Fasteignamat Hörpu lækkað verulega en verður samt áfrýjað

Þjóðskrá Íslands hefur birt nýtt fasteignamat fyrir Hörpu. Það er mun lægra en fyrra mat og gerir það að verkum að Harpa á inni háar fjárhæðir í ofgreidd fasteignagjöld. En stjórn hússins telur samt að matið fyrir 2017 sé of hátt. Og ætlar að áfrýja því.

Harpa.20082011_Nic.Lehoux_1.jpg
Auglýsing

Þjóð­skrá Íslands hefur end­ur­met­ið fast­eigna­mat Hörpu aftur til árs­ins 2011. Sam­kvæmt end­ur­mat­inu mun Harpa eiga inni umtals­verða fjár­muni vegna greiðslu fast­eigna­skatta síð­ustu ár. Þetta er gert í kjöl­far þess að Hæsti­réttur Íslands ógilti í febr­úar síð­ast­liðnum mat yfir­fast­eign­ar­mats­nefndar um að mun hærra fast­eigna­mat, sem leiddi af sér mörg hund­ruð milljón króna fast­eigna­skatta á ári, ætti að standa.

Þótt að nýja mat­ið, sem byggir á nýrri for­múlu Þjóð­skrár til að reikna út mat á tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús­um, lækk­i fast­eigna­skatta Hörpu aft­ur­virkt þá er það samt sem áður hátt. Matið fyrir árið 2017 er tæp­lega 17,8 millj­arðar króna, sem þýðir að Harpa þyrfti að greiða yfir 350 millj­ónir króna í fast­eigna­skatta. Miðað við rekstr­ar­tekjur Hörpu á árinu 2015 færi því þriðj­ungur þeirra í fast­eigna­gjöld, sem greið­ast í borg­ar­sjóð.

Hall­dór Guð­munds­son, for­stjóri Hörpu, segir að stjórn Hörpu telji að nýja matið fyrir árið 2017, sem notað er sem útgangs­punktur til að reikna sig til baka frá, sé ekki í neinu sam­ræmi við dóm Hæsta­réttar frá því í febr­úar og fast­eigna­mati húss­ins fyrir það ár verði áfrýjað til yfir­fast­eign­ar­mats­nefnd­ar.

Auglýsing

Fjóru og hálfu ári eftir að eig­endur Hörpu skaut gamla fast­eigna­mat­i húss­ins til þeirrar nefnd­ar, eftir að málið hefur farið í gegnum bæði hér­aðs­dóm og Hæsta­rétt, og eftir að Þjóð­skrá Íslands hefur lagt í að búa til­ nýjan mats­flokk til að meta eina tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús lands­ins, þá virð­ist málið að hluta til vera komið í hring. Og við­búið að allt ferlið verði end­ur­tekið næstu árin.

Ann­ar ­eig­end­anna rukk­ar fast­eigna­gjöldin

Það sem gerir þetta mál sér­kenni­legra er að sá aðili sem legg­ur fast­eigna­gjöld­in á, Reykja­vík­ur­borg, er annar eig­andi húss­ins með 46 pró­sent eign­ar­hlut. Íslenska ríkið á 54 pró­sent. Þannig hefur eign­ar­hald­inu verið háttað frá því snemma árs 2009 þegar þessir aðilar ákváðu að taka yfir og klára Hörpu­na.

Þá höfðu fram­­kvæmdir við bygg­ingu hús­s­ins, sem Eign­­ar­halds­­­fé­lag­ið Portus stóð fyr­ir, stöðvast í kjöl­far banka­hruns­ins. Ástæðan var sú Portus og dótt­­ur­­fé­lög þess, sem voru í eigu Lands­­banka Íslands og Nýsis, fóru í þrot.

Rekstur Hörpu hefur verið erf­ið­ur. Sam­an­lagt nemur tap Hörpu, fram­lög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstr­­ar­fram­lag ríkis og borgar sléttum átta millj­­örðum króna frá byrjun árs 2011 og til síð­ustu ára­mót.

Rekst­ur­inn hefur þó batnað mikið síð­­­ustu ár ef horft er til aukn­ingar á rekstr­­ar­­tekj­­um. Árið 2011 voru þær 482 millj­­ónir króna en í fyrra voru rekstr­­ar­­tekj­­urnar 1.066 millj­­ónir króna. Þær meira en tvö­­­föld­uð­ust því á fimm árum og hækk­uðu ár frá ári.

Rekstr­­ar­­gjöld hafa að sama skapi vax­ið. Árið 2012 voru þau um 1.229 millj­­ónir króna. Í fyrra voru þau 1.349 millj­­ónir króna.

Fast­eigna­skattar óvissu­þáttur

Einn helsti óvissu­þátt­­ur­inn í rekstri Hörpu und­an­farin ár hefur snú­ist um greiðslu fast­­eigna­gjalda. Í maí 2011 var Harpan tekin í not­k­un. Í sama mán­uði til­­­kynnti Þjóð­­­skrá Íslands rekstr­­ar­­fé­lagi Hörpu um að fast­­­eigna­­­mat tón­list­­­ar- og ráð­­­stefn­u­hús­s­ins væri reiknað 17 millj­­­arðar króna fyrir árið 2012, og var þar miðað við ­bygg­ing­­ar­­kostn­að þess. Það mat gerði það að verkum að fast­­­eigna­­­gjöld sem Harpa þurfti að greiða Reykja­vík­­­­­ur­­­borg voru 355 millj­­­ónir króna vegna þess árs. Árið 2012 úrskurð­aði yfir­­fast­­eigna­­mats­­nefnd að rekstr­­ar­­fé­lag Hörpu ætti að greiða þá upp­­hæð í slík gjöld vegna þess árs. Síðan hefur félag­inu verið gert að greiða sam­­bæri­­lega upp­­hæð á ári í slík gjöld.

Harpa vildi ekki una nið­­ur­­stöð­unni, og skaut henni til dóm­stóla, enda ljóst að þorri rekstr­­ar­­tekna Hörpu fyrstu árin myndi renna ein­vörð­ungu til greiðslu fast­­eigna­gjalda. Það sem gerði stöð­una enn sér­­­kenn­i­­legri er að fast­­eigna­­gjöldin greið­­ast til Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar, ann­­ars eig­anda Hörpu.

Í maí í fyrra hafn­aði hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur kröfu Hörpu um að úrskurður yfir­­fast­­eigna­­mats­­nefndar yrði ógild­­ur. Hall­­dór Guð­­munds­­son, for­­stjóri Hörpu, sagði við Kjarn­ann við það til­­efni að álagn­ingin væri mjög órétt­lát. „Það er alveg jafn ljóst nú og var áður, þótt veltan hjá Hörpu hafi auk­ist mik­ið, að þessi rekstur stendur ekki undir þessum álög­­­um.“

Í febr­­úar 2016 ógilti Hæst­i­­réttur Íslands síðan mat­ið. Það leiddi til þess að fast­­eigna­skattar Hörpu vegna árs­ins 2015 lækk­­uðu umtals­vert á milli ára. Þeir voru 366 millj­­ónir króna árið 2014 en 135 millj­­ónir króna árið 2015. Dómur Hæsta­réttar var auk þess aft­­ur­­virkur og nær aftur til árs­ins 2011. Í árs­­reikn­ingi Hörpu fyrir árið 2015 sagði að of snemmt væri að segja til hversu háar þær fjár­­hæðir sem muni skila sér aftur til Hörpu verði en lík­­­legt sé að heild­­ar­á­hrifin verði að minnsta kosti 950 millj­­ónir króna án vaxta. „Ein­ungis er búið að færa áhrifin vegna árs­ins 2015 í efna­hags­­reikn­ing, en þau nemur 242 millj­­ónum króna. Í ljósi þess­­arar stöðu er það mat stjórn­­enda að sam­­stæðan geti staðið við allar sínar skuld­bind­ingar sem falla til næstu 12 mán­uði. Ef mat stjórn­­enda gengur ekki eftir ríkir veru­­legur vafi um rekstr­­ar­hæfi sam­­stæð­unn­­ar.“

Hið nýja fast­eign­ar­mat Hörpu gerir það að verkum að þegar greidd fast­eign­ar­gjöld síð­ustu ára lækka veru­lega og Harpa á inni umtals­verða fjár­hæð. Hins vegar er ljóst að matið vegna árs­ins í ár og þess næsta færir fast­eign­ar­gjöldin á ný í þær hæðir sem þau voru árið 2011, þegar deilan hófst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None