Félag Thule Investments átti hæsta boð í jörðina við Jökulsárlón

Jökulsárlón
Auglýsing

Sýslu­mað­ur­­inn á Suð­ur­­landi tók til­­­boði Fögru­­sala ehf., sem er dótt­­ur­­fé­lag Thule In­vest­­ments, í jörð­ina Fell við Jök­­uls­ár­lón. Fé­lagið bauð hæst í jörð­ina, 1.520 millj­­ón­ir króna, eins og greint var fyrst frá á mbl.is í gær.

Íslenska ríkið hefur for­kaups­rétt á jörð­inni fram til klukkan tólf að hádegi 11. nóv­em­ber.

Fjár­­­fest­inga­­fé­lag í eigu Skúla G. Sig­­fús­­son­­ar, eig­anda Su­bway á Íslandi, hafði áður boðið best í jörð­ina, Tæp­lega 1.200 millj­ónir króna.

Auglýsing

Á jörð­inni eru mikil tæki­færi til upp­bygg­ingar frek­ari ferða­þjón­ustu, en svæðið er rómað fyrir nátt­úru­feg­urð og ein­stakt sjón­ar­spil jök­ul­síss og vatns.

Flestar spár gera ráð fyrir miklum vexti ferða­þjón­ust­unnar á næstu árum, en á þessu ári er ráð­gert að 1,7 millj­ónir erlendra ferða­manna heim­sæki land­ið. Á næsta ári verður fjöld­inni 2,2 millj­ón­ir, gangi spár eft­ir.

Thule Invest­ments er fjár­fest­inga­fé­lag sem stýrir meðal ann­ars sjóð­unum Bru Venture Capi­tal ehf., Bru II Venture Capi­tal Fund S.C.A. SICAR, og Bru Fast­eign­ir.

Mynd­ina með frétt­ina tók Þor­varður Árna­son, ljós­mynd­ari.

Meira úr sama flokkiInnlent
None