Ekki útilokað að sömu erfiðleikar komi upp hjá Thorsil og PCC

Búið er að bæta við nýjum kröfum í starfsleyfi Thorsil og PCC, en þó er ekki hægt að útiloka að erfiðleikar og ófyrirséð mengun muni stafa af þeim kísilverum líkt og United Silicon. Umhverfisstofnun segir ýmsa annmarka á umhverfismati og margt vanreifað.

Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Auglýsing

Ýmsir ann­markar eru á mats­skýrslu á umhverf­is­á­hrifum á kís­il­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, sam­kvæmt mati Umhverf­is­stofn­un­ar. Ýmis­legt var van­reifað þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­unnar fór fram. Þetta kemur fram í svari Umhverf­is­stofn­unar við fyr­ir­spurn frá Skipu­lags­stofn­un, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Skipu­lags­stofnun sendi Umhverf­is­stofnun bréf í febr­úar síð­ast­liðnum vegna frétta­flutn­ings af upp­bygg­ingu kís­il­vers United Sil­icon í Helgu­vík. Ítrek­aðar fréttir hafa verið sagðar af mengun sem stafar frá starf­sem­inni, og um helg­ina sagði bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar að hún vildi láta loka verk­smiðj­unn­i. 

Stofn­unin seg­ist hafa farið yfir gögn máls­ins sem lögð voru fram þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­unnar fór fram, og segir að í frum­mats­skýrslu um áhrif á loft­gæði hafi þess hvergi verið getið að búast mætti við frá­vikum á mengun við gang­setn­ingu á verk­smiðj­unni. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir því að styrkur helstu meng­un­ar­efna yrði undir meng­un­ar­mörk­um. Því segir Skipu­lags­stofnun það vekja athygli hversu mikið og þrá­látt ónæði hafi verið af völdum loft­meng­unar frá því að starf­semi hófst hjá United Sil­icon. Stofn­unin óskaði því eftir upp­lýs­ingum um það hvers konar mengun væri um að ræða og hver sé styrkur helstu meng­un­ar­efna. 

Auglýsing

Loks spurði Skipu­lags­stofnun Umhverf­is­stofnun álits um það hvort ein­hver efn­is­at­riði hafi verið van­reifuð þegar mat á umhverf­is­á­hrifum fór fram.

Umhverf­is­stofnun segir að svo hafi ver­ið. Allt umhverf­is­matið og öll losun meng­un­ar­efna voru miðuð við það að rekstur verk­smiðj­unnar gangi eins og best verður á kos­ið. Ofnar séu keyrðir á kjör­hita þannig að lítið sem ekk­ert af meng­andi efnum mynd­ist, og að allur reykur frá ofn­unum fari í reyk­hreinsi­virki. „Raunin er hins vegar sú að rekstur kís­il­vers Sam­ein­aðs Síli­kons hefur ekki verið með þessum hætt­i,“ segir í bréfi Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Oft hafi þurft að slá út ofn­inum sem kom­inn er í vinnslu, „og meðan ofn­inn er ekki í kjör­hita geta mynd­ast ýmis óæski­leg efn­i.“ Þegar ofn­inum er slegið út þarf líka að lækka í reyk­hreinsi­virki, og þar sem engir skor­steinar eru á ofn­inum eða ofn­hús­inu berst sá reykur sem þá mynd­ast út um hurðir og loft­ræsti­op. Ekki var gert ráð fyrir þess­ari losun í mati á umhverf­is­á­hrif­um, en Umhverf­is­stofnun segir að það virð­ist vera tengsl á milli fjölda kvart­ana frá almenn­ingi og ofn­stoppa hjá kís­il­ver­in­u. 

Þá eru fleiri teg­undir los­ana sem ekki var gert ráð fyrir í umhverf­is­mat­inu. „Al­veg ljóst er að ekki var fjallað um lykt­ar­mengun í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna sem hér um ræðir og er það því eitt­hvað sem er einnig van­reifað í mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna,“ segir Umhverf­is­stofn­un. 

Spurðu líka um Thorsil og PCC 

Í bréfi sínu til Umhverf­is­stofn­unar minnir Skipu­lags­stofnun á það að auk kís­il­vers United Sil­icon hafi einnig farið fram mat á umhverf­is­á­hrifum á kís­il­veri Thorsil í Helgu­vík og verk­smiðju PCC á Bakka. „Með hlið­sjón af reynslu við gang­setn­ingu verk­smiðju United Sil­icon veltir stofn­unin því fyrir sér hvort búast megi við sams konar erf­ið­leikum þegar Thorsil og PCC hefja sinn rekstur og óskar álits Umhverf­is­stofn­unar um hvort ein­hver efn­is­at­riði hafi verið van­reifuð þegar mat á umhverf­is­á­hrifum verk­smiðj­anna fór fram.“ 

Umhverf­is­stofnun segir að í ljósi alls sé ekki hægt að full­yrða að erf­ið­leikar og ófyr­ir­séð mengun muni ekki stafa af kís­il­verum Thorsil og PCC. „Um­hverf­is­stofnun vill þó benda á að við útgáfu starfs­leyfis til handa Thorsil skil­aði Mann­vit fyrir hönd fyr­ir­tæks­is­ins inn minn­is­blaði þar sem fram kemur sam­an­burður á losun og með­höndlun útblást­urs Thorsil við starf­semi Sam­ein­aðs Síli­kons. Í nið­ur­lagi þess minn­is­blaðs kemur fram að upp­spretta reykj­ar­lyktar muni verða mun minni þar sem fyr­ir­tækið muni nota koks en ekki timbur við bökun fóðr­inga. Að auki verði dreif­ing á hugs­an­legum raka og rok­g­jöfnu efni úr ofn­fóðr­inum meiri vegna hærri skor­steins. „Því ætti fólk ekki að verða fyrir óþæg­indum af upp­keyrslu ofna í verk­smiðjum Thorsil“ segir í minn­is­blaði Mann­vits,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Í starfs­leyfi Thorsil hafi verið bætt við tveimur nýjum kröfum hvað varðar bökun á fóðr­ingum og lykt frá fram­leiðslu­starf­sem­inni. „Þessi ákvæði eru til­komin vegna reynsl­unnar af rekstri Sam­ein­aðs Síli­kons en ekki er um slík ákvæði að ræða í starfs­leyfi Sam­ein­aðs Síli­kons, enda um ófyr­ir­séða mengun að ræða eins og rakið hefur verið hér að fram­an. Umhverf­is­stofnun vinnur nú að starfs­leyfi fyrir PCC og hefur stofn­unin óskað eftir sam­bæri­legu minn­is­blaði frá því fyr­ir­tæki við vinnslu starfs­leyf­is­ins.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None