Fordæmalaus niðurskurður til mannúðarmála í kortunum hjá Trump

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gæti tapað stórum hluta af öllum sínum fjármunum gangi niðurskurðaráform Donalds Trumps eftir.

Trump
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Bana­ríkj­anna villa skera niður fjár­fram­lög til Sam­ein­uðu þjóð­anna (SÞ) um helm­ing. Slíkur nið­ur­skurður mun setja mann­úð­ar­starf á heims­vísu í upp­nám, en Banda­ríkin leggja mikið til slíks starfs í gegnum fram­lög sín til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Banda­ríkin hafa lagt til um 10 millj­arða Banda­ríkja­dala til SÞ á ári, eða sem nemur um 1.100 millj­örðum króna, sam­kvæmt umfjöllun For­eign Policy, og vill Trump minnka upp­hæð­ina niður í um 5 millj­arða Banda­ríkja­dala í fjár­lögum fyrir næsta ár. 

Ljóst er að nið­ur­skurð­ur­inn setur mann­úð­ar­starf SÞ í algjört upp­nám, ef ekki kemur til fjár­veit­ing frá öðrum þjóðum sem getur brúað þetta bil.

Við­vör­un­ar­orð á lok­uðum fundi

Hinn 9. mars síð­ast­lið­inn hittu banda­rískir emb­ætt­is­menn hjá SÞ starfs­bræður sína frá öðrum löndum sem leggja mikið til SÞ og vör­uðu þá við miklum nið­ur­skurði. Í For­eign Policy segir að fólkið hafi verið áhyggju­fullt, en ekki búið yfir neinum upp­lýs­ingum um hvernig nið­ur­skurð­inn myndi leggj­ast á ákveðnar stofn­an­ir. 

Spjótin bein­ast ekki aðeins að Trump og stefnu hans þegar að þessum málum kemur heldur ekki síður Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­stjóra olíu­ris­ans Exxon Mobile. Undir leið­sögn þeirra mun banda­ríska ríkið draga úr öllum fjár­hags­legum stuðn­ingi sínum í gegnum alþjóða­sam­starf, en á sama tíma auka fjár­út­lát til hers­ins og í inn­viða­fjár­fest­ingar í Banda­ríkj­un­um. Upp­hæð­irnar eru gríð­ar­lega háar. Fram­lög til hers­ins aukast um 54 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða meira en fimm­faldri árlegri upp­hæð Banda­ríkj­anna til SÞ eins og mál standa nú. 

Donald Trump, setur bandaríska hagsmuni alltaf í fyrsta sæti.

Inn­viða­fjár­fest­ing­arn­ar, sem áform­aðar eru, verða einnig umfangs­mikl­ar. Heild­ar­á­ætl­unin hjá Trump hljóðar upp á þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 110 þús­und millj­örðum króna. 

Hin hliðin á þessum miklu áformum er mik­ill nið­ur­skurð­ur, hjá hinum ýmsu stofn­unum og alþjóða­sam­tök­um, og þar eru SÞ und­ir. 

Kemur ekki á óvart

Ekki er hægt að segja að þessi áform hjá Trump komi á óvart. Þau eru algjör­lega í sam­ræmi við mál­flutn­ing hans fyrir kosn­ing­ar, nema hvað að það var auð­velt að skilja sum slag­orð hans þannig, að ekki myndi einn ein­asti Banda­ríkja­dalur renna til SÞ.

Auglýsing

Ric­hard Gowan, sér­fræð­ingur í málum SÞ hjá Evr­ópu­ráð­inu, segir í við­tali við For­eign Policy að margar stofn­anir muni fara sér­stak­lega illa út úr því, komi til þessa nið­ur­skurð­ar. Flótta­manna­hjálp SÞ er ein þeirra und­ir­stofn­anna sem mun verða fyrir miklum nið­ur­skurði. Af um fjög­urra millj­arða Banda­ríkja­dala fjár­munum henn­ar, þegar allt er talið, þá koma 1,5 millj­arðar frá Banda­ríkj­un­um. Lík­legt er að þetta muni ekki aðeins minnka heldur hverfa. Það eru um 170 millj­arðar króna sem ekki munu fara í að aðstoða flótta­menn. 

Margar aðrar und­ir­stofn­anir munu einnig finna fyrir veru­legum nið­ur­skurði og erf­ið­leik­um, eins og World Food Program. Sér­verk­efni sem hafa notið stuðn­ings Banda­ríkj­anna, eins og aðgerðir vegna mann­úð­ar­starfa í Suð­ur­-Súdan og aðgerða­á­ætlun vegna lofts­lags­breyt­inga og áhrifa þeirra á ein­stök svæð­i. 

Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

End­ur­skipu­lagn­ing SÞ

Framundan virð­ist mikið starf þar sem þarf að end­ur­skipu­leggja hlut­verk SÞ víða, gangi þessi áform Trump í gegnum þing­ið. Það gæti reynst þungt í skauti þar sem stuðn­ings­menn SÞ, og þess mikla starfs sem unnið er á vett­vangi þeirra, koma bæði úr röðum Repúblik­ana og Demókrata. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None