Havila á leið í þrot – Íslenskir bankar lánuðu milljarða

Lán íslenskra banka til norsks félags sem þjónustar olíuiðnaðinn, og voru veitt á árunum 2013 og 2014, eru að mestu töpuð. Félagið, Havila Shipping ASA, rambar á barmi gjaldþrots.

Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka og Birna Einarsdóttir stýrir Íslandsbanka. Báðir bankarnir lánuðu háar fjárhæðir til Havila.
Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka og Birna Einarsdóttir stýrir Íslandsbanka. Báðir bankarnir lánuðu háar fjárhæðir til Havila.
Auglýsing

Norska félagið Havila Shipp­ing ASA rambar á barmi gjald­þrots. Til­lögu um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins var hafnað af hópi kröfu­hafa þess á föstu­dag fyrir viku. Fari svo að Havila fari í þrot mun það hafa bein áhrif á tvo íslenska banka, Arion banka og Íslands­banka, sem lán­uðu félag­inu sam­tals 5,7 millj­arða króna í lok árs 2013 og á árinu 2014. 

Havila lagði fram til­lögu til norsku kaup­hall­ar­innar þann 9. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sem fól í sér að sam­komu­lag hefði náðst við stærstu lán­veit­endur og hlut­hafa félags­ins um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu. Sam­komu­lagið fól í sér um 15 pró­sent end­ur­heimtur krafna og kaup­rétt á hluta­fé. Óveð­tryggðir skulda­bréfa­eig­endur Havila höfn­uðu hins vegar því sam­komu­lagi fyrir rúmri viku.Í til­kynn­ingu sem Havila sendi frá sér 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kemur fram að ef þeim snú­ist ekki hugur blasi við gjald­þrot. 

Lán­uðu millj­­arða til Havila á síð­­­ustu tveimur árum

Auglýsing

Íslenskir bankar hafa ekki verið mikið í þvi að lána til­ er­­lendra fyr­ir­tækja frá hruni, enda bundnir í höftum og að langstærstu leyt­i fjár­­­magn­aðir með inn­­lánum almenn­ings sem færðir voru til þeirra með handafli neyð­­ar­lag­anna haustið 2008.

Í lok árs 2013 barst hins veg­ar til­­kynn­ing um að Íslands­­­banki hefði tekið þátt í rúm­­lega sjö millj­­arða króna ­sam­­banka­láni til Havila. Nokkrum mán­uðum síðar til­­kynnti Arion banki að hann hefði söm­u­­leiðis lánað norska félag­inu umtals­verða fjár­­hæð, um 4,5 millj­­arða króna. Óljóst er hvað olli því að norskt félag á mark­aði sem hafði gengið mjög vel árum saman fóru að leita til íslenskra banka til að fá fjár­­­mögn­un. Vextir eru að jafn­­aði lægri í Nor­egi en hér­­­lendis þar sem norskir bankar geta fjár­­­magnað sig á alþjóða­­mörk­uðum á hag­­stæð­­ari kjörum en íslenskir bank­­ar. 

Havila, sem á 27 ­skip sem þjón­usta olíu­­iðn­­að­inn í Norð­­ur­­sjó, hefur verið eitt af leið­and­i ­fé­lögum í geir­­anum á und­an­­förnum árum. Heims­­mark­aðs­verð á olíu hefur fallið úr um 115 dölum á tunnu í tæpa 47 dali frá sum­r­inu 2014. Lægst fór það í rétt rúm­lega 30 dali. Til­ að vinnsla á olíu í Norð­­ur­­sjó borgi sig er talið að verðið þurfi að vera um 60 dalir á tunn­u. 

Lánin færð niður í bókum íslensku bank­anna

Íslands­banki hefur ekki viljað upp­lýsa um hvert ætlað tap bank­ans á lánum til Havila er. Í árs­reikn­ingi bank­ans, sem birtur var í febr­úar 2016,  kom fram að bank­inn hefði bók­að virð­is­rýrnun á stöðu sína á lánum til fyr­ir­tækja sem þjón­usta olíu­­iðn­­að­inn. Ljóst er að sú rýrnun snýr að ann­­ars vegar að lánum til Havila og hins vegar til íslenska félags­­ins Fáfnis Offs­hore. Í reikn­ingnum kom fram að eitt pró­­sent af útlána­safni bank­ans var til fyr­ir­tækja ­sem þjón­usta olíu­­iðn­­að­inn. Alls voru útlán til við­­skipta­vina 665,7 millj­­arð­­ar­ króna um síð­­­ustu ára­­mót og því námu lán til geirans tæpum sjö millj­­örðum króna.

Í árs­reikn­ingi Arion banka fyrir árið 2015 kom fram að bank­inn hafði fært veru­­lega var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslu á lán til­ er­­lendra fyr­ir­tækja í þjón­ust­u­­starf­­semi tengdri olíu­­­leit, í kjöl­far erf­ið­­leika á þeim mark­aði, á síð­­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015. Ekki var til­greint um hversu mikið lánið var fært niður en þar kom hins vegar fram að hrein virð­is­breyt­ing lána var 3,1 millj­­arður króna á árinu. Í af­komutil­kynn­ingu Arion banka sagði að nið­­ur­­færsl­­urnar séu að mestu vegna láns­ins til Havila og á lánum sem bank­inn ­yf­­ir­tók frá AFL –spari­­­sjóði á árinu 2015.

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi voru lánin sem komu frá AFLi færð ­niður á öðrum árs­fjórð­ungi síð­­asta árs. Um þriggja millj­­arða króna var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færsla var færð á efna­hags­­reikn­ing bank­ans á fjórða árs­fjórð­ungi. Sú ­nið­­ur­­færsla er því að mestu leyti vegna láns­ins til Havila og ljóst að bank­inn ­reiknar með miklum afföllum vegna þess.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None