Fordæmalaus niðurskurður til mannúðarmála í kortunum hjá Trump

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna gæti tapað stórum hluta af öllum sínum fjármunum gangi niðurskurðaráform Donalds Trumps eftir.

Trump
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Bana­ríkj­anna villa skera niður fjár­fram­lög til Sam­ein­uðu þjóð­anna (SÞ) um helm­ing. Slíkur nið­ur­skurður mun setja mann­úð­ar­starf á heims­vísu í upp­nám, en Banda­ríkin leggja mikið til slíks starfs í gegnum fram­lög sín til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Banda­ríkin hafa lagt til um 10 millj­arða Banda­ríkja­dala til SÞ á ári, eða sem nemur um 1.100 millj­örðum króna, sam­kvæmt umfjöllun For­eign Policy, og vill Trump minnka upp­hæð­ina niður í um 5 millj­arða Banda­ríkja­dala í fjár­lögum fyrir næsta ár. 

Ljóst er að nið­ur­skurð­ur­inn setur mann­úð­ar­starf SÞ í algjört upp­nám, ef ekki kemur til fjár­veit­ing frá öðrum þjóðum sem getur brúað þetta bil.

Við­vör­un­ar­orð á lok­uðum fundi

Hinn 9. mars síð­ast­lið­inn hittu banda­rískir emb­ætt­is­menn hjá SÞ starfs­bræður sína frá öðrum löndum sem leggja mikið til SÞ og vör­uðu þá við miklum nið­ur­skurði. Í For­eign Policy segir að fólkið hafi verið áhyggju­fullt, en ekki búið yfir neinum upp­lýs­ingum um hvernig nið­ur­skurð­inn myndi leggj­ast á ákveðnar stofn­an­ir. 

Spjótin bein­ast ekki aðeins að Trump og stefnu hans þegar að þessum málum kemur heldur ekki síður Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­stjóra olíu­ris­ans Exxon Mobile. Undir leið­sögn þeirra mun banda­ríska ríkið draga úr öllum fjár­hags­legum stuðn­ingi sínum í gegnum alþjóða­sam­starf, en á sama tíma auka fjár­út­lát til hers­ins og í inn­viða­fjár­fest­ingar í Banda­ríkj­un­um. Upp­hæð­irnar eru gríð­ar­lega háar. Fram­lög til hers­ins aukast um 54 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða meira en fimm­faldri árlegri upp­hæð Banda­ríkj­anna til SÞ eins og mál standa nú. 

Donald Trump, setur bandaríska hagsmuni alltaf í fyrsta sæti.

Inn­viða­fjár­fest­ing­arn­ar, sem áform­aðar eru, verða einnig umfangs­mikl­ar. Heild­ar­á­ætl­unin hjá Trump hljóðar upp á þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 110 þús­und millj­örðum króna. 

Hin hliðin á þessum miklu áformum er mik­ill nið­ur­skurð­ur, hjá hinum ýmsu stofn­unum og alþjóða­sam­tök­um, og þar eru SÞ und­ir. 

Kemur ekki á óvart

Ekki er hægt að segja að þessi áform hjá Trump komi á óvart. Þau eru algjör­lega í sam­ræmi við mál­flutn­ing hans fyrir kosn­ing­ar, nema hvað að það var auð­velt að skilja sum slag­orð hans þannig, að ekki myndi einn ein­asti Banda­ríkja­dalur renna til SÞ.

Auglýsing

Ric­hard Gowan, sér­fræð­ingur í málum SÞ hjá Evr­ópu­ráð­inu, segir í við­tali við For­eign Policy að margar stofn­anir muni fara sér­stak­lega illa út úr því, komi til þessa nið­ur­skurð­ar. Flótta­manna­hjálp SÞ er ein þeirra und­ir­stofn­anna sem mun verða fyrir miklum nið­ur­skurði. Af um fjög­urra millj­arða Banda­ríkja­dala fjár­munum henn­ar, þegar allt er talið, þá koma 1,5 millj­arðar frá Banda­ríkj­un­um. Lík­legt er að þetta muni ekki aðeins minnka heldur hverfa. Það eru um 170 millj­arðar króna sem ekki munu fara í að aðstoða flótta­menn. 

Margar aðrar und­ir­stofn­anir munu einnig finna fyrir veru­legum nið­ur­skurði og erf­ið­leik­um, eins og World Food Program. Sér­verk­efni sem hafa notið stuðn­ings Banda­ríkj­anna, eins og aðgerðir vegna mann­úð­ar­starfa í Suð­ur­-Súdan og aðgerða­á­ætlun vegna lofts­lags­breyt­inga og áhrifa þeirra á ein­stök svæð­i. 

Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

End­ur­skipu­lagn­ing SÞ

Framundan virð­ist mikið starf þar sem þarf að end­ur­skipu­leggja hlut­verk SÞ víða, gangi þessi áform Trump í gegnum þing­ið. Það gæti reynst þungt í skauti þar sem stuðn­ings­menn SÞ, og þess mikla starfs sem unnið er á vett­vangi þeirra, koma bæði úr röðum Repúblik­ana og Demókrata. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None