Sláturhúsið í Saydnaya

Hryllingurinn í Sýrlandi hefur birst með ýmsum hætti í borgarastyrjöldinni í landinu. Amnesty International vörpuðu ljósi á skelfileg fjöldamorð í fangelsi í landinu.

Kristinn Haukur Guðnason
Assad
Auglýsing

Hið alræmda Saydnaya fang­elsi í Sýr­landi hefur um ára­tuga skeið hýst póli­tíska óvini al-Assad stjórn­ar­inn­ar. Fram að borg­ara­styrj­öld­inni sem nú geysar í land­inu voru það yfir­leitt skæru­liðar og aðrir víga­menn, bæði sýr­lenskir og erlend­ir. Vistin þar var hörð og ýmis mann­rétt­inda­brot framin en síðan stríðið braust út árið 2011 hefur eðli starf­sem­innar breyst til muna og til hins verra. Nýlega kom út skýrsla sem varpar ljósi á umfang starf­sem­innar sem á beina teng­ingu við efstu lög valda­kerfis lands­ins og for­set­ans Bashar al-Assad.

Bar­áttu­tæki gegn íslömskum víga­mönnum

Fang­elsið í Saydnaya var byggt árið 1987 og er eitt af þeim allra stærstu í land­inu með rými fyrir 5000 fanga. Það stendur um 30 kíló­metrum norðan við höf­uð­borg­ina Damascus, skammt frá landa­mær­unum við Líbanon. Það var byggt í stjórn­ar­tíð Hafez al-Assad, föður núver­andi for­seta lands­ins Bashar al-Assad. Hafez stýrði Sýr­landi með harðri hendi fyrir Ba´­ath flokk­inn í tæp­lega 30 ár, frá 1971 til dauða­dags hans árið 2000. Ba´­ath er ver­ald­legur stjórn­mála­flokk­ur, tengdur íraska Ba´­ath flokki Sadd­ams Hussa­ins, sem byggir á sós­í­al­isma og sam-­ar­ab­ískri þjóð­ern­is­kennd en hafnar trú­ar­legum öfg­um. Snemma í for­seta­tíð Hafez al-Assad, þurfti hann að kljást við upp­reisn íslamskra skæru­liða-og hryðju­verka­sam­taka á borð við Bræðra­lag múslima sem réð­ust á her­menn, lög­reglu­menn og almenna borg­ara. Stjórn­ar­her­inn brást hart við og kvaddi upp­reisn­ina í kút­inn árið 1982. 

Þá voru flestir leið­togar sam­tak­anna annað hvort drepnir eða fang­els­að­ir. Eftir þessa upp­reisn beitti her­inn sér af mik­illi hörku gegn öllum þeim sem grun­aðir voru um að styðja ísla­mistana. Tug­þús­undir end­uðu í fang­elsi þar sem kerf­is­bundnum pynd­ingum og drápum var beitt um langt skeið. Saydna­ya, sem stjórnað er af her­lög­regl­unni, var liður í þessum aðgerð­um. Vitað var að Saydnaya væri eitt harð­neskju­leg­asta fang­elsi lands­ins og það breytt­ist ekk­ert þegar Bashar al-Assad tók við völdum af föður sín­um. Árið 2008 komst það í heims­frétt­irnar þegar fangar þar gerðu mikið upp­þot. Fjöl­margir fangar úr Bræðra­lagi múslima voru þar enn. Upp­þotið var hins vegar brotið á bak aftur af mik­illi hörku og um 50 fangar hurfu spor­laust. Eftir upp­þotið var örygg­is­gæslan hert til muna og með­ferðin á föng­unum varð verri.

Auglýsing

Stefnu­breyt­ing í borg­ara­styrj­öld­inni

Í jan­úar árið 2011 hófust frið­sam­leg mót­mæli sýr­lenskra borg­ara gegn stjórn Bashar al-Assad. Mót­mælin stóðu yfir mán­uðum saman en lög­reglan og her­inn brugð­ust við með því að berja  og skjóta á mót­mæl­end­ur. Þetta olli því að ýmsir hópar tóku sig saman og hófu vopn­aða upp­reisn gegn stjórn­ar­hernum um sum­ar­ið. Þá var mörgum ísla­mistum sleppt lausum úr fang­elsum lands­ins, þ.á.m. fjöl­mörgum úr Saydna­ya. Sumir þess­ara fanga voru jafn­vel vopn­aðir af stjórn­ar­hernum þó að vitað væri að þeir myndu ganga til liðs við upp­reisn­ar­menn­ina. Þetta var gert til að stjórn al-Assad liti betur út í sam­an­burði við upp­reisn­ar­menn­ina í augum alþjóða­sam­fé­lags­ins. Það virk­aði þó ekki og einu þjóð­irnar sem studdu stjórn al-Assad beint voru Rússar og Íranir sem þegar voru banda­menn þeirra. Hinn vest­ræni heimur vildi ein­ræð­is­herr­ann frá. Um haustið hóf stjórn al-Assad hins vegar að hand­taka almenna borg­ara í massa­vís. Fólk var hand­tekið fyrir það eitt að hafa tekið þátt í frið­sam­legum mót­mæl­um, fólk sem aldrei hafði gripið til vopna. Her­lög­reglan réðst inn í hverfi sem talin voru óvin­veitt for­set­anum og hand­tóku fólk, jafn­vel án þess að hafa neitt hald­bært í höndum um sekt þeirra. Fjöl­margir voru hand­teknir vegna sögu­sagna og slúð­urs ann­arra borg­ara. 

Fang­elsin voru fljót að fyll­ast og í Saydnaya hýsti nú að jafn­aði um 20.000 fanga, fjór­falt fleiri en það var byggt fyr­ir. Hver ein­asti Sýr­lend­ingur vissi hversu slæm vistin í Saydnaya var og að ef maður yrði sendur þangað væri óvíst hvort maður kæmi lif­andi þaðan út. Nú í febr­úar birti Amnesty International skýrslu um fang­els­ið. Hún er byggð á vitn­is­burðum 84 fyrrum fanga, fanga­varða og dóm­ara, og er mun dekkri en nokkurn gæti órað fyr­ir.

Vel­kom­inn til Saydna­ya!

Fang­arnir eru fluttir til Saydnaya með stórum vöru­bílum sem ætl­aðir eru fyrir kjöt­af­urð­ir. Þeim er yfir­leitt ekki sagt hvert þeir eru að fara en margir geta sér þó til um það. Þegar þangað er komið eru þeir dregnir út úr bíl­unum og við tekur “veisla” til að bjóða þá vel­komna í and­dyri hinnar svoköll­uðu rauðu bygg­ing­ar. Þessi veisla er í raun nokk­urs konar vígsla eða próf­raun. Allir nýju fang­arnir eru barðir heift­ar­lega með ýmsum svipum og kylfum til að gefa þeim nasa­þef­inn af því sem koma skal. Þeir sem öskra hæst eru barðir mest en þeir sem geta afborið mis­þyrm­ing­una í hljóði sleppa best. Í þessum veislum fara fanga­verð­irnir gjarnan í keppni sín á milli um hver hefur mesta úthaldið til að berja á föng­un­um. Það tekur lík­am­lega á að berja fólk í langan tíma. 

Einnig skipt­ast þeir á til að gefa hvorum öðrum hvíld. Eftir veisl­una er föng­unum smalað inn í klef­ana. Klef­arnir eru tvenns kon­ar, ein­stak­lings­klefar og hóp­klef­ar. Í ein­stak­lings­klef­unum eru geymdir u.þ.b. 9 fangar og um 50 í hóp­klef­un­um. Klef­arnir eru mjög litlir og auk þess mega fang­arnir ekki nýta þá til fulls, þ.e. þeir mega ekki vera nálægt hurð­inni. Fjöl­margir fangar eru í rifnum fötum eða jafn­vel hálf­naktir eftir veisl­una en þeir fá ekki annan klæðnað við kom­una. Í klef­unum er ekk­ert ljós svo að fang­arnir sitja löngum stundum í algeru myrkri. Þá er aðeins eitt sal­erni í hverjum klefa og nokkur teppi. Ofan á þetta allt saman mega fang­arnir ekki tala, hvorki sín á milli né við fanga­verð­ina. Það verður að ríkja algjör þögn í klef­un­um.

Hel­víti á jörð

Í Saydnaya búa fang­arnir við stöðugan ótta. Versta hljóðið sem þeir heyra er þegar þeir eru vaktir klukkan 5:30-6:00 á morgn­anna. Verð­irnir koma gjarnan inn í klef­ana og berja fang­ana eða flytja þá í aðra álmu fang­els­is­ins þar sem stund­aðar eru pynd­ing­ar. Þeir geta komið hvenær sem er, stundum taka þeir ein­ungis fyrir einn klefa en stundum ganga þeir á röð­ina. Allir fang­arnir heyra nákvæm­lega hvað er að ger­ast, það er hluti af pynd­ing­unni. Heyrnin verður næm­ari með hverjum deg­inum í Saydna­ya. Þeir læra fljótt að þekkja fót­spor hvers varðar og hvaða pynd­inga­tól er verið að nota hverju sinn­i. 

Algeng­ustu tólin eru svipur úr raf­magns­vír, járn­píp­ur, kylfur úr gúmmí og tré, vatns­fötur og hjól­barðar sem eru bæði skornir niður í ræmur sem svipur og til að koma föng­unum í óþægi­legar stell­ing­ar. Einn salur fang­els­is­ins hafði áður verið mat­salur með borðum og bekkjum en nú er hann ein­ungis not­aður fyrir pynd­ing­ar. Fang­arnir eru látnir hlaupa hratt í myrkri yfir borðin og bekk­ina uns þeir detta og brjóta þá oft bein eða tenn­ur. En þeir öskra ekki, a.m.k. ekki þeir sem hafa verið í fang­els­inu um nokkurn tíma. Sumum föngum hefur verið nauðgað af vörð­unum og sumir fangar hafa verið neyddir til þess að nauðga öðr­um. Fang­arnir eru einnig hæddir og smán­aðir og neyddir til að segja við­ur­styggi­lega hluti um fjöl­skyldur sín­ar. Þeir lifa í við­var­andi ótta, sárs­auka og nið­ur­læg­ingu.

Um klukkan 13:00 skín sólin inn í klef­ana og þeir sjá almenni­lega framan í hvorn ann­an. Sumir eru naktir og því hlýjan mjög vel­kom­in. Þennan tíma nota fang­arnir til snyrt­ing­ar, t.d. til að týna lýs af hvorum öðr­um. Til dægrar­stytt­ingar skrifa þeir á vegg­ina með belt­is­sylgjum en stroka það jafn­harðan út svo verð­irnir sjái það ekki. Þeir stara á flís­arnar og reyna að sjá myndir út úr þeim. Sumir hvísla vers úr kór­an­inum sem þeir kunna utan­bókar og kenna þeim sem ekki þekkja. Þeir fá ekk­ert að borða fyrr en seinni part dags og sumir ekki fyrr en um kvöld­ið. 

Mat­ar­tím­arnir eru samt slæmir því að yfir­leitt fylgja þeim bar­smíð­ar. Þegar verð­irnir koma inn þurfa fang­arnir að vera í ákveð­inni stell­l­ingu þ.e. krjúp­andi, með lokuð augu og snúa í átt að veggn­um. Þeir fá ávallt það sama þ.e. hrís­grjón, egg, ólífur og sultu, öllu hrært saman í einn graut. Oft er mat­ur­inn skítugur og jafn­vel ataður í blóði. Skammt­arnir eru alls ekki nægir og fang­arnir borða allt sem þeir fá, meira að segja eggja­skurn. Það er aldrei neitt rusl eftir þá. Eftir langa dvöl í Saydnaya byrjar hungrið að yfir­taka líf fang­anna. Þeir hugsa um ekk­ert annað en mat, ekki einu sinni fjöl­skyldur sínar sem þeir fá engar frengir af. 

Af og til er skrúfað fyrir vatnið í klef­un­um, í allt að þrjá sól­ar­hringa í senn. Þegar ofþorn­unin tekur völdin fá fang­arnir ofskynj­anir og sjá vatn í hyll­ingum renna niður veggi klef­ans. Þeir reyna hvað sem er til að fá nokkra vatns­dropa, jafn­vel að sjúga þá úr sal­ern­inu. Stundum eru þeir bleyttir því á nótt­unni er kalt. Margir veikj­ast vegna þess en fá enga aðhlynn­ingu. Besta hljóðið sem þeir heyra er þegar verð­irnir skipa þeim að fara að sofa á kvöld­in. Eng­inn vill vakna á nýjan leik í Saydnaya og yfir­leitt eru nokkrir sem sleppa við það þegar verð­irnir vekja þá um morg­un­in. 



Mennskt slát­ur­hús

Það er ekki að ósekju að Saydnaya hefur verið kallað mennskt slát­ur­hús. Það er sagt að um 75% af þeim sem fara þangað inn komi ekki aftur út. Margir deyja eftir pynd­ing­ar, úr sjúk­dómum eða slæmum aðbún­aði. En aðrir eru teknir af lífi og aftök­urnar virð­ast gerðar af handa­hófi. Venju­lega sækja verð­irnir þá á mánu­dögum og mið­viku­dög­um, 20-50 í senn. Stundum eru heilu klef­arnir tæmd­ir. Sumar aftök­urnar eru þó beinar skip­anir frá æðstu vald­höfum al-Assad stjórn­ar­inn­ar. Þeir eru vaktir seint um kvöld og sagt að verið sé að flytja þá í annað fang­elsi en þeir eru yfir­leitt barðir og smán­aðir á leið­inni út. 

Í raun er aðeins farið með þá í næsta hús, í hvítu bygg­ing­una svoköll­uðu. Það er bundið fyrir augu þeirra og þeir leiddir að skrif­borði. Þar er þeim sagt að stimpla fingrafar sitt á blað sem sýni hverjir þeir séu. Blaðið er hins vegar yfir­lýs­ing um sýr­lenska ríkið beri ekki ábyrgð á dauða þeirra. Þá taka við sýnd­ar­rétt­ar­höld sem taka yfir­leitt ekki lengri tíma en 2-3 mín­út­ur. Oft­ast eru dóm­arnir aðeins byggðir á játn­ingum fang­anna sjálfra eftir pynd­ing­ar. Það er svo farið með þá í kjall­ara hvítu bygg­ing­ar­innar þar sem þeim er stillt upp nokkrum í senn og þeir hengdir í snörum sem bundnar eru við járn­rör. 

Sumir þeirra vita ekki að þeir munu deyja fyrr en snaran er komin um háls þeirra. Dauð­inn í snör­unni tekur langan tíma. Dóm­ari sem var vitni af aftökum sagði að þeir væru látnir hanga í ca. 10-15 mín­út­ur. Þeir yngstu eru oft ekki nógu þungir til hengj­ast og því þurfa fanga­verðir að kippa í fætur þeirra svo þeir háls­brotni. Sumir fangar eru geymdir í hvítu bygg­ing­unni og þeir heyra vel hvernig heng­ing­arnar fara fram í gegnum veggi og gólf. Þegar aftök­unum er lokið er farið með líkin til her­spít­al­ans í Tis­hreen, þar sem sjálfur Bashar al-Assad lærði augn­lækn­ing­ar. Þar er dán­ar­or­sök úrskurðuð sem annað hvort hjarta­bilun eða önd­un­ar­færa­vanda­mál. Að lokum eru líkin grafin í fjölda­gröfum á landi sýr­lenska hers­ins sunnan og vestan við höf­uð­borg­ina. Fjöl­skyldur fang­anna fá ekk­ert að vita um afdrif þeirra.



Ábyrgð stjórn­valda

Amnesty International áætlar að á bil­inu 5000 til 13.000 fangar hafi verið hengdir án dóms og laga í Saydnaya frá sept­em­ber mán­uði árið 2011 til árs­loka 2015. Í skýrsl­unni sem Nicolette Wald­man samdi fyrir sam­tökin er full­yrt að pynd­ing­arn­ar, aðbún­að­ur­inn og aftök­urnar í fang­els­inu séu árás á sýr­lenskan almenn­ing. Einnig að þær flokk­ist sem stríðs­glæpir og glæpir gegn mann­kyni sem beri að rann­saka af óháðum aðil­um.

Áður en skýrslan kom út var áætlað að tæp­lega 18.000 þús­und fangar hefðu dáið í borg­ara­styrj­öld­inni í öllum fang­elsum lands­ins. Þetta þýðir hins vegar að sú tala er allt of lág. Wald­man segir jafn­framt að það sé engin ástæða til að halda að pynd­ing­arnar og aftök­urnar hafi hætt árið 2016. Vænt­an­lega hafa þús­undir í við­bót farist í Saydnaya allt til dags­ins í dag. Um miðjan jan­úar 2017 fóru Amnesty International fram á svör frá sýr­lensku stjórn­inni vegna Saydnaya en hafa ekki fengið nein. Sam­tökin eru jafn­framt bönnuð í land­inu. Tals­menn Amnesty International við­ur­kenna að ýmsir stríðs­að­il­ar, s.s. ISIS og al-Nusra hreyf­ingin hafi gerst sekir um skelfi­lega stríðs­glæpi. En rann­sóknir þeirra leiða í ljós að stjórn al-Assad beri ábyrgð á mestu voða­verk­unum þegar kemur að póli­tískum föng­um.

Þeir geta heldur ekki neitað ábyrgð. Flestar aftöku­skip­an­irnar eru und­ir­rit­aðar af Fahd Jassem al-Freij, varn­ar­mála­ráð­herra lands­ins. Saydnaya er hluti af þeirri stefnu Bashar al-Assad að nota ótta og harð­neskju til að berja niður alla and­spyrnu við stjórn sína.

Hægt er að skrifa undir bæna­skjal til banda­rískra og rúss­neskra yfir­valda um að þrýsta á sýr­lensk yfir­völd að stöðva hryll­ing­inn í Saydnaya og öðrum fang­elsum lands­ins á vef Amnesty International.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None