OPEC ríkin ná sögulegu samkomulagi um að draga úr framleiðslu

Getur ákvörðun OPEC ríkjanna vakið verðbólgudrauginn á Íslandi? Það er hugsanlegt. Olía hefur rokið upp í verði í dag.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Mikil spenna var fyrir aðal­fund OPEC, sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja, sem fram fór í Vín­ar­borg í dag, en vanga­veltur höfðu verið uppi um það fyrir fund­inn að sam­komu­lag um að draga úr olíu­fram­leiðslu myndi nást. Svo fór að aðild­ar­ríki sam­tak­anna, sem eru fjórtán tals­ins, náðu saman um að minnka fram­leiðslu um 1,2 millj­ónir tunna á dag niður í 32,5 millj­ónir tunna.

Rússar draga líka saman

Mohammed Bin Saleh Al-Sa­da, orku­mála­ráð­herra Katar, til­kynnti um ákvörð­un­ina. Rúss­ar, sem standa utan OPEC sam­tak­anna, feng­ust ekki til að draga úr fram­leiðslu eins mikið og að hafði verið stefnt, en nið­ur­skurð­ur­inn hjá þeim er þó 300 þús­und tunn­ur. Vonir höfðu staðið til þess að þeir myndu minnka fram­leiðsl­una um 600 þús­und tunn­ur, en það náði ekki fram.

Sádí-­Ar­abía áhrifa­mest

Áhrifa­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­heyra fjórtán olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­­i. Auk Sádí-­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­sent af heims­fram­­­leiðsl­unni. Olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­­rík­­­in, og Nor­egur standa utan OPEC.

Auglýsing

Verðið rýkur upp

Ákvörð­unin er sögu­leg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem OPEC ríkin ná sam­komu­lagi um að draga úr fram­leiðslu. Við­brögðin á mark­aði hafa verið mikil og hefur verð á olíu rokið upp. Dags­hækk­unin í Banda­ríkj­unum á tunn­unni af hrá­olíu nem­ur 9,22 pró­sentum, og er verðið nú komið í tæp­lega 50 Banda­ríkja­dali. Ennþá er það samt óra­fjarri því sem það var þegar það var hæst, í lok árs 2014. Þá var tunnan á 110 Banda­ríkja­dali.

Búist er við því að ákvörð­unin muni hafa víð­tæk áhrif á mark­aði. Mesti þung­inn í fram­leiðslu­minnkun­inni er hjá Sádí-­Ar­ab­ía. Þar mun nið­ur­skurð­ur­inn nema 486 þús­und tunn­um. Í Írak verður fram­leiðslu­minnkunin 200 þús­und tunnur og í Kúveit 139 þús­und, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg.

Olíuiðnaðurinn er þungamiðjan í efnahagsmálum heimsins.

Vaknar verð­bólgu­draug­ur­inn?

Á alþjóða­mörk­uðum hefur þróun olíu­verðs mikil áhrif á hrá­vöru­verð almennt og óbeint þannig á vöru­verð. Þróun olíu­verðs­ins hefur verið Íslandi hag­felld und­an­farin miss­eri og hefur verð­fallið á olíu dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Í um þrjú ár hefur verð­bólga hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­aði en hún mælist nú 2,1 pró­sent. Að mati Seðla­banka Íslands hefur það skipt miklu máli að und­an­förnu, að inn­flutt verð­bólga hefur verið lít­il. Olíu­verðs­hækk­un, vegna ákvörð­unar OPEC-­ríkj­anna, gæti vakið verð­bólgu­draug­inn hérá landi á nýjan leik, eða í það minnsta ýtt undir aukna inn­flutta verð­bólgu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None