Hrollvekjan Makt myrkranna: Drakúla heillar enn

Vampírur fara gjarnan á kreik í kringum hrekkjavöku þann 31. október ár hvert. Þær valda ótta og hræðslu en ekki síst vekja þær forvitni og dulúðin sem umlykur þær heillar.

Bela Lugosi í hlutverki Drakúla úr samnefndri mynd frá árinu 1931.
Bela Lugosi í hlutverki Drakúla úr samnefndri mynd frá árinu 1931.
Auglýsing

Hrekkja­vaka er á næsta leiti og hafa Íslend­ingar tekið hátíð­ina upp á sína arma. Nú fara börn í bún­inga og á ýmsum stöðum á land­inu er gengið á milli húsa og spurt um „grikk eða gott“, svo ekki sé talað um þau fjöl­mörgu teiti þar sem full­orðið fólk klæðir sig upp og heldur upp á hátíð­ina. Í til­efni þess er upp­lagt að skoða og líta betur til einnar áhuga­verðustu, dul­ar­fyllstu og vin­sæl­ustu goð­sagn­ar­per­són­unnar í heimi hryll­ings­ins: Dra­kúla. 

Vin­sældir vam­p­íra hafa sjaldan eða aldrei verið meiri. Þættir á borð við Buffy the Vamp­ire Slayer og True Blood hafa ýtt undir menn­ing­ar­fyr­ir­bærið og myndir eins og Interview with the Vamp­ire og Bla­de. En hvað er það sem heillar svo við vam­p­ír­urnar og hvaðan kemur goð­sögn­in? 

Atburðir áttu sér „sann­ar­lega“ stað

Makt myrkranna - Einkaeign Hans C. de RoosFræg­asta vam­p­íran er án efa fyrr­nefndur Dra­kúla frá Tran­syl­vaníu en sögu hans þekkja flest­ir. Hann sprettur úr hug­ar­kimum írska rit­höf­und­ar­ins Bram Stoker en skáldsagan Dra­kúla kom út árið 1897. Bókin var nýlega gefin út í heild sinni á Íslandi en Gerður Sif Yngv­ars­dóttir tók að sér þýð­ingu sem kom út árið 2013. Makt myrkr­anna er önnur íslensk þýð­ing bók­ar­innar sem mætti bein­línis útlista sem Djöf­ull­inn. Sú bók er tölu­vert eldri en hún kom út á Íslandi árið 1901 í þýð­ingu Valdi­mars Ásmunds­son­ar. 

Auglýsing

Í tíma­rit­inu Fjall­konan árið 1900 var for­máli Stoker þýddur og birt­ur. Höf­undur hélt því sjálfur fram að hér væri um sanna atburði að ræða. „Sam­kvæmt minni sann­fær­ingu er það ekk­ert efa­mál, að þeir við­burð­ir, sem hér er lýst, hafi sann­ar­lega átt sér stað, hversu ótrú­legir og óskilj­an­legir sem þeir kunna að sýnast, skoð­aðir eftir almennri reynslu,“ lýsir Stoker í text­an­um. Hann flétt­aði saman frá­sögn­um, blaða­úr­klippum og dag­bók­ar­brotum til þess að gefa frá­sögn­inni trú­verð­ugan blæ. 

­Sam­kvæmt minni sann­fær­ingu er það ekk­ert efa­mál, að þeir við­burð­ir, sem hér er lýst, hafi sann­ar­lega átt sér stað, hversu ótrú­legir og óskilj­an­legir sem þeir kunna að sýnast, skoð­aðir eftir almennri reynslu

Ein­kenni­legur gest­gjafi

Sögu­sviðið er að mestu Eng­land og Tran­syl­vanía en aburð­irnir eiga að hafa átt sér stað á síð­asta hluta 19. ald­ar. Ungur lög­fræð­ing­ur, Jon­athan Harker, fær það verk­efni að afhenda greif­anum í Tran­syl­vaníu afsal á húsi í London. Hann verður þannig gestur Dra­kúla í kast­ala hans en gerir sér þó fljótt grein fyrir því að hann sé frekar fangi hans. Og þrátt fyrir kurt­eis­is­legt yfir­bragð greifans áttar Harker sig á því að eitt­hvað stór­und­ar­legt sé við hann. Hann er einnig afar ein­kenni­legur í útliti, grannur og beina­ber, og við­koma handa­bands hans er kalt eða eins og að koma við dauðan mann. 

„Greif­inn tók greini­lega eftir því og hörf­aði. Hann glotti fremur grimmi­lega og sýndi meira af fram­stæðum tönn­unum en hann hafði áður sýnt. Hann sett­ist aftur niður sín megin við eld­stæð­ið. Við þögðum báðir um stund og þegar ég leit í átt að glugg­anum sá ég fyrstu ljós­glætu kom­andi dags. Yfir öllu var und­ar­leg kyrrð. Þrátt fyrir það varð ég var við marga úlfa spangóla neðar í daln­um. Augu greifans blik­uðu og hann sagði: „Hlýðið á börn næt­ur­inn­ar. Hve tón­list þeirra er töfr­and­i!“,“ segir í nýrri þýð­ingu Gerðar Sifj­ar.   

Harker kemst að leynd­ar­máli greifans sem er að hann nær­ist á blóði mann­fólks og ásetur sér þá að drepa greifann. Sú til­raun fer í vaskinn og Dra­kúla nær að flýja út á sjó þar sem för­inni er haldið til London. Harker verður eftir í kast­al­an­um, veikur og þrótt­lít­ill. Dra­kúla nær til London þar sem ýmsir ein­kenni­legir atburðir eiga sér stað sem við­koma unn­ustu Harker, Minu Murray og fleiri sögu­per­són­um. Harker kemst til baka á end­anum en í milli­tíð­inni er greif­inn búinn að valda miklum usla, morðum og sér­kenni­legum atburð­um. Bar­áttan við greifann endar í Tran­syl­vaníu eftir mikið blóð­bað, þar sem Harker afhöfðar hina illu vam­p­íru og ræður þannig nið­ur­lögum henn­ar.

Ævi og störf rit­höf­undar

Bram StokerBram Stoker var fæddur í Dublin á Írlandi árið 1847. Hann starf­aði sem blaða­mað­ur, rit­höf­undur og aðstoð­ar- og umboðs­maður þekkts leik­ara á þessum tíma, Henry Irv­ing. Blaða­mennskan átti eftir að nýt­ast honum vel við skrif á Drakúla, þar sem frá­sögnin er meðal ann­ars sett upp á því frá­sagn­ar­formi. Hann ferð­að­ist mikið um ævina en þó aldrei til hinnar dul­ar­fullu Aust­ur-­Evr­ópu þar sem sögu­svið greifans af Tran­syl­vaníu átti að ver­a. 

Hann var með B.A.- gráðu í stærð­fræði og var alla tíð fram­farasinni. Hann trúði á fram­farir í vís­indum og gaf lítið fyrir yfir­skil­vit­leg fyr­ir­bæri sem hlýtur að telj­ast heldur kald­hæðið miðað við skrif hans. Þannig að það má með sanni segja að ímynd­un­ar­afl hans og frá­sagn­ar­stíll hafi ekki verið í sam­ræmi við heim­speki hans, sem gerir hann auð­vitað ekki að verri rit­höf­undi fyrir vik­ið. 

Fornt sagna­minni

Vlad stjaksetjariStoker sótti í gam­alt rúm­enskt sagna­minni um fólk sem drakk blóð úr öðr­um. Hug­mynd­ina um Dra­kúla hefur hann sótt til Vlads stjak­setj­ara (e. Vlad the Impal­er) eða Vlad Dra­kúla. Sá náungi var prins í Wallachia á 15. öld. Hann var annar sonur Vlads II sem réði ríkjum í Wallachia þar sem nú er Rúm­en­ía. Blóðug stríð geisuðu á svæð­inu milli Tyrkja og Ung­verja og lenti Vlad stjak­setj­ari mitt á milli. Hann varð fljótt alræmdur fyrir grimmd og gengu sögur út um alla Evr­ópu um harð­lyndi hans og ómann­eskju­legar aðferð­ir. Hann er sagður hafa stjak­sett fólk í hrönnum en þaðan kemur við­ur­nefni hans. 

 Vin­sældir á hvíta tjald­inu

Ekki verður annað sagt en að saga Dra­kúla sé vin­sæl til kvik­mynda­gerð­ar. Sagan hefur verið kvik­mynduð marg­sinnis og sett á svið.

Fyrst ber að nefna þöglu kvik­mynd­ina Nos­feratu eftir F. W. Mur­nau frá 1922. Nöfnum var breytt í mynd­inni til að kom­ast fram­hjá höf­unda­rétti en ekkja Stokers, Flor­ence Stoker, fór engu að síður í mál við fram­leið­and­ann og vann. 

Þó er lík­leg­ast fræg­asta útgáfa sög­unnar kvik­myndin Dracula frá árinu 1931. Bela Lugosi fór þar á kostum og er sú mynd löngu orðin költ. Önnur fræg útfærsla er Bram Stoker's Dracula í leik­stjórn Francis Ford Coppola frá árinu 1992. Þar leikur Gary Old­man hinn dul­ar­fulla Drakúla, og með honum í leik­ara­lið­inu eru Wynona Ryder, Ant­hony Hop­k­ins og Keanu Reeves. Myndin hlaut þrjú Ósk­arsverð­laun.

Veggspjald fyrir Drakúla 1958 með Christopher Lee

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None