Er bylgja þjóðernissinna handan við hornið í Evrópu?

Bryndís Ísfold rýnir í dínamískar breytingar á landslagi alþjóðastjórnmála.

Le Pen
Auglýsing

Kjör Don­ald Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna og auknar vin­sældir þjóð­ern­is­sinn­aðra stjórn­mála­manna og flokka í fjölda ríkja þar sem kosn­ingar eru fram undan vekja upp spurn­ingar um hvaða breyt­ingar kunni að vera fram undan í stjórn­málum í Evr­ópu.  Með nýjum leið­togum koma ávallt nýjar áhersl­ur, en ef hvert landið á fætur öðru velur sér leið­toga sem vilja draga úr sam­vinnu við önnur ríki er ára­tuga sam­starf líkt og NATÓ, ESB og Sam­ein­uðu Þjóð­anna lík­legt til að hafa minna vægi, í náinni fram­tíð - ef fer sem horf­ir.  Áhersla á andúð gagn­vart inn­flytj­end­um, alþjóða­stofn­anir ásamt upp­hafn­ingu á þjóð­legum gildum sem og krist­inni trú eru þekkt stef í slíkum fram­boð­um. Flest þeirra fram­boða sem nú sækja í sig veðrið í Evr­ópu leggja ríka áherslu á einmitt þessa þætti.

En hvaða fram­bjóð­endur eru þetta, hvaða líkur eru á því að þeir nái árangri - og hvenær er kosið í þessum lönd­um? Verður þjóð­ern­is­sinn­inn Nor­bert Hofer for­seti Aust­ur­ríkis á sunnu­dag?

For­seta­kosn­ingar í Aust­ur­ríki 4. des­em­ber 2016

Þessa dag­ana horfa margir til Aust­ur­ríkis þar sem mögu­leiki er á því að fyrsti þjóð­ern­is­sinn­aði hægri- öfga­fram­bjóð­and­inn gæti orðið for­seti og yrði hann þá fyrsti þjóð­ar­leið­tog­inn innan ESB með þessar skoð­an­ir. Hafi hann sigur úr bítum telja margir stjórn­mála­skýrendur að það gæti hrundið af stað bylgju af svip­uðum sigrum víðar í Evr­ópu.

Auglýsing

Í þessum kosn­ingum tefla tveir for­seta­fram­bjóð­endur fram í þriðja sinn í sömu kosn­ing­um. Þetta eru þeir Alex­ander Van der Bellen, sem býður fram án stjórn­mála­flokks en er með­limur í Græn­ingja­flokknum og svo þjóð­ernis og hægri- öfga­mað­ur­inn Nor­bert Hofer, sem til­heyrir Frels­is­flokki Aust­ur­rík­is. Frels­is­flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1955 af þekktum nas­ista og hefur flokk­ur­inn ávallt verið með harða inn­flytj­enda­stefnu. Tug­þús­undir flótta­manna hafa nú sótt um hæli í Aust­ur­ríki, líkt og víða um Evr­ópu og telur Hofer að inn­flytj­endur muni skemma félags­legt kerfi lands­ins og hefur jafn­vel varað við því að borg­ara­styrj­öld gæti brot­ist út ef inn­flytj­endum haldi áfram að fjölga.

Bæði Hofer og Van der Bellen kepptu við tvo aðra fram­bjóð­endur í upp­hafi, sem til­heyra núver­andi stjórn­ar­flokk­unum tveim en hinir lentu í þriðja og fjórða sæti.  Hofer varð efstur og Van der Bellen númer tvö. Þar sem hvor­ugur fékk yfir 50 pró­sent atkvæða er sam­kvæmt lögum kosið að nýju milli tveggja efstu fram­bjóð­end­anna.  Þær kosn­ingar hafa þegar farið fram og sigr­aði Van der Bellen þær í apr­íl. Hins vegar var sú kosn­ing var dæmd ógild af hæsta­rétti lands­ins í maí síð­ast­lið­inn vegna þess að með­höndlun póst­kosn­inga­at­kvæða þótti ekki sam­ræm­ast lögum lands­ins.

Því er kosið í þriðja sinn, nú þann fjórða des­em­ber eða á sunnu­dag­inn næst­kom­andi.  Benda kann­anir til þess að Hofer og Van der Bellen séu hnífjafn­ir.  Emb­ætti for­seta í Aust­ur­ríki er ekki ósvipað og því íslenska, situr þó for­seti í sex ár hefur aðeins mögu­leika á að bjóða sig fram  tvisvar. Hingað til hefur sá for­seti sem situr í emb­ætti aldrei tapað kosn­ing­um. For­seti lands­ins hefur getur m.a. hafnað því að stað­festa lög en er að mestu eins­konar þjóð­höfð­ingi og oft­ast nær mjög vin­sæll og áhrifa­mik­ill.

Hofer hefur í kosn­inga­bar­áttu sinni hótað að hafna ákveðnum lögum frá ESB og seg­ist sjálfur ætla að mæta sjálfur á ESB fundi fyrir hönd rík­iss­ins, þó það sé almennt ekki hlut­verk for­seta. Sem for­seti getur hann komið því þannig fyrir að kosið verður til þing­kosn­inga áður en kjör­tíma­bili þings­ins lýkur og  telja frétta­skýrendur það geta orðið til þess að brjóta á bak aftur þá mið­flokka sam­steypu­stjórn sem er mjög hlynnt ESB,  þar sem óánægja með ESB innan lands­ins er ein sú mesta af aðild­ar­ríkj­unum sam­bands­ins.  Hofer er yfir­lýstur aðdá­andi Mar­grétar Thatcher en á sjálfur aðdá­endur í hópi þekktra þjóð­ern­is­leið­toga í öðrum löndum svo sem Mar­ine Le Pen, for­manns franska þjóð­ern­is­flokks­ins.  

Sex millj­ónir og þrjú hund­ruð þús­und eru á kjör­skrá, benda síð­ustu kann­anir til þess að Hofer hafi yfir­hönd­ina með 50.3% en Van der Bellen 49.7%.   

Spenna í Frakk­landi

Á nýju ári er svo gert ráð fyrir kosn­ingum í apríl til þings í Frakk­landi, sem einnig eru for­seta­kosn­ing­ar.  Efna­hags­leg staða Frakk­lands hefur verið dræm síð­ustu árin. Atvinnu­leysi er mikið og þá hefur mik­ill fjöldi flótta­manna, aðþrengd milli­stétt sem og ugg­væn­legar hryðju­verka­árásir ýtt undir vel­gengni þjóð­ern­is­sinn­aðri og íhalds­sam­ari afla.  Nú­ver­andi for­seti lands­ins, Hollande, sem til­heyrir sós­í­alistum er afar óvin­sæll og óvíst hvort hann fari fram á ný.  Bein­ast því sjónir fólks að íhalds­flokknum og þjóð­ern­is­flokki Mar­ine le Pen, Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, fyrir kom­andi kosn­ing­ar.  Bæði leggja þau áherslu á aft­ur­hvarf til for­tíðar og leggja áherslu á ,,kristin gildi” gegn fjöl­menn­ingu og fjöl­breyti­legu sam­fé­lagi, sem í raun ein­kennir þó sam­setn­ingu franska þjóð í dag.  Aðrir fram­bjóð­endur er ekki taldir lík­legir til að ná í gegn í seinni umferð, nema mögu­lega ef sós­í­alistar velji annan fram­bjóðanda en Hollande.

Síð­asta sunnu­dag sigr­aði Francois Fillon í próf­kjöri íhalds­flokks­ins. Fillon þykir lík­legur til að valda tölu­verðum straum­hvörfum í franskri póli­tík, en hann hefur lagt til að skera niður 500 þús­und störf í opin­bera geir­an­um, fella úr gildi lög­gjöf um 35 klukku­stunda vinnu­viku, hækka eft­ir­launa­aldur og draga úr sköttum á þá efna­meiri. Fillon, sem er kaþ­ólskur er einnig á móti fóst­ur­eyð­ingum og gift­ingu sam­kyn­heigðra.   Þá vill hann betri sam­skipti við Rússa þegar kemur að utan­rík­is­mál­um.

Fillon hefur verið í stjórn­málum frá unga aldri en hann var kjör­inn á þing 27 ára gam­all. Siðan þá hefur hann verið í hinum ýmsu stöð­um, meðal ann­ars var hann for­sæt­is­ráð­herra 2007 - 2012 fyrir Nicolas Sar­kozy þáver­andi for­seta.

Mar­ine Le Pen er fram­bjóð­andi Þjóð­fylk­ing­ar­innar til for­seta, en hún er eng­inn nýgræð­ingur í stjórn­mál­um, hún hefur verið í stjórn­málum frá árinu 1986 og starfað bæði í sveita­stjórn­um, í hér­aðs­stjórn og hefur verið áhrifa­mik­ill þing­maður á Evr­ópu­þing­inu.  Hún tók við for­mennsku flokks­ins af föður sínum Jean- Marie Le Pen árið 2011 en faðir hennar var for­maður í nær 40 ár.

Í síð­ustu for­seta­kosn­ingum fékk hún 17.9% atkvæða gegn núver­andi for­seta, Francois Hollande og Nicolas Sar­kozy þáver­andi for­seta. Stjórn­mála­skoð­anir Le Pen eru ekki ósvip­aðar skoð­unum föður hennar henn­ar. Hins vegar hafa breyttar aðstæður í Frakk­landi gert það að verkum að þessar skoð­anir hafa hlotið meiri hljóm­grunn en áður.  Óvæntur sigur Trumps í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum hefur orðið til þess að Le Pen er talin eiga enn frekar mögu­leika en áður og sjálf líkir hún ástæð­unni fyrir árangri Trumps við auknar vin­sældir sín­ar. Nái hún kjöri hefur hún heitið því að Frakkar fái að kjósa um hvort þeir vilji yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið og ótt­ast margir að ef Frakkar ákveða að yfir­gefa sam­band­ið, verði það hrein­lega að náð­ar­höggi sam­bands­ins.  Le Pen er harður and­stæð­ingur Evr­ópu­sam­bands­ins og myndi berj­ast fyrir útgöngu Frakk­lands.  At­hygli vakti þegar rúss­neskir bankar veittu Þjóð­fylk­ing­unni lán til að fjár­magna kosn­inga­bar­áttu flokks­ins, en and­stæð­ingar Le Pen hafa sakað hana um að þiggja greiðslu fyrir að hafa stutt inn­rás Rússa á Krím­skaga. Hún hefur þver­neitað fyrir það.

Sjálf hefur Le Pen sagt að verði hún for­seti verði Frakk­land ekki land fjöl­menn­ing­ar, heldur verði menn­ingin og gildin frönsk. Á dög­unum sagði hún á CNN að sigur Trump væri dæmi um von fyrir þá sem þyldu ekki alþjóða­væð­ing­una og stjórn­mál sem væri stýrt af elít­um.  En eins og Trump, skil­greinir hún sig utan elít­unnar og málsvara fólks­ins, þrátt fyrir að hafa hálf­part­inn erft emb­ættið sitt og nær ein­göngu starfað í stjórn­málum allt sitt líf.

Le Pen hefur ítrekað látið hafa eftir sér rasísk ummæli og var hún nýverið dregin fyrir dóm í Lyon fyrir hat­ursum­ræðu. Þá hafði hún borið bænir múslima á götum úti saman við her­nám nas­ista. Faðir hennar hefur gengið enn lengra í ummælum sínum og m.a. sagt að gasklefar í útrým­ing­ar­búðum nas­ista hafi verið smá­at­riði í seinni heims­styrj­öld­inni, en þau ummæli vöktu mikla reiði.  Hún hefur sjálf afneitað þessu, en haldið sig við sín eigin umdeildu ummæli í garð múslima og ann­arra minni­hluta­hópa. Þrátt að vera ekki langt frá föður sínum í skoð­unum tók hún ,,til” í flokknum þegar hún tók við völdum og fengu allra öfga­fyllstu með­limir flokks­ins að fjúka. Síðan þá hefur hún einnig fært efna­hags­legar áherslur sínar meira til vinstri og leggur nú áherslu á að lág­marks­laun hækki, hún lofar að berj­ast gegn alþjóð­legum stór­fyr­ir­tækjum og rifta alþjóð­legum við­skipta­samn­ing­um.  Þessi stefna hennar á mjög margt sam­merkt með stefnu Trumps.

Kosið verður í fyrstu umferð kosn­ing­anna þann 23. apríl næst­kom­andi og seinni umferð verður svo 7 maí og voru síð­ast þegar kosið var 46 millj­ónir á kjör­skrá.  Nýj­ustu kann­anir sýna að nýr fram­bjóð­andi Íhalds­flokks­ins, Fillon myndi sigra Þjóð­fylk­ingu Le Pen með 66% gegn 34% nái þau bæði í seinni lotu kosn­ing­anna.  Í fyrri lotu myndi Fillon vera með milli 28-31 pró­sent og Le Pen um 23 -25 pró­sent.  Enn eru þó sex mán­uðir til kosn­inga og var­huga­vert að treysta könn­unum um of eftir að þær sáu hvorki fyrir Brexit né sigur Trump.  

Hvað ger­ist í Þýska­landi?

Frauke Petry frá Alt­ernative í Þýska­landi er 41 árs gömul við­skipta­kona með dokt­ors­gráðu í efna­fræði.  Hún er for­maður Alt­ernative flokks­ins, sem var stofn­aður árið 2013 og mælist nú þriðji stærsti flokk­ur­inn í Þýska­landi með 12,2%. En flokknum gekk betur í kosn­ingum til sveita­stjórna fyrr á árinu og end­aði með ríf­lega þar sem flokkur Ang­elu Merker fékk lélega útkomu. Alt­ernative er öfga- hægri­s­inn­aður flokkur sem leggur mikla áherslu á aft­ur­hvarf til ,,þýskra gilda”. Þau eru á móti fjöl­menn­ingu í Þýska­landi og vilja láta loka landa­mær­unum enn frek­ar. Þrátt fyrir að vera tor­tryggin á Evr­ópu­sam­bands aðild Þýska­lands hafa þau ekki lagt til að landið segi sig frá sam­band­inu.  Flokk­ur­inn vill líkt og margir syst­ur­flokkar hans láta banna slæður á opin­berum vett­vangi, sem og önnur trú­ar­leg tákn múslima.

Þau leggja einnig áherslu gam­al­dags hlut­verka­skipt­ingu kynj­anna inn á heim­il­unum og trúa ekki á að hlýnun jarðar sé af manna völd­um.

Þó enn sé tæpt ár til kosn­inga í Þýska­landi hafa mót­mæli og andúð á þeim fjölda flótta­manna sem komið hafa til lands­ins nú verið hjá ákveðnum hópum orðið til þess að sjón­ar­mið Alt­ernative hafa fengið hljóm­grunn.  Hinn breiði faðmur Ang­elu Merkel, sem hefur vakið aðdáun jafnt innan lands sem utan hjá þeim fjölda flótta­manna sem hefur streymt til Evr­ópu, hefur þrátt fyrir ekki skilað henni auknum vin­sældum heima fyr­ir. Flokk­ur­inn hefur tapað um tíu pró­sentu­stigum og er nú með um 34% sam­kvæmt könn­un­um. Sós­í­al- Demókratar eru með um 24%, Græn­ingjar með um 10% og því enn langt í land að þjóð­ern­is­flokk­ur­inn Alt­ernative taki yfir kansl­ara­emb­ætt­ið, en ef vika er langur tími í póli­tík - hlýtur allt að geta gerst á tæpu ári.

Síð­ast þegar kosið var í Þýska­landi voru tæp­lega sjö­tíu millj­ónir á kjör­skrá.

Hverjir verða í örygg­is­ráð­inu?

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna sam­anstendur af fimm ríkjum sem eiga fast sæti: Kína, Frakk­land, Rúss­land, Bret­land og Banda­ríkin auk tíu ann­arra ríkja sem fá sæti tíma­bundið og sitja þau ríki í tvö ár í senn.

Ef þær þjóð­ern­is- og/eða hægri- öfga­hreyf­ingar sem nú eiga mögu­leika á sigri í þessum ríkjum ná árangri líkt og gerst hefur í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, má ætla að leið­togar þess­ara ríkja verði: Xi Jin­p­ing, leið­togi Kína, Mar­ine Le Pen eða Francois Fillon þá for­seti Frakk­lands, Vla­dimir Pútin for­seti Rúss­lands, Ther­esa May for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna.

Nýir leið­togar taka við

Þjóð­ern­is­sinnar eiga það sam­merkt að eiga mögu­leika á fylg­is­aukn­ingu þegar kjós­endur telja á rétt sinn sé geng­ið, gremju við mik­illi sam­söfnun auðs á fárra hendur síð­ust ára­tugi og þegar milli­stétt­inni finnst að sér þrengt.  Hin mikli straumur flótta­manna frá Sýr­landi og öðrum ríkjum veldur einnig tölu­verðum vanda víða þar sem fyrir er atvinnu­leysi og óánægja með núver­andi stjórn­völd.  Til við­bótar við þetta bæt­ist svo hin efna­hags­lega kreppa sem reið yfir heim­inn ekki fyrir svo löngu og nýlega hryðju­verka­árásir á óbreytta borg­ara.  

Athygli vekur að lof­orð þeirra eru oft ómögu­legt að upp­fylla. Til dæmis lof­orð Trump um að reisa múr við landa­mæri Mexíkó, lof­orð þýska Alt­ernative að herða eft­ir­lit við landa­mæri Þýska­lands en fara ekki úr ESB og svo áhersla á vin­ar­legri sam­skipti við Rúss­land, á meðan öll þessi lönd sem um ræðir hafa sett við­skipta­bann á eftir inn­rás Rússa inn í Úkra­ínu.

En aft­ur­hvarf til for­tíðar er hins vegar í senn ógjörn­ingur og í raun væri það ekki aft­ur­hvarf til betri tíma líkt og leið­tog­arnir eiga sam­merkt að vísa til.  Því hag­fræði­tölur sýna að fleiri njóta nú bæði betri kjara og tæki­færa nær öllum í þeim ríkjum sem um ræðir en fyrr á tím­um. Þó vissu­lega hafi bilið milli þeirra rík­ustu og hinna auk­ist með ólík­ind­um.

Hvernig þeir leið­togar sem nú stíga fram ætla hins vegar að róa til baka hinu alþjóð­lega við­skipta­hag­kerfi, ein­angra ríki sín og auka þannig efna­hags­legan ábata þjóð­ar­innar er mörgum hag­fræð­ingnum hulin ráð­gáta. Þó svo sann­ar­lega mætti bæta kerfin og gera þau sann­gjarn­ari, svo ágóð­anum sé skipt jafnar verður ekki fram hjá því litið að þessi hag­kerfi byggja nú á hinu alþjóð­lega kerfi sem gengur út á við­skipta­samn­inga milli ríkja.

En þessar áhersl­ur, í bland við ótta­blandið hatur í garð ákveð­inna hópa sem fyrir löngu eru orðnir hluti af þessum sam­fé­lög­um, sumir hverjir þriðja eða fjórða kyn­slóð inn­flytj­enda, er ein­göngu til þess fallnar að auka vanda þessa ríkja, ekki bæta úr hon­um.   Á­kallið á málsvara alþýð­unn­ar, sem til­heyrir ekki elít­unni er hávært í Evr­ópu sem og í Banda­ríkj­un­um.  Það er þetta ákall sem býr til tóm­ar­rúmið sem popúl­ískir þjóð­ern­is­sinnar fylla nú upp í hverju rík­inu á fætur öðru og stefna ára­tuga­tuga löngu upp­bygg­ing­ar­ferli álf­unar eftir seinna stríð í hættu.

Eina leiðin til að afstýra þessu er að hóf­sam­ari öfl nái tal­sam­bandi við breið­ari hóp kjós­enda. Að þau svari kall­inu með því að sýna í verki að þau séu málsvarar fólks­ins, en ekki leiksoppar hins alþjóð­lega kerfis og elít­unnar -og reyni að vinna traust kjós­enda á ný. Því þó svo kjör­sókn í þessum ríkjum fari ört minnkandi, þá er alltaf hægt að treysta því að þeir sem vilja breyt­ingar – þeir mæta og kjósa.

Fylgi þjóð­ern­is­flokka víða um Evr­ópu í síð­ustu þing­kosn­ingum ríkj­anna 

 • Sweden Democrats: 13%

 • The Finns: 18%

 • Danske Fol­ke­parti: 21%

 • Freedom Party í Hollandi: 10%

 • Alt­ernative for Germany: 4.7%

 • Freedom Party í Aust­ur­ríki: 35.1%

 • National Front: 14%

 • Swiss Peop­le’s Par­ty: 29%

 • Jobbik í Ung­verja­landi: 21%

 • Northern League í Ítal­íu: 4%

 • ELAM í Kýp­ur: 3.7%

 • Golden Dawn í Grikk­landi: 7%

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None