Trans konan sem skók tennisheiminn

Tennisferillinn hjá Rennée Richards var óvenjulegur.

Kristinn Haukur Guðnason
Tennis
Auglýsing

Fyrir 40 árum síðan olli trans­konan Renée Ric­hards miklu fjaðrafoki þegar hún sigr­aði tennis­mót í kvenna­flokki. Tenn­is­sam­bönd­in, aðrir kepp­endur og áhorf­endur brugð­ust illa við og reyndu að úti­loka hana frá þát­töku. Ric­hards hélt þó ferli sínum til streitu og er í dag talin braut­ryðj­andi í mál­efnum trans­fólks og sam­kyn­hneigðra. Ric­hards stendur nú á vissum tíma­mótum og því vert að renna yfir ótrú­legt lífs­hlaup henn­ar.

Fyr­ir­mynd­ar­drengur

Renée Ric­hards fædd­ist sem Ric­hard Raskin, þann 19. ágúst árið 1934 Í New York, sonur hjón­anna David og Sade Muriel Ras­kind. Ras­kind hjónin voru gyð­ingar af rúss­neskum ættum sem bjuggu í Queens hverf­inu og störf­uðu bæði sem lækn­ar. David var bækl­un­ar­læknir en Sade geð­læknir og jafn­framt pró­fessor við Col­umbia háskóla. Ric­hard átti eina eldri systur og Sade sá aðal­lega um upp­eldi barn­anna þar sem David var mikið fjar­ver­and­i. 

Strax á barns­aldri var Ric­hard for­vit­inn um kyn sitt og hann laum­að­ist iðu­lega í fata­skáp systur sinnar og klæddi sig upp. Það kom stundum fyrir að hann fór út fyrir húsið í kjól en fáir vissu af þessu engu að síð­ur. Ric­hard gekk vel í skóla og stefndi á að fylgja í fót­spor for­eldra sinna, þ.e. í lækna­nám. En á mennta­skóla­aldri kom í ljós að hann var frá­bær íþrótta­maður einnig. Hann stund­aði margar íþróttir s.s. hafna­bolta, amer­ískan ruðn­ing, sund og tenn­is. Hann þótti einkar góður kast­ari í hafna­bolta og atvinnu­manna­lið úr MLB deild­inni tóku eftir hon­um. Hugur hans var þó við tennis­í­þrótt­ina sem hann hélt áfram að stunda eftir að hann hóf háskóla­nám. 

Auglýsing

Hann fór í hinn virta Yale háskóla og svo Lækna­skól­ann í Rochester í sér­nám þar sem barna­augn­lækn­ingar urðu fyrir val­inu. Náms­ferl­inum lauk hann svo í New York þar sem hann kláraði verk­nám­ið. Allan þennan tíma spil­aði hann tennis og þótti með þeim bestu í land­inu. Á árunum 1953 til 1960 keppti hann 5 sinnum á Opna amer­íska meist­ara­mót­inu sem áhuga­maður en komst aldrei mjög langt. Eftir námið gekk hann í lækn­is­þjón­ustu sjó­hers­ins og þar spil­aði hann einnig tenn­is. En þrátt fyrir að vera mjög efni­legur leik­maður var ljóst að fer­ill hans sem læknir varð að ganga fyrir og því sótt­ist hann ekki eftir því að ger­ast atvinnu­maður í íþrótt­inni.

Gervi­líf

Á fyrri hluta átt­unda ára­tug­ar­ins virt­ist lífið leika við Ric­hard Ras­kind. Hann var einn af fremstu augn­læknum lands­ins og þén­aði vel. Hann var ævin­týra­gjarn, tók flug­próf og ferð­að­ist víða. Árið 1970 gift­ist hann fyr­ir­sæt­unni Bar­böru Mole og þau eign­uð­ust son tveimur árum síð­ar. En undir niðri kraum­aði óánægja sem braust af og til fram þar sem Ric­hard fannst hann lifa eins konar gervi lífi. Ger­við fólst í því að þykj­ast vera karl­mað­ur. Á háskóla­ár­unum hafði hann fiktað við að klæð­ast kven­manns­fötum en þó yfir­leitt inn­an­dyra. Banda­ríki Eisen­hower-­tím­ans höfðu hvorki skiln­ing á né umburð­ar­lyndi fyrir slíku athæfi. Hann taldi sjálfur að hann ætti við geðjúk­dóm að stríða og leit­aði sér því lækn­is­hjálp­ar. Sú “hjálp” fólst í sál­fræð­i-og horm­óna­með­ferð, 5 daga vik­unnar um margra ára skeið. Þetta hafði þó engin áhrif á hneigð Ric­hards sem hélt áfram að klæð­ast kven­fatn­aði. Um miðjan sjöunda ára­tug­inn ferð­að­ist hann til Evr­ópu þar sem hann þorði að klæð­ast kven­fatn­aði utandyra.

Já, ég held að ég hafi ekki blekkt marga, en ég var sátt við sjálfa mig.

Á þessum tíma­punkti var hann hárs­breidd frá því að fljúga yfir Mið­jarð­ar­hafið og gang­ast undir kyn­leið­rétt­ingu í borg­inni Casa­blanca í Marokkó. Hann ákvað þó að snúa við til Banda­ríkj­anna þar sem beið hans gervi­lífið og djúpt þung­lyndi. Hann klædd­ist þó endrum og eins kven­fatn­aði, t.d. á kvöldin þegar hann fór út að ganga með hund­inn. Þetta gat þó ekki gengið til lengdar og árið 1975 skildu Ric­hard og Bar­bara. Þetta sama ár lagð­ist hann inn á spít­ala í New York og gekkst undir skurð­að­gerð og kyn­leið­rétt­ingu. Hinn nýi ein­stak­lingur fékk nafnið Renée Ric­hards eða Ric­hard end­ur­fæddur.

Hún er karl­mað­ur!

Hluti af end­ur­fæð­ing­unni var að flytja sig um set og hefja nýtt líf. Renée Ric­hards flutti því til Suð­ur­-Kali­forníu þar sem hún hélt áfram ferl­inum sem augn­lækn­ir. Þá tók hún upp gam­alt áhuga­mál, tennis­í­þrótt­ina, og hóf að spila í litlum klúbbi sem kenndur er við Hollywood leik­ar­ann John Way­ne. Þá kall­aði hún sig reyndar Renée Clark. Aðrir klúbb­með­limir tóku strax eftir hæfi­leikum hennar og því var hún hvött til að taka þátt í litlu móti í nágrenn­inu. Vinir hennar vör­uðu hana við því að taka þátt þar sem mótið gæti komið henni í klípu en Renée skráði sig full sjálfs­trausts og vann mót­ið. Þá fékk einn sjón­varps­frétta­maður veður af því að eitt­hvað væri sér­stakt við þetta. Clark var umtals­vert hávaxn­ari en keppi­nautar henn­ar, næstum 190 cm á hæð, og karl­mann­legri í vexti og and­lits­drátt­um. Frétta­mað­ur­inn kaf­aði í málið og komst að for­sögu henn­ar. Í kjöl­farið birt­ist frétt sem fór eins og eldur í sinu um gjörvöll Banda­rík­in. Sig­ur­veg­ari móts­ins var karl­mað­ur!

Þetta var ekki það sem Ric­hards vildi, þ.e. að verða fjöl­miðla­mat­ur, og hún hafði engar fyr­ir­ætl­anir um það að halda keppn­is­ferl­inum áfram. Hún var í góðu starfi og þar að auki komin á fimm­tugs­ald­ur. Engu að síður voru for­svars­menn Banda­ríska tenn­is­sam­band­is­ins (USTA) fljótir að senda frá sér yfir­lýs­ingu um að hún væri ekki vel­komin á mót á þeirra vegum s.s. Opna amer­íska meist­ara­mótið. Þetta þoldi Ric­hards ekki og leit á sem áskorun af hálfu sam­bands­ins. Hún sótti því um að taka þátt á Opna amer­íska árið 1976. Til að koma í veg fyrir að hún tæki þátt setti tenn­is­sam­bandið reglur um að kepp­endur yrðu að gang­ast undir svo­kallað Barr-litn­inga­próf. Ric­hards neit­aði og fór með málið fyrir dóm­stóla. Vörn hennar fólst í því að prófið væri gróf mis­munun og því um mann­rétt­inda­mál að ræða, hún væri jú laga­lega séð kona. Ric­hards tap­aði mál­inu í hér­aði og fékk ekki að taka þátt á mót­inu en eftir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll dæmdi henni í vil ári seinna var henni heim­ilt að taka þátt í öllum mótum á vegum sam­bands­ins í kvenna­flokki. Hún ákvað því að hefja feril sem atvinnu­maður í grein­inni.Hörð við­brögð

Ric­hards leit ekki á sig sem fram­herja í bar­áttu trans­fólks eða sam­kyn­hneigðra. Þetta var per­sónu­legt rétt­læt­is­mál fyrir hana.

Ég vissi ekk­ert hvað ég var að gera. Fólk gerir oft hluti sem eru taldir hetju­dáðir án þess að átta sig á því hvað það er búið að koma sér út í. Og það á við í mínu til­felli.

Um fátt annað var talað en Renée Ric­hards fyrir Opna amer­íska árið 1977 og skipt­ist fólk alger­lega í tvær fylk­ingar hvað varðar þát­töku henn­ar. Vörn tenn­is­sam­bands­ins fyrir dóm­stólum hafði fyrst og fremst verið sú að Ric­hards hefði óeðli­legt for­skot á aðra kepp­end­ur. Ekki ein­ungis hæð­ina heldur einnig vöðvamass­ann, lík­am­legan þroska og þjá­flun sem karl­maður í mörg ár. Ef henni yrði leyft að taka þátt þá myndi það opna á að aðrir karl­menn myndu jafn­vel fara í slíka aðgerð í þeim til­gangi að keppa í kvenna­flokki. Undir þetta sjón­ar­mið tóku margar af keppi­nautum hennar á leirn­um. 

Á átt­unda ára­tugnum var mik­ill upp­gangur í kvenna­tennis og fjöl­margar stjörnur að koma fram sem náðu frægð til jafns við karla. Tennis var talin ein fem­inís­kasta grein íþrótt­anna. Að hafa kepp­anda inn­an­borðs sem hafði verið karl­maður ein­ungis tveimur árum áður var því þyrnir í augum margra. Ric­hards fékk því að upp­lifa mörg óþægi­leg atvik í upp­hafi atvinnu­manna­fer­ils síns. Áhorf­endur fylltu keppn­is­vell­ina til að fylgj­ast með henni og margir bentu og hlógu líkt og hún væri sýn­ing­ar­dýr í hring­leika­húsi. Margir hróp­uðu ókvæð­is­orð í hennar garð úr stúkunni sem er harla óal­gengt í þess­ari fág­uðu íþrótta­grein. 

Þegar hún mætti í útvarps­við­töl hringdu reiðir hlust­endur inn með óvið­eig­andi athuga­semdir og jafn­vel líf­láts­hót­an­ir. Margir keppi­nautar hennar skráðu sig úr mótum sem hún tók þátt í. Í einu mót­inu voru ein­ungis 7 kepp­endur eftir af þeim 32 sem áttu að taka þátt. Margar af þeim sem mættu hróp­uðu að henni og sýndu henni fing­ur­inn. Bún­ings­klef­arnir tæmd­ust svo þegar hún gekk þar inn. Sumar gengu í bolum þar sem á stóð „Ég er alvöru kona”. Þegar Ric­hards keppti í tvennd­ar­leik með NBA-­stjörn­unni John Lucas II sögðu sumir að um við­undra­sýn­ingu væri að ræða. Hún fékk fjölda boða um að spila gegn körlum, jafn­vel þeim bestu í heimi þar sem sjón­ar­miðið var það að hún væri í raun og veru ekki kona. Hún hafn­aði því þó alltaf og hélt ótrauð áfram þrátt fyrir mót­læt­ið. Eins og áður var sagt þá var þetta per­sónu­legt og djúp­stætt rétt­læt­is­mál fyrir hana.Arf­leiðin

Renée Ric­hards lagði spað­ann á hillunna árið 1981 þá 47 ára gömul eftir 5 ár í atvinnu­mennsku. Hún keppti á Opna amer­íska í öll þessi ár og hafði því keppt sam­an­lagt 10 sinn­um, jafn­oft sem kona og karl. Auk þess hafði hún tekið þátt í móta­röð í Banda­ríkj­unum og í lat­nesku Amer­íku en hafði ekki leyfi til að taka þátt í Evr­ópu. Hún náði ágætum árangri og var um tíma í 20. sæti á heims­list­an­um.

Þó að ótt­inn við að yngri karlar skiptu um kyn og tækju þátt væri til staðar þá ógn­aði Ric­hards aldrei þeim allra bestu, enda var hún að keppa við langtum yngri kon­ur.  Það var henni máske til happs og olli því að and­staðan var ekki þeim mun meiri. Ric­hards átti líka tvo hauka í horni, þ.e. tvær af bestu tenn­is­konum heims Billie Jean King og Mart­inu Navr­a­tilovu. Sem sam­kyn­hneigðar konur náðu þær að skilja Ric­hards betur en flestir aðrir í grein­inni og veittu henni stuðn­ing. Þær komu báðar út úr skápnum árið 1981. Eftir að ferli Ric­hards lauk gerð­ist hún þjálf­ari Navr­a­tilovu og hjálp­aði henni að vinna fjölda­mörg stór­mót og verða óum­deil­an­lega ein besta tenn­is­kona sög­unn­ar. Navr­a­tilova hefur lýst Ric­hards sem miklum áhrifa­valdi í lífi sínu. Árið 2000 var Ric­hards tekin inn í Frægð­ar­höll tennis­í­þrótt­ar­innar og árið 2013 var hún ein af þeim fyrstu til að vera tekin inn í Frægð­ar­höll sam­kyn­hneigðra íþrótta­manna (ásamt vin­konum sínum King og Navr­a­tilovu).

Ric­hards iðk­aði ekki lækn­ingar á meðan tenn­is­ferl­inum stóð og steypt­ist um tíma í skuld­ir. Eftir fer­il­inn flutti hún aftur heim til New York og hélt áfram sínum fyrri störfum með miklum glans. Hún hefur síðan gefið út þrjár bækur með æviminn­ingum sínum og gerð hefur verið heim­ild­ar­mynd um hana. Engu að síður hefur hún að miklu leyti fallið í gleymsku, sem er nokkuð ein­kenni­legt miðað við þann fjöl­miðlasirkus sem fer­ill hennar var. Skýr­ingin á því kann að vera sú hóg­værð og lít­il­læti sem hún hefur alla tíð sýnt af sér. Í heimi sam­kyn­hneigðra er hún talin braut­ryðj­andi en hún lætur sér fátt um það finn­ast. 

Hún gerði það sem hún gerði fyrst og fremst fyrir sig sjálfa og í raun sé þetta aðeins lít­ill hluti af ævi henn­ar. Í seinni tíð hefur hún jafn­vel tekið undir þau sjón­ar­mið að aðstaða hennar hafi verið ósann­gjörn gagn­vart keppi­nautum henn­ar. Ric­hards er ennþá starf­andi augn­læknir í dag, 82 ára að aldri. Hún býr í litlum bæ norðan við New York borg með aðstoð­ar­konu sinni og tveimur hund­um. Árið 2016 eru viss tíma­mót í lífi henn­ar. Hún hefur lifað sam­an­lagt í 41 ár sem karl og 41 ár sem kona.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None