Vilja jólamarkaðina burt úr miðborginni

Meirihluti Borgarráðs Kaupmannahafnar vill banna jólamarkaðina sem árlega eru haldnir í og við miðborgina. Segir þá, í núverandi mynd, ekkert erindi eiga þar og þeir væru betur komnir í íbúðahverfum fjær miðborginni.

Hér ber að líta Hans Cristian Andersen-jólamarkaðinn á Axeltorv í Kaupmannahöfn.
Hér ber að líta Hans Cristian Andersen-jólamarkaðinn á Axeltorv í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Þær tug­þús­undir ferða- og heima­manna sem rölta upp og niður Strikið og önnur svæði í mið­borg Kaup­manna­hafnar í des­em­ber­mán­uði kann­ast vel við jóla­mark­að­ina svo­nefndu sem þar eru árlega haldn­ir. Þekkt­astur þess­ara mark­aða er lík­lega sá sem hald­inn er í Tívoli en skemmti­garð­ur­inn dregur til sín mik­inn fjölda fólks um jóla­leyt­ið. Pistla­skrif­ari kom við í Tívolí fyrir nokkrum dögum og þar var múgur og marg­menni, þrátt fyrir kulda og dumb­ung. Fjöl­sótt­asti mark­að­ur­inn, að Tívolí frá­töldu, er við Höjbro Plads neðan við Ama­ger­torv á Strik­inu, rétt fyrir neðan vöru­húsið Ill­um.

Þessi mark­aður var í fyrsta skipti hald­inn árið 2011 og líkt og margir aðrir í Dan­mörku er hann að þýskri fyr­ir­mynd. Þar er boðið upp á þýskar pyls­ur, glu­hwein (glögg) og fleira mat­ar­kyns. Auk þess ýmis­konar jóla­skraut, flest að þýskum hætti eins og nafn mark­að­ar­ins ber með sér: Þýski jóla­mark­að­ur­inn. Á Kóngs­ins Nýja­torgi er einnig fjöl­sóttur mark­að­ur, að stórum hluta með sama yfir­bragði og áður­nefndur mark­aður á Höjbro Plads. Fleiri jóla­mark­aði á mið­borg­ar­svæð­inu mætti nefna, flestir þeirra smærri í sniðum en þeir sem áður voru nefnd­ir.

Ferða­fólk flykk­ist á mark­að­ina

Um jóla­leytið er margt ferða­fólk í Kaup­manna­höfn. Það flykk­ist á mark­að­ina og þegar eitt dag­blað­anna bað nokkra erlenda ferða­menn að nefna eitt­hvað skemmti­legt úr heim­sókn­inni voru jóla­mark­að­irnir meðal þess sem allir nefndu. Á rölti sínu um einn þess­ara mark­aða fyrir nokkrum dögum heyrði pistla­skrif­ari, auk dönskunn­ar, að minnsta kosti sjö tungu­mál, þar á meðal íslensku: „Ég ætla að fá mér aðra curryw­ur­st!“.

Auglýsing

Bæj­ar­ráðs­full­trúar ekki jafn ánægðir með mark­að­ina

Þótt ferða­menn og heima­fólk virð­ist upp til hópa mjög ánægt með jóla­mark­að­ina í mið­borg­inni verður ekki það sama sagt um meiri­hluta Bæj­ar­ráðs Kaup­manna­hafn­ar. Einn bæj­ar­ráðs­full­trú­anna sagði að þegar ráðið hefði, fyrir nokkrum árum, veitt leyfi fyrir fleiri og stærri jóla­mörk­uðum í mið­borg­inni, hefði engan í ráð­inu órað fyrir að mark­að­irnir yrðu eins­konar eft­iröpun á þýsku mörk­uð­un­um. Bæj­ar­ráðs­mönnum hefði þótt hug­myndin um jóla­mark­aði góð og talið að þar yrði danskt yfir­bragð. Danskur varn­ingur og danskur mat­ur. Það hefði ekki gengið eft­ir. Bæj­ar­ráðs­full­trú­inn sagði að sér hefði ekki lit­ist á blik­una í fyrra þegar stærðar par­ís­ar­hjól hefði skyndi­lega verið komið í gang á Gamla­torgi á miðju Strik­inu. ,,Eins og maður væri kom­inn í sirkus eða skemmti­garð. Sem betur fer er þetta hjól ekki á torg­inu í ár.” Meiri­hluti Bæj­ar­ráðs­ins væri þeirrar skoð­unar að slíkir mark­aðir væru betur komnir í íbúða­hverfum utan mið­borg­ar­inn­ar. Á jóla­mörk­uðum sé eðli­legt að leggja áherslu á danskar vörur og siði, eins og gert sé á fjöl­mörgum mörk­uðum víða um Dan­mörku.

Undr­andi á afstöðu Bæj­ar­ráðs­ins

Hen­rik Morten­sen for­stöðu­maður jóla­mark­að­ar­ins á Kóngs­ins Nýja­torgi er undr­andi á yfir­lýs­ingum bæj­ar­ráðs­manna. Segir að mark­að­irnir njóti mik­illa vin­sælda, það sýni aðsókn­in. Ferða­fólk og heima­menn lýsi mik­illi ánægju með stemn­ing­una og hafi ekki yfir neinu að kvarta. Mark­aðir eins og þessir eigi vita­skuld að vera í mið­borg­inni, þar sem ferða­fólkið heldur sig, ekki að ýta þeim út í íbúða­hverfi þangað sem ferða­menn leggi ekki leið sína.

Hvað er danskt?

Það álit bæj­ar­ráðs­manna að áherslur á jóla­mörk­uðum ættu að vera danskar gaf áður­nefndur for­stöðu­maður ekki mikið fyrir og spurði hvað væri danskt. Ekki væri það jóla­tréð (frá Þýska­landi) ekki Lús­íu­gangan sem væri frá Svíum komin og hinn vin­sæli eft­ir­réttur Ris a la mande væri inn­flutt­ur. ,,Grjóna­graut­ur­inn er reyndar danskur og epla­skíf­urnar sömu­leiðis en þá er kannski það sér­danska upp­talið.”

Hen­rik Morten­sen for­stöðu­maður sagði að sér hefði ekki verið til­kynnt að ekki feng­ist leyfi fyrir mörk­uð­unum í óbreyttri mynd að ári liðnu en kvaðst ótt­ast að Bæj­ar­ráðið stæði við yfir­lýs­ingar sínar og myndi flæma jóla­mark­að­ina burt úr mið­borg­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None