
Framsóknarflokkurinn á sísta möguleika á að fá mann kjörinn í Reykjavík
Síðasta þingsætaspáin áður en kosningaúrslit liggja fyrir metur líkurnar á því að vinstrikvartettinn geti náð meirihluta á Alþingi eftir kosningar 59 prósent.
Lilja Alfreðsdóttir og Karl Garðarsson eru þeir oddvitar í Reykjavíkurkjördæmunum sem eiga minnsta möguleika á að ná kjöri, samkvæmt síðustu þingsætaspánni fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er víðast vinsælasti flokkurinn, nema í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem Píratar munu líklegast eiga fyrsta þingmann. Í Suðvesturkjördæmi eru 58 prósent líkur á að Eygló Harðardóttir nái kjöri.
Líkurnar á því að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta á Alþingi eftir kosningar eru nú metnar 59 prósent í þingsætaspá Kjarnans. Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Samfylkingin hafa þegar rætt saman um hugsanlegt samstarf að loknum kosningum en það gæti þó staðið tæpt ef marka má kosningaspá.
Kosið er til Alþingis í dag. Kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar mælir Sjálfstæðisflokkinn stærsta framboðið með 24,9 prósent fylgi. Píratar mælast með 19,4 prósent og Vinstri græn með 16,5 prósent. Fylgi Bjartar framtíðar og Samfylkingarinnar hefur hins vegar mælst mun minna og var 6,9 prósent og 6,5 prósent í síðustu kosningaspánni sem gerð verður áður en kosningaúrslitin sjálf liggja fyrir í fyrramálið. Síðasta kosningaspáin fyrir kosningar var greind hér á Kjarnanum í morgun.
Þingsætaspáin var uppfærð í dag, laugardaginn 29. október. Hún byggir á tveimur nýjustu könnunum á fylgi flokka eftir kjördæmum sem birtar hafa verið með fullnægjandi hætti. Það er Þjóðarpúls Gallup 24.–28. október (vægi 53%) og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 20.–27. október (vægi 47%).
Þingsætaspáin er reiknilíkan sem framkvæmir 100.000 „sýndarkosningar“ þar sem niðurstöður fyrirliggjandi kannana eru hafðar til grundvallar. Líkanið hönnuðu stærðfræðingarnir Baldur Héðinsson og Stefán Ingi Valdimarsson með það að markmiði að reikna líkur á því að einstaka frambjóðandi nái kjöri í Alþingiskosningunum. Skoðanakannanir í aðdraganda Alþingiskosninga 2009 og 2013 voru notaðar til að sannprófa þingsætaspána, þar sem spáin er borin saman við endanlega úthlutun þingsæta. Nánar má lesa um framkvæmd þingsætaspárinnar hér.
| Þingmenn | BD | BCD | DV | CDV | DP | PV | APV | APSV | ACPSV | ACPV |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| >=40 | 0% | 0% | 0% | 7% | 0% | 0% | 0% | 0% | 38% | 5% |
| >=39 | 0% | 0% | 0% | 12% | 0% | 0% | 0% | 1% | 52% | 10% |
| >=38 | 0% | 1% | 0% | 21% | 1% | 0% | 0% | 3% | 66% | 18% |
| >=37 | 0% | 2% | 0% | 32% | 2% | 0% | 0% | 6% | 77% | 28% |
| >=36 | 0% | 4% | 1% | 45% | 5% | 0% | 1% | 12% | 86% | 41% |
| >=35 | 0% | 8% | 2% | 58% | 9% | 0% | 2% | 20% | 92% | 54% |
| >=34 | 0% | 14% | 4% | 71% | 15% | 0% | 4% | 32% | 96% | 67% |
| >=33 | 0% | 23% | 8% | 82% | 25% | 0% | 7% | 45% | 98% | 79% |
| >=32 | 0% | 35% | 15% | 89% | 37% | 1% | 14% | 59% | 99% | 87% |
| >=31 | 1% | 48% | 25% | 95% | 51% | 1% | 23% | 71% | 100% | 93% |
| >=30 | 2% | 62% | 37% | 97% | 65% | 3% | 34% | 81% | 100% | 96% |
| >=29 | 5% | 74% | 52% | 99% | 78% | 7% | 48% | 89% | 100% | 98% |
| >=28 | 9% | 84% | 66% | 100% | 87% | 13% | 62% | 94% | 100% | 99% |
| >=27 | 17% | 91% | 78% | 100% | 93% | 22% | 74% | 97% | 100% | 100% |
| >=26 | 27% | 96% | 88% | 100% | 97% | 34% | 84% | 99% | 100% | 100% |
| >=25 | 41% | 98% | 94% | 100% | 99% | 49% | 91% | 99% | 100% | 100% |
Stjórnarflokkarnir tveir – Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur – munu ekki geta myndað meirihluta samkvæmt þingsætaspánni. Líkurnar á því að þessir tveir flokkar fái 32 þingmenn eða fleiri eru engar. Ef Viðreisn verður „þriðja hjólið“ með stjórnarflokkunum eru 35 prósent líkur á því að hægt verði að mynda meirihluta.
Þá hefur meirihluti Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna verið nefndur sem möguleiki. Í 100.000 hermunum sýndarkosninganna sem búa að baki þingsætaspánni náðu þessir flokkar að samtals meira en 32 þingmönnum inn í 89 prósent tilfella.
Líkurnar á því að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta með 32 þingmönnum hafa minnkað úr 61 prósenti í fyrstu þingsætaspánni í 59 prósent í þingsætaspánni sem gerð var í dag. Sé Viðreisn hins vegar skipt út fyrir Samfylkinguna verða líkurnar á því að þessir fjórir flokkar nái samanlagt 32 mönnum á þing 87 prósent.
Vegna þess hversu víða stuðningur kjósenda dreifist virðist það vera mjög ólíklegt að hægt verði að mynda meirihluta tveggja flokka. Þingsætaspáin metur líkurnar á að Píratar og Sjálfstæðisflokkur fái samanlagt meira en 32 þingmenn kjörna 37 prósent. Í 15 prósent tilvika í sýndarkosningunum 100.000 voru Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagðan meirihluta. Píratar og Vinstri græn mælast með eitt prósent líkur á að ná samanlögðum meirihluta á þingi.

15 prósent líkur á að Samfylkingin hverfi af þingi
Í 15 prósent tilvika sýndarkosninganna fékk Samfylkingin engan mann kjörinn. Það er raunar þriðja líklegasta niðurstaðan á þingmannafjölda Samfylkingarinnar eftir kosningarnar. Þingsætaspáin úthlutar þingsætum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Líklegasta niðurstaðan er að þingflokkinn eigi eftir að skipa fjórir fulltrúar. Ef rýnt er í líklegustu niðurstöðu uppröðunar fulltrúa úr kjördæmum þá eru það aðeins oddvitar flokksins sem munu komast að.
| Þingmenn | A | B | C | D | P | S | V | F | T |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 9% | 0% | 1% | 0% | 0% | 15% | 0% | 82% | 99% |
| 1 | 8% | 0% | 1% | 0% | 0% | 4% | 0% | 4% | 0% |
| 2 | 0% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 3 | 12% | 4% | 2% | 0% | 0% | 13% | 0% | 9% | 0% |
| 4 | 29% | 11% | 9% | 0% | 0% | 29% | 0% | 4% | 0% |
| 5 | 25% | 16% | 16% | 0% | 0% | 23% | 0% | 0% | 0% |
| 6 | 12% | 19% | 21% | 0% | 0% | 12% | 1% | 0% | 0% |
| 7 | 4% | 18% | 21% | 0% | 0% | 3% | 3% | 0% | 0% |
| 8 | 1% | 14% | 15% | 0% | 1% | 1% | 6% | 0% | 0% |
| 9 | 0% | 9% | 8% | 0% | 2% | 0% | 11% | 0% | 0% |
| 10 | 0% | 5% | 4% | 0% | 6% | 0% | 16% | 0% | 0% |
| 11 | 0% | 2% | 1% | 0% | 11% | 0% | 19% | 0% | 0% |
| 12 | 0% | 1% | 0% | 1% | 16% | 0% | 17% | 0% | 0% |
| 13 | 0% | 0% | 0% | 2% | 19% | 0% | 13% | 0% | 0% |
| 14 | 0% | 0% | 0% | 6% | 17% | 0% | 8% | 0% | 0% |
| 15 | 0% | 0% | 0% | 10% | 13% | 0% | 4% | 0% | 0% |
| 16 | 0% | 0% | 0% | 15% | 8% | 0% | 2% | 0% | 0% |
| 17 | 0% | 0% | 0% | 18% | 4% | 0% | 1% | 0% | 0% |
| 18 | 0% | 0% | 0% | 17% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 19 | 0% | 0% | 0% | 13% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 20 | 0% | 0% | 0% | 9% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 21 | 0% | 0% | 0% | 5% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 22 | 0% | 0% | 0% | 2% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 23 | 0% | 0% | 0% | 1% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
| 24 | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% | 0% |
Flokkur fólksins og Dögun eru tekin með nú. Líkurnar á því að Flokkur fólksins fái þrjá menn kjörna eru níu prósent. Í töflunni hér að ofan hafa allar tölur verið námundaðar að heilli tölu. Líklegasta niðurstaðan er eftir sem áður að þessir flokkar fái engan mann kjörinn. Flokkur fólksins á mesta möguleika í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar eru líkurnar á að Inga Sæland nái kjöri 14 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þingsætaspáin metur líkurnar á því að hann nái kjöri 13 prósent.
Líkurnar á því að Dögun fái mann kjörinn er í öllum tilvikum minna en eitt prósent.
6%Björt Ólafsdóttir
7%Sigrún Gunnarsdóttir
0%Starri Reynisson
35%Karl Garðarsson
25%Lárus Sigurður Lárusson
84%Þorsteinn Víglundsson
93%Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
0.7%Páll Rafnar Þorsteinsson
100%Guðlaugur Þór Þórðarson
>99%Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
45%Birgir Ármannsson
7%Albert Guðmundsson
0%Herdís Þorvaldsdóttir
100%Birgitta Jónsdóttir
95%Björn Leví Gunnarsson
98%Halldóra Mogensen
14%Katla Hólm Þórhildardóttir
0.5%Snæbjörn Brynjarsson
0.1%Lilja Sif Þorsteinsdóttir
77%Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
10%Helgi Hjörvar
81%Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
91%Katrín Jakobsdóttir
35%Steinunn Þóra Árnadóttir
70%Andrés Ingi Jónsson
2%Iðunn Garðarsdóttir
4%Nicole Leigh Mosty
3%Eva Einarsdóttir
0.1%Unnsteinn Jóhannsson
78%Lilja Dögg Alfreðsdóttir
48%Ingvar Mar Jónsson
96%Hanna Katrín Friðriksson
39%Pawel Bartoszek
5%Dóra Sif Tynes
0.1%Geir Finnsson
100%Ólöf Nordal
46%Brynjar Níelsson
100%Sigríður Á. Andersen
94%Hildur Sverrisdóttir
7%Bessí Jóhannsdóttir
100%Ásta Guðrún Helgadóttir
7%Gunnar Hrafn Jónsson
52%Viktor Orri Valgarðsson
4%Olga Cilia
0.1%Arnaldur Sigurðarson
62%Össur Skarphéðinsson
30%Eva H. Baldursdóttir
0.1%Valgerður Bjarnadóttir
94%Svandís Svavarsdóttir
94%Kolbeinn Óttarsson Proppé
46%Hildur Knútsdóttir
4%Gísli Garðarson
5%Óttarr Proppé
40%Theódóra S. Þorsteinsdóttir
0.5%Karólína Helga Símonardóttir
0%Halldór Jörgensson
58%Eygló Þóra Harðardóttir
95%Willum Þór Þórsson
0.4%Páll Marís Pálsson
0.1%María Júlía Rúnarsdóttir
97%Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
39%Jón Steindór Valdimarsson
29%Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
2%Bjarni Halldór Janusson
0.1%Margrét Ágústsdóttir
>99%Bjarni Benediktsson
94%Bryndís Haraldsdóttir
>99%Jón Gunnarsson
59%Óli Björn Kárason
59%Vilhjálmur Bjarnason
3%Karen Elísabet Halldórsdóttir
81%Jón Þór Ólafsson
85%Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
57%Andri Þór Sturluson
11%Sara Elísa Þórðardóttir
10%Þór Saari
46%Árni Páll Árnason
4%Margrét Gauja Magnúsdóttir
0.1%Sema Erla Serdar
60%Rósa Björk Brynjólfsdóttir
5%Ólafur Þór Gunnarsson
36%Una Hildardóttir
0.3%Sigursteinn Róbert Másson
15%G. Valdimar Valdemarsson
0%Kristín Sigurgeirsdóttir
64%Gunnar Bragi Sveinsson
0%Elsa Lára Arnardóttir
3%Sigurður Páll Jónsson
7%Gylfi Ólafsson
0%Lee Ann Maginnis
92%Haraldur Benediktsson
>99%Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
30%Teitur Björn Einarsson
2%Hafdís Gunnarsdóttir
24%Eva Pandora Baldursdóttir
0.1%Gunnar I. Guðmundsson
0.1%Eiríkur Þór Theódórsson
94%Guðjón S. Brjánsson
1%Inga Björk Bjarnadóttir
9%Lilja Rafney Magnúsdóttir
79%Bjarni Jónsson
16%Dagný Rósa Úlfarsdóttir
48%Preben Pétursson
1%Dagný Rut Haraldsdóttir
70%Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
93%Þórunn Egilsdóttir
87%Líneik Anna Sævarsdóttir
22%Benedikt Jóhannesson
0.3%Hildur Betty Kristjánsdóttir
100%Kristján Þór Júlíusson
>99%Njáll Trausti Friðbertsson
21%Valgerður Gunnarsdóttir
0.4%Arnbjörg Sveinsdóttir
71%Einar Brynjólfsson
2%Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
12%Gunnar Ómarsson
0.2%Hans Jónsson
93%Logi Már Einarsson
2%Erla Björg Guðmundsdóttir
0.1%Hildur Þórisdóttir
100%Steingrímur Jóhann Sigfússon
93%Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
14%Björn Valur Gíslason
93%Páll Valur Björnsson
1%Þórunn Pétursdóttir
>99%Sigurður Ingi Jóhannsson
81%Silja Dögg Gunnarsdóttir
13%Ásgerður K. Gylfadóttir
0.1%Einar Freyr Elínarson
28%Jóna Sólveig Elínardóttir
3%Jóhannes Albert Kristbjörnsson
0.1%Ingunn Guðmundsdóttir
100%Páll Magnússon
98%Ásmundur Friðriksson
51%Vilhjálmur Árnason
4%Unnur Brá Konráðsdóttir
1%Kristín Traustadóttir
53%Smári McCarty
24%Oktavía Hrund Jónsdóttir
34%Þórólfur Júlían Dagsson
70%Álfheiður Eymarsdóttir
86%Oddný G. Harðardóttir
1%Ólafur Þór Ólafsson
99%Ari Trausti Guðmundsson
16%Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
4%Daníel E. Arnarsson
Hér að neðan er líklegasta niðurstaða þingsætaúthlutunarinnar, miðað við úrslit sýndarkosninganna 100.000 sem búa að baki þingsætaspánni. Hér eru fjöldi þingmanna flokkanna taldir. Auk þeirra eru nokkrir fulltrúar sem eiga einnig möguleika á kjöri.
Norðvesturkjördæmi
- Líklegasta niðurstaða: A=0, B=1, C=0, D=2, P=1, S=0 og V=2.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: C1, S1, B2, V3, A1, D3 eða P2.
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er P1 líklegastur til að ná ekki inn.
Norðausturkjördæmi
- Líklegasta niðurstaða: A=0, B=2, C=0, D=2, P=2, S=0 og V=2.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: S1, A1, D3, C1, B3, V3 eða P3
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er P2 líklegastur til að ná ekki inn.
Suðurkjördæmi
- Líklegasta niðurstaða: A=0, B=1, C=0, D=4, P=2, S=0 og V=1.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: C1, A1, S1, B2, P3, D5 eða V2.
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er D4 líklegastur til að ná ekki inn.
Suðvesturkjördæmi
- Líklegasta niðurstaða: A=1, B=1, C=2, D=4, P=2, S=0 og V=1.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: P3, V2, S1, A2, C3, D5, B2 eða F1.
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er B1 líklegastur til að ná ekki inn.
Reykjavíkurkjördæmi suður
- Líklegasta niðurstaða: A=0, B=0, C=1, D=3, P=2, S=1 og V=2.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: A1, P3, V3, C2, B1, F1 eða D4.
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er S1 og D3 álíkla líklegir til að ná ekki inn.
Reykjavíkurkjördæmi norður
- Líklegasta niðurstaða: A=1, B=0, C=1, D=2, P=2, S=1 og V=2.
- Auk þeirra munu tveir af eftirfarandi ná kjöri: P3, D3, V3, B1, C2, P4 eða F1.
- Af þeim sem eru inni í líklegustu niðurstöðu er A1 og S1 álíkla líklegir til að ná ekki inn.
Þingsætaspáin
Þingsætaspáin er ítarlegri greining á gögnum kosningaspárinnar sem mælir líkindi þess að einstaka frambjóðandi nái kjöri í Alþingiskosningum. Niðurstöðurnar byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi framboða í öllum sex kjördæmum landsins hverju sinni og eru niðurstöðurnar birtar hér að vefnum.
Fyrir kjördæmin
Líkur á því að einstaka frambjóðandi nái kjöri byggja á reiknilíkani stærðfræðinganna Baldurs Héðinssonar og Stefáns Inga Valdimarssonar. Í stuttu máli er aðferðafræðin sú að fylgi framboða í skoðanakönnunum er talin líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Söguleg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/vanmeta fylgi flokks í einu kjördæmi og að ofmeta/vanmeta fylgi flokksins í öðrum kjördæmum. Frávikið frá líklegustu niðurstöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjördæma. Ef frávikið er neikvætt í einu kjördæmi fyrir ákveðinn flokk aukast líkurnar á að það sé sömuleiðis neikvætt í öðrum kjördæmum.
Reiknilíkanið hermir 100.000 „sýndarkosningar“ og úthlutar kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.

Tökum ímyndað framboð X-listans í Norðvesturkjördæmi sem dæmi: Framboðið mælist með 20 prósent fylgi. Í flestum „sýndarkosningunum“ fær X-listinn 2 þingmenn en þó kemur fyrir að fylgið í kjördæminu dreifist þannig að niðurstaðan er aðeins einn þingmaður. Sömuleiðis kemur fyrir að X-listinn fær þrjá þingmenn í kjördæminu og í örfáum tilvikum eru fjórir þingmenn í höfn.
Ef skoðað er í hversu mörgum „sýndarkosningum“ hver frambjóðandi komst inn sem hlutfall af heildarfjölda fást líkurnar á að sá frambjóðandi nái kjöri. Sem dæmi, hafi frambjóðandinn í 2. sæti X-listans í Norðvesturkjördæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýndarkosningum“ þá reiknast líkurnar á því að hann nái kjöri í Alþingiskosningunum 90 prósent.
Skoðanakannanir í aðdraganda Alþingiskosninga 2009 og 2013 voru notaðar til að sannprófa þingsætaspánna, þar sem spáin er borin saman við endanlega úthlutun þingsæta.
Fyrir landið í heild
Þegar niðurstöður í öllum kjördæmum liggja fyrir er hægt taka niðurstöðurnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þingmenn hver flokkur fær á landsvísu. X-listinn gæti, svo dæminu hér að ofan sé haldið áfram, fengið:
- 8 þingmenn í 4% tilfella
- 9 þingmenn í 25% tilfella
- 10 þingmenn í 42% tilfella
- 11 þingmenn í 25% tilfella
- 12 þingmenn í 4% tilfella
Þetta veitir tækifæri til þess að máta flokka saman reyna að mynda meirihluta þingmanna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meirihluta á þingi að afstöðnum kosningum. Ef X-listinn er einn af þeim flokkum sem myndar meirihluta að loknum kosningum er þingmannaframlag hans til meirihlutans aldrei færri en 8 þingmenn, í 96% tilfella a.m.k. 9 þingmenn, í 71% tilfella a.m.k. 10 þingmenn o.s.frv. Landslíkur X-listans eru því settar fram á forminu:
- = > 8 þingmenn í 100% tilfella
- = > 9 þingmenn í 96% tilfella
- = > 10 þingmenn í 71% tilfella
- = > 11 þingmenn í 29% tilfella
- = > 12 þingmenn í 4% tilfella
- = > 13 þingmenn í 0% tilfella











































































































































