Píratar, VG og Björt framtíð fengu engin framlög frá fyrirtækjum

Vinstri græn eru meðal þeirra flokka sem þáðu engin framlög í fyrra.
Vinstri græn eru meðal þeirra flokka sem þáðu engin framlög í fyrra.
Auglýsing

Þrír af þeim sex flokkum sem eiga sæti á Alþingi fengu engin fram­lög frá lög­að­ilum á síð­asta ári. Flokk­arnir eru Pírat­ar, Vinstri-græn og Björt fram­tíð. Þetta sýna árs­reikn­ingar flokk­anna sex, sem nú hafa allir birst. Útdrættir úr árs­reikn­ingum allra flokka nema VG hafa birst á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar, en VG birtu sinn árs­reikn­ing í heild á vef­síðu sinn­i. 

Kjarn­inn hefur tekið saman upp­lýs­ingar um fjár­mál flokk­anna, en fyrri hlut­inn birt­ist í gær eftir að Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk og Sam­fylk­ingu höfðu birst á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Stærstur hluti fram­lag­anna til stjórn­mála­flokk­anna eru fram­lög frá rík­inu, sem eru veitt í sam­ræmi við stærð flokka, og þau fá einnig fram­lög frá sveit­ar­fé­lög­um. 

Engin fram­lög frá fyr­ir­tækjum

Píratar högn­uð­ust um átta millj­ónir króna í fyrra, sam­an­borið við tæpar tíu millj­ónir árið 2014. Flokk­ur­inn hafði tekjur upp á 21,8 millj­ónir króna en kostn­aður við rekstur og hús­næði nam 9,1 milljón króna.

Auglýsing

Flokk­ur­inn ­fékk engin fram­lög frá lög­að­ilum árið 2015, og engin fram­lög frá ein­stak­lingum námu meira en 200 þús­und krón­um. Önn­ur fram­lög frá ein­stak­lingum námu 1,35 millj­ónum króna. 

Björt fram­tíð skil­aði tæp­lega 18 millj­óna króna hagn­aði árið 2015, hafði tekjur upp á 40,8 millj­ónir og kostn­aður við rekstur nam 22,7 millj­ón­um. Flokk­ur­inn fékk ekki nein fram­lög frá lög­að­il­u­m og ekki heldur fram­lög yfir 200 þús­und krónum frá ein­stak­ling­um. ­Fé­lags­gjöld og fram­lög ein­stak­linga námu rétt rúm­lega tveim­ur millj­ónum króna. Aðrar tekjur af rekstri námu 83.500 krón­um.  

* Töl­urnar um Pírata hafa verið upp­færðar eftir að Rík­is­end­ur­skoðun birti leið­réttan útdrátt úr árs­reikn­ingi. Hagn­aður Pírata nam átta millj­ónum en ekki 12,7 eins og áður hafði komið fram. 

Fram­lög frá kjörnum full­trúum áber­andi

Þá hafa Vinstri-græn birt árs­reikn­ing sinn á vefnum, þótt útdrátt­ur úr honum hafi ekki enn birst á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Flokk­ur­inn hafði 54,4 millj­ónir króna í tekj­ur, á meðan kostn­aður við ­rekstur flokks­ins nam 30,8 millj­ón­um. Hagn­aður flokks­ins í fyrra nam 22,9 millj­ónum króna. 

VG fékk heldur engin fram­lög frá­ lög­að­ilum í fyrra, en fjórtán ein­stak­lingar gáfu flokknum meira en 200 þús­und krón­ur. Mörg þeirra sem það gerðu eru kjörn­ir ­full­trúar fyrir flokk­inn. Aldís Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, Bjarkey Olsen G­unn­ars­dótt­ir, Elín­borg Bárð­ar­dótt­ir, Elva Dögg Krist­ins­dótt­ir, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, Líf ­Magneu­dótt­ir, Ólafur Þór Gunn­ars­son, Ragnar Ósk­ars­son, Sól­ey ­Björk Stef­áns­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Stein­grímur J. ­Sig­fús­son, Stein­unn Þóra Árna­dóttir og Svan­dís Svav­ars­dótt­ir ­gáfu flokknum sam­tals rúmar fjórar millj­ónir króna, en aðr­ar ­tekjur flokks­ins námu 1,8 millj­ónum króna. 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn tapar pen­ingum

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn tap­að­i tæp­­lega 7,7 millj­­ónum króna árið 2015, sam­­kvæmt nýbirt­um útdrætti úr ár­s­­reikn­ingi flokks­ins. Rekstur flokks­ins kost­að­i 200 millj­­ónir króna, sam­an­­borgið við tæp­­lega 268 millj­­ónir árið 2014. Flokk­­ur­inn fékk tæp­­lega 230 millj­­ónir króna í tekj­­ur, en fjár­­­magns­­gjöld námu tæpum 38 millj­­ónum króna, sem ­valda því að flokk­­ur­inn skil­aði tapi. Það var þó tals­vert m­inna en tap flokks­ins árið 2014, sem nam 36,7 millj­­ónum króna. Árið þar á und­an, kosn­­inga­árið 2013, tap­aði Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn 127 millj­­ónum króna. 

Flokk­­ur­inn fékk sam­tals tæp­­lega 19,3 millj­­ónir króna í fram­lög frá lög­­að­ilum í fyrra, um tíu millj­­ónum minna en árið á und­­an.24 lög­­að­ilar styrktu flokk­inn um há­­marks­fjár­­hæð­ina, 400 þús­und krón­­ur, í fyrra. Þetta vor­u ­fyr­ir­tækin BL ehf, Brekku­hús ehf, Brim hf, Bygg­ing­­ar­­fé­lag Gylfa/G­unn­­ars hf, GAM Mana­­gement ráð­­gjöf, Gjögur hf, HB Grand­i, Hrað­fryst­i­­húsið – Gunn­vör hf, Hvalur hf, Icelandair Group, Icelandic Water Hold­ings, Íslensk Amer­íska, Ísfé­lag Vest­­manna­eyja, Juris, Kvika banki, Lýsi, Mann­vit, Rammi, Reg­inn, Rolf Johan­­sen & Co., Sam­herji, Síld­­ar­vinnslan, ­Trygg­inga­mið­­stöðum og Vís­­ir.

Af þeim sem greiddu hámarks­­fjár­­hæð til flokks­ins eru 10 sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki, en auk þess eru mörg ­sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki meðal þeirra sem greiða lægri styrki til­ ­flokks­ins. Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga styrkti flokk­inn um 350 þús­und krón­­ur.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk eng­in fram­lög umfram 200 þús­und krónur frá ein­stak­l­ing­um, en tæp­­lega 30 millj­­ónir króna í fram­lögum innan við 200 þús­und krónur og í félags­­­gjöld. Þá fékk flokk­­ur­inn tæp­­lega 70 millj­­ónir króna í tekj­­ur, aðal­­­lega leig­u­­tekjur og svo aug­lýs­ingu og selda ­þjón­­ustu. Félags­­­gjöldin og fram­lögin frá ein­stak­l­ingum eru einnig tíu millj­­ónum króna lægri í fyrra en árið þar á und­­an.

Tíu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga með hámarks­­fram­lög 

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn hagn­að­ist um 19,3 millj­­ónir króna í fyrra, sam­an­­borið við rúmar sjö millj­­ónir árið 2014, og tap upp á 19 millj­­ónir kosn­­inga­árið 2013. Flokk­­ur­inn er ódýr­­ari í rekstri en sam­­starfs­­flokk­­ur­inn í rík­­is­­stjórn, rekstr­­ar­­gjöld námu 91 milljón króna í fyrra, en tekj­­urnar námu 126 millj­­ón­­um.

Flokk­­ur­inn fékk 10,8 millj­­ónir króna í fram­lög frá lög­­að­il­um, sem er sjö millj­­ónum minna en árið 2014, en nítján félög styrktu hann um há­­marks­fram­lagið 400 þús­und krón­­ur. Tíu þeirra vor­u ­sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki, mikið til þau sömu og styrkt­u ­Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn. Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga styrkti flokk­inn um há­­marks­fjár­­hæð, sem og fyr­ir­tækin Gjög­­ur, HB Grand­i, Hrað­fryst­i­hús­ið-G­unn­vör, Hval­­ur, Icelandic Water Hold­ings, Ís­­fé­lag Vest­­manna­eyja, Kvika banki, Lýsi, Sam­herji, Sam­­skip, Skinn­ey-­­Þinga­­nes, Sól­­­stjarn­an, sem er í eigu Skúla Gunn­ar ­Sig­­fús­­sonar fjár­­­fest­is, Ursus ehf., sem er í eigu Heið­­ar­s Guð­jóns­­sonar fjár­­­fest­is, Vél­smiðja Hjalta Ein­­ar­s­­son­­ar, Vinnslu­­stöð­in, Vísir hf, Þingvangur og Þor­­björn hf.

Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn fékk sam­tals tæp­­lega 9,2 millj­­ónir í almenn félags­­­gjöld og fram­lög ein­stak­l­inga undir 200 þús­und krón­um, rúm­­lega milljón minna en árið 2014. Þá fékk flokk­­ur­inn ­rúm­­lega 13,5 millj­­ónir króna í aðrar tekj­­ur, mest leig­u­­tekj­­ur, aug­lýs­ingar og selda þjón­­ustu.

Sam­­fylk­ingin hagn­­ast eftir að hafa dregið saman segl­in 

Sam­­fylk­ingin skil­aði 21,4 millj­­óna króna hagn­aði í fyrra, eftir að hafa dregið tals­vert saman í rekstri flokks­ins. Flokk­­ur­inn hafði skilað hagn­aði upp á 2,6 millj­­ónir árið 2014, eftir 55 millj­­óna króna tap kosn­­inga­árið 2013. Flokk­­ur­inn hafði tekjur upp á tæp­­lega 95,5 millj­­ónir króna, en rekstur hans kost­aði tæpar 69 millj­­ón­ir króna, sam­an­­borið við tæpar 110 millj­­ónir í fyrra.

Flokk­­ur­inn fékk tæp­­lega fimm millj­­ónir króna í fram­lög frá lög­­að­ilum í fyrra, þar af gáfu átta fyr­ir­tæki hámarks­­­upp­­hæð­ina, 400 þús­und krón­­ur. Það voru HB Grandi, Hof­­garðar ehf, sem er í eigu Helga Magn­ús­­son­­ar, Hrað­fryst­i­hús­ið-G­unn­vör, Mann­vit verk­fræð­i­­stofa, Mið­eind ehf, ­sem er í eigu Vil­hjálms Þor­­steins­­son­­ar, Reg­inn, Sam­herji og ­Síld­­ar­vinnsl­­an. Þrjú sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki styrkt­u ­Sam­­fylk­ing­una um hámarks­­­upp­­hæð­ina. Fram­lögin eru nokkuð lægri en árið 2014, þegar flokk­­ur­inn fékk 8,4 millj­­ónir frá lög­­að­il­u­m. 

Tíu ein­stak­l­ingar styrkt­u ­Sam­­fylk­ing­una um fjár­­hæðir umfram 200 þús­und krón­­ur, en margir eiga það sam­eig­in­­legt að vera kjörnir full­­trúar flokks­ins. Það voru þau Arna Ír Gunn­­ar­s­dótt­ir, Árni Páll Árna­­son, Björk Vil­helms­dótt­ir, Dagur B. Egg­erts­­son, Heiða Björg Hilm­­is­dótt­ir, Hjálmar Sveins­­son, Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, Marta ­Sig­­urð­­ar­dótt­ir, Pétur Hrafn Sig­­urðs­­son og Skúli Helga­­son.

Þá fékk flokk­­ur­inn félags­­­gjöld og fram­lög undir 200 þús­und krónum upp á 13,2 millj­­ónir króna, svo að fram­lög frá ein­stak­l­ingum námu rúmum sextán millj­­ón­um, og aðrar tekjur flokks­ins, námu 13,7 millj­­ón­­um. Fram­lög ein­stak­l­inga dróg­ust tals­vert saman milli ára, en árið 2014 námu þau 27,4 millj­­ónum króna.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None