Gervihnattagögn sýna að OPEC-aðgerðirnar virka

Framboð á olíu hefur dregist saman um minnst 16 prósent síðan um áramót, samkvæmt nýstárlegri gagnaveitu.

Olía er gamaldags verslunarvara og tæknin sem notuð er til þess að versla með hana er af gamla skólanum.
Olía er gamaldags verslunarvara og tæknin sem notuð er til þess að versla með hana er af gamla skólanum.
Auglýsing

Gögn sýna að fram­leiðslu­sam­dráttur OPEC-­ríkj­anna, sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja, á hrá­olíu hefur haft áhrif á fram­boð af olíu í heim­in­um.

Sam­kvæmt gögnum Vor­texa, nýs fyr­ir­tækis sem fylgist með flutn­ingi olíu á sjó í heim­in­um, sýna að magn olí­unnar sem flutt er með skipum hefur minnkað um allt að 16 pró­sent síðan í upp­hafi árs­ins. Fin­ancial Times fjallar um þetta í dag.

Á­kvörðun OPEC-­ríkj­anna um að tak­marka fram­leiðslu­magnið var sögu­leg fyrir þær sækir að það var í fyrsta sinn í átta ár sem þessi ríki náðu sam­komu­lagi um að draga úr fram­leiðslu.

Sal­var Þór Sig­urð­ar­son er einn þeirra sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu sem útbýr gögnin sem sýna fram á þetta. Fyr­ir­tækið Vor­texa er sprota­fyr­ir­tæki þar sem, ásamt Sal­vari, starfa fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá breska olíu­ris­anum Brit­ish Petr­oli­um, BP og banda­ríska bank­anum JPMorg­an.

„Þeir sem eru að kaupa og selja olíu hafa hingað til haft mjög lélega yfir­sýn yfir hvað er í gang­i,“ segir Sal­var Þór í sam­tali við Kjarn­ann. Hann á sér­stak­lega við um þá sem eru að kaupa heilu skips­farmana af hrá­olíu sem verður síðan að bens­íni á bíla og flug­véla­elds­neyti. „Þetta er ekki eins og fjár­mála­heim­ur­inn þar sem þú getur fylgst með öllu í raun­tíma og hvaða vísi­tölur eru að fara hingað og þang­að.“

Auglýsing

Vilja nútíma­væða gam­al­dags markað

Sal­var segir að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið Vor­texa hafi orðið til fyrir til­stuðlan mun betri aðgengis að gervi­hnatta­upp­lýs­ingum úr ótrú­lega mörgum gervi­hnött­um. Þetta hafi skapað tæki­færi til þess að taka allar þessar upp­lýs­ingar saman og selja áfram til þeirra sem versla með hrá­ol­íu. „Tólið sem er lang mest notað til að kaupa og selja olíu í heim­inum er Yahoo-­messen­ger og sími, án djóks,“ segir Sal­var Þór.„Það ger­ist ekk­ert í raun­tíma í þessum heimi. Menn skoða skýrslur fyrir síð­asta mánuð eða síð­ustu tvær vik­ur. Ef þú vilt vita hvað hefur gerst síðan þá, þá hringir þú í aðra svona olíu­brask­ara og spilar þennan upp­lýs­ingapóker. Þú vilt samt ekki segja hvað þig vantar því þá ertu búinn að missa samn­ings­stöð­una.“

Með tól­inu sem Vor­tex kynnti á ráð­stefnu á vegum Fin­ancial Times í Sviss á dög­unum býðst þeim sem kaupa aðgang að gagna­bank­anum að fylgj­ast með fram­boði og eft­ir­spurn á hrá­olíu í raun­tíma.

Næstu skref verða að víkka út sjón­ar­sviðið og reyna að birta sam­bæri­legar og not­hæfar upp­lýs­ingar um unna olíu­vöru, svo sem bens­ín, dísil og aðrar afurðir olíu­vinnslu­stöðva. „Síðan þurfum við að finna leið til þess að leysa vanda­mál við að fylgj­ast með öllu því sem er ekki flutt með skip­um,“ segir Sal­var Þór.

Jafn­vel þó olíu­dreif­ing á landi komi hvergi við sögu í gögn­unum sem Vor­texa veitir þá gefa gögnin nokkuð góða mynd af fram­boð­inu. Fyr­ir­tækið greinir nokkuð stórt hlut­fall mark­að­ar­ins. Sem dæmi má nefna Sádi-­ar­abíu sem er stærsti ein­staki fram­leið­andi olíu innan OPEC-­ríkj­anna. Þrír fjórðu olí­unnar sem kemur upp úr jörð­inni þar er dælt á skip og flutt sjó­leið­ina þangað sem olían er brennd.

Sal­var segir mark­mið Vor­texa vera skýrt: „Við ætlum að reyna að ná heild­ar­yf­ir­sýn yfir fram­boð og eft­ir­spurn eftir orku í heim­inum og birta það í raun­tíma.“Banda­ríkin halda olíu­verð­inu niðri

Þrátt fyrir fram­leiðslu­tak­mark­anir OPEC-­ríkj­anna, sem gerðar voru til þess að hækka fallandi heims­mark­aðs­verð með olíu, þá hefur fatið af olíu ekki kostað mikið meira en 50 doll­ara á þessu ári. Það er að hluta til talið vegna auk­innar fram­leiðslu Banda­ríkj­anna á olíu sem hefur öfug áhrif á mark­að­inn; aukið fram­boð leiðir til lægra verðs.

Þetta hefur ollið því að mark­aðs­rýnar hafa áhyggjur af því að fram­leiðslu­tak­mörk­unin verði afnum­in. Samn­ing­ur­inn um tak­mörk­un­ina hefur þegar verið fram­lengdur einu sinni og rennur út 1. jan­úar 2018.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None