Wall Street liggur yfir skrifum Klarmans

Seth Klarman er goðsögn á Wall Street en hann rekur fjárfestingarsjóð sinn frá Boston. Í bréfi til fjárfesta lýsir hann áhyggjum sínum af efnahagsstefnu Donalds Trump.

Seth A. Klarman í símanum.
Seth A. Klarman í símanum.
Auglýsing

Maður er nefndur Seth A. Klarman og er 59 ára gam­all fjár­festir í Boston. Hann stýrir fjár­fest­ing­ar­stjóðnum Baupost Group, sem er með eignir upp á um 30 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 3.500 millj­örðum króna.

Hagn­að­ist á hruni íslensku bank­anna

Sjóð­ur­inn sem Klarman stýrir hagn­að­ist einna mest á hruni íslensku bank­anna af öllum vog­un­ar­sjóðum sem áttu kröfur á þá. Í Við­skipta­blað­inu var fjallað um hagnað sjóðs­ins, 14. júlí í fyrra, og kom þá meðal ann­ars fram að Baupost hefði verið langstærsti kröfu­hafi föllnu bank­anna meðal vog­un­ar­sjóða við útgáfu fyrstu kröfu­skráa slita­bú­anna og átti sjóð­ur­inn kröfur á Kaup­þing og Glitni upp á alls 464 millj­arða króna að nafn­virði í „nafni ýmissa skúffu­fé­laga sem kennd voru við íslensk kenni­leiti. Má þar nefna félög á borð við Geysir Fund, Grinda­vík Fund og Gull­foss Partner­s,“ eins og orð­rétt sagði í umfjöll­un­inni.

Í Við­skipta­blað­inu kom enn fremur fram að sjóð­ur­inn hefði hagn­ast í krónum talið um 96,1 millj­arð á fjár­fest­ingu sinni og miðað við 15% ávöxt­un­ar­kröfu, sem vog­un­ar­sjóðir gera gjarnan á fjár­fest­ingu sína, var hreint núvirði við­skipt­anna (e. Net Pres­ent Value) jákvætt um 45,7 millj­arða. Náði sjóð­ur­inn 51,3% árlegri ávöxt­un.

Wall Street, þar sem hlutirnir gerast.

Ross Sorkin segir Wall Street liggja yfir skrifum hans

Þessa dag­ana hafa skrif Klarmans um efna­hags­stefnu Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, náð eyrum fjár­festa á Wall Street en Klarman hefur áhyggjur af því að of mikil ein­angr­un­ar­stefna, sem Trump ætlar að hrinda í fram­kvæmd, muni til langs tíma valda miklu tjóni í banda­rísku efna­hags­lífi.

Auglýsing


Andrew Ross Sork­in, blaða­maður New York Times og höf­undur bók­ar­innar Too Big To Fail, segir í umfjöllun á vef blaðs­ins í gær, að í bréfi sem Klarman sendi til fjár­festa komi fram miklar áhyggjur af áformum Trumps. 

Sér­stak­lega nefnir hann að þrátt fyrir að til skamms tíma geti komið byr í seglin með því að kippa við­skipta­samn­ingum við aðrar þjóðir og ríkja­banda­lög úr sam­bandi, semja upp á nýtt og hálf­part­inn neyða fram­leiðslu­fyr­ir­tæki til þess að skapa störf heima fyr­ir, þá þurfi að hugsa málin alla leið. Trump hefur sagt að Banda­ríkin muni alltaf verða í fyr­ir­rúmi (Amer­ica fir­st) og sá tími, þar sem aðrar þjóðir hagn­ist á Banda­ríkj­un­um, sé lið­inn. Hann hefur boðað úrsögn úr hinum svo­nefndu TPP-við­ræð­um, þar sem tólf þjóða við­skipta­samn­ingur á að liðka fyrir við­skiptum á Kyrra­hafs­svæð­inu og þá ekki síst í Asíu og Ástr­al­íu.



Ekki muni líða á löngu þar til þessi „efna­hag­spóli­tík“ muni byrja að vinna gegn fram­þróun banda­rísks efna­hags­lífs. Klarman gerir aukna sjálf­virkni og tækni­fram­þróun að umtals­efni, og segir að stefna Trumps kunni að hægja á því að mark­að­ur­inn fái að þró­ast eins og hann ætti að gera, en það muni aðeins bitna á sam­keppn­is­hæfni til fram­tíð­ar. Einmitt hlutir eins og þessir séu ástæðan fyrir því að Banda­ríkin hafi fyrir löngu flúið ein­angr­un­ar­stefnu. Það sé ekki nóg með að hún virki ekki til styttri eða lengri tíma, heldur „verði sam­fé­lögin fyrir miklum skaða“. 

Gæti orðið „sjokk“

Klarman seg­ist enn fremur ótt­ast að skatta­lækk­anir - án þess að þær séu útfærðar nægi­lega vel - geti leitt til þver­öf­ugra áhrifa miðað við mark­mið­ið, um að örva fjár­fest­ingu. Sam­bland skatta­lækk­ana og síðan auk­innar ein­angr­un­ar­stefnu í hag­kerf­inu geti leitt til þess að aukið ójafn­vægi verði í hag­kerf­inu, sem geti síðan skilað sér í auk­inni verð­bólgu. Það gæti birst sem „sjokk“ fyrir fjár­fest­u­m. 

Stjórn­un­ar­stíll­inn sjálfur áhættu­at­riði

Klarman segir í bréf­inu að þó Trump reyni að koma fram, sem maður sem hafi mikið sjálfs­traust, þá birt­ist hann oft sem ólík­inda­tól og gefi ekki frá sér straum hins örugga og far­sæla leið­toga. Hann seg­ist auk þess óttast, að í ljósi mik­il­vægis emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, þá geti skap­ast stórt og mikið óvissu­ský á mörk­uð­um, þar sem erfitt er að sjá fyrir hvað sé framundan og almennt að skilja hvað stjórn­völd séu að reyna að gera. „Jafn­vel þó að hlut­irnir geti farið á besta veg, þá getur skap­ast far­vegur fyrir stöðu þar sem verð­bólga rýkur upp, vext­irnir með og erf­ið­leikar þar með í hinu alþjóða­vædda hag­kerf­i,“ segir Klarm­an.

Goð­sagn­ar­kennd bók

Bók sem Klarman sendi frá sér árið 1991, Margin of Safety: Risk-a­verse Value Invest­ing Stra­teg­ies Bókin hans Seth Klarman þykir afbragðsgóð og snjöll.for the Thought­ful Investor, er goð­sagn­ar­kennd á meðal miðl­ara og fjár­festa á Wall Street. Bókin gengur kaupum og sölum dýrum dómum á net­inu og er nær ófá­an­leg í bóka­búð­um. Á Ebay kostar hún 1.499 Banda­ríkja­dali, eða sem nemur um 175 þús­und krón­um. Í bók­inni fjallar hann um fjár­fest­inga­stefnu sína og hvernig eigi að nálg­ast hluta­bréfa­mark­aði á grunni þess að þora að taka áhættu, en á sama tíma að horfa til langs tíma. Það sem helst þykir heill­andi við bók­ina er að hún er vel skrifuð og í henni er að finna nákvæm­is­at­riði, sem snúa að tíma­setn­ingum við­skipta og fram­kvæmd fjár­fest­inga­stefnu. Þetta hefur heillað les­endur allt frá útgáfu og vin­sældir bók­ar­innar aukast sífellt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None