Heimurinn að rétta úr kútnum

Pólitískar deilur eru viðvarandi en staða efnahagsmála í heiminum hefur batnað hratt að undanförnu.

Angela Merkel og Donlald Trump áttu sinn fyrsta fund fyrir helgi. Þau eru af mörgum talin vera í forystu fyrir andstæð öfl í heiminum í dag.
Angela Merkel og Donlald Trump áttu sinn fyrsta fund fyrir helgi. Þau eru af mörgum talin vera í forystu fyrir andstæð öfl í heiminum í dag.
Auglýsing

Þó nei­kvæðir straumar frá hinu póli­tíska sviði séu áber­andi um allan heim þessi miss­erin þá er staða efna­hags­mála að batna víða um heim. Það á við um Evr­ópu, Banda­rík­in, mörg Asíu ríki og Suð­ur­-Am­er­íku einnig. Umdeildar emb­ætt­is­færslur Don­alds Trumps og deilur um allt mögu­legt, hafa átt sviðið hjá stjórn­mála­mönn­un­um, en kröft­ugur efna­hags­bati víða um heim hefur ekki kom­ist mikið að í fyr­ir­sögn­um. 

Í leið­ara The Economist segir að þessu tíð­indi sum part óvænt, þar sem fátt hafi bent til þess að efna­hagur heims­ins myndi rétta jafn kröft­ug­lega úr kútnum og hann hefur gert að und­an­förnu.

Efna­hagur Banda­ríkj­anna styrkist 

Í Banda­ríkj­unum sköp­uð­ust 298 þús­und ný störf í febr­ú­ar, sem var langt fyrir spám grein­enda og með því mesta sem sést hefur í einum mán­uði tæp­lega þrjú ár. Í 77 mán­uði í röð hafa ný störf orðið til í Banda­ríkj­unum og flestar spár gera ráð fyrir vexti og fram­þróun á næstu miss­er­um. Atvinnu­leysi er nú undir 5 pró­sent að með­al­tali, en staða efna­hags­mála er þó æði mis­jöfn eftir ríkj­um. Best er hún í strand­ríkjum á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni en efna­hags­bat­inn hefur þó náð til flestra ríkja.

Auglýsing

Og líka í Evr­ópu

Í Evr­ópu hefur hag­vöxtur verið við­var­andi síð­ustu átján mán­uði en atvinnu­leysi er þó enn um 10 pró­sent að með­al­tali. Samt hafa töl­urnar ekki verið lægri frá því árið 2009 þegar þær fóru hratt hækk­andi, ekki síst í Suð­ur­-­Evr­ópu­ríkj­um. En eftir miklar örv­un­ar­að­gerðir Seðla­banka Evr­ópu, þar sem pen­ingum hefur verið dælt út á markað í gegnum skulda­bréfa­kaup fyr­ir­tækja, ekki síst fjár­mála­fyr­ir­tækja, þá hafa hjólin farið að snú­ast hraðar og hag­vöxtur auk­ist. 

Efnahagur Evrópu er að rétta úr kútnum, eftir langt erfiðleikatímabil í kjölfar efnahagskreppunnar.

En hvað með nýmark­aðs­rík­in?

Í The Economist kemur fram að stór lönd eins og Rúss­land og Brasil­ía, sem hafa gengið í gegnum mikla erf­ið­leika und­an­farin þrjú ár, gætu sýnt góðar hag­vaxtar tölur á þessu ári, þvert á það sem talið var fyrir skömmu síð­an. Olíu­drif­inn efna­hagur land­anna hefur sýnt bata­merki eftir mikla lægð, þó enn sé langt í að staðan verði góð, einkum í Bras­il­íu. Þar búa 200 millj­ónir manna, eða sem nemur meira en sam­an­lögðum íbúa­fjölda allrar Suð­ur­-­Evr­ópu, og hafa erf­ið­leikar þar rist djúpt í hag­kerfi Suð­ur­-Am­er­ík­u. 

Ísland í for­dæma­lausri stöðu

En hvernig blasir staðan á litla Íslandi við, í þessu sam­hengi? Þó það sé ekki mikið upp úr því að hafa, að bera stöðu mála á Íslandi saman við stór­þjóð­ir, þá verður ekki annað sagt en að bjartir tímar séu á Íslandi þessi miss­er­in.

Í fyrra var hag­vöxtur 7,2 pró­sent og hvergi í heim­inum hefur fast­eigna­verð hækkað hraðar en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­an­farið ár. Hækk­unin nemur 18,6 pró­sent­um. Þá er sár vöntun á vinnu­afli, og útlit fyrir áfram­hald­andi hag­vöxt og hækk­anir á fast­eigna­mark­aði. Drif­kraft­ur­inn er mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu en spár gera ráð fyrir að 2,3 millj­ónir manna sæki Ísland heim á þessu ári, sam­an­borið við 1,8 millj­ónir í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None