Ríkisendurskoðun ætlar ekki að draga til baka fyrri niðurstöðu um Hauck & Afhäuser

Ríkisendurskoðun segir að gögn sem forsvarsmenn Eglu lögðu fyrir stofnunina árið 2006 hafi verið lögð fram í blekkingarskyni. Hún hafi ekki haft aðgang að þeim tölvupóstum sem sanni blekkinguna á bakvið aðkomu Hauck & Afhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á hlut í Búnaðarbankanum kom út á miðvikudag. Þar er sýnt fram á að sú aðkoma var blekking.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á hlut í Búnaðarbankanum kom út á miðvikudag. Þar er sýnt fram á að sú aðkoma var blekking.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ist fagna nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um þátt­töku Hauck & Afhäuser í einka­væð­ingu Bún­að­ar­banka Íslands hf. árið 2003 og þeirri „skýru nið­ur­stöðu sem rann­sókn­ar­nefndin kemst að í krafti aðgangs nefnd­ar­innar að tölvu­póstum sem sýndu fram á mik­il­væga bak­samn­inga sem haldið hafði verið leynd­um. Það er alltaf mik­il­vægt að draga sann­leik­ann fram.“

Rík­is­end­ur­skoðun telur hins vegar ekki ástæðu til að draga til baka það mat sitt að gögn þau sem Vil­hjálmur Bjarna­son afhenti Rík­is­end­ur­skoðun 22. febr­úar 2006 séu ekki nægj­an­leg til að sýna fram að Hauck & Afhäuser hafi ekki verið raun­veru­legur eig­andi Eglu hf., eign­ar­halds­fé­lags sem mynd­aði stóran hluta S-hóps­ins svo­kall­aða sem keypti 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um.

„Breytir engu í því sam­bandi þó rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hafi nú á grund­velli upp­lýs­inga og ábend­inga, sem bár­ust umboðs­manni Alþingis sl. vor undir þeim for­merkjum að hann gætti trún­aðar um upp­runa þeirra, og á grund­velli víð­tækra rann­sókn­ar­heim­ilda sinna, sýnt fram á að gögn þau sem Rík­is­end­ur­skoðun afl­aði sér í kjöl­farið hafi verið lögð fram í blekk­ing­ar­skyn­i.“

Þetta kemur fram í ítar­legu svari Rík­is­end­ur­skoð­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Allt saman blekk­ing

Á mið­viku­dag opin­ber­aði rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, með til­vísun í gögn, að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­að­ar­bank­anum var blekk­ing. Kaup­þing fjár­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­leysi, þókn­ana­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár.

Vilhjálmur Bjarnason fór á fund Ríkisendurskoðunar árið 2006 og lagði fram gögn um málið. Þau þóttu ekki nægjanleg til að sýna fram á að þýski bankinn hefði ekki verið raunverulegur eigandi í Eglu. MYND: Birgir Þór HarðarsonTil við­bótar lá fyrir í flétt­unni, sem var kölluð „Puffin“, að hagn­aður sem gæti skap­ast hjá réttum eig­enda hlut­ar­ins, aflands­fé­lags­ins Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, myndi renna til tveggja aflands­fé­laga, skráð á sama stað, sem áttu það félag. Annað þeirra aflands­fé­laga var Mar­ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Hann hagn­að­ist um 3,8 millj­arða króna á flétt­unni. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, hagn­að­ist um 2,9 millj­arða króna á „Puffin“ verk­efn­inu. Á núvirði er sam­eig­in­legur hagn­aður félag­anna tveggja rúm­lega 11 millj­arðar krona.

Eign­ar­hald Dek­hill hefur ekki verið stað­fest. Rann­sókn­ar­nefndin ályktar að aðilar tengdir Kaup­þingi hafi verið eig­endur þess. Þar er án nokk­urs vafa átt við að mögu­lega hafi stjórn­endur Kaup­þings átt það. En það hefur líka öðrum mögu­leikum verið velt upp. Í samn­ings­drögum sem birt eru í skýrsl­unni kom á einum tíma til greina að Ágúst og Lýður Guð­munds­synir myndu eiga hlut í Well­ing & Partners.

Rík­is­end­ur­skoðun vann tvær skýrslur

Rík­is­end­ur­skoðun vann skýrslu árið 2003 um einka­væð­ingu rík­is­eigna þar sem nið­ur­staðan var sú að „ís­lensk stjórn­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Engar athuga­semdir voru gerðar við það hvernig staðið var að sölu á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins í skýrsl­unni.

Í mars 2006 vann Rík­is­end­ur­skoðun síðan átta blað­síðna sam­an­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­son­ar, núver­andi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­lýs­ingar um söl­una á Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. Vil­hjálmur hefur lengi verið þeirrar skoð­un­ar, og taldi sig hafa gögn til að sýna fram á, að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi aldrei verið raun­veru­legur eig­andi að hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hafi stutt víð­tækar álykt­anir Vil­hjálms. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­lýs­ingar og gögn um hið gagn­stæða,“ segir í skýrslu henn­ar.

Því hefur Rík­is­end­ur­skoðun tví­vegis sent frá sér skýrslu eða sam­an­tekt þar sem stofn­unin vottar að ekk­ert athuga­vert hafi verið við söl­una á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins og að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi alls ekki verið tor­tryggi­leg.

Tölvu­póstar ekki aðgengi­legir fyrr en eftir 2010

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurnum til stofn­un­ar­innar í kjöl­far birt­ingar á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem sýndi með óyggj­andi hætti að álykt­anir Vil­hjálms Bjarna­sonar á sínum tíma hefðu verið á rökum reist­ar, og spurði hvort Rík­is­end­ur­skoðun hefði í hyggju að draga til baka fyrri nið­ur­stöðu sína. Enn fremur var spurt hvor Rík­is­end­ur­skoðun myndi bregð­ast við með ein­hverjum öðrum hætti í ljósi þess að nið­ur­staða stofn­un­ar­innar hafi verið hrak­in.

Í svari Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að það sé alltaf mik­il­vægt að draga sann­leik­ann fram og þess vegna fagni hún skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

ÓIafur Ólafsson reyndist ásamt helstu stjórnendum Kaupþings höfuðpaurinn í Lundafléttunni svokölluðu. Hann hagnaðist um milljarða fyrir vikið. Í svar­inu er hins vegar bent á að þeir tölvu­póstar sem rann­sókn­ar­nefndin byggir nið­ur­stöðu sína á hafi ekki verið aðgengi­legir fyrr en eftir 12. apríl 2010., þegar skýrsla rann­sókn­arnendar Alþingis um banka­hrunið kom út. Auk þess séu þeir ekki gögn sem Rík­is­end­ur­skoðun geti kraf­ist í störfum sín­um. „Lög­bundið hlut­verk stofn­un­ar­innar tak­markast við end­ur­skoðun reikn­inga rík­is­ins og eft­ir­lit með fjár­reiðum þess. Rann­sókn­ar­heim­ildir hennar tak­markast á sama hátt við þetta hlut­verk hennar og ná því aðeins til rík­is­að­ila. Um tak­mark­aðar rann­sókn­ar­heim­ildir stofn­un­ar­innar er í þessu sam­bandi hægt að benda á að í bréfi umboðs­manns Alþingis til stjórn­sýslu og eft­ir­lits­nefndar Alþingis frá 19. maí sl. kemur skýrt fram að hann teldi ljóst að hvorki lög­bundnar starfs­heim­ildir emb­ættis hans né Rík­is­end­ur­skoð­unar dygðu til að afla þeirra gagna er þær upp­lýs­ing­ar, sem hann hefði feng­ið, vís­uðu til og jafn­framt, eftir því sem þörf krefði, til að afla upp­lýs­inga og skýr­inga hjá fyr­ir­svars­mönnum þeirra lög­að­ila sem kæmu við sögu í mál­in­u.“

Hafði ekki mögu­leika á að upp­lýsa um blekk­ingar

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ist ekki telja ástæðu til að draga til baka það mat sitt að gögn þau sem Vil­hjálmur Bjarna­son afhenti Rík­is­end­ur­skoðun 22. febr­úar 2006 séu ekki nægj­an­leg til að sýna fram að Hauck & Afhäuser hafi ekki verið raun­veru­legur eig­andi Eglu hf. „Breytir engu í því sam­bandi þó rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hafi nú á grund­velli upp­lýs­inga og ábend­inga, sem bár­ust umboðs­manni Alþingis sl. vor undir þeim for­merkjum að hann gætti trún­aðar um upp­runa þeirra, og á grund­velli víð­tækra rann­sókn­ar­heim­ilda sinna, sýnt fram á að gögn þau sem Rík­is­end­ur­skoðun afl­aði sér í kjöl­farið hafi verið lögð fram í blekk­ing­ar­skyn­i.“

Á fund­inum með Rík­is­end­ur­skoðun hafi Vil­hjálmur gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að þar sem ekki væri hægt að lesa það úr árs­reikn­ingi Hauck & Afhäuser fyrir árið 2003 væri úti­lokað að þýski bank­inn hefði verið eig­andi að helm­ings­hlut í Eglu hf. Þá hefði bank­inn ekki virt sam­ræmdar reikn­ings­skila­reglur Evr­ópu­sam­bands­ins sem kveða á um að færa eigi eign­ar­hluti í félögum á borð við Eglu hf. sam­kvæmt s.k. hlut­deild­ar­að­ferð. Að auki sagð­ist hann hafa upp­lýs­ingar um það bank­inn hafi ekki kynnt við­eig­andi eft­ir­lits­að­ilum í Þýska­landi um fjár­fest­ingu sína í Eglu hf. og búa yfir frek­ari upp­lýs­ingum um mál­ið, en þar sem þær væri óform­legar myndi hann ekki gera nánar grein fyrir þeim.

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson unnu skýrsluna sem kynnt var á miðvikudag. MYND: Birgir Þór HarðarsonÍ svari Rík­is­end­ur­skoð­unar seg­ir: „Rík­is­end­ur­skoðun taldi sig ekki búa ekki yfir nægi­legri sér­fræði­þekk­ingu á þessu sviði og því treysti hún sér ekki til að taka strax afstöðu til þess­arar nið­ur­stöðu Vil­hjálms. Þess í stað óskaði hún eftir sér­fræði­á­liti Stef­áns Svav­ars­son­ar, end­ur­skoð­anda og þáver­andi dós­ents við HR á því hvort unnt væri að full­yrða með hlið­sjón af upp­lýs­ingum í reikn­ings­skilum þýska bank­ans að hann hafi ekki fjár­fest í Eglu hf. Nið­ur­staða Stef­áns var á þá lund að hvorki væri með því að rýna ein­ungis reikn­ings­skil þýska bank­ans hægt að full­yrða að hann hafi fjár­fest eða ekki fjár­fest í Eglu hf á árinu 2003. Í áliti sínu tekur Stefán jafn­framt fram að í reikn­ings­skilum bank­ans komi fram að hann skrái fjár­fest­ingu í verð­bréfum á kostn­að­ar­verði eða miðað við regl­una um kostn­að­ar­verð eða mark­aðs­verð, hvort sem lægra reyn­ist. Þær reglur eru í sam­ræmi við ákvæði 4. til­skip­unar ESB um skrán­ingu lang­tíma- og skamm­tíma­fjár­fest­ingar í verð­bréf­um.

Jafn­framt freist­aði stofn­unin þess að afla frek­ari gagna í því skyni að varpa skýr­ara ljósi á aðkomu Hauck & Afhäuser að kaup­un­um. Því var fundað með Guð­mundi Hjalta­syni, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Eglu hf og Kristni Hall­gríms­syni, lög­fræð­ingi Eglu hf hinn 24. febr­úar 2006 og afhentu þeir Rík­is­end­ur­skoðun marg­vís­leg gögn um Eglu og aðild þýska bank­ans að Eglu hf. Einnig var óskað eftir stað­fest­ingu, frá Hauck & Afhäuser, á kaupum þeirra á hluta­bréfum í Eglu hf og að bank­inn hafi fært þær í bók­haldi sínu í sam­ræmi við þýsk lög og regl­ur.[...]Án upp­lýs­inga um þá bak­samn­inga sem rann­sókn­ar­nefnd Alþingis upp­lýsti um í síð­ustu viku hafði Rík­is­end­ur­skoðun ekki mögu­leika á því árið 2006 að upp­lýsa um blekk­ingu og svik.“

Seg­ist standa við fyrri gagn­rýni

Varð­andi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um einka­væð­ingu helstu rík­is­fyr­ir­tækja, sem birt var í des­em­ber 2003, segir stofn­unin að meg­in­mark­mið hennar hafi verið að meta hvort meg­in­mark­mið stjórn­valda með einka­væð­ingu hafi náð­st, hvort Fram­kvæmda­nefnd um einka­væð­ingu hafi fylgt settum regl­um, og reynt að leggja mat á tíma­setn­ingu sölu, verð­mæta­mat, sölu­að­ferð, mat á kauptil­boðum og kostn­aði og tekjum við einka­væð­ingu. „Sú gagn­rýni sem þar kemur fram bein­ist að rík­inu sem selj­anda en ekki var reynt að leggja mat á kaup­endur í þeirri skýrslu. Sú gagn­rýni sem kom þar fram um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans stendur enn.“

Í þeirri skýrslu er það dregið í efa að mark­miði rík­is­ins um að ríkið fái hámarks­verð fyrir eign sína í Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­bank­anum hafi náð­st, gengi Bún­að­ar­bank­ans hafi verið óveru­lega hærra en almennt gengi á mark­aðn­um, þrátt fyrir að um sölu á ráð­andi hlut væri að ræða. Þá var það gagn­rýnt að aug­lýsa ráð­andi hlut til sölu á báðum bönkum á sama tíma og sér­stak­lega var tíma­setn­ing á sölu á Bún­að­ar­bank­anum gagn­rýnd, þar sem gengi á bréfum í bank­anum höfðu lækkað veru­lega í árs­byrjun 2001. Einnig var gagn­rýnt að í ljósi áherslu á fjár­hags­lega getu kaup­enda hafi hvorki Lands­bank­inn né Bún­að­ar­bank­inn verið stað­greidd­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None