Hver verður næsti forseti Frakklands?

Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi er 23. apríl. Ef enginn fær meirihlutakosningu er kosið aftur 7. maí þar sem tveir efstu frambjóðendurnir takast á. Spennan er gríðarleg.

Elysee höll
Auglýsing

Frönsk stjórn­mál eru upp­námi þegar rétt þrír mán­uðir eru til for­seta­kosn­inga. Margir eru log­andi hræddir við vax­andi fylgi hægri-öfga­flokks­ins, Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, með Mar­ine Le Pen í broddi fylk­ing­ar. Hún heitir því að Frakk­land yfir­gefi Evr­ópu­sam­bandið og Evr­una kom­ist hún til valda. Vin­sældir hennar hafa eflst jafnt og þétt á meðan helstu and­stæð­ingar hennar hafa verið að veikj­ast. 

Fyrri umferð kosn­ing­anna er 23. apr­íl. Ef eng­inn fær meiri­hluta­kosn­ingu er kosið aftur 7. maí þar sem tveir efstu fram­bjóð­end­urnir takast á. Eins og staðan er núna er lík­legt að það verði Mar­ine Le Pen og íhalds­mað­ur­inn François Fillon. Það er hægri bylgja í Frakk­landi eftir vand­ræða­gang vinstri manna og miklar óvin­sældir for­set­ans François Hollande. En skoðum hvað er í boði – hér er fólk­ið  ­sem berst um for­seta­stól­inn:

François Fillon

Það þótti nokkuð óvænt þeg­ar Fillon var val­inn fram­bjóð­andi Lýð­veld­is­flokks­ins síð­ast lið­inn nóv­em­ber og skaut sjálfum Nicolas Sar­kozy, fyrrum for­seta Frakk­lands, ref fyrir rass. Með þunga íhalds­sama, hægri stefnu og hár­beitta gagn­rýni á sós­í­alist­ann Hollande, óvin­sælasta for­seta sög­unn­ar, hefur þessi þaul­reyndi þing­maður og fyrrum ráð­herra, en kannski frekar þurri mað­ur, skot­ist upp á stjörnu­him­in­inn og verið vin­sæl­asti fram­bjóð­and­inn í skoð­ana­könn­unum und­an­farna mán­uði. Hann hefur sjálf­sagt talið sig vera kom­inn með annan fót­inn inn fyrir frönsku for­seta­höll­ina – en þá dró skyndi­lega ský fyrir sól­u. 

François Fillon, frambjóðandi Lýðveldisflokksins. MYND:EPAÍ byrjun árs birti háðsá­deilu­blað­ið Le Can­ard Enchaîné frétt um að eig­in­kona hans, Pen­elope Fillon, hefði fengið rúm­lega 60 millj­ónir króna fyrir starf sem aðstoð­ar­kona eig­in­manns síns í þing­inu. Starf sem eng­inn virð­ist raunar kann­ast við. Fillon-hjónin hafa marg­sinnis sagt að Pen­elope sé heið­ar­leg og heima­vinn­andi hús­móðir og ekki úti­vinn­andi. Svo þetta kom á óvart. And­stæð­ingar hans hrópa: póli­tískt hneyksli og spill­ing!  

Það lítur þannig út að François hafi búið til þetta starf til mála­mynda fyrir eig­in­konu sína.  Hann hefur verið kall­aður til yfir­heyrslu hjá lög­reglu vegna gruns um stjórn­sýslu­brot. Hann neitar öllum ásök­unum og verst af öllum mætti. Segir eig­in­konu sína hafa verið sinn helsti aðstoð­ar­maður í gegnum árin; hún hafi unnið mikið og fórn­fúst starf og sjálf­sagt að hún fái greitt fyrir það. Hann talar auk þess um kven­fyr­ir­litn­ingu og lyga­þvætt­ing. En ef til ákæru kæmi er hann úti sem fram­bjóð­andi Lýð­veld­is­flokks­ins. Þetta mál hefur þá þegar stór­skaðað hann; flokks­fé­lag­arnir eru í óða önn að gera upp við sig hvort þeir eigi að skipti honum út – en þá fyrir hverj­um? Tím­inn er naum­ur. Þetta mál geti gjör­breytt stöð­unni í kosn­inga­bar­átt­unn­i. 

Emmanuel Macron 

Undra­barnið í frönskum stjórn­mál­um; ofur­heil­inn Emannuel Macron er 39 ára gam­all, frama­gjarn, klókur og hug­rakkur stjórn­mála­mað­ur. Hann er Svarti Pétur í þessum slag; maður hinna mörgu and­lita. Klauf sig frá sós­í­alistum og hætti sem við­skipta­ráð­herra á kjör­tíma­bil­inu og ákvað að fara sínar eigin leið­ir, stofn­aði hreyf­ing­una En Marche! eða Áfram Gakk! Hann var einn helsti aðstoð­ar­maður og náinn sam­starfs­maður for­set­ans. Þetta þótti því djörf ákvörð­un. 

Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!. MYND:EPAFylgi hans hefur farið vax­andi; hann kemur vel fyr­ir, snjall penni og ræðu­mað­ur. Hann seg­ist hvorki vera til vinstri né hægri, það séu úreltar hug­myndir í stjórn­mál­um. En vinstri menn segja hann dæmi­gerðan tæknikrata og fyr­ir­gefa honum seint fyrir að vera aðal höf­undur nýrr­ar, umdeildrar vinnu­lög­gjafar sem var keyrð í gegn með miklum lát­um. Verka­lýðs­arm­ur­inn í Sós­í­alista­flokknum upp­nefnir hann Brútus og telur hann tæki­fær­is­sinna og furðu­fugl. Hann á hins vegar mögu­leika á að kom­ast áfram í aðra umferð og þannig gætu bæði hægri og vinstri menn sæst á að kjósa hann til að halda Front National frá völd­um. Emmanuel Macron yrði þá yngsti for­set­inn í sögu lýð­veld­is­ins.   

Mar­ine Le Pen 

Eftir vand­ræða­gang sós­í­alista og ófar­ir Fillon síð­ast liðnu daga vex for­maður Þjóð­fylk­ing­ar­innar eins og púk­inn á fjós­bit­an­um. Hún er Don­ald Trump Frakk­lands; hægri öfga­kona sem talar fyrir rót­tækum breyt­ing­um, hert­ari stefnu gegn inn­flytj­endum og múslim­um. Hún hefur stillt upp for­seta­kosn­ingum sem val um Evr­ópu­sam­band­ið. Hún vill slíta sam­starf­inu og henda evr­unni. Nú sé ann­að Brexit í upp­sigl­ingu – eða Frexit. Kom­ist hún til valda er því fram­tíð Evr­ópu­sam­bands­ins í algjöru upp­námi.   

Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. MYND:EPAHins vegar er staða hennar í flokknum síður en svo trygg. Þar eru erjur og fjöl­skyldu­deilur sem helst minna á sápu­óp­eru. Ber þar hæst dramat­ískar deilur hennar við föður sinn Jean Marie Le Pen. Hann er stofn­andi og heið­urs­for­seti Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, þrátt fyrir að dóttir hans hafi rekið hann úr flokknum 2015 fyrir enda­lausar upp­á­komur og öfga­full ummæli um gyð­inga og múslima. Hún þykir hóf­sam­ari en hann og hefur þannig náð til breið­ari hóps. Jean Marie Le Pen komst í seinni umferð for­seta­kosn­ing­anna 2002, gegn Jacques Chirac. Þá flykkt­ust vinstri menn og kusu hinn óvin­sæla hægri mann Chirac til þess að halda Le Pen frá völd­um. 

Eftir að Mar­ine Le Pen rak kall­inn úr flokknum hefur hann unnið gegn dóttur sinni. Gagn­rýnt hana harð­lega og lagt ríka áherslu á að hinn rétti og sanni arf­taki hans í flokknum sé litla frænkan Marion Maréchal-Le Pen, rétt rúm­lega tví­tugur þing­maður Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, sem er mun öfga­fyllri en stóra frænkan sem leiðir flokk­inn. 

Auglýsing

En Mar­ine Le Pen er for­ing­inn og þekktasta and­lit hægri öfga­flokka í Evr­ópu. Með 27% fylgi í skoð­ana­könn­un­um, sem hefur auk­ist í kjöl­far hryðju­verka. Menn ótt­ast að önnur árás gæti gjör­breytt stöð­unni og hrein­lega fleytt henni í for­seta­höll­ina. Það myndi þýða nýja (og sumir segja ógn­væn­lega) tíma í frönsku þjóð­lífi og jafn­vel Evr­ópu.  

Ben­oît Hamon

Það kom öllum að óvörum þeg­ar Hamon bar sigur úr býtum í for­vali Sós­í­alista­flokks­ins 29. jan­úar síð­ast lið­inn. Hann er fram­bjóð­andi vinstri manna í for­seta­kosn­ing­un­um. Hamon hætti sem mennta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn­inni fyrir tveimur árum og var þar með gerður útlægur af for­ingj­un­um Francois Hollande og Manuel Valls. Nú hefur verið gerð hall­ar­bylt­ing, hann tekið yfir og hent þeim út. Þetta er hálf­gerð ævin­týra­saga í póli­tík­inni. Það getur reynst árang­urs­ríkt þegar menn þora að reiða til höggs, taka áhættu í stjórn­mál­u­m. Hamon boðar nýja tíma, nýjar aðferðir og er væg­ast sagt mjög rót­tækur sós­í­alist­i. 

Sér­fræð­ingar spyrja: Mun fólk almennt kjósa þennan mann? Loks­ins alvöru sós­í­alisti sem stendur með launa­fólki segja sum­ir, en brjál­æð­ingur að mati ann­ara. Hann er stundum kall­aður „Bernie Sand­ers Frakk­lands“. Vill fara aftur í ræt­urnar og talar fyrir hreinni stéttapóli­tík. 49 ára gam­all, vill lög­leiða kanna­bis, skatt­leggja sér­stak­lega fyr­ir­tæki með vit­vél­ar, inn­leiða borg­ara­laun sem væri þá 750 evrur á mán­uði eða um 100.000 krón­ur, óháð tekj­um. Svo vill hann stytta vinnu­vik­una niður í 32 stund­ir. Hann er lík­legur til alls og það var í raun ótrú­legt að sjá hann leggja af velli í for­val­inu hinn gríð­ar­sterka sjórn­mála­mannManuel Valls – fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og um tíma vin­sæl­asti stjórn­mála­maður Frakk­lands. 

Benoît Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. MYND: EPASós­í­alistar hafa verið í mik­illi krísu – fylgi þeirra hefur hrunið og hreyf­ingin er marg­klof­in, eins og gerst hefur víða í Evr­ópu. Það er ólga í Frakk­landi; atvinnu­leysi er mik­ið, ójöfn­uður fer vax­andi og það er mikil gremja víða. Hamon segir að nú sé tími til þess að fara aftur í ræt­urnar og boðar alvöru sós­í­al­isma. Þeg­ar Hamon var mennta­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Hollande var hann afar og gagn­rýn­inn og mót­mælti harð­lega stefnu for­set­ans, þótti hún of hægri sinnuð og gekk úr sam­starf­in­u.  

Þegar for­valið hóf­st, fyrir tveimur mán­uð­um, þótti Hamon ekki lík­legur til afreka. Ung­ur, rót­tæk­ur, reynslu­laus. Eng­inn af topp­unum í flokknum studdi hann. En svo tók hann þetta. Nú hafa margir sós­í­alistar yfir­gefið flokk­inn og fært sig yfir til Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar; yfir í öfga hægrið sem er ráð­gáta fyrir marga stjórn­mála­heim­spek­inga. En Hamon segir að sós­í­alista­flokk­ur­inn franski hafi sjálfur yfir­gefið verka­lýð­inn og nú sé kom­inn tími til að tala aftur við og vinna fyrir almenn­ing. Hann seg­ist ætla nútíma­væða Frakk­land þar sem miklar breyt­ingar eru fram und­an; staf­ræna bylt­ingin sé rétt að hefj­ast og róbótar eða vit­vélar eigi eftir að gjör­breyta atvinnu­líf­inu. Margir eigi eftir að missa vinn­una. Þessar breyt­ingar kalli á nýja hugs­un. Ef ekk­ert verði gert og það strax taki við hryll­ing­ur. Frakk­land breyt­ist í þjóð­fé­lag sem helst má finna lík­ingu við í vís­inda­skáld­sögum á borð við 1984. 

Hins vegar gæti stefna Hamon haft hrylli­legar afleið­ingar fyrir franskt efna­hags­líf og end­an­lega farið með rík­is­sjóð sem stendur höllum fæti. Eins og staðan er núna er hann ekki lík­legur og skorar ekki hátt í skoð­ana­könn­un­um. En fréttir af nýjum for­seta Banda­ríkj­anna eru þá þegar farnar að hreyfa við kjós­endum í Frakk­landi og margir spá því að rót­tæk vinstri stefna eigi jafn­vel eftir að höfða til fólks í auknum mæli í kom­andi kosn­ing­um. 

Eins og staðan er núna getur því allt gerst. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None