Heimurinn að rétta úr kútnum

Pólitískar deilur eru viðvarandi en staða efnahagsmála í heiminum hefur batnað hratt að undanförnu.

Angela Merkel og Donlald Trump áttu sinn fyrsta fund fyrir helgi. Þau eru af mörgum talin vera í forystu fyrir andstæð öfl í heiminum í dag.
Angela Merkel og Donlald Trump áttu sinn fyrsta fund fyrir helgi. Þau eru af mörgum talin vera í forystu fyrir andstæð öfl í heiminum í dag.
Auglýsing

Þó nei­kvæðir straumar frá hinu póli­tíska sviði séu áber­andi um allan heim þessi miss­erin þá er staða efna­hags­mála að batna víða um heim. Það á við um Evr­ópu, Banda­rík­in, mörg Asíu ríki og Suð­ur­-Am­er­íku einnig. Umdeildar emb­ætt­is­færslur Don­alds Trumps og deilur um allt mögu­legt, hafa átt sviðið hjá stjórn­mála­mönn­un­um, en kröft­ugur efna­hags­bati víða um heim hefur ekki kom­ist mikið að í fyr­ir­sögn­um. 

Í leið­ara The Economist segir að þessu tíð­indi sum part óvænt, þar sem fátt hafi bent til þess að efna­hagur heims­ins myndi rétta jafn kröft­ug­lega úr kútnum og hann hefur gert að und­an­förnu.

Efna­hagur Banda­ríkj­anna styrkist 

Í Banda­ríkj­unum sköp­uð­ust 298 þús­und ný störf í febr­ú­ar, sem var langt fyrir spám grein­enda og með því mesta sem sést hefur í einum mán­uði tæp­lega þrjú ár. Í 77 mán­uði í röð hafa ný störf orðið til í Banda­ríkj­unum og flestar spár gera ráð fyrir vexti og fram­þróun á næstu miss­er­um. Atvinnu­leysi er nú undir 5 pró­sent að með­al­tali, en staða efna­hags­mála er þó æði mis­jöfn eftir ríkj­um. Best er hún í strand­ríkjum á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni en efna­hags­bat­inn hefur þó náð til flestra ríkja.

Auglýsing

Og líka í Evr­ópu

Í Evr­ópu hefur hag­vöxtur verið við­var­andi síð­ustu átján mán­uði en atvinnu­leysi er þó enn um 10 pró­sent að með­al­tali. Samt hafa töl­urnar ekki verið lægri frá því árið 2009 þegar þær fóru hratt hækk­andi, ekki síst í Suð­ur­-­Evr­ópu­ríkj­um. En eftir miklar örv­un­ar­að­gerðir Seðla­banka Evr­ópu, þar sem pen­ingum hefur verið dælt út á markað í gegnum skulda­bréfa­kaup fyr­ir­tækja, ekki síst fjár­mála­fyr­ir­tækja, þá hafa hjólin farið að snú­ast hraðar og hag­vöxtur auk­ist. 

Efnahagur Evrópu er að rétta úr kútnum, eftir langt erfiðleikatímabil í kjölfar efnahagskreppunnar.

En hvað með nýmark­aðs­rík­in?

Í The Economist kemur fram að stór lönd eins og Rúss­land og Brasil­ía, sem hafa gengið í gegnum mikla erf­ið­leika und­an­farin þrjú ár, gætu sýnt góðar hag­vaxtar tölur á þessu ári, þvert á það sem talið var fyrir skömmu síð­an. Olíu­drif­inn efna­hagur land­anna hefur sýnt bata­merki eftir mikla lægð, þó enn sé langt í að staðan verði góð, einkum í Bras­il­íu. Þar búa 200 millj­ónir manna, eða sem nemur meira en sam­an­lögðum íbúa­fjölda allrar Suð­ur­-­Evr­ópu, og hafa erf­ið­leikar þar rist djúpt í hag­kerfi Suð­ur­-Am­er­ík­u. 

Ísland í for­dæma­lausri stöðu

En hvernig blasir staðan á litla Íslandi við, í þessu sam­hengi? Þó það sé ekki mikið upp úr því að hafa, að bera stöðu mála á Íslandi saman við stór­þjóð­ir, þá verður ekki annað sagt en að bjartir tímar séu á Íslandi þessi miss­er­in.

Í fyrra var hag­vöxtur 7,2 pró­sent og hvergi í heim­inum hefur fast­eigna­verð hækkað hraðar en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­an­farið ár. Hækk­unin nemur 18,6 pró­sent­um. Þá er sár vöntun á vinnu­afli, og útlit fyrir áfram­hald­andi hag­vöxt og hækk­anir á fast­eigna­mark­aði. Drif­kraft­ur­inn er mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu en spár gera ráð fyrir að 2,3 millj­ónir manna sæki Ísland heim á þessu ári, sam­an­borið við 1,8 millj­ónir í fyrra.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None