Ferðamenn eyða 200 þúsund að meðaltali

Ekki er annað að sjá en að mikill vöxtur ferðaþjónustunnar í landinu muni halda áfram á þessu ári. Greining Íslandsbanka spáir því að fjöldi ferðamanna fari yfir 2,3 milljónir á þessu ári.

reykjavik_14481076496_o.jpg
Auglýsing

Grein­ing Íslands­banka var að gefa út nýja skýrslu um stöðu mála í ferða­þjón­ust­unni hér á landi og birt­ist spá í henni sem sýnir mik­inn áfram­hald­andi vöxt innan grein­ar­inn­ar. Í henni er að finna mikið magn gagna um þennan stærsta atvinnu­veg hag­kerf­is­ins. 

Hér eru tíu atriði sem vöktu athygli blaða­manns við lestur skýrsl­unn­ar. 

1. Ferða­þjón­usta er nú farin að skipta veru­legu máli sé litið til efna­hags­reikn­ings Íslands­banka. Af heild­ar­fyr­ir­tækja­lána­safni bank­ans þá eru lán til ferða­þjón­ustu nú 22 pró­sent af heild­inni. Sjá­v­út­vegur er um 20 pró­sent og fast­eigna­fé­lög 20 pró­sent. Aðrir geirar hafa minna hlut­fall af kök­unni.

Auglýsing

2. Spáin sem birt­ist í skýrsl­unni gerir ráð fyrir því að 2,3 millj­ónir ferða­manna muni heim­sækja landið á þessu ári og að gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­búss­ins vegna ferða­þjón­ustu verði 560 millj­arðar króna, eða sem nemur um 45 pró­sentum af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Til sam­an­burðar er gert ráð fyrir því í skýrsl­unni að gjald­eyr­is­tekj­urnar hafi numið 466 millj­örðum í fyrra eða um 39 pró­sent af heild­inni. Vöxt­ur­inn verður því mik­ill á þessu ári. 

3. Áhrif íbúð­ar­leigu vefs­ins Air­bnb hafa verið mik­il, og var vöxt­ur­inn milli áranna 2015 og 2016 sér­stak­lega mik­ill. Að með­al­tali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Air­bnb á árinu 2015 og um 809 á árinu 2016. Er þetta aukn­ing um 509 íbúðir en til sam­an­burðar voru 399 full­gerðar nýjar íbúðir í Reykja­vík á árinu 2016. „Fjölgun íbúða í heils­ársút­leigu á Air­bnb hefur því verið tals­vert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykja­vík yfir sama tíma­bil og þannig átt stóran þátt í mik­illi hækkun íbúða­verðs á svæð­inu. Heild­ar­tekjur vegna útleigu gisti­rýma á Air­bnb nam um 6,76 mö.kr. á árinu 2016 og um 2,51 ma.kr. á árinu 2015. Heild­ar­tekjur juk­ust því um 4,25 ma.kr. á milli ára eða um 169%,“ segir í skýrsl­unni. Ruðn­ings­á­hrifin á fast­eigna­verð, vegna Air­bnb, eru veru­leg, og einkum mið­svæðis í Reykja­vík.

4. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins hefur komið eins og himna­send­ing inn í hag­kerf­ið. Árið 2009 voru gjald­eyr­is­tekjur vegna ferða­manna áætl­aðar 156 millj­arðar króna, en gert er ráð fyrir því að tekj­urnar hafi verið 466 millj­arðar í fyrra.

5. Að með­al­tali eyddi hver ferða­maður 202 þús­und krónum í ferð sinni til lands­ins. Stór hluti af því, eða 43 pró­sent, fór í flug og gist­ingu. Þá fer um 12 pró­sent af því til ferða­skrif­stofa og 16 pró­sent í verslun og þjón­ust­u. 

6. Vöxtur ferða­þjón­ust­unnar hefur haft gíf­ur­lega mikil áhrif á bíla­mark­að­inn á Íslandi. Þannig er talið að 1 af hverjum 10 bílum í umferð­inni séu bíla­leigu­bíl­ar. Á árinu 2016 voru 20.847 bíla­leigu­bílar skráðir í bif­reiða­skrá þegar mest lét og var flot­inn þá að rjúfa 20.000 bíla múr­inn í fyrsta skipti, en þetta var aukn­ing um 35% frá árinu 2015 þegar bíl­arnir voru um 15.400 tals­ins, að því er segir í skýrsl­unni.

7. Hagn­aður fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, og arð­semi almennt, hefur verið að aukast og batna á síð­ustu árum. Þannig segir í skýrsl­unni að fram­leiðni á hvern starfs­kraft sé að aukast hratt, og hagn­aður fyr­ir­tækja fyrir fjár­magnsliði hafi auk­ist um 52 pró­sent frá árinu 2010. Styrk­ing krón­unnar hefur unnið á móti og má gera ráð fyrir að hagn­að­ur­inn hefði verið umtals­vert meiri með veik­ara gengi krón­unn­ar. 

Þessa skýringarmynd af eyðslu ferðamanna hér á landi, má finna í skýrslunni.

8. Óhætt er að segja að útlend­ingar gegni afar mik­il­vægu hlut­verki í ferða­þjón­ust­unni hér á landi. Um 22 pró­sent af starfs­kröftum innan hennar komar frá útlönd­um, eða um 4.500 starfs­menn, sé mið tekið af tölum frá Starfs­stöð ferða­mála fyrir árið 2015. Gera má ráð fyrir að sú tala hafi farið í sex þús­und á síð­asta ári, og muni vaxa enn frekar á þessu ári. 

9. Gengi krón­unnar er áhættu­þáttur fyrir ferða­þjón­ust­una, eins og ætla má. Mest hefur styrk­ing krón­unnar verið gagn­vart pundi (38%) en mun minni gagn­vart doll­ara (15%) og evru (19%). Bretar voru tæp­lega 18% af heild­ar­fjölda ferða­manna hér á landi í fyrra, hlut­deild Banda­ríkja­manna nær 24% en yfir fimmt­ungur ferða­manna kom frá þjóðum innan evru­svæð­is­ins. 

10. Síð­ast en ekki síst, í þess­ari upp­taln­ingu, er áhuga­vert að sjá hvernig fjallað er um Kefla­vík­ur­flug­völl. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir miklum fram­kvæmdum sem þar fara nú fram. Af ferða­mönnum sem hingað komu á síð­asta ári fóru rúm­lega 90% um Kefla­vík­ur­flug­völl. Flug­völl­ur­inn gegnir þannig mik­il­vægu hlut­verki fyrir Ísland og felur í sér mikil tæki­færi fyrir bæði íslensk og erlend flug­fé­lög til að nota Ísland sem tengi­höfn. „Í því felst hins vegar einnig áhætta fyrir íslenska hag­kerfið þ.e. að stór hluti gjald­eyr­is­tekna komi í gegnum einn flug­völl. Flug­völl­ur­inn hefur stækkað veru­lega síð­ustu ár. Frá byrjun ald­ar­innar hefur völl­ur­inn tæp­lega tvö­fald­ast að stærð og stæðum á flug­vell­inum hefur fjölgað hratt. Á árinu 2016 voru 29 stæði á vell­inum en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um 7 á næstu tveim árum,“ segir í skýrsl­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None