Breyttur veruleiki – Sársaukafull aðlögun framundan?

Staða mála í hagkerfinu er sterk um þessar mundir eftir 35 mánuði í röð þar sem verðbólga hefur haldist undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði. Uppgangur ferðaþjónustunnar hefur breytt veruleika hagstjórnar í landinu.

14309725868_8cccec7146_b.jpg
Auglýsing

Mik­ill upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar hefur breytt íslenska hag­kerf­inu. Áhrif á vöru- og þjón­ustu­jöfnuð hag­kerf­is­ins hafa verið veru­lega jákvæð og er gjald­eyr­is­inn­treymið frá erlendum ferða­mönnum veru­legt og fer stöðugt vax­and­i. 

Engin atvinnu­grein skapar meiri gjald­eyri fyrir hag­kerf­ið, og ólíkt því sem var þegar gjald­eyrir streymdi til lands­ins í formi láns­fjár, þá fer gjald­eyr­inn frá ferða­mönn­unum fyrst og síð­ast beint inn í hag­kerfið og verður þar eft­ir. Í formi launa og fjár­fest­ing­ar, marg­feld­is­á­hrifa. 

Talið er að á þessu ári muni gjald­eyr­is­inn­spýt­ingin frá ferða­mönnum nema í það minnsta 500 millj­örðum króna og að fjöldi ferða­manna fari úr 1,8 millj­ónum í fyrra í 2,3 millj­ón­ir. Í fyrra var gjald­eyr­is­sköpun grein­ar­innar um 430 millj­arð­ar, að mati grein­enda, en end­an­legar tölur liggja þó ekki fyrir um það.

Auglýsing

Mikil styrk­ing

Í fyrra styrkt­ist gengi  krón­unnar um 18,4 pró­sent að með­al­tali gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Evran kostar nú 122 krónur og Banda­ríkja­dalur aðeins minna, eða 114 krón­ur. Nú í byrjun árs hefur krónan veikst lítið eitt og nam veik­ingin í dag 1,08 pró­sent gagn­vart evru í dag og 0,47 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal. 

Gera má ráð fyrir að kjara­deilur og verk­fall sjó­manna hafa nokkur áhrif á gjald­eyr­is­inn­streymi til lands­ins þessi miss­er­in, enda sjáv­ar­út­veg­ur­inn í hálf­gerðu lama­sessi þessi miss­erin vegna verk­falls­ins. Sjó­menn hafa slitið við­ræðum en lík­legt má telja að þær hefj­ist að nýju áður en langt um líð­ur. 

Mesta styrk­ing í ára­tugi

Í Hag­sjá Lands­bank­ans segir styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu sé sú mesta í ára­tugi, en á síð­ustu fjórum árum hefur gengi krón­unnar styrkst. „Á ára­bil­inu 1961 til 1990 hækk­aði verð erlendra gjald­miðla gagn­vart krónu um 20,2% að með­al­tali á hverju ári. Á tíma­bil­inu 1961 til 1970 var þessi hækkun að með­al­tali 8,7% og skar það sig tölu­vert frá ann­ars vegar tíma­bil­inu 1971-1980 og hins vegar 1981-1990. Frá 1991 til dags­ins í dag hefur verð­hækkun erlendra gjald­miðla gagn­vart krónu verið að með­al­tali 1,7%. Hún var 1% frá 1991 til 2000 en 6,7% frá 2001 til 2010. Frá árinu 2011 hefur verðið lækkað um að með­al­tali 2,6% á ári,“ segir í Hag­sjánn­i. 

Eins og sést á þessari mynd úr Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, hafa lánveitingar til ferðaþjónustu aukist nokkuð samhliða miklum vexti í greininni. Stór hluti lánveitinga er óverðtryggður.

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, hefur sjálfur bent á að mesta hættan sem hag­kerfi Íslands stendur frammi fyrir sé vegna ofhitn­un­ar. Þar er geng­is­styrkn­ing krón­unnar sér­stak­lega áhrifa­mik­ill þátt­ur. Í grein Más frá 30. des­em­ber síð­ast­liðn­um, sem birt er á vef Seðla­banka Íslands, segir hann að hag­kerfið sé mun betur statt nú en oft áður til að takast á nið­ur­sveifl­ur. „Við höfum áður gengið í gegnum hátoppa atvinnu og kaup­máttar sam­fara vax­andi spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um. Það hefur oftar en ekki endað illa þar sem marg­vís­legt ójafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapnum magn­að­ist að því marki að snörp aðlögun varð ekki umflú­in. Nú bregður hins vegar svo við að jafn­vægið í þjóð­ar­bú­skapnum er þrátt fyrir allt mun betra en oft áður. Mæld verð­bólga er undir verð­bólgu­mark­miði en vænt­ingar fólks og fyr­ir­tækja um verð­bólgu fram­tíð­ar­innar eru við það. Sparn­aður heim­ila og þjóða­bús er mun meiri nú en oft­ast áður á þessu stigi hag­sveifl­unnar og meðal ann­ars af þeim sökum er veru­legur afgangur á við­skiptum okkar við útlönd,“ sagði Már meðal ann­ar­s. 

Hann segir þó að vissu­lega geti of mikil styrk­ing krón­unnar valdið vand­ræð­um. „Hvað með mikla styrk­ingu krón­unn­ar? Felst ekki mesta áhættan í henni? Til að svara þeirri spurn­ingu þarf að glöggva sig á ástæðum hærra geng­is. Aug­ljóst virð­ist að hún sé fyrst og fremst afleið­ing þeirrar þró­unar sem ég hef hér gert að umtals­efni, sér­stak­lega á seinni hluta árs­ins. Þannig varð á þriðja árs­fjórð­ungi met við­skipta­af­gangur sem á fyrst og fremst rætur að rekja til afgangs á þjón­ustu­við­skipt­um. Á sama tíma var fjár­magnsinn­streymi sára­lít­ið. Á heild­ina litið hafa aðgerðir Seðla­bank­ans á árinu unnið á móti styrk­ingu geng­is­ins. Sér­stök bindi­skylda á fjár­magnsinn­streymi inn á skulda­bréfa­markað og í inn­stæður hefur nán­ast stöðvað vaxta­mun­ar­við­skipti. Þá hafði bank­inn síð­ast­lið­inn þriðju­dag keypt gjald­eyri á árinu fyrir 385 ma.kr. sem er rúm­lega 40% meira en á metár­inu 2015. Krónan getur þó vissu­lega ofrisið og það styður þá var­færni sem felst í miklum gjald­eyr­is­kaupum þrátt fyrir að ekki sé með óyggj­andi hætti hægt að full­yrða að gengið sé komið mikið yfir jafn­vægi miðað við ríkj­andi aðstæð­ur,“ sagði Már. 

Verkfall sjómanna hefur haft veruleg áhrif á gjaldeyrisinnstreymi inn í landið að undanförnu.

Annar veru­leiki

Óhætt er að segja ekki séu allir sam­mála seðla­banka­stjóra í því hvernig eigi að haga pen­inga­stefn­unni í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Valdi­mar Ármann, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, sagði í við­tali við Mark­að­inn á dög­unum að Seðla­bank­inn væri með vext­ina alltof háa, en meg­in­vextir bank­ans eru nú 5 pró­sent á meðan verð­bólgan er 1,9 pró­sent. Hann sagði háa vexti ekki þjóna neinum til­gangi við þessar aðstæð­ur, og þá væri aug­ljóst að vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni hefði breytt hag­kerf­inu. Styrk­ing krón­unnar væri óhjá­kvæmi­leg. „Núna er hag­vöxtur drif­inn áfram af nýrri og ört vax­andi gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein auk þess sem þjóð­hags­legur sparn­aður heldur áfram að aukast umtals­vert. Það er því erfitt að sjá hvaða þörf er á því að halda vöxtum jafn háum og raun ber vitni enda virð­ist þessi breytta sam­setn­ing hag­kerf­is­ins þýða að það er í jafn­vægi við mun hærra gengi krón­unnar en við höfum áður þekkt í íslenskri hag­sög­u,“ sagði Valdi­mar.

Útflutn­ings­hliðin við­kvæm

En hvar liggur geng­is­stöð­ug­leik­inn? Það er ekki gott að segja. Fari svo að Seðla­banki Íslands beiti sér ekki eins mikið á gjald­eyr­is­mark­aði á þessu ári eins og hann gerði í fyrra þá gæti gengi krón­unnar styrkst mikið og hratt. Banda­ríkja­dalur myndi þá kosta innan við 100 krónur og evran sömu­leið­is. Vandi er um þetta að spá, enda eru enn í gildi fjár­magns­höft á fjár­magns­hreyfn­ingar til og frá land­inu. Hið eig­in­lega mark­aðs­gengi á krón­unni liggur því ekki fyr­ir. 

Útflutn­ings­fyr­ir­tæki hafa mik­illa hags­muna að gæta hvað þessa þróun varð­ar, og þar með hag­kerfið allt. Það gæti orðið sárs­auka­full aðlögun fyrir mörg fyr­ir­tæki ef að gengi krón­unnar mun styrkj­ast stöðugt sam­hliða miklu vexti í ferða­þjón­ustu. Til lengdar litið er einnig tölu­verð hætta á því að Ísland verði of dýrt fyrir marga erlenda ferða­menn. Með til­heyr­andi efna­hags­dýfu hér á land­i. 

Grunn­ur­inn til að takast á við nið­ur­sveiflu er þó annar og betri nú en oft áður, ekki síst vegna þess að Íslend­ingar eiga nú meiri eignir erlendis en þeir skulda. Þá hefur staða rík­is­sjóðs einnig gjör­breyst til hins betra á skömmum tíma, ekki síst vegna upp­gjörs slita­búa föllnu bank­anna. Verð­bólga hefur einnig hald­ist í skefjum og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði í 35 mán­uði í röð, og lagt grunn­inn að kaup­mátt­ar­aukn­ingu hjá almenn­ingi. Þá hefur fast­eigna­verð hækkað hratt en í fyrra var hækk­unin um 15 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None