klukka
Auglýsing

Það þekkja sjálf­sagt flest­ir, ef ekki all­ir, (frönsku) barna­gæl­una um meist­ara Jakob sem vildi fá að vita hvað klukkan slægi þegar hann rumskaði. Og hún sló, sem kunn­ugt er, þrjú. Ef þetta hefði verið aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber (síð­ast­liðna nótt) hefði Jakob getað lúrt áfram í klukku­tíma og vaknað þegar klukkan slægi aftur þrjú, búinn að „græða“ klukku­tíma. Vel að merkja ef Jakob byggi í Evr­ópu, ann­ars stað­ar­ en á Íslandi. Aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber ár hvert er ­sem sé nóttin þegar flestir Evr­ópu­búar seinka klukk­unni og bæta klukku­stund við nótt­ina. Sá hagn­aður hverfur svo aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í mars árið eft­ir.

Benja­mín Frank­lín vildi spara kertin

Árið 1784 dvaldi amer­íski vís­inda­mað­ur­inn og fjöl­fræð­ing­ur­inn Benja­mín Frank­lín í Par­ís. Hann lét sig flesta hluti varða, og á meðan hann var í París skrif­aði hann grein (An Econ­i­m­ical Project) þar sem hann lagði til að Par­ís­ar­búar færu klukku­tíma fyrr á fætur en þeir væru vanir og gengju til náða einni stundu fyrr en venjan væri. Með þessu myndi draga úr notkun ster­ín­kerta (tólgar­kerta) sem væru dýr og kæmu hreint ekki í stað dags­birtunn­ar. 

Í grein­inni er einnig að finna útreikn­inga Frank­líns á hversu mik­ill tólg­ar­sparn­að­ur­inn væri og hug­myndir hans um myrkv­un­ar­tjöld í svefn­her­bergjum og fleira í þeim dúr. Ekki minnt­ist hann hins veg­ar á að færa klukk­una til eftir árs­tíð­um. Greinin er hin skemmti­leg­asta aflestrar eins og margt sem hraut úr penna Benja­míns Frank­líns. En eins og það er erfitt að kenna göml­um hundi að sitja reynd­ust Par­ís­ar­búar ekki fúsir til að fylgja þess­ari efna­hags­ráð­gjöf og höfðu áfram dökkar gard­ínur fyrir gluggum til að úti­loka morg­un­sól­ina.

Auglýsing

Skor­dýra­fræð­ingur og bygg­inga­meist­ari

Árið 1895 kom nýsjá­lenskur skor­dýra­fræð­ing­ur, Georg Vernon Hud­son, fram með þá hug­mynd að færa klukk­una fram um tvær stundir að sum­ar­lagi. Ekki var það tólg­ar­sparn­aður sem Hud­son hafði í huga heldur sá hann fram á að með því móti gæti hann leng­ur fram eft­ir á hverju kvöldi sinnt áhuga­máli sínu, skor­dýra­söfn­un. Tíu árum síð­ar, 1905, kom Willi­am Wil­lett, enskur bygg­inga­meist­ari, fram með sömu hug­mynd, blöskr­aði að sögn að fólk stein­svæfi í morg­un­sól­inni. „Morg­un­stund gefur gull í mund“ sagði Wil­lett. Þessi hug­mynd kom til kasta breska þings­ins en varð ekki að veru­leika.

30. apríl 1916

Það sem seinna fékk heitið sum­ar­tími varð til í miðri fyrri heims­styrj­öld­inni. Þýska­land og Aust­ur­ríki ákváðu 30. apríl 1916 að breyta klukk­unni, færa hana fram um eina klukku­stund til að spara orku, sem mik­ill skortur var á. Dan­mörk fylgdi í kjöl­farið 21. maí sama ár, Rúss­land og fleiri lönd ári síðar og Banda­ríkin árið 1918. Síðan hafa verið sett ótelj­andi lög og reglu­gerðir um sum­ar- og vetr­ar­tíma. 

Ára­tugum áður en sum­ar- og vetr­ar­tím­inn voru inn­leiddir hafði orðið til það sem nefna má alþjóð­lega tíma­belta­kerf­ið. Með auknum sam­göngum í Evr­ópu, ekki síst járn­braut­unum varð tíma­sam­ræm­ing nauð­syn­leg. Árið 1981 náðu aðild­ar­ríki ESB sam­komu­lag­i  um núver­andi fyr­ir­komu­lag: klukk­unni er flýtt um eina klukku­stund  að­fara­nótt síð­asta sunnu­dags í mars og seinkað um eina klukku­stund aðfara­nótt síð­asta sunnu­dags í októ­ber. 

Árvisst og enda­laust deilu­mál

Þótt sum­ar- og vetr­ar­tím­inn séu stað­reynd þýðir það ekki að allir séu á eitt sáttir um fyr­ir­komu­lag­ið. Þeir sem fylgj­andi eru breyt­ingum á klukk­unni vor og haust nefna fyrst og fremst orku­sparnað og að dag­ur­inn nýt­ist bet­ur. And­stæð­ingar þess að breyta klukk­unni segja því fylgja mik­inn kostnað og óþæg­ind­i ým­is­s ­kon­ar. Bændur hafa alla tíð verið mjög and­snúnir því að breyta klukk­unni, segja morg­un­dögg­ina sitja lengur og þeir verði því að vinna leng­ur fram eft­ir til að ná heyjum og korni í hús, því fylgi auka­kostn­að­ur.

Rétt eða rangt     

Iðu­lega hefur verið deilt um hvort sum­ar­tím­inn sé „rétt­ari“ en vetr­ar­tím­inn eða öfugt. Við þeirri spurn­ingu er lík­lega ekki til afdrátt­ar­laust svar. Breskur sér­fræð­ingur birti nýlega grein í Brit­ish Med­ical Journal þar sem hann leiðir rök að, og mælir með, að sum­ar­tím­inn verði lát­inn gilda allt árið. Birtu­tím­inn verði lengri og það sé gott fyrir heils­una, bæði lík­am­lega og and­lega. Dönsk rann­sókn, sem spannar átján ára tíma­bil leiðir í ljós að um eins mán­aðar skeið eftir að breytt er yfir í vetr­ar­tíma fjölgar þeim sem grein­ast með þung­lyndi. Ástæðan er ekki ljós. 

Sér­fræð­ingar hafa á síð­ustu árum í auknum mæli beint sjónum sínum að áhrifum þess að breyta klukk­unni tvisvar á ári. Hvort þær rann­sóknir verða til þess að núver­andi fyr­ir­komu­lagi verði breytt leiðir tím­inn í ljós.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None