Vilja jólamarkaðina burt úr miðborginni

Meirihluti Borgarráðs Kaupmannahafnar vill banna jólamarkaðina sem árlega eru haldnir í og við miðborgina. Segir þá, í núverandi mynd, ekkert erindi eiga þar og þeir væru betur komnir í íbúðahverfum fjær miðborginni.

Hér ber að líta Hans Cristian Andersen-jólamarkaðinn á Axeltorv í Kaupmannahöfn.
Hér ber að líta Hans Cristian Andersen-jólamarkaðinn á Axeltorv í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Þær tug­þús­undir ferða- og heima­manna sem rölta upp og niður Strikið og önnur svæði í mið­borg Kaup­manna­hafnar í des­em­ber­mán­uði kann­ast vel við jóla­mark­að­ina svo­nefndu sem þar eru árlega haldn­ir. Þekkt­astur þess­ara mark­aða er lík­lega sá sem hald­inn er í Tívoli en skemmti­garð­ur­inn dregur til sín mik­inn fjölda fólks um jóla­leyt­ið. Pistla­skrif­ari kom við í Tívolí fyrir nokkrum dögum og þar var múgur og marg­menni, þrátt fyrir kulda og dumb­ung. Fjöl­sótt­asti mark­að­ur­inn, að Tívolí frá­töldu, er við Höjbro Plads neðan við Ama­ger­torv á Strik­inu, rétt fyrir neðan vöru­húsið Ill­um.

Þessi mark­aður var í fyrsta skipti hald­inn árið 2011 og líkt og margir aðrir í Dan­mörku er hann að þýskri fyr­ir­mynd. Þar er boðið upp á þýskar pyls­ur, glu­hwein (glögg) og fleira mat­ar­kyns. Auk þess ýmis­konar jóla­skraut, flest að þýskum hætti eins og nafn mark­að­ar­ins ber með sér: Þýski jóla­mark­að­ur­inn. Á Kóngs­ins Nýja­torgi er einnig fjöl­sóttur mark­að­ur, að stórum hluta með sama yfir­bragði og áður­nefndur mark­aður á Höjbro Plads. Fleiri jóla­mark­aði á mið­borg­ar­svæð­inu mætti nefna, flestir þeirra smærri í sniðum en þeir sem áður voru nefnd­ir.

Ferða­fólk flykk­ist á mark­að­ina

Um jóla­leytið er margt ferða­fólk í Kaup­manna­höfn. Það flykk­ist á mark­að­ina og þegar eitt dag­blað­anna bað nokkra erlenda ferða­menn að nefna eitt­hvað skemmti­legt úr heim­sókn­inni voru jóla­mark­að­irnir meðal þess sem allir nefndu. Á rölti sínu um einn þess­ara mark­aða fyrir nokkrum dögum heyrði pistla­skrif­ari, auk dönskunn­ar, að minnsta kosti sjö tungu­mál, þar á meðal íslensku: „Ég ætla að fá mér aðra curryw­ur­st!“.

Auglýsing

Bæj­ar­ráðs­full­trúar ekki jafn ánægðir með mark­að­ina

Þótt ferða­menn og heima­fólk virð­ist upp til hópa mjög ánægt með jóla­mark­að­ina í mið­borg­inni verður ekki það sama sagt um meiri­hluta Bæj­ar­ráðs Kaup­manna­hafn­ar. Einn bæj­ar­ráðs­full­trú­anna sagði að þegar ráðið hefði, fyrir nokkrum árum, veitt leyfi fyrir fleiri og stærri jóla­mörk­uðum í mið­borg­inni, hefði engan í ráð­inu órað fyrir að mark­að­irnir yrðu eins­konar eft­iröpun á þýsku mörk­uð­un­um. Bæj­ar­ráðs­mönnum hefði þótt hug­myndin um jóla­mark­aði góð og talið að þar yrði danskt yfir­bragð. Danskur varn­ingur og danskur mat­ur. Það hefði ekki gengið eft­ir. Bæj­ar­ráðs­full­trú­inn sagði að sér hefði ekki lit­ist á blik­una í fyrra þegar stærðar par­ís­ar­hjól hefði skyndi­lega verið komið í gang á Gamla­torgi á miðju Strik­inu. ,,Eins og maður væri kom­inn í sirkus eða skemmti­garð. Sem betur fer er þetta hjól ekki á torg­inu í ár.” Meiri­hluti Bæj­ar­ráðs­ins væri þeirrar skoð­unar að slíkir mark­aðir væru betur komnir í íbúða­hverfum utan mið­borg­ar­inn­ar. Á jóla­mörk­uðum sé eðli­legt að leggja áherslu á danskar vörur og siði, eins og gert sé á fjöl­mörgum mörk­uðum víða um Dan­mörku.

Undr­andi á afstöðu Bæj­ar­ráðs­ins

Hen­rik Morten­sen for­stöðu­maður jóla­mark­að­ar­ins á Kóngs­ins Nýja­torgi er undr­andi á yfir­lýs­ingum bæj­ar­ráðs­manna. Segir að mark­að­irnir njóti mik­illa vin­sælda, það sýni aðsókn­in. Ferða­fólk og heima­menn lýsi mik­illi ánægju með stemn­ing­una og hafi ekki yfir neinu að kvarta. Mark­aðir eins og þessir eigi vita­skuld að vera í mið­borg­inni, þar sem ferða­fólkið heldur sig, ekki að ýta þeim út í íbúða­hverfi þangað sem ferða­menn leggi ekki leið sína.

Hvað er danskt?

Það álit bæj­ar­ráðs­manna að áherslur á jóla­mörk­uðum ættu að vera danskar gaf áður­nefndur for­stöðu­maður ekki mikið fyrir og spurði hvað væri danskt. Ekki væri það jóla­tréð (frá Þýska­landi) ekki Lús­íu­gangan sem væri frá Svíum komin og hinn vin­sæli eft­ir­réttur Ris a la mande væri inn­flutt­ur. ,,Grjóna­graut­ur­inn er reyndar danskur og epla­skíf­urnar sömu­leiðis en þá er kannski það sér­danska upp­talið.”

Hen­rik Morten­sen for­stöðu­maður sagði að sér hefði ekki verið til­kynnt að ekki feng­ist leyfi fyrir mörk­uð­unum í óbreyttri mynd að ári liðnu en kvaðst ótt­ast að Bæj­ar­ráðið stæði við yfir­lýs­ingar sínar og myndi flæma jóla­mark­að­ina burt úr mið­borg­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None