Konur í meirihluta ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ef ekki væri fyrir léleg kynjahlutföll í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru konur líklega í fyrsta sinn í meirihluta á Alþingi. Mikið var rætt um stöðu kvenna innan flokksins fyrir kosningar. Spurning hvaða konur yrðu ráðherraefni flokksins.

Spurning er hvaða konur veljast sem ráðherrar ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn.
Spurning er hvaða konur veljast sem ráðherrar ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn.
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á Alþingi en í kosn­ing­unum á laug­ar­dag. 30 konur og 33 karlar munu taka sæti á þingi þegar það kemur sam­an, sem þýðir að konur verða 47,6 pró­sent og karlar 52,4 pró­sent þing­heims. 

Kynja­hlut­föllin eru nokkuð jöfn í öllum þing­flokkum nema þeim langstærsta, þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar eru konur aðeins þriðj­ungur þing­manna. Ef hlut­föllin væru jafn­ari í þessum stærsta flokki væru kynja­hlut­föllin á þingi enn jafn­ari, og konur mögu­lega í fyrsta sinn fleiri í hópi þing­manna en karl­ar. 

Fjórir þing­menn náðu kjöri hjá Bjartri fram­tíð, þrjár konur og einn karl. Hjá Við­reisn náðu þrjár konur og fjórir karlar kjöri, og hjá Sam­fylk­ingu eru tveir karlar og ein kona í þing­flokkn­um. Hjá Pírötum eru kynja­hlut­föllin jöfn, fimm konur og fimm karl­ar, og hjá Vinstri grænum eru sex konur og fjórir karlar í þing­flokkn­um. Hjá Fram­sókn­ar­flokknum náðu fimm konur inn á þing en þrír karl­ar. Allir þessir flokk­ar, nema Pírat­ar, höfðu ein­hverjar reglur eða við­mið um kynja­hlut­föll á listum sín­um. 

Auglýsing

Það hafði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki. 

Staðan mikið rædd fyrir kosn­ingar

Mikið var rætt um stöðu kvenna innan flokks­ins fyrir kosn­ing­ar, í kjöl­far þess að konum sem sótt­ust eftir leið­toga­sætum var hafnað bæði í Suð­ur- og Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Karlar röð­uð­ust í efstu fjögur sætin í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í efstu þrjú sætin í Suð­ur­kjör­dæmi, en á end­anum var upp­röð­un­inni í Suð­vest­ur­kjör­dæmi breytt og Bryn­dís Har­alds­dóttir færð upp í annað sæt­ið. Röð­un­inni í Suð­ur­kjör­dæmi var ekki breytt, en Ragn­heiður Elín Árna­dóttir ákvað að taka ekki sæti á list­anum eftir að henni var hafnað sem odd­vita, og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir færð­ist í fjórða sæt­ið. 

Í kjöl­far próf­kjar­anna sögðu þrír for­menn Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna sig úr flokkn­um, þær Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, sem voru þáver­andi og fyrr­ver­andi for­menn. Þær sögð­ust ekki eiga sam­leið með flokki sem skilar af sér slíkum nið­ur­stöðum úr próf­kjöri. 

Nú teljum við full­­reynt að hreyfa við þeim íhalds­­­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­­rétt­is­­mál í Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­­rétt­is kynj­anna á síð­­­ustu árum. Víð­tæk and­­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­­töku.“ 

Mikið hafi verið talað fyrir því að velja „hæf­asta ein­stak­l­ing­inn“. Það hafi sannað sig í próf­­kjörum síð­­­ustu vikna að þessi mál­­flutn­ingur sé úreltur og ekki í neinum takti við nútím­ann, og enn einu sinni hafi komið í ljós að próf­­kjör skili ekki end­i­­lega góðum nið­­ur­­stöðum „þó að þau séu kannski lýð­ræð­is­­leg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim.“ 

Ýms­ir aðrir stjórn­­­mála­­flokkar veigri sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tæki­­færi til ábyrgðar á við karla. „Nema staðan sé sú innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að allir „hæf­­ustu ein­stak­l­ing­­arn­ir“ séu karl­­ar.“ 

End­uðu sem aðeins þriðj­ungur þing­flokks – hverjar verða ráð­herra­efni?

Það end­aði þannig að sjö konur náðu kjöri fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en fjórtán karl­ar. Aðeins ein kona er odd­viti fyrir flokk­inn, og það er Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins. Fjórar hafa þing­reynslu, þær Ólöf Nor­dal, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, Sig­ríður And­er­sen og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir. 

Ólöf, sem vara­for­mað­ur, odd­viti og núver­andi ráð­herra, hlyti að vera eitt fyrsta val Bjarna Bene­dikts­sonar þegar kæmi að því að skipa ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, ef flokk­ur­inn verður í aðstöðu til þess. Hún hefur hins vegar barist við krabba­mein um nokk­urt skeið og gat lítið sem ekk­ert beitt sér í kosn­inga­bar­átt­unni, þar sem hún þurfti að leggj­ast inn á spít­ala vegna alvar­legrar sýk­ing­ar. 

Fyrir utan Ólöfu er ekki víst hvaða konur myndu eiga til­kall til setu í rík­is­stjórn. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir hefur enga þing­reynslu, en er sú kona sem fyrir utan Ólöfu gegnir hæsta emb­ætt­inu innan flokks­ins og situr hæst á lista í stóru kjör­dæmi, en hún skip­aði annað sætið í Reykja­vík norð­ur. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er einnig í öðru sæti, í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en hefur heldur enga þing­reynslu. Hún hefur und­an­farin ár aðstoðað Ólöfu Nor­dal í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á undan því. Bryn­dís Har­alds­dóttir skipar annað sætið í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en kemur ný inn á þing. Hún hefur þó verið bæj­ar­full­trúi í Mos­fellsbæ í sex ár. 

Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir fékk ekki góða kosn­ingu í próf­kjöri flokks­ins og situr í fjórða sæti á list­anum í Suð­ur­kjör­dæmi, auk þess sem hún þykir umdeild. Sig­ríður Á. And­er­sen er það líka, þrátt fyrir að henni hafi gengið vel í próf­kjör­inu í Reykja­vík. Hún situr þó í þriðja sæti á list­anum í Reykja­vík suð­ur. Þá er eftir Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, sem gekk heldur ekki mjög vel í próf­kjöri fyrir norð­an, og var í þriðja sæti list­ans í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun vænt­an­lega gera kröfu um flesta ráð­herra í rík­is­stjórn, ef flokk­ur­inn fer í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Þá er spurn­ing hvort þrír núver­andi ráð­herr­ar, Bjarni Bene­dikts­son, Ólöf Nor­dal og Krist­ján Þór Júl­í­us­son, muni öll halda áfram, og hvernig öðrum ráð­herra­emb­ættum verður ráð­staf­að. Karl­arnir sem skipa hin odd­vita­sætin munu vænt­an­lega gera kröfu til ráð­herra­emb­ætt­is, en á móti hefur verið uppi sú krafa að kynja­hlut­föll í rík­is­stjórn­inni verði jöfn, nú þegar því sem næst hefur tek­ist að jafna kynja­hlut­föllin á þing­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None