Beinafundur varpar ljósi á 300 ára gamalt mannshvarf

Kristinn Haukur Guðnason skrifar um dularfullt mannshvarf og harðvítugar deildur kóngafólks, sem hafa komist aftur í sviðsljósið eftir beinafund.

Kristinn Haukur Guðnason
beinafundur
Auglýsing

Þann 11. ágúst síð­ast­lið­inn fund­ust manna­bein við bygg­ing­ar­fram­kvæmdir í höll einni í Norð­ur-Þýska­landi. Ljóst er að þau eru mjög gömul og til­gátur eru uppi um hvort fund­inn sé aðals­maður sem hvarf undir lok 17. ald­ar. Hvarf hans var eitt af umtöl­uð­ustu málum síns tíma enda tengd­ist það fram­hjá­haldi og valda­bar­áttu nokk­urra af æðstu aðal­s­mönnum Þýska­lands og síðar bresku krún­unn­i. Þetta er saga af losta, afbrýði­semi, heift, for­boð­inni ást og morði.

Manna­bein undir höll­inni

Höllin Leineschloss var reist á fyrri hluta 17. ald­ar, við ánna Leine sem rennur í gegnum þýsku borg­ina Hannover. Höllin hefur tvisvar verið nær end­ur­byggð, fyrst á fyrri hluta 19. aldar og síðan eft­ir sprengjuregn banda­manna í seinni heim­styrj­öld­inni, en í bæði skiptin náð­ist að halda upp­runa­lega ytra byrði bygg­ing­ar­inn­ar. Áður fyrr sátu kon­ungar og furstar Hannover í höll­inni en í dag er hún þing­hús Neðra Saxlands. Þegar eldri hluti hall­ar­innar var gerður upp nú í sumar fund­ust beinin 8 metrum undir grunn­in­um. Lög­reglan mætti á svæðið og strax var farið með þau í MHH lækna­skól­ann þar sem þau voru rann­sök­uð. Þar kom í ljós að þetta voru rif­bein og fót­leggur af full­orðnum karl­manni sem senni­lega var uppi fyr­ir nokkur hund­ruð árum síð­an. Þar sem svo langt er um liðið er því ekki þörf á lög­reglu­rann­sókn en beinin gætu hins vegar upp­lýst 322 ára gam­alt manns­hvarfs­mál sem tengd­ist æðsta aðals­fólki svæð­is­ins á þeim tíma.

Hag­kvæmn­is­hjóna­band

Á 17. öld var Hannover höf­uð­staður fursta­dæm­is­ins Lüneburg í Hinu Heilaga Róm­verska Keis­ara­dæmi, laustengdu sam­bands­ríki sem náði yfir alla Mið-­Evr­ópu. Upp úr 1680 urðu deilur milli bræðr­anna og her­tog­anna Georgs Vil­hjálms og Ernests Augustus um yfir­ráð á svæð­inu sem lykt­uðu með því að ákveð­ið var að sam­eina ætt­ina í einum erf­ingja. Dóttir Georgs, Sófía Dórótea, skyldi gift­ast syni Ernests, Georgi Loð­vík. Fjöl­skylda Ernests og þá sér­stak­lega kona hans, Sóf­ía, voru mjög á móti ráða­hagnum en sæst var á að Georg Vil­hjálmur myndi borga þeim um 100.000 rík­is­dali árlega. En þau voru ekki þau einu sem voru afhuga hjóna­band­inu. Verð­andi brúð­urin tryllt­ist þegar hún frétti að hún ætti að gift­ast náfrænda sín­um. Sagan segir að hún hafi öskrað „Ég mun ekki gift­ast þessu svín­s­trýn­i!” og svo á hún að hafa fallið í yfir­lið. En faðir hennar skip­aði henni að gift­ast nafna hans og þar við sat. Þegar Sófía Dórótea var leidd upp að alt­ar­inu í nóv­em­ber mán­uði árið 1682, leið aftur yfir hana. Hún var þá 16 ára en Georg Loð­vík 22. Fram­haldið var ekk­ert bjart­ara fyrir hin nýgiftu hjón. Fjöl­skylda Georgs Loð­víks var kald­lynd í garð Sófíu Dóróteu og hann sjálfur yfir­leitt grimmur við hana. Þegar þau áttu sam­skipti voru þau yfir­leitt full af heift og þau rifust oft hástöfum fyrir fram­an annað fólk. Stundum beitti Georg hana lík­am­legu ofbeldi þannig að hún varð marin og blá á eft­ir. Engu að síður hlotn­að­ist þeim tvö börn næstu árin, Georg Augustus (f. 1683) og Sófíu Dóróteu yngri (f. 1686). Eftir það minnk­uðu rifr­ildin milli þeirra en í stað­inn kom kuldi og afskipta­leysi.  

Auglýsing

300 ást­ar­bréf 

Líkt og Sófía Dórótea hafði Georg Loð­vík verið neyddur til hjóna­bands­ins. Hjá honum var aftur á móti önnur breyta í dæm­inu, þ.e. þegar hann kynnt­ist ást­konu sinni Melusine von der Schulen­berg. Georg Loð­vík fór ekki í felur með sam­band­ið, hvorki fyrir eig­in­konu sinni né öðr­um. Sófíu Dóróteu fannst hún nið­ur­lægð og lét reiði sína opin­ber­lega í ljós en hann tók því fálega. Allt breytt­ist svo árið 1688 þegar hún hitti mann sem hún hafði ekki séð í sjö ár. Fil­ippus Krist­ó­fer von Königs­marck var sænskur greifi og ári eldri en hún. Þau höfðu kynnst sem tán­ingar og líkað vel við hvort annað en ekk­ert róm­an­tískt sam­band var á milli þeirra þá. Fil­ippus var her­maður á mála hjá Hannover-­mönnum og barð­ist víða um Evr­ópu. Hann var bráð­mynd­ar­legur ævin­týra­maður sem hafði þó það orð á sér að vera kæru­laus og óábyrg­ur glaum­gosi. Eftir að þau end­ur­nýj­uðu kynnin bjó hann í borg­inni í tvö ár og fór vel á með þeim en engan grun­aði að neitt ósæmi­legt væri bak við það. Árið 1690 var hann sendur til Grikk­lands að berj­ast fyr­ir Feney­inga sem áttu þá í stríði við Ottómana um yfir­ráð á Pelops­skaga. Þegar hann sneri aftur til Hannover juk­ust sam­skipti hans og Sófíu Dóróteu til muna og ekki leið á löngu þar til komst upp um ást­ar­sam­band þeirra. Árið 1692 fékk her­tog­inn Ernest August­us, faðir Georgs Loð­víks, ást­ar­bréf í hend­ur sem Sófía Dórótea og Fil­ippus höfðu sent sín á milli. Hann vildi ekki setja hjóna­bandið (og alla rík­is­dal­ina) í hættu og ákvað því að senda Fil­ippus í hernað til Frakk­lands. Hannover menn stóðu þá í hinu svo­kall­aða níu ára stríði til að verj­ast ágangi sól­kon­ungs­ins Loð­víks XIV. Fil­ippus yfir­gaf hins vegar her­deild­ina og reið aftur til Hannover. Þar ját­aði hann lið­hlaupið og grát­bað um að fá að vera um kjurrt í borg­inni.

Þá sá Ernest Augustus sig til­neyddan til að gera hinn ást­sjúka Fil­ippus útlægan úr rík­inu. Meira en 300 ást­ar­bréf milli Fil­ippusar og Sófíu Dóróteu eru varð­veitt í skjala­safni Háskól­ans í Lundi. Margir hafa undr­ast á þessum fjölda en hafa bera í huga að bréfa­send­ingar voru aðal sam­skipta­mát­inn milli fólks á þessum tíma og póst­burð­ar­menn báru út bréf til fólks oft á dag. Bréfin eru að ein­hverju leyti á dul­máli en aug­ljóst er að sam­band þeirra hefur verið mjög náið. Håkan Håkans­son við Lund­ar­há­skóla seg­ir: Ég geri ráð fyrir að þau hafi þurft dul­mál til að fela allar við­kvæmu upp­lýs­ing­arn­ar. Þau hljóta einnig að hafa fengið ein­hvern sem þau treystu til að fara með bréf­in. Í ljósi þess að þetta var ólög­legt ást­ar­sam­band og það end­aði mjög illa. 

Manns­hvarf um miðja nótt 

Þegar að Fil­ippus var gerður útlægur og Georg Loð­vík frétti af sam­band­inu rifust hjón­in. Hún sak­aði hann um hræsni og hann brást við með því að ganga í skrokk á henni. Fil­ippus fór til Saxlands í aust­ur­hluta Þýska­lands þar sem hann bjó um stund. Þar tal­aði hann opin­skátt um her­toga­fjöl­skyld­una í Hannover og gerði grín að Melusine, ást­konu Georgs Loð­víks. Þegar þetta frétt­ist til Hannover rifust hjónin heift­ar­lega og Georg Loð­vík kyrkti eig­in­konu sína nærri til dauða. Eftir þessa rimmu var ljóst að hjóna­bandið var á enda­stöð og Sófía Dórótea biðl­aði til Fil­ippusar að hjálpa sér að flýja. Í júlí mán­uði árið 1694 reið greif­inn sænski til Hannover og beint til ást­konu sinnar þar sem þau eyddu nótt sam­an. 

Þá lögðu þau á ráð um flótta næstu nótt. En kona ein í höll­inni, Klara Elísa­bet von Platen hjá­kona Ernests August­us, varð vör við heim­sókn­ina og lét verð­ina grípa Fil­ippus sem var á leið­inni burt. Síðan frétt­ist ekk­ert meir af greif­an­um. Marga grun­aði Georg Loð­vík um græsku en aldrei fannst neitt lík og því var ekki hægt að sýna fram á að um morð hefði verið að ræða. Margir töldu að verð­irnir hefðu myrt Fil­ippus og fleygt lík­inu í ánna Leine. Sögur herma einnig að Klara Elísa­bet og tveir verðir hafi játað morðið á Fil­ippusi á dán­ar­beði sín­u, öll fyrir sama presti. En það er þó langt frá því að vera stað­fest og málið hefur allar götur síðan ver­ið óleyst. Þetta sama ár, 1694, skildu hjón­in. Georg Loð­vík gat ekki skilið við konu sína á grunni fram­hjá­halds í ljósi þess að hann var einnig sekur um slíkt athæfi. Því var hún sökuð um að hafa yfir­gef­ið eig­in­mann sinn og dæmd til fang­els­is­vist­ar. Sófía Dórótea var flutt til Ahlden kast­ala nálægt Hannover þar sem hún mátti lifa sína daga í ein­semd. Hún fékk ekki einu sinni að sjá börnin sín aft­ur. En önn­ur örlög biðu Georgs Loð­víks.

Valda­ættir Evr­ópu

Árið 1698 lést Ernest Augustus og Georg Loð­vík erfði titil her­toga og kjörfusta Hannover. Þegar Georg Vil­hjálmur lést árið 1705 erfði Georg Loð­vík hans titla einnig í nafni Sófíu Dóróteu og varð þar með einn og óum­deildur vald­hafi Hannover svæð­is­ins. En það var í gegnum móður sína, Sófíu her­toga­ynju, sem hann fékk stærstu sneið­ina. Þegar Anna drottn­ing Eng­lands lést barn­laus þurfti að leita aftur í ættir til að finna erf­ingja. Lög Bret­lands bönn­uðu það að kaþ­ólikki yrði krýndur því var leitað til nær­skyldasta lúth­erska erf­ingj­ans, sem var Georg Loð­vík. Í októ­ber árið 1714 sigldi hann yfir Erma­sundið og var krýndur Georg I, kong­ungur Stóra Bret­lands og Írlands. Mik­ill styr hafði staðið milli kaþ­ólikka og mót­mæl­enda í Bret­landi í um 30 ár og krýn­ing Georgs virk­aði sem olía á þann eld. 

Hann ríkti í tæp 13 ár en varð aldrei vin­sæll kon­ung­ur. Með honum flutti ást­kona hans Melusine og þrjár óskil­getnar dæt­ur þeirra. Börn kon­ungs­ins og Sófíu Dóróteu voru þá upp­kom­in. Georg Augustus flutti til Eng­lands og varð síðar Georg II kon­ung­ur. Sófía Dórótea yngri gift­ist Frið­riki krón­prins Prúss­lands árið 1706 og varð drottn­ing sjö árum seinna. Hún átti 14 börn, þar á meðal Frið­rik mikla Prússa­kóng. Melusine fékk tit­il­inn her­toga­ynja af Ken­dal og bjó með Georgi I líkt og drottn­ing til dauða­dags hans árið 1727. Ári áður hafði Sófía Dórótea lát­ist í klefa sínum í Ahlden kast­ala. Hún hafði þá setið í fang­elsi í 33 ár.

Lok ást­ar­sögu?

Mich­ael Klintschar hjá MHH segir um beinin umræddu: „Hversu göm­ul, við vitum það ekki. Bara að beinin eru eldri en 50 ára og þar af leið­andi ekki innan ramma lög­gæsl­unn­ar.” Ekki er heldur hægt að sjá hver dán­ar­or­sökin var, a.m.k. ekki við fyrstu rann­sókn. Beinin verða flutt til Georg Albrecht Háskól­ans í Gött­ingen þar sem nán­ari rann­sóknir verða gerðar á þeim undir yfir­sjón Fried­helm Wulf forn­leifa­fræð­ings. Það sem meðal ann­ars verður rann­sakað er DNA bygg­ingin úr beina­vefj­unum sem verður borin saman við DNA sýni úr lif­andi skyld­mennum Fil­ippusar Königs­marck. „Ef þetta eru bein Königs­marck, þá er það ákaf­lega spenn­and­i.” segir Thomas Schwark safn­stjóri Minja­safns Hannover.

Sagan af Fil­ippusi og Sófíu Dóróteu er nefni­lega ást­ar­saga sem hefur hrifið marga í gegn­um tíð­ina, þá sér­stak­lega vegna ást­ar­bréf­anna milli þeirra og örlaga þeirra. Þetta er í raun nokk­urs kon­ar „Rómeó og Júlía í raun­heim­um”, saga um for­boðna ást og dauða. Sagan hefur veitt inn­blástur að nokkrum skáld­sögum og kvik­mynd­um, þar á meðal Sara­band for Dead Lovers, breskri kvik­mynd frá árinu 1948, sem bein­línis fjallar um atburð­ina. Það er aftur á móti ekki hægt að full­yrða að beinin séu hans að svo stöddu. Áður en Leineschloss höllin var byggð stóð þar klaustur í meira en 300 ár. Ekki er loku fyr­ir því skotið að beinin séu af reglu­bróður frá þeim tíma. En ef þetta er Fil­ippus þá er þetta ákveð­inn endir á þess­ari harm­þrungnu ást­ar­sögu. Þá yrði það við­eig­andi að beinin yrðu grafin við hlið Sófíu Dóróteu, í bænum Celle norð­austan við Hannover.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None