Tíu staðreyndir um Plain Vanilla ævintýrið

Tilkynnt var um það í gær að QuizUp-leikurinn hefði verið seldur úr landi fyrir 850 milljónir. Plain Vanilla ævintýrið er einstakt í íslenskri viðskiptasögu og Kjarninn rekur það hér í tíu punktum.

rsz_--orsteinn_baldur_2015.jpg
Auglýsing

  1. Plain Vanilla var stofnað síðla árs 2010 af Þor­steini B. Frið­riks­syni. Til að byrja með voru starfs­menn þess þrír. Fyrsti leikur fyr­ir­tæk­is­ins var The Moogies, sem var stíl­aður inn á ung börn, og var gef­inn út haustið 2011. Leik­ur­inn fékk mjög góða dóma en gekk illa og skildi fyr­ir­tækið eftir í mín­us.

  2. Þor­steinn og félagar gáfust þó ekki upp og fóru að vinna að annarri hug­mynd, spurn­inga­leik í appi með miklu fram­boði af efn­is­flokkum og leiðum til að bjóða upp á sam­skipti milli þeirra sem spil­uðu leik­inn. Plain Vanilla menn voru stór­huga og Þor­steinn fór til San Francisco til að leita að fjár­magni fyrir hug­mynd­ina hjá stærstu sprota­fjár­fest­inga­sjóðum leikja­iðn­að­ar­ins. Með hjálp frá Davíð Helga­syni for­stjóra Unity Technologies og síðar hlut­hafa í Plain Vanilla, tókst honum að tryggja sér fyrsta umfang af fjár­fest­ing­ar­fé.

  3. Leik­ur­inn fékk nafnið QuizUp og fór í loftið 7. nóv­em­ber 2013. Áður en hann kom út fjár­festi banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Sequoia Capi­tal í Plain Vanilla fyrir 2 millj­ónir dala, eða um 240 millj­ónir íslenskra króna. Sequoia Capi­tal sér­hæfir sig í því að finna áhuga­verð tækni­fyr­ir­tæki á frum­stigi og var sjóð­ur­inn einn af fyrstu fjár­fest­unum í Apple, Google, Oracle, Cisco, Drop­box, Instagram, PayPal, Yahoo, Lin­kedin, Youtube og Air­bnb. Alls lögðu áhættu­fjár­festar 5,6 millj­ónir dala í Plain Vanilla áður en QuizUp kom út. Plain Vanilla var fyrsta íslenska fyr­ir­tækið sem fékk fjár­magn úr Sílíkondaln­um.

  4. Vin­sældir QuizUp urðu strax mikl­ar. Á nokkrum dögum tókst leiknum að verða vin­sælasta app í heimi og leik­ur­inn var þýddur á fjöl­mörg tungu­mál. Not­endur voru orðnir ein milljón eftir sex daga. Frá því að QuizUp var fyrst gef­inn út hefur leiknum verið hlaðið niður um 80 milljón sinn­um. Eitt þeirra vanda­mála sem Plain Vanilla stóð frammi fyrir með QuizUp var að notk­unin helst ekki mikil hjá þorra not­enda. Kjarn­inn sendi Þor­steini fyr­ir­spurn um hver fjöldi dag­legra eða mán­að­ar­legra not­enda væri haustið 2014. Í svari hans kom fram að Plain Vanilla gæfi þær ekki út.

  5. Fyr­ir­tækið óx hratt á þessum tíma og vorið 2014 voru starfs­menn þess þegar mest var tæp­lega 80. Plain Vanilla hafði þá flutt höf­uð­stöðvar sínar í mun stærra hús­næði á Lauga­vegi 77, allt starfs­fólk var græjað upp með nýjum App­le-tækj­um, fékk eins mikið af kókó­mjólk og það vildi og kort í lík­ams­rækt að eigin vali á kostnað Plain Vanilla. Mötu­neyti fyr­ir­tæk­is­ins var eitt það besta á land­inu og allt umhverfi tók mið af því að um væri að ræða nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki að banda­rískri fyr­ir­mynd.

  6. Skömmu eftir að QuizUp kom út reyndi banda­ríska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Zynga að kaupa Plain Vanilla á um 100 millj­ónir dala, tæp­lega tólf millj­arða króna á þávirði. Til­boð­inu var hafnað og þess í stað var sótt nýtt þriggja millj­arða króna áhættu­fjár­magn í við­bót­ar­fjár­fest­ingu frá hlut­höf­um, þar á meðal fjár­fest­ing­ar­sjóð­anna Sequioa Capi­tal og Tencent Hold­ings, tveggja risa í nýsköp­un­­ar­heim­in­­um. Þor­steinn seldi á sama tíma hluta af eign sinni í Plain Vanilla og fékk greidda stofn­enda­þókn­un. Sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins um málið fékk hann um 583 millj­ónir króna í sinn hlut.
  7. Ber­sýni­leg­asti gall­inn á við­skipta­mód­eli QuizUp var sá að tekju­módel var ekki til staðar þegar leik­ur­inn fór í loft­ið. Þor­steinn benti á þessum tíma á að það væru helst íslenskir fjöl­miðlar sem spurðu hvernig leik­­ur­inn ætti að skapa tekjur. Í Banda­­ríkj­unum væru þær vanga­veltur minni eða ekki til stað­­ar. Þor­­steinn vís­aði þar til þeirrar stefnu sem var ríkj­andi innan nýsköp­un­­ar­­geirans á þessum árum. Það var algengt við­horf að upp­­­bygg­ing nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tækja fælist á upp­­hafs­­stigum fyrst og síð­­­ast í eins mik­illi fjölgun not­enda og hægt var. Þessi stefna var undir miklum áhrifum frá vel­­gengni Face­book og náði ákveðnum hátindi um það leyti sem QuizUp kom út í lok árs 2013. Þetta við­horf er ekki nærri jafn ríkj­andi í nýsköp­un­­ar­­geir­­anum í dag.

  8. Það reynd­ist þraut­inni þyngri að finna út hvernig QuizUp átti að græða pen­inga og síðla árs 2014 stóð fyr­ir­tækið á tíma­mót­um. Þá hafði verið tekin ákvörðun um að breyta umhverfi leiks­ins í átt að sam­­skipta­miðli. Hug­­myndin byggði á því að QuizUp gæti tengt saman fólk með sömu áhuga­­mál, ekki ein­­göngu til að keppa í spurn­inga­­leikjum um áhuga­­mál sín heldur einnig á dýpri grunni innan sam­­skipta­mið­ils. Vonir stóðu til að nýtt umhverfi myndi skapa grund­­völl til að hafa af leiknum tekj­­ur. Breytt útgáfa QuizUp fór í loftið í maí 2015, eftir nokkrar taf­ir. Auk þess var búin til vara fyrir fyr­ir­tæki, sem hét QuizUp at Work. Tól­inu var ætlað að „fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda“ að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu um QuizUp at Work. Báðar þessar til­raun­ir, að breyta QuizUp í sam­fé­lags­miðil og QuizUp at Work, skil­uðu ekki þeim árangri sem von­ast var til. Tekj­urnar létu enn standa á sér.

  9. Haustið 2015 var síðan til­­kynnt um sam­komu­lagið við NBC sjón­­varps­­stöð­ina um gerð spurn­inga­þátta byggða á QuizUp. Allt var lagt und­ir. Sam­hliða átti sér stað mikil hag­ræð­ing­ar­ferli þar sem starfs­mönnum var fækkað og áherslum breytt. Tölvu­­leikja­fram­­leið­and­inn Glu Mobile kom að rekstr­inum í jan­úar 2016 með yfir­­­töku í náinni fram­­tíð í huga. Í lok ágúst var hins vegar til­kynnt um að NBC hefði hætt við að fram­leiða þætt­ina og að Plain Vanilla myndi hætta starf­semi. Öllu starfs­fólki sem enn var hjá fyr­ir­tæk­inu, alls 36 manns, var sagt upp. Hluti þess hélt þó áfram störfum við að vinda ofan af starf­sem­inni og selja alla inn­an­stokks­muni sem safnað hafði verið á skrif­stofur fyr­ir­tæk­is­ins.

  10. Í gær, 22. des­em­ber, var svo greint frá því að Plain Vanilla hefði náð sam­komu­lagi við Glu Mobile um að selja QuizUp leik­inn til þess. Heild­­ar­virði samn­ings­ins er um 7,5 millj­­ónir dala, um 850 millj­­ónir króna, en kaup­verðið er að hluta greitt með upp­­­gjöri skulda milli fyr­ir­tækj­anna tveggja. Í kjöl­farið mun Plain Vanilla á Íslandi alfarið hætta starf­semi. Í til­kynn­ingu kom fram að salan muni gera Plain Vanilla kleif að standa skl á öllum skuld­bind­ingum sínum við starfs­menn og lán­ar­drottna. Hlut­haf­ar, sem tóku áhættu með fjár­fest­ingu í fyr­ir­tæk­inu, tapa hins vegar sínu. Eftir stendur að Plain Vanilla tókst að laða til Íslands fjár­magn frá leið­andi nýsköp­un­ar­sjóðum sem höfðu aldrei áður horft til Íslands, að búa til vöru sem tugir millj­óna manna um heim allan not­uðu, tugir hug­vits­starfa urðu til og fjöldi Íslend­inga fengu ómet­an­lega reynslu af tækni- og nýsköp­un­ar­heim­inum. Sú reynsla mun hafa var­an­leg áhrif á íslensku nýsköp­un­ar­sen­una.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None