Konur í meirihluta ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ef ekki væri fyrir léleg kynjahlutföll í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru konur líklega í fyrsta sinn í meirihluta á Alþingi. Mikið var rætt um stöðu kvenna innan flokksins fyrir kosningar. Spurning hvaða konur yrðu ráðherraefni flokksins.

Spurning er hvaða konur veljast sem ráðherrar ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn.
Spurning er hvaða konur veljast sem ráðherrar ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn.
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á Alþingi en í kosn­ing­unum á laug­ar­dag. 30 konur og 33 karlar munu taka sæti á þingi þegar það kemur sam­an, sem þýðir að konur verða 47,6 pró­sent og karlar 52,4 pró­sent þing­heims. 

Kynja­hlut­föllin eru nokkuð jöfn í öllum þing­flokkum nema þeim langstærsta, þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar eru konur aðeins þriðj­ungur þing­manna. Ef hlut­föllin væru jafn­ari í þessum stærsta flokki væru kynja­hlut­föllin á þingi enn jafn­ari, og konur mögu­lega í fyrsta sinn fleiri í hópi þing­manna en karl­ar. 

Fjórir þing­menn náðu kjöri hjá Bjartri fram­tíð, þrjár konur og einn karl. Hjá Við­reisn náðu þrjár konur og fjórir karlar kjöri, og hjá Sam­fylk­ingu eru tveir karlar og ein kona í þing­flokkn­um. Hjá Pírötum eru kynja­hlut­föllin jöfn, fimm konur og fimm karl­ar, og hjá Vinstri grænum eru sex konur og fjórir karlar í þing­flokkn­um. Hjá Fram­sókn­ar­flokknum náðu fimm konur inn á þing en þrír karl­ar. Allir þessir flokk­ar, nema Pírat­ar, höfðu ein­hverjar reglur eða við­mið um kynja­hlut­föll á listum sín­um. 

Auglýsing

Það hafði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki. 

Staðan mikið rædd fyrir kosn­ingar

Mikið var rætt um stöðu kvenna innan flokks­ins fyrir kosn­ing­ar, í kjöl­far þess að konum sem sótt­ust eftir leið­toga­sætum var hafnað bæði í Suð­ur- og Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Karlar röð­uð­ust í efstu fjögur sætin í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í efstu þrjú sætin í Suð­ur­kjör­dæmi, en á end­anum var upp­röð­un­inni í Suð­vest­ur­kjör­dæmi breytt og Bryn­dís Har­alds­dóttir færð upp í annað sæt­ið. Röð­un­inni í Suð­ur­kjör­dæmi var ekki breytt, en Ragn­heiður Elín Árna­dóttir ákvað að taka ekki sæti á list­anum eftir að henni var hafnað sem odd­vita, og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir færð­ist í fjórða sæt­ið. 

Í kjöl­far próf­kjar­anna sögðu þrír for­menn Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna sig úr flokkn­um, þær Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, sem voru þáver­andi og fyrr­ver­andi for­menn. Þær sögð­ust ekki eiga sam­leið með flokki sem skilar af sér slíkum nið­ur­stöðum úr próf­kjöri. 

Nú teljum við full­­reynt að hreyfa við þeim íhalds­­­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­­rétt­is­­mál í Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­­rétt­is kynj­anna á síð­­­ustu árum. Víð­tæk and­­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­­töku.“ 

Mikið hafi verið talað fyrir því að velja „hæf­asta ein­stak­l­ing­inn“. Það hafi sannað sig í próf­­kjörum síð­­­ustu vikna að þessi mál­­flutn­ingur sé úreltur og ekki í neinum takti við nútím­ann, og enn einu sinni hafi komið í ljós að próf­­kjör skili ekki end­i­­lega góðum nið­­ur­­stöðum „þó að þau séu kannski lýð­ræð­is­­leg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim.“ 

Ýms­ir aðrir stjórn­­­mála­­flokkar veigri sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tæki­­færi til ábyrgðar á við karla. „Nema staðan sé sú innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að allir „hæf­­ustu ein­stak­l­ing­­arn­ir“ séu karl­­ar.“ 

End­uðu sem aðeins þriðj­ungur þing­flokks – hverjar verða ráð­herra­efni?

Það end­aði þannig að sjö konur náðu kjöri fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en fjórtán karl­ar. Aðeins ein kona er odd­viti fyrir flokk­inn, og það er Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins. Fjórar hafa þing­reynslu, þær Ólöf Nor­dal, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, Sig­ríður And­er­sen og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir. 

Ólöf, sem vara­for­mað­ur, odd­viti og núver­andi ráð­herra, hlyti að vera eitt fyrsta val Bjarna Bene­dikts­sonar þegar kæmi að því að skipa ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, ef flokk­ur­inn verður í aðstöðu til þess. Hún hefur hins vegar barist við krabba­mein um nokk­urt skeið og gat lítið sem ekk­ert beitt sér í kosn­inga­bar­átt­unni, þar sem hún þurfti að leggj­ast inn á spít­ala vegna alvar­legrar sýk­ing­ar. 

Fyrir utan Ólöfu er ekki víst hvaða konur myndu eiga til­kall til setu í rík­is­stjórn. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir hefur enga þing­reynslu, en er sú kona sem fyrir utan Ólöfu gegnir hæsta emb­ætt­inu innan flokks­ins og situr hæst á lista í stóru kjör­dæmi, en hún skip­aði annað sætið í Reykja­vík norð­ur. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er einnig í öðru sæti, í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, en hefur heldur enga þing­reynslu. Hún hefur und­an­farin ár aðstoðað Ólöfu Nor­dal í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á undan því. Bryn­dís Har­alds­dóttir skipar annað sætið í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en kemur ný inn á þing. Hún hefur þó verið bæj­ar­full­trúi í Mos­fellsbæ í sex ár. 

Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir fékk ekki góða kosn­ingu í próf­kjöri flokks­ins og situr í fjórða sæti á list­anum í Suð­ur­kjör­dæmi, auk þess sem hún þykir umdeild. Sig­ríður Á. And­er­sen er það líka, þrátt fyrir að henni hafi gengið vel í próf­kjör­inu í Reykja­vík. Hún situr þó í þriðja sæti á list­anum í Reykja­vík suð­ur. Þá er eftir Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, sem gekk heldur ekki mjög vel í próf­kjöri fyrir norð­an, og var í þriðja sæti list­ans í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun vænt­an­lega gera kröfu um flesta ráð­herra í rík­is­stjórn, ef flokk­ur­inn fer í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Þá er spurn­ing hvort þrír núver­andi ráð­herr­ar, Bjarni Bene­dikts­son, Ólöf Nor­dal og Krist­ján Þór Júl­í­us­son, muni öll halda áfram, og hvernig öðrum ráð­herra­emb­ættum verður ráð­staf­að. Karl­arnir sem skipa hin odd­vita­sætin munu vænt­an­lega gera kröfu til ráð­herra­emb­ætt­is, en á móti hefur verið uppi sú krafa að kynja­hlut­föll í rík­is­stjórn­inni verði jöfn, nú þegar því sem næst hefur tek­ist að jafna kynja­hlut­föllin á þing­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None