Fordæmalaus niðurskurður til mannúðarmála í kortunum hjá Trump

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gæti tapað stórum hluta af öllum sínum fjármunum gangi niðurskurðaráform Donalds Trumps eftir.

Trump
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Bana­ríkj­anna villa skera niður fjár­fram­lög til Sam­ein­uðu þjóð­anna (SÞ) um helm­ing. Slíkur nið­ur­skurður mun setja mann­úð­ar­starf á heims­vísu í upp­nám, en Banda­ríkin leggja mikið til slíks starfs í gegnum fram­lög sín til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Banda­ríkin hafa lagt til um 10 millj­arða Banda­ríkja­dala til SÞ á ári, eða sem nemur um 1.100 millj­örðum króna, sam­kvæmt umfjöllun For­eign Policy, og vill Trump minnka upp­hæð­ina niður í um 5 millj­arða Banda­ríkja­dala í fjár­lögum fyrir næsta ár. 

Ljóst er að nið­ur­skurð­ur­inn setur mann­úð­ar­starf SÞ í algjört upp­nám, ef ekki kemur til fjár­veit­ing frá öðrum þjóðum sem getur brúað þetta bil.

Við­vör­un­ar­orð á lok­uðum fundi

Hinn 9. mars síð­ast­lið­inn hittu banda­rískir emb­ætt­is­menn hjá SÞ starfs­bræður sína frá öðrum löndum sem leggja mikið til SÞ og vör­uðu þá við miklum nið­ur­skurði. Í For­eign Policy segir að fólkið hafi verið áhyggju­fullt, en ekki búið yfir neinum upp­lýs­ingum um hvernig nið­ur­skurð­inn myndi leggj­ast á ákveðnar stofn­an­ir. 

Spjótin bein­ast ekki aðeins að Trump og stefnu hans þegar að þessum málum kemur heldur ekki síður Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­stjóra olíu­ris­ans Exxon Mobile. Undir leið­sögn þeirra mun banda­ríska ríkið draga úr öllum fjár­hags­legum stuðn­ingi sínum í gegnum alþjóða­sam­starf, en á sama tíma auka fjár­út­lát til hers­ins og í inn­viða­fjár­fest­ingar í Banda­ríkj­un­um. Upp­hæð­irnar eru gríð­ar­lega háar. Fram­lög til hers­ins aukast um 54 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða meira en fimm­faldri árlegri upp­hæð Banda­ríkj­anna til SÞ eins og mál standa nú. 

Donald Trump, setur bandaríska hagsmuni alltaf í fyrsta sæti.

Inn­viða­fjár­fest­ing­arn­ar, sem áform­aðar eru, verða einnig umfangs­mikl­ar. Heild­ar­á­ætl­unin hjá Trump hljóðar upp á þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 110 þús­und millj­örðum króna. 

Hin hliðin á þessum miklu áformum er mik­ill nið­ur­skurð­ur, hjá hinum ýmsu stofn­unum og alþjóða­sam­tök­um, og þar eru SÞ und­ir. 

Kemur ekki á óvart

Ekki er hægt að segja að þessi áform hjá Trump komi á óvart. Þau eru algjör­lega í sam­ræmi við mál­flutn­ing hans fyrir kosn­ing­ar, nema hvað að það var auð­velt að skilja sum slag­orð hans þannig, að ekki myndi einn ein­asti Banda­ríkja­dalur renna til SÞ.

Auglýsing

Ric­hard Gowan, sér­fræð­ingur í málum SÞ hjá Evr­ópu­ráð­inu, segir í við­tali við For­eign Policy að margar stofn­anir muni fara sér­stak­lega illa út úr því, komi til þessa nið­ur­skurð­ar. Flótta­manna­hjálp SÞ er ein þeirra und­ir­stofn­anna sem mun verða fyrir miklum nið­ur­skurði. Af um fjög­urra millj­arða Banda­ríkja­dala fjár­munum henn­ar, þegar allt er talið, þá koma 1,5 millj­arðar frá Banda­ríkj­un­um. Lík­legt er að þetta muni ekki aðeins minnka heldur hverfa. Það eru um 170 millj­arðar króna sem ekki munu fara í að aðstoða flótta­menn. 

Margar aðrar und­ir­stofn­anir munu einnig finna fyrir veru­legum nið­ur­skurði og erf­ið­leik­um, eins og World Food Program. Sér­verk­efni sem hafa notið stuðn­ings Banda­ríkj­anna, eins og aðgerðir vegna mann­úð­ar­starfa í Suð­ur­-Súdan og aðgerða­á­ætlun vegna lofts­lags­breyt­inga og áhrifa þeirra á ein­stök svæð­i. 

Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

End­ur­skipu­lagn­ing SÞ

Framundan virð­ist mikið starf þar sem þarf að end­ur­skipu­leggja hlut­verk SÞ víða, gangi þessi áform Trump í gegnum þing­ið. Það gæti reynst þungt í skauti þar sem stuðn­ings­menn SÞ, og þess mikla starfs sem unnið er á vett­vangi þeirra, koma bæði úr röðum Repúblik­ana og Demókrata. 

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None