klukka
Auglýsing

Það þekkja sjálf­sagt flest­ir, ef ekki all­ir, (frönsku) barna­gæl­una um meist­ara Jakob sem vildi fá að vita hvað klukkan slægi þegar hann rumskaði. Og hún sló, sem kunn­ugt er, þrjú. Ef þetta hefði verið aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber (síð­ast­liðna nótt) hefði Jakob getað lúrt áfram í klukku­tíma og vaknað þegar klukkan slægi aftur þrjú, búinn að „græða“ klukku­tíma. Vel að merkja ef Jakob byggi í Evr­ópu, ann­ars stað­ar­ en á Íslandi. Aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber ár hvert er ­sem sé nóttin þegar flestir Evr­ópu­búar seinka klukk­unni og bæta klukku­stund við nótt­ina. Sá hagn­aður hverfur svo aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í mars árið eft­ir.

Benja­mín Frank­lín vildi spara kertin

Árið 1784 dvaldi amer­íski vís­inda­mað­ur­inn og fjöl­fræð­ing­ur­inn Benja­mín Frank­lín í Par­ís. Hann lét sig flesta hluti varða, og á meðan hann var í París skrif­aði hann grein (An Econ­i­m­ical Project) þar sem hann lagði til að Par­ís­ar­búar færu klukku­tíma fyrr á fætur en þeir væru vanir og gengju til náða einni stundu fyrr en venjan væri. Með þessu myndi draga úr notkun ster­ín­kerta (tólgar­kerta) sem væru dýr og kæmu hreint ekki í stað dags­birtunn­ar. 

Í grein­inni er einnig að finna útreikn­inga Frank­líns á hversu mik­ill tólg­ar­sparn­að­ur­inn væri og hug­myndir hans um myrkv­un­ar­tjöld í svefn­her­bergjum og fleira í þeim dúr. Ekki minnt­ist hann hins veg­ar á að færa klukk­una til eftir árs­tíð­um. Greinin er hin skemmti­leg­asta aflestrar eins og margt sem hraut úr penna Benja­míns Frank­líns. En eins og það er erfitt að kenna göml­um hundi að sitja reynd­ust Par­ís­ar­búar ekki fúsir til að fylgja þess­ari efna­hags­ráð­gjöf og höfðu áfram dökkar gard­ínur fyrir gluggum til að úti­loka morg­un­sól­ina.

Auglýsing

Skor­dýra­fræð­ingur og bygg­inga­meist­ari

Árið 1895 kom nýsjá­lenskur skor­dýra­fræð­ing­ur, Georg Vernon Hud­son, fram með þá hug­mynd að færa klukk­una fram um tvær stundir að sum­ar­lagi. Ekki var það tólg­ar­sparn­aður sem Hud­son hafði í huga heldur sá hann fram á að með því móti gæti hann leng­ur fram eft­ir á hverju kvöldi sinnt áhuga­máli sínu, skor­dýra­söfn­un. Tíu árum síð­ar, 1905, kom Willi­am Wil­lett, enskur bygg­inga­meist­ari, fram með sömu hug­mynd, blöskr­aði að sögn að fólk stein­svæfi í morg­un­sól­inni. „Morg­un­stund gefur gull í mund“ sagði Wil­lett. Þessi hug­mynd kom til kasta breska þings­ins en varð ekki að veru­leika.

30. apríl 1916

Það sem seinna fékk heitið sum­ar­tími varð til í miðri fyrri heims­styrj­öld­inni. Þýska­land og Aust­ur­ríki ákváðu 30. apríl 1916 að breyta klukk­unni, færa hana fram um eina klukku­stund til að spara orku, sem mik­ill skortur var á. Dan­mörk fylgdi í kjöl­farið 21. maí sama ár, Rúss­land og fleiri lönd ári síðar og Banda­ríkin árið 1918. Síðan hafa verið sett ótelj­andi lög og reglu­gerðir um sum­ar- og vetr­ar­tíma. 

Ára­tugum áður en sum­ar- og vetr­ar­tím­inn voru inn­leiddir hafði orðið til það sem nefna má alþjóð­lega tíma­belta­kerf­ið. Með auknum sam­göngum í Evr­ópu, ekki síst járn­braut­unum varð tíma­sam­ræm­ing nauð­syn­leg. Árið 1981 náðu aðild­ar­ríki ESB sam­komu­lag­i  um núver­andi fyr­ir­komu­lag: klukk­unni er flýtt um eina klukku­stund  að­fara­nótt síð­asta sunnu­dags í mars og seinkað um eina klukku­stund aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber. 

Árvisst og enda­laust deilu­mál

Þótt sum­ar- og vetr­ar­tím­inn séu stað­reynd þýðir það ekki að allir séu á eitt sáttir um fyr­ir­komu­lag­ið. Þeir sem fylgj­andi eru breyt­ingum á klukk­unni vor og haust nefna fyrst og fremst orku­sparnað og að dag­ur­inn nýt­ist bet­ur. And­stæð­ingar þess að breyta klukk­unni segja því fylgja mik­inn kostnað og óþæg­ind­i ým­is­s ­kon­ar. Bændur hafa alla tíð verið mjög and­snúnir því að breyta klukk­unni, segja morg­un­dögg­ina sitja lengur og þeir verði því að vinna leng­ur fram eft­ir til að ná heyjum og korni í hús, því fylgi auka­kostn­að­ur.

Rétt eða rangt     

Iðu­lega hefur verið deilt um hvort sum­ar­tím­inn sé „rétt­ari“ en vetr­ar­tím­inn eða öfugt. Við þeirri spurn­ingu er lík­lega ekki til afdrátt­ar­laust svar. Breskur sér­fræð­ingur birti nýlega grein í Brit­ish Med­ical Journal þar sem hann leiðir rök að, og mælir með, að sum­ar­tím­inn verði lát­inn gilda allt árið. Birtu­tím­inn verði lengri og það sé gott fyrir heils­una, bæði lík­am­lega og and­lega. Dönsk rann­sókn, sem spannar átján ára tíma­bil leiðir í ljós að um eins mán­aðar skeið eftir að breytt er yfir í vetr­ar­tíma fjölgar þeim sem grein­ast með þung­lyndi. Ástæðan er ekki ljós. 

Sér­fræð­ingar hafa á síð­ustu árum í auknum mæli beint sjónum sínum að áhrifum þess að breyta klukk­unni tvisvar á ári. Hvort þær rann­sóknir verða til þess að núver­andi fyr­ir­komu­lagi verði breytt leiðir tím­inn í ljós.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None