Grænlendingar hafa í hótunum við Dani og Bandaríkjamenn

Aleqa Hamm­ond, þing­maður Græn­lands, dönsku rík­is­stjórn­ina um sinnu­leysi og sagði brýnt að stjórnin tæki málið þegar í stað upp og krefðist þess að Banda­ríkja­menn hefð­ust handa við að fjar­lægja úrgang­inn sem þeir skildu eftir.
Aleqa Hamm­ond, þing­maður Græn­lands, dönsku rík­is­stjórn­ina um sinnu­leysi og sagði brýnt að stjórnin tæki málið þegar í stað upp og krefðist þess að Banda­ríkja­menn hefð­ust handa við að fjar­lægja úrgang­inn sem þeir skildu eftir.
Auglýsing

Árið 1958 þegar Banda­ríkja­menn útbjuggu stóra her­stöð um 20 metrum undir yfir­borði Græn­lands­jök­uls grun­aði engan að tæpum sex ára­tugum síðar yrði þessi her­stöð, eða leif­arnar af henni, að alvar­legu ágrein­ings­efni. Svo alvar­legu að Græn­lend­ingar hóta að taka málið upp á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Ásak­an­irnar snúa að Banda­ríkja­mönnum og Dön­um. Græn­lend­ingar saka Dani sömu­leiðis um að sýna íbúum Græn­lands lít­ils­virð­ingu og græn­lenski utan­rík­is­ráð­herr­ann segir algjört van­traust ríkja milli Græn­lend­inga og Dana. Danski for­sæt­is­ráð­herr­ann kann­ast ekki við þessa lýs­ingu.

Camp Cent­ury

Í sept­em­ber 1960 lagði 18 ára danskur skáti, Sör­en Greg­er­sen upp í óvenju­lega ferð ásamt banda­rískum jafn­aldra sín­um, Kent Goer­ing. Til Græn­lands. Pilt­arn­ir, sem komu með flugi hvor frá sínu heima­landi, hitt­ust í Thule her­stöð­inni á Norð­ur­-Græn­landi og héldu þaðan á snjó­sleða 225 kíló­metra inn á jökul­inn til staðar sem nefndur var Camp Cent­ury. Staðar sem hvor­ugur þeirra þekkti nokkuð til fyrr en nokkrum mán­uðum áður en þeim bauðst að fara þangað til hálfs árs dval­ar. Þegar þeir komu á stað­inn var 25 stiga frost, þeir vissu svo sem að þeir væru ekki á leið­inni á sól­ar­strönd, en kuld­inn kom þeim eigi að síður á óvart. Þótt tví­menn­ing­arnir hefðu heyrt talað um hið svo­kall­aða kalda stríð höfðu þeir ekki bein­línis sett það í sam­hengi við þessa Græn­lands­ferð og gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru um það bil að verða þátt­tak­endur í einum kafla þess. Kafla sem ára­tugum síð­ar, og löngu eftir að kalda stríð­inu lyki, yrði að alvar­legu ágrein­ings­efni Græn­lend­inga, Dana og Banda­ríkja­manna.

campcentury-kort.pngÞeir gerðu sér hins­vegar grein fyrir að þetta Camp Cent­ury, þangað sem þeir voru nú komn­ir, væri ekki neitt venju­legt. Þegar þeir félagar gengu inn um hell­is­munn­ann, eins og Sör­en Greg­er­sen komst síðar að orði, var þeim ekki ljóst hversu stórt þetta neð­an­jarð­ar­byrgi væri. Sam­tals þrír kíló­metrar og göngin þrjá­tíu tals­ins á um það bil tutt­ugu metra dýpi undir jökl­in­um. Nán­ast eins og lítið þorp með tvö hund­ruð íbúa, bóka­safn, bíó­hús og verslun svo fátt eitt sé nefnt. Íbúð­irnar voru sam­settar úr ein­ingum sem höfðu verið fluttar á stað­inn og þar var allt til alls. Það sem vakti þó mesta athygli pilt­anna tveggja var orku­ver­ið, sem reyndar var ekki alveg full­gert. Orku­verið var fær­an­legur kjarna­ofn sem gæti fram­leitt alla þá orku sem íbúar í þessu jök­ul­þorpi þyrftu á að halda og reyndar dugað marg­falt fjöl­menn­ara sam­fé­lagi. Í löngu við­tali sem dag­blað­ið Politi­ken birti fyrir nokkrum dögum sagði Sör­en Greg­er­sen að hann hefði aldrei upp­lifað annan eins lúxus og í þessu neð­an­jarð­ar­þorpi. „Þótt her­mönn­unum hafi ugg­laust fund­ist erfitt að dvelja þarna lang­tímum sam­an, fjarri ætt­ingjum og vinum þótti okkur strák­unum þetta bara spenn­and­i,” sagði Sör­en Greg­er­sen

Auglýsing

Stóra planið - Project Iceworm 

Þótt þeim Sör­en Greg­er­sen og Kent Goer­ing hafi þótt mikið til um Camp Cent­ury var neð­an­jarð­ar­her­stöðin þó ein­ungis eins­konar til­raun eða und­ir­bún­ingur fyrir það sem ætl­unin var að gera á Græn­landi. Ætlun Banda­ríkja­manna var að grafa fjöl­mörg göng, sam­tals 4000 kíló­metra löng, undir Græn­lands­jökli, þar sem hægt væri að koma fyrir allt að 600 kjarn­orkuflug­skeyt­um. Gert var ráð fyrir að allt að 11 þús­und her­menn yrðu að jafn­aði stað­settir í þess­ari risa­stóru jök­ul­ver­öld. Þessar hug­mynd­ir, Project Iceworm, voru auð­vitað algjört leynd­ar­mál. Dvöl skát­anna tveggja í Camp Cent­ury, sem fjöl­miðlar víða um heim greindu ítar­lega frá, átti hins­vegar að sýna umheim­inum að engin leynd hvíldi yfir aðgerðum Banda­ríkja­manna á Græn­landi. Fréttir þessar áttu að slá ryki í augu umheims­ins, ekki síst Dana. Dönsk stjórn­völd höfðu opin­ber­lega brugð­ist ókvæða við hug­myndum um að koma fyrir kjarna­vopnum í Thule her­stöð­inni á Norð­ur­-Græn­landi, þótt þau hefðu síðar með óljósu orða­lagi látið í það skína að þau myndu snúa blinda aug­anu að ef til slíks kæmi. En þá vaknar spurn­ing­in: voru ein­hverjar líkur taldar á að Danir gætu fall­ist á að 600 kjarn­orkuflug­skeytum yrði komið fyrir undir Græn­lands­jökli? Á það reyndi aldrei því risa­verk­efn­ið Project Iceworm var lagt á hill­una. Fyrir því voru margar ástæð­ur: Danir hefðu (að mati Banda­ríkja­manna) aldrei sam­þykkt að kjarn­orku­vopn yrðu geymd undir jökl­in­um, kostn­aður við neð­an­jarð­ar­her­stöð­ina hefði orðið gríð­ar­legur og reynslan af Camp Cent­ury leiddi í ljós marg­hátt­aða erf­ið­leika, meðal ann­ars mikla hreyf­ingu á jökl­in­um. Árið 1997 fengu hol­lenskir fræði­menn og danskur kollegi þeirra aðgang að leyniskjölum Banda­ríkja­hers og greindu fyrstir frá áætl­un­inni Project Iceworm

En hvað varð um Camp Cent­ury?

Þeirri spurn­ingu er fljótsvar­að. Her­stöð­inni var lokað 1. apríl 1966. Banda­ríkja­menn fluttu tæki og tól á brott, en margt varð þó eft­ir. Ekki síst alls kyns úrgang­ur, þar á meðal næstum 10 þús­und tonn af hættu­legum úrgangs­efnum og 200 þús­und lítrar af díselolíu, sem Banda­ríkja­her hefur kannski talið að jök­ull­inn myndi geyma um ókomin ár og eng­inn myndi nokkru sinni vita um. Stundum er sagt að jök­ull­inn skili alltaf á end­anum öllu því sem hann gleypir og geymir og það er einmitt það sem nú er að ger­ast á Camp Cent­ury svæð­inu á Græn­lands­jökli. Virt banda­rískt vís­inda­tíma­rit birti sl. sumar nið­ur­stöður rann­sókna og mæl­inga sem sýna að á næstu árum og ára­tugum muni eitr­aður og geisla­virkur úrgangur frá her­stöð­inni koma upp á yfir­borð jök­uls­ins, með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um. 

Græn­lend­ingar krefj­ast aðgerða

Á fyrsta starfs­degi danska þings­ins, Fol­ket­inget, í haust sak­aði Aleqa Hamm­ond þing­maður Græn­lands dönsku rík­is­stjórn­ina um sinnu­leysi og sagði brýnt að stjórnin tæki málið þegar í stað upp við banda­rísk stjórn­völd og krefð­ist þess að Banda­ríkja­menn hefð­ust strax handa við að fjar­lægja úrgang­inn sem þeir hefðu skilið eftir þeg­ar Camp Cent­ury var lok­að. Hún benti einnig á að það væru fleiri staðir á Græn­landi sem skoða þyrfti í þessu sam­hengi. Margir þing­menn tóku í sama streng og Krist­i­an Jen­sen, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra lýsti yfir að hann myndi athuga málið (se paa det). Þetta þótti Alequ Hamm­ond þing­manni klént svar og undir það tóku fleiri þing­menn. Vittus Quj­aukitsoq sem fer með utan­rík­is­mál í græn­lensku stjórn­inni hefur margoft sakað dönsku rík­is­stjórn­ina um sinnu­leysi varð­andi mál­efni Græn­lands. 

Hóta að taka málið upp hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum

Fyrir nokkrum dögum birti dag­blað­ið Politi­ken langt við­tal við áður­nefnd­an Vittus Quj­aukitsoq. Hann fór þar hörðum orðum um dönsku stjórn­ina, og banda­rísk stjórn­völd, og sagði að ef ekk­ert gerð­ist von bráðar varð­andi hreins­un­ar­starf á Camp Cent­ury svæð­inu yrðu Græn­lend­ingar að taka málið upp á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Banda­ríkja­her á mik­illa hags­muna að gæta á Græn­landi og vill að lík­indum í lengstu lög forð­ast að lenda upp á kant við íbúa lands­ins. 

Æ fleiri Græn­lend­ingar vilja slíta tengslin við Dan­mörku 

En græn­lenski ráð­herr­ann sagði fleira í áður­nefndu við­tali sem vakti mikla athygli í Dan­mörku. Einkum þau ummæli ráð­herr­ans að Græn­lend­ingar væru lang­þreyttir á sam­skiptum sínum við Dani og þær græn­lensku raddir sem krefð­ust sjálf­stæðis gerð­ust nú æ fleiri og hávær­ari. Allt tal danskra stjórn­mála­manna um að Græn­land gæti ekki án Dan­merkur verið lit­ist af dönskum hags­mun­um. Þegar ummæli græn­lenska ráð­herr­ans voru borin undir Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana vildi hann fátt segja annað en að sam­skipti Dan­merkur og Græn­lands væru bæði mikil og góð. And­ers Samu­el­sen ut­an­rík­is­ráð­herra sagð­ist ekki kann­ast við þessar lýs­ingar græn­lenska ráð­herr­ans.

Stjórn­völd á Græn­landi settu fyrir tveimur mán­uðum á lagg­irnar nefnd sem á að vega og meta kosti þess og galla að Græn­land verði sjálf­stætt ríki sem ráði alfarið sínum málum sjálft. Nefnd­inni hafa ekki verið sett tíma­mörk en miðað er við að hún skili nið­ur­stöðum sínum eins fljótt og tök eru á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None