OPEC ríkin ná sögulegu samkomulagi um að draga úr framleiðslu

Getur ákvörðun OPEC ríkjanna vakið verðbólgudrauginn á Íslandi? Það er hugsanlegt. Olía hefur rokið upp í verði í dag.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Mikil spenna var fyrir aðal­fund OPEC, sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja, sem fram fór í Vín­ar­borg í dag, en vanga­veltur höfðu verið uppi um það fyrir fund­inn að sam­komu­lag um að draga úr olíu­fram­leiðslu myndi nást. Svo fór að aðild­ar­ríki sam­tak­anna, sem eru fjórtán tals­ins, náðu saman um að minnka fram­leiðslu um 1,2 millj­ónir tunna á dag niður í 32,5 millj­ónir tunna.

Rússar draga líka saman

Mohammed Bin Saleh Al-Sa­da, orku­mála­ráð­herra Katar, til­kynnti um ákvörð­un­ina. Rúss­ar, sem standa utan OPEC sam­tak­anna, feng­ust ekki til að draga úr fram­leiðslu eins mikið og að hafði verið stefnt, en nið­ur­skurð­ur­inn hjá þeim er þó 300 þús­und tunn­ur. Vonir höfðu staðið til þess að þeir myndu minnka fram­leiðsl­una um 600 þús­und tunn­ur, en það náði ekki fram.

Sádí-­Ar­abía áhrifa­mest

Áhrifa­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­heyra fjórtán olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­­i. Auk Sádí-­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­sent af heims­fram­­­leiðsl­unni. Olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­­rík­­­in, og Nor­egur standa utan OPEC.

Auglýsing

Verðið rýkur upp

Ákvörð­unin er sögu­leg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem OPEC ríkin ná sam­komu­lagi um að draga úr fram­leiðslu. Við­brögðin á mark­aði hafa verið mikil og hefur verð á olíu rokið upp. Dags­hækk­unin í Banda­ríkj­unum á tunn­unni af hrá­olíu nem­ur 9,22 pró­sentum, og er verðið nú komið í tæp­lega 50 Banda­ríkja­dali. Ennþá er það samt óra­fjarri því sem það var þegar það var hæst, í lok árs 2014. Þá var tunnan á 110 Banda­ríkja­dali.

Búist er við því að ákvörð­unin muni hafa víð­tæk áhrif á mark­aði. Mesti þung­inn í fram­leiðslu­minnkun­inni er hjá Sádí-­Ar­ab­ía. Þar mun nið­ur­skurð­ur­inn nema 486 þús­und tunn­um. Í Írak verður fram­leiðslu­minnkunin 200 þús­und tunnur og í Kúveit 139 þús­und, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg.

Olíuiðnaðurinn er þungamiðjan í efnahagsmálum heimsins.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Á alþjóða­mörk­uðum hefur þróun olíu­verðs mikil áhrif á hrá­vöru­verð almennt og óbeint þannig á vöru­verð. Þróun olíu­verðs­ins hefur verið Íslandi hag­felld und­an­farin miss­eri og hefur verð­fallið á olíu dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Í um þrjú ár hefur verð­bólga hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­aði en hún mælist nú 2,1 pró­sent. Að mati Seðla­banka Íslands hefur það skipt miklu máli að und­an­förnu, að inn­flutt verð­bólga hefur verið lít­il. Olíu­verðs­hækk­un, vegna ákvörð­unar OPEC-­ríkj­anna, gæti vakið verð­bólgu­draug­inn hérá landi á nýjan leik, eða í það minnsta ýtt undir aukna inn­flutta verð­bólgu.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None