Topp 10: Tölvuleikir

Hvað eru bestu tölvuleikir sem hafa verið búnir til? Sitt sýnist hverju, svo mikið er víst. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur tók saman sinn uppáhalds lista.

Kristinn Haukur Guðnason
Gudjohnsen
Auglýsing

Tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn er sá skemmt­ana­iðn­aður sem er í hvað hröð­ustum vexti. Hvað varðar tekjur er hann kom­inn fram úr kvik­mynda-, bóka- og tón­list­ar­iðn­að­inum og í dag er aðeins sjón­varps­iðn­að­ur­inn stærri. Hluti af þeirri skýr­ingu er hversu aðgengi­legir tölvu­leikir eru orðn­ir.

Í upp­hafi voru þeir bundnir við spila­kassa. Svo komu leikja­tölvur tengdar við sjón­varp, borð­tölvur og hand­tölv­ur. Loks símar og spjald­tölv­ur. Leik­irnir eru eins mis­mun­andi og þeir eru marg­ir. Allt frá dúkkúlísu hönn­un­ar­leikjum til epískra geim­stríða og allir ættu að gera fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Hér eru 10 af allra bestu og áhrifa­mestu tölvu­leikj­unum í gegnum tíð­ina.

Auglýsing

10. Civi­lization

Kanada­mað­ur­inn Sid Meier er þekktur fyrir upp­bygg­ing­ar-og her­kænsku­leiki. Þekkt­asti leikur hans er Civi­lization sem kom fyrst út árið 1991 fyrir PC tölv­ur. Í leiknum byggir maður upp sið­menn­ingu og reynir að gera hana að heims­veldi, annað hvort með hern­aði eða tækni, efna­hags-og menn­ing­ar­fram­för­um. Í hverri umferð byggir maður upp borgir, vegi og her­deild­ir, setur fé í tækninýj­ung­ar, leggur á skatt, ákveður stjórn­skipun o.sv.frv. Leik­ur­inn byrjar í fornöld og það er hægt að spila á raun­veru­legu landa­korti eða til­búnu. Sið­menn­ingum er þó blandað saman í einn graut og sagn­fræði­legt gildi leiks­ins er því ekki mik­ið. Banda­ríkja­menn geta skipst á tækninýj­ungum við Róm­verja og Gandhi getur sent á mann kjarn­orku­sprengju. Leik­irnir þykja ennþá meðal bestu her­kænsku og upp­bygg­ing­ar­leikja sem til eru. Nýjasti leik­ur­inn, Civi­lization VI, kom út árið 2016.9. Grand Theft Auto

Fyrsti leik­ur­inn í Grand Theft Auto (GTA) ser­í­unni kom út árið 1997 og gæti virst frum­stæður í yngri aðdá­enda ser­í­unn­ar. Hann var tví­víður með sjón­ar­horni séð ofan frá og svo hraður að erfitt var að keyra ekki á. Þriðji leik­ur­inn frá 2001, og sá fyrsti á Playsta­tion 2 leikja­tölv­unni, var hins vegar sá sem gerði ser­í­una svo vin­sæla. Ástæðan fyrir því var þrí­víddin sem hentar mun betur fyrir þann heim sem skap­aður er í GTA. Í leiknum stjórnar maður und­ir­heima­manni sem klæst við aðra slíka og lög­regl­una. Í leiknum getur maður valið milli verk­efna til að taka að sér (sem inni­halda yfir­leitt bíla­elt­ing­ar­leiki) en þau eru ekki helsta aðdrátt­ar­afl hans. Leik­ur­inn er í raun opinn, þ.e. leik­menn geta gert það sem þeir vilja. Þetta frelsi hefur fengið mikið lof en einnig tölu­verða gagn­rýni. Gagn­rýnin bein­ist einkum að upp­hafingu ofbeldis og það að leik­menn geti fróað ein­hverjum ann­ar­legum hvötum í leikn­um. Sumir sem spila leik­inn hafa þó mest gaman að því að rúnta um með útvarpið (sem er lygi­lega gott) í gangi. GTA ser­ían hefur slegið mörg sölu­met í gegnum tíð­ina. Sein­asti leik­ur­inn Grand Theft Auto V kom út árið 2013 en næsti kemur senni­lega ekki fyrr en árið 2018.8. Full Throttle

Um miðjan tíunda ára­tug­inn voru svo­kall­aðir smellu­leikir (click-and-play) ákaf­lega vin­sæl­ir. Í þessum leikjum reyna leik­menn að finna vís­bend­ingar og leysa ákveðna þraut. LucasArts, leikja­fyr­ir­tæki kvik­mynda­leik­stjór­ans og fram­leið­and­ans George Lucas, var leið­andi í þessum smellu­leikjum og fram­leiddi þekkta leiki á borð við Mon­key Island (1990), Sam & Max Hit the Road (1993), Day of the Tentacle (1993) og Full Throttle (1995). Full Throttle var sæmi­lega vin­sæll á sínum tíma en varð fljótt költ­ari, sér­stak­lega vegna húmors­ins og tón­list­ar­inn­ar. Þá er einnig tal yfir allan leik­inn sem gerir hann nokkuð sér­stak­an. Sagan er líka mjög skemmti­leg. Árið er 2040 og Ben, sem er leið­togi vél­hjóla­geng­is, er sak­aður um morð. Hann þarf að kom­ast af því hvers vegna og því minnir leik­ur­inn tölu­vert á film-noir kvik­myndir fimmta ára­tug­ar­ins. Ekk­ert fram­hald var gert af Full Throttle en end­ur­gerð leiks­ins er vænt­an­leg á þessu ári.7. FIFA

FIFA International Soccer frá EA Sports kom út árið 1993 á nokkrum leikja­tölvum og olli strax straum­hvörf­um. Tveimur árum seinna kom önnur útgáfan og síðan þá hefur FIFA komið út á hverju ári. Helsti keppi­nautur EA Sports á knatt­spyrnu­leikja­mark­að­inum voru Konami með ser­í­una International Superstar Soccer (ISS) sem breytt var í Pro Evolution Soccer (PES) árið 2001. Á fyrstu árum aldr­ar­innar virt­ist PES ætla að hafa yfir­hönd­ina í kapp­hlaup­inu þar sem talið var að leikja­vél þeirra væri ein­fald­lega mun betri og raun­veru­legri en leikja­vél FIFA. PES liðu hins vegar fyrir það að hafa ekki leyfi á liða-og leik­manna­nöfnum og þurftu því að nota skálduð nöfn. Fram­leið­endur FIFA hafa hins vegar alltaf gert út á stjörn­u­rnar og það er ávallt spenn­andi að sjá hvaða leik­maður lendir á kápu leiks­ins. Einnig hefur leiknum verið hælt fyrir góða tón­list. Í kringum 2007 byrj­aði FIFA ser­ían að síga aftur fram úr PES og eru nú komnir langt fram úr. Báðar ser­í­urnar hafa selst mjög vel en í heild­ina hafa selst um tvö­falt fleiri ein­tök af FIFA en ISS/PES.6. Mortal Kombat

Bar­daga­leik­ur­inn Mortal Kombat kom fyrst út á spila­kassa árið 1992. Fram að þeim tíma höfðu Street Fighter verið lang­vin­sæl­ustu bar­daga­leik­irnir en Mortal Kombat veittu þeim verð­uga keppni. Mortal Kombat voru mun ofbeld­is­fyllri leikir og urðu alræmdir fyrir náð­ar­höggin í lok hvers bar­daga. Með hverjum leiknum sem kom út var reynt að gera þau sem yfir­gengi­leg­ust. Þetta fór illa í ýmsa ráða­menn sem reyndu að koma á harð­ari lög­gjöf gegn ofbeld­is­leikjum og aðgengi barna að þeim. En þetta gerði ekk­ert nema að auka á umtalið og vin­sæld­irn­ar. SEGA aug­lýstu það sér­stak­lega að þeirra leikur inni­héldi rautt blóð á meðan Super Nin­tendo útgáfan væri blóð­laus. Fjöldi per­sóna úr leiknum urðu fræg­ar, s.s. Raiden, Baraka og Sub Zero sem og drekaló­góið sem allir unn­endur tölvu­leikja þekkja.  Þá komu út teikni­mynda­sög­ur, sjón­varps­þættir og tvær kvik­myndir byggðar á leikj­un­um. Leik­irnir hafa komið út allar götur síð­an, sá síð­asti Mortal Kombat X árið 2015. Það er ljóst að ofbeldi borgar sig í heimi tölvu­leikj­anna.5. Guitar Hero

Tón­list­ar­leikir urðu vin­sælir á Playsta­tion 2 leikja­tölv­unni um miðjan sein­asta ára­tug. Árið 2004 kom söng­leik­ur­inn Singstar út og ári seinna Guitar Hero. Vin­sældir Guitar Hero voru að miklu leyti til­komnar vegna sér­stakrar fjar­stýr­ingar sem var eft­ir­lík­ing af alvöru gít­ar. Í stað strengja voru þó takkar og flipi til að spila lög­in. Því var ekki nauð­syn­legt að kunna á gítar eða þekkja nótur til að spila leik­inn. Skollið var á eins konar ryþma-og dans­leikja­æði og fjöldi nýrra leikja komu út, þar á meðal fleiri Guitar Hero leik­ir. Árið 2007 skildu hönn­uðir ser­í­unn­ar, Harm­on­ix, við hana og komu Rock Band á fót þar sem hægt var að spila á fleiri hljóð­færi sam­tím­is. Þessar tvær ser­íur voru í harðri sam­keppni næstu fimm árin. Sumir leikj­anna voru almennir en aðrir stíl­aðir inn á ákveðin bönd t.d. Guitar Hero: Metall­ica (2009) og  The Beat­les: Rock Band (2009). Leik­irnir hafa haft mjög jákvæð áhrif á tón­list­ar­heim­inn að mörgu leyti. Til dæmis kynna þeir eldri tón­list fyrir yngri hóp og minna þekktar hljóm­sveitir hafa náð að koma sér á fram­færi.4. Doom

Það má segja að leik­ur­inn Wol­fen­stein 3D (1992) hafi rutt veg­inn fyrir fyrst­u-­per­són­u-skot­leiki en Doom gerði þá vin­sæla. Doom kom út árið 1993, frá sama fram­leið­anda og Wol­fen­stein en var aug­ljós­lega mun vand­að­ari vara. Leik­ur­inn var hraður og minnti því helst á spila­kassa­leik. Umhverf­ið, sem er nokk­urs konar blanda af annarri plánetu og hel­víti, var einnig umtals­vert flott­ara en gráu múr­veggirnir í Wol­fen­stein. Leik­ur­inn seld­ist í massa­vís og hrinti af stað bylgju fyrst­u-­per­són­u-skot­leikja sem um tíma voru ein­fald­lega kall­aðir „Doom-­leik­ir“. Því má segja að Doom hafi breytt tölvu­leikja­heim­inum var­an­lega. En leik­ur­inn var einnig gagn­rýndur fyrir gengd­ar­laust ofbeldi og satan­isma. Sagt var að leikir á borð við Doom væru hvati fyrir ung­menni til að fremja voða­verk á borð við Col­umbine fjöldamorð­ið. Vin­sæld­irnar og áhrifin leyna sér þó ekki. Doom varð fyr­ir­myndin að skáld­sög­um, teikni­mynda­sög­um, borð­spili og kvik­mynd. Þá hafa þrír fram­halds­leikir verið fram­leidd­ir, sá nýjasti hét ein­fald­lega Doom frá árinu 2016.3. Wii Sports

Árið 2006 var hrist upp í leikja­heim­inum með til­komu Nin­tendo Wii vél­ar­inn­ar. Í stað þess að keppa við tækni­lega yfir­burði Sony (Pla­ysta­tion) og Microsoft (XboX), þá hönn­uðu Nin­tendo fjar­stýr­ingu með hreyfiskynjara sem opn­aði leikja­heim­inn fyrir alger­lega nýjum hópi, þ.e. fólki sem spilar ekki tölvu­leiki. Með tölv­unni fylgdi Wii Sports, íþrótta­leikur sem sýndi hvað best notkun fjar­stýr­ing­ar­inn­ar. Í leiknum er hægt að spila 5 teg­undir íþrótta, þ.e. keilu, tennis, golf, hnefa­leika og hafna­bolta. Allt íþróttir sem leik­mað­ur­inn þarf að sveifla fjar­stýr­ing­unni á ein­hvern hátt. Leik­ur­inn er ein­faldur og ákaf­lega aðgengi­legur sem skýrir vin­sældir hans. Wii Sports seld­ist í 83 millj­ónum ein­taka sem gerir hann að þriðja sölu­hæsta leik allra tíma og margir keyptu tölv­una sjálfa ein­ungis vegna hans. Leiknum hefur verið hrósað fyrir að efla hreyf­ingu hjá ung­mennum og hann hefur verið not­aður í sjúkra­þjálfun og end­ur­hæf­ingu. En hann hefur einnig valdið slysum og eymslum leik­manna, t.d. í liða­mót­um. Árið 2009 kom út Wii Sports Resort með mun fleiri íþrótta­grein­um, svo sem skylm­ing­um, bog­fimi og róðri.2. Super Mario Bros

Ítalski píuplagn­ing­ar­mað­ur­inn Mario og bróðir hans Luigi höfðu áður birst á skjánum í vin­sælum spila­kassa­leikjum frá Nin­tendo á borð við Don­key Kong (1981) og Mario Bros (1983). Super Mario Bros frá 1985 og NES komu þó eins og sprengja inn á leikja­mark­að­inn og sumir segja að það hafi bjargað tölvu­leikj­unum á mjög erf­iðum tím­um. Super Mario Bros er lit­ríkur palla­leikur (plat­former) þar sem bræð­urnir hoppa á sveppi, skjald­bökur og fleira til að bjarga prinsessu. Tón­listin vakti líka mikla athygli og er tví­mæla­laust sú þekktasta úr nokkrum tölvu­leik. Super Mario leik­irnir hafa verið flagg­skip Nin­tendo á öllum þeirra tölvum síðan og Mario orð­inn að heims­þekktu vöru­merki. Meðal þekkt­ustu leikj­anna má nefna Super Mario Bros 3 (1988), fyrsta þrí­vídd­ar­leik­inn Super Mario 64 (1996) og Super Mario Maker (2015) sem margir segja að sé það eina góða við hina mis­heppn­uðu WiiU tölvu. Á þessu ári mun koma út Super Mario Odyssey fyrir vænt­an­lega Nin­tendo Switch tölvu.1. Champ­ions­hip Mana­ger

Árið 1992 gáfu bræð­urnir Paul og Oli­ver Collyer út fyrsta Champ­ions­hip Mana­ger leik­inn á Amiga og Atari tölv­um. Leik­ur­inn var knatt­spyrnu­hermir þar sem leik­mað­ur­inn hafði enga stjórn á leiknum sjálfum aðra en þá að kaupa og velja leik­menn og stilla upp leikk­erf­um. Hann er því að miklu leyti handa­hófs­kennd­ur. Nýjar og stærri útgáfur komu út fyrir hvert tíma­bil eftir það þar sem ýmsum fídusum og deildum var bætt við. Vin­sæld­irnar náðu hámarki í kringum alda­mótin 2000 og not­endur voru farnir að tala um sig sem fíkla sem lok­uðu sig af dög­unum sam­an. Árið 2003 var ný leikja­vél tekin í notkun sem var mein­gölluð og olli miklu fjaðrafoki innan aðdá­enda­hóps­ins. Það sama ár skildu Collyer bræður við ser­í­una og komu á fót ann­arri, Foot­ball Mana­ger. Champ­ions­hip Mana­ger dal­aði hægt og bít­andi uns ser­ían lagð­ist af árið 2010 en Foot­ball Mana­ger lifir ennþá góðu lífi. Þó er til sam­fé­lag á net­inu sem heldur við og upp­færir Mana­ger vél­ina frá 2002 sem þeir telja enn vera þá allra bestu.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None