OPEC ríkin ná sögulegu samkomulagi um að draga úr framleiðslu

Getur ákvörðun OPEC ríkjanna vakið verðbólgudrauginn á Íslandi? Það er hugsanlegt. Olía hefur rokið upp í verði í dag.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Mikil spenna var fyrir aðal­fund OPEC, sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja, sem fram fór í Vín­ar­borg í dag, en vanga­veltur höfðu verið uppi um það fyrir fund­inn að sam­komu­lag um að draga úr olíu­fram­leiðslu myndi nást. Svo fór að aðild­ar­ríki sam­tak­anna, sem eru fjórtán tals­ins, náðu saman um að minnka fram­leiðslu um 1,2 millj­ónir tunna á dag niður í 32,5 millj­ónir tunna.

Rússar draga líka saman

Mohammed Bin Saleh Al-Sa­da, orku­mála­ráð­herra Katar, til­kynnti um ákvörð­un­ina. Rúss­ar, sem standa utan OPEC sam­tak­anna, feng­ust ekki til að draga úr fram­leiðslu eins mikið og að hafði verið stefnt, en nið­ur­skurð­ur­inn hjá þeim er þó 300 þús­und tunn­ur. Vonir höfðu staðið til þess að þeir myndu minnka fram­leiðsl­una um 600 þús­und tunn­ur, en það náði ekki fram.

Sádí-­Ar­abía áhrifa­mest

Áhrifa­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­heyra fjórtán olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­­i. Auk Sádí-­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­sent af heims­fram­­­leiðsl­unni. Olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­­rík­­­in, og Nor­egur standa utan OPEC.

Auglýsing

Verðið rýkur upp

Ákvörð­unin er sögu­leg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem OPEC ríkin ná sam­komu­lagi um að draga úr fram­leiðslu. Við­brögðin á mark­aði hafa verið mikil og hefur verð á olíu rokið upp. Dags­hækk­unin í Banda­ríkj­unum á tunn­unni af hrá­olíu nem­ur 9,22 pró­sentum, og er verðið nú komið í tæp­lega 50 Banda­ríkja­dali. Ennþá er það samt óra­fjarri því sem það var þegar það var hæst, í lok árs 2014. Þá var tunnan á 110 Banda­ríkja­dali.

Búist er við því að ákvörð­unin muni hafa víð­tæk áhrif á mark­aði. Mesti þung­inn í fram­leiðslu­minnkun­inni er hjá Sádí-­Ar­ab­ía. Þar mun nið­ur­skurð­ur­inn nema 486 þús­und tunn­um. Í Írak verður fram­leiðslu­minnkunin 200 þús­und tunnur og í Kúveit 139 þús­und, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg.

Olíuiðnaðurinn er þungamiðjan í efnahagsmálum heimsins.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Á alþjóða­mörk­uðum hefur þróun olíu­verðs mikil áhrif á hrá­vöru­verð almennt og óbeint þannig á vöru­verð. Þróun olíu­verðs­ins hefur verið Íslandi hag­felld und­an­farin miss­eri og hefur verð­fallið á olíu dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Í um þrjú ár hefur verð­bólga hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­aði en hún mælist nú 2,1 pró­sent. Að mati Seðla­banka Íslands hefur það skipt miklu máli að und­an­förnu, að inn­flutt verð­bólga hefur verið lít­il. Olíu­verðs­hækk­un, vegna ákvörð­unar OPEC-­ríkj­anna, gæti vakið verð­bólgu­draug­inn hérá landi á nýjan leik, eða í það minnsta ýtt undir aukna inn­flutta verð­bólgu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None