrjú sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkt­u ­Sam­fylk­ing­una um hámarks­upp­hæð­ina. Fram­lögin eru nokkuð lægri en árið 2014, þegar flokk­ur­inn fékk 8,4 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. 

Tíu ein­stak­lingar styrkt­u ­Sam­fylk­ing­una um fjár­hæðir umfram 200 þús­und krón­ur, en margir eiga það sam­eig­in­legt að vera kjörnir full­trúar flokks­ins. Það voru þau Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, Árni Páll Árna­son, Björk Vil­helms­dótt­ir, Dagur B. Egg­erts­son, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son, Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, Marta ­Sig­urð­ar­dótt­ir, Pétur Hrafn Sig­urðs­son og Skúli Helga­son.

Þá fékk flokk­ur­inn félags­gjöld og fram­lög undir 200 þús­und krónum upp á 13,2 millj­ónir króna, svo að fram­lög frá ein­stak­lingum námu rúmum sextán millj­ón­um, og aðrar tekjur flokks­ins, námu 13,7 millj­ón­um. Fram­lög ein­stak­linga dróg­ust tals­vert saman milli ára, en árið 2014 námu þau 27,4 millj­ónum króna.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None