OPEC ríkin ná sögulegu samkomulagi um að draga úr framleiðslu

Getur ákvörðun OPEC ríkjanna vakið verðbólgudrauginn á Íslandi? Það er hugsanlegt. Olía hefur rokið upp í verði í dag.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Mikil spenna var fyrir aðal­fund OPEC, sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja, sem fram fór í Vín­ar­borg í dag, en vanga­veltur höfðu verið uppi um það fyrir fund­inn að sam­komu­lag um að draga úr olíu­fram­leiðslu myndi nást. Svo fór að aðild­ar­ríki sam­tak­anna, sem eru fjórtán tals­ins, náðu saman um að minnka fram­leiðslu um 1,2 millj­ónir tunna á dag niður í 32,5 millj­ónir tunna.

Rússar draga líka saman

Mohammed Bin Saleh Al-Sa­da, orku­mála­ráð­herra Katar, til­kynnti um ákvörð­un­ina. Rúss­ar, sem standa utan OPEC sam­tak­anna, feng­ust ekki til að draga úr fram­leiðslu eins mikið og að hafði verið stefnt, en nið­ur­skurð­ur­inn hjá þeim er þó 300 þús­und tunn­ur. Vonir höfðu staðið til þess að þeir myndu minnka fram­leiðsl­una um 600 þús­und tunn­ur, en það náði ekki fram.

Sádí-­Ar­abía áhrifa­mest

Áhrifa­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­heyra fjórtán olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­­i. Auk Sádí-­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­sent af heims­fram­­­leiðsl­unni. Olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­­rík­­­in, og Nor­egur standa utan OPEC.

Auglýsing

Verðið rýkur upp

Ákvörð­unin er sögu­leg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem OPEC ríkin ná sam­komu­lagi um að draga úr fram­leiðslu. Við­brögðin á mark­aði hafa verið mikil og hefur verð á olíu rokið upp. Dags­hækk­unin í Banda­ríkj­unum á tunn­unni af hrá­olíu nem­ur 9,22 pró­sentum, og er verðið nú komið í tæp­lega 50 Banda­ríkja­dali. Ennþá er það samt óra­fjarri því sem það var þegar það var hæst, í lok árs 2014. Þá var tunnan á 110 Banda­ríkja­dali.

Búist er við því að ákvörð­unin muni hafa víð­tæk áhrif á mark­aði. Mesti þung­inn í fram­leiðslu­minnkun­inni er hjá Sádí-­Ar­ab­ía. Þar mun nið­ur­skurð­ur­inn nema 486 þús­und tunn­um. Í Írak verður fram­leiðslu­minnkunin 200 þús­und tunnur og í Kúveit 139 þús­und, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg.

Olíuiðnaðurinn er þungamiðjan í efnahagsmálum heimsins.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Á alþjóða­mörk­uðum hefur þróun olíu­verðs mikil áhrif á hrá­vöru­verð almennt og óbeint þannig á vöru­verð. Þróun olíu­verðs­ins hefur verið Íslandi hag­felld und­an­farin miss­eri og hefur verð­fallið á olíu dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Í um þrjú ár hefur verð­bólga hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­aði en hún mælist nú 2,1 pró­sent. Að mati Seðla­banka Íslands hefur það skipt miklu máli að und­an­förnu, að inn­flutt verð­bólga hefur verið lít­il. Olíu­verðs­hækk­un, vegna ákvörð­unar OPEC-­ríkj­anna, gæti vakið verð­bólgu­draug­inn hérá landi á nýjan leik, eða í það minnsta ýtt undir aukna inn­flutta verð­bólgu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None