Uppspretta andans er innra með okkur – Eftirlifendur gíslatöku segja sögu sína

Tvær konur sem teknar voru til fanga af skæruliða- eða hryðjuverkahópum ræða saman á einlægan máta. Þær segja frá því hvernig þær náðu að halda geðheilsunni og tapa ekki sjálfum sér í leiðinni.

Ingrid Betancourt lifði af yfir 6 ár í haldi mannræningja í dýpstu frumskógum Kólumbíu.
Ingrid Betancourt lifði af yfir 6 ár í haldi mannræningja í dýpstu frumskógum Kólumbíu.
Auglýsing

Um heim allan er fólki rænt og tekið sem gísl af skæru­liða- eða hryðju­verka­sam­tökum í ýmiss konar til­gangi. Þeir sem lifa það af eru til frá­sagnar um þá skelfi­legu upp­lifun sem þeir hafa orðið fyr­ir. En margar spurn­ingar vakna hjá hinum sem horfa á úr fjar­lægð og ekki er síst merki­legt að heyra frá­sagnir kvenna sem víga­menn hafa haldið nauð­ug­um.

Tvær konur með óvenju­lega reynslu hitt­ust á dög­unum en þær Ingrid Bet­ancourt og Amanda Lind­hout spjöll­uðu saman í hlað­varps­þætti BBC The Con­versation. Sam­talið er mjög hjart­næmt því að þarna hitt­ast þessar tvær konur í fyrsta skipti og deila reynslu sem fáir hafa lent í. Hvernig takast kon­ur, sem misst hafa frelsi sitt, á við þær skelfi­legu aðstæður sem þær standa frammi fyr­ir? Hvað gerðu þær til dæmis þegar þær fóru á blæð­ing­ar? Ingrid og Amanda ræða saman og tengj­ast þannig strax sterkum böndum eins og heyra má í við­tal­in­u. 

Haldið í yfir 6 ár

Ingrid Betancourt Mynd: EPAFransk-kól­umbíska stjórn­mála­konan Ingrid Bet­ancourt er einn fræg­asti gísl síð­ustu ára en henni var haldið í rúm­lega sex ár í dimmum skógi Kól­umbíu. Hún var fædd í Kól­umbíu árið 1961 en ferð­að­ist og bjó á hinum ýmsu stöðum út um allan heim vegna vinnu for­eldra sinna og síðar vegna starfa ­fyrr­ver­andi eig­in­manns sem var fransk­ur. Hún flutti aftur til heima­lands­ins til að taka þátt í stjórn­málum árið 1990 og vann við ýmis stjórn­sýslu­störf þangað til hún bauð sig fram til for­seta árið 2002. Í febr­úar sama ár var henni rænt af skæru­liða­sam­tök­unum FARC og var henni haldið sem gísl í yfir sex ár. Á þessu tíma­bili birt­ust þrjú mynd­bönd af henni til sönn­unar um að hún væri á líf­i. 

Auglýsing

Kól­umbíski her­inn bjarg­aði Ingrid í júlí 2008 en hún var orðin veik á þessum tíma og ekki mátti tæpara standa. Her­menn höfðu leikið tveimur skjöldum og þóst vera skæru­liðar til að kom­ast að fanga­búð­unum þar sem Ingrid var hald­ið. 

Svelt og ítrekað beitt ofbeldi

Amanda Lindhout Mynd: TwitterKanadíska blaða­konan og rit­höf­und­ur­inn Amanda Lind­hout var fædd í Kanada árið 1981 og vann sem laus­ráðin blaða­kona í Afganistan, Írak og síð­ast í Sómal­íu. Í ágúst 2008 var henni rænt ásamt ljós­mynd­ar­anum Nigel Brennan aðeins tveimur dögum eftir komu þeirra til borg­ar­innar Moga­d­ishu í Sómal­íu. Þeim var rænt af íslömskum öfga­hóp sem krafð­ist lausn­ar­gjalds, alls 2,5 millj­ónir doll­ara. Amanda og Nigel voru aðskilin og komið fyrir í sitt hvorum klef­anum en gísla­töku­menn­irnir beittu Amöndu miklu ofbeldi á meðan þessu stóð og nauðg­uðu henni ítrek­að. Hún var svelt og aðstæð­urnar voru hrylli­leg­ar, að sögn þeirra beggja.

Fjöl­skylda hennar náði að lokum að safna saman 1 milljón doll­ara til að borga lausn­ar­gjald en gísla­töku­menn höfðu lækkað kröfur sínar á þessum tíma. Eftir 460 daga í haldi var Amöndu og Nigel sleppt lausum og fengu þau að halda til sinna heima og til fjöl­skyldna sinna. For­sprakki gísla­tök­unnar var hand­tek­inn sex árum seinna fyrir aðild sína. Amanda gaf út bók um reynslu sína sem nefn­ist A House in the Sky en hún lýsir þar ástæðum sínum fyrir að fara til Sómalíu og upp­lifun sinni sem gísl. 

Afneitun í fyrstu

Amanda lýsir því í spjall­inu hvernig upp­lifun hennar hafi ver­ið. Hún segir að hún hafi viljað trúa því að ein­ungis væri verið að ræna þau. Eftir nokkra daga, þegar for­sprakk­inn bað þau um upp­lýs­ingar um fjöl­skyldu­með­limi, hafi hún gert sér grein fyrir því sem væri að ger­ast. Að lík­lega yrði hún föst þarna í langan tíma þar sem hún vissi að kanadísk stjórn­völd borga ekki lausn­ar­gjald fyrir þegna sína í slíkum aðstæðum og að fjöl­skylda hennar væri ekki í aðstöðu til að láta svo háa upp­hæð af hend­i. 

Kvölin fólst í því að vita ekki hvenær þessu myndi ljúka


Ingrid tekur í sama streng en segir að það hafi þó tekið hana lengri tíma að gera sér grein fyrir því sem væri að ger­ast. Hún segir að í raun hafi hún verið í afneitun í heilt ár. „Kvölin fólst í því að vita ekki hvenær þessu myndi ljúka,“ segir hún. Öll tengsl við umheim­inn hafi rofnað og hún upp­lifað það hvernig væri að vera raun­veru­lega ein. 

Amanda segir að þegar henni var rænt hafi hún strax hugsað til Ingridar en fréttir af lausn hennar höfðu farið eins og eldur um sinu um heim­inn tveimur mán­uðum áður. Þannig hafi hennar saga verið fersk í minni og gefið Amöndu styrk á þessum tíma. 

Stað­ráðin í að halda mennsk­unni

Þessi reynsla var mjög and­leg, að sögn Amöndu. „Ein í þessu myrka her­bergi, skilin eftir með ekk­ert nema huga og anda,“ segir hún. Ingrid bætir því við að hún hafi fundið fyrir því að skæru­lið­ana hafi langað að umbreyta henni í ein­hvers konar dýr. Þá hafi langað að taka af henni mennsk­una.

Ég man heift­ina. Ég man eftir að hafa hugsað með mér að mig lang­aði til að drepa þennan mann

„Þetta var í frum­skóg­inum og það var storm­ur. Það hafði rignt í marga daga. Ég hafi reynt að strjúka nokkrum dögum áður svo ég þurfti að sæta refs­ingu og hluti af henni var að vera skilin eftir án skýl­is. Vörð­ur­inn stóð við hlið­ina á mér, mjög smá­sál­ar­legur lít­ill mað­ur. Hann hataði mig á mjög sér­stakan hátt. Ég man að ég þurfti að fara á kló­settið og auð­vitað er engin aðstaða til þess í frum­skóg­in­um. Venju­lega spurði ég um leyfi og þeir myndu losa mig úr keðj­un­um. Ég gæti þá farið bak við tré eða eitt­hvað slíkt og ekki vera ber­skjöld­uð. En núna höfðu nokkrir klukku­tímar liðið og ég þurfti virki­lega að fara á kló­settið en vörð­ur­inn sagði: „Hvað sem þú gerir þá gerir þú það hér fyrir framan mig“. Ég man heift­ina. Ég man eftir að hafa hugsað með mér að mig lang­aði til að drepa þennan mann,“ lýsir Ingrid. Svæðið þar sem Ingrid var haldið nauðugri suðaustur af San José del Guaviare í Kólumbíu MYND: EPAHún segir að hún hafi orðið hrædd vegna þess­ara til­finn­inga; að vera til­búin að drepa aðra mann­eskju. Hún hafi ekki viljað vera morð­ingi. Hún hugs­aði með sér að þrátt fyrir að það væri búið að taka frelsi henn­ar, þá væri ekki búið að taka frá henni ákvörð­un­ar­valdið um hvernig mann­eskja hún væri. Hún hafi því verið harð­á­kveðin í að leyfa þeim ekki að breyta sér í þetta dýr. „Ég gerði mér þá grein fyrir því að það væru til hlutir sem eng­inn gæti nokkurn tím­ann tekið frá mér,“ segir Ingrid. 

Gátu líka átt góðar stundir

Amöndu var eins og áður segir haldið í dimmu her­bergi og hún var beitt ofbeldi dag­lega og henni nauðg­að. Hún segir að oft eftir slíkt ofbeldi hafi hún verið mjög reið og full af heift, hatri og eft­ir­sjá. En til þess að halda geð­heils­unni þá hafi hún end­ur­tekið með sjálfri sér að hún veldi frið og fyr­ir­gefn­ingu. Með því að end­ur­taka þessi orð hafi hún venju­lega róast nið­ur. Hún myndi fara í hug­anum á betri stað, þar sem hún gæti hreyft sig, borðað góðan mat og hitt fjöl­skyldu sína og vini. Hún segir henni hafi jafn­vel tek­ist að hlæja og eiga góðar stundir í þessum hrylli­legu aðstæð­um. Þannig náði hún að halda sjálfri sér ef svo mætti að orði kom­ast. 

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það væru til hlutir sem eng­inn gæti nokkurn tím­ann tekið frá mér

Ingrid tekur undir það sem Amanda segir og telur það í raun ótrú­legt að hægt sé að finna þetta innra ljós. Að það sé enn hægt að brosa, hlæja, elska og vera ánægð. Hún seg­ist enn upp­lifa þessa ánægju þegar hún vaknar á morgn­anna; að vera hissa að vera inn­an­dyra og þakka Guði fyrir að vera lif­andi og örugg. Ingrid not­aði svip­aðar aðferðir og Amanda til að halda geð­heils­unni. Hún rifj­aði upp ljóð sem faðir hennar kenndi henni sem barn og þegar hún fór með þau í hug­anum heyrði hún rödd hans. Hún ímynd­aði sér and­ar­takið þegar hún myndi hringja í móðir sína sem myndi rugl­ast á henni og systur hennar en öskra síðan upp af ánægju þegar hún gerði sér grein fyrir að þetta væri Ingrid. Þessir draum­órar voru ekki fjarri lagi því þegar hún heyrði í fyrsta skipti í móðir sinni eftir lausn­ina þá gerð­ist þetta svona.

Ingrid reyndi yfir tíu sinnum að flýja skæru­lið­ana. Hún útskýrir þennan vilja til að kom­ast í burtu sem rétt­læt­is­kennd og að það hefði bein­línis verið skylda hennar að reyna að kom­ast til baka til barn­anna sinna. Þetta hafi orðið að þrá­hyggju. Amanda reyndi einnig að flýja í eitt skipti en það mistókst eftir að hún og sam­starfs­maður hennar Nigel voru hand­sömuð á ný aðeins 25 mín­útum seinna. Hryðju­verka­menn­irnir þurftu að draga hana út úr mosk­unni sem þau höfðu falið sig í og inn í bíl úti á götu. Hún seg­ist hafa upp­lifað ákveðna upp­gjöf þrátt fyrir að gera allt til að kom­ast í burtu. Eftir þetta atvik var hún hlekkjuð niður og aðstæður versnuðu til muna. 

Amanda Lind­hout og Nigel Brennan í haldi skæruliða MYND: Skjáskot Al Jazeera

Nið­ur­lægð fyrir að vera kona

En hvernig er að vera kona í svona aðstæð­um? Ingrid segir að allt hafi verið verra af því að hún var kona. Það hafi til dæmis verið mjög erfitt að fá hrein­læt­is­vörur vegna blæð­inga. Hún segir að það hafi alltaf verið nið­ur­lægj­andi þegar vörður hafi gefið henni dömu­bindi og sagt henni að það þyrfti að end­ast í þrjá mán­uði. Hún var látin baða sig í lækjum út frá Ama­son­fljót­inu sem voru oft fullir af pírana­fisk­um. Hún seg­ist þó hafa van­ist ýmsum hlutum en að erf­ið­lega hafi gengið að venj­ast varn­ar­leys­inu og þá sér­stak­lega sem kona. „Annað vanda­mál er þessi sýn sem sumir karl­menn hafa á kon­ur. Að vegna þess að konur eru konur þá er alveg sama hvað þær segja. Þá er það óheið­ar­legt eða af því við erum erf­ið­ar. Eða af því við erum slæmar,“ segir Ingrid. Hún seg­ist hafa upp­götvað hversu langt sé í land fyrir konur eftir að hún losn­aði úr prís­und­inn­i. 

Ég lærði að þessi upp­stretta og þessi styrkur er raun­veru­lega alltaf innra með okk­ur. Og við getum alltaf gengið að þess­ari uppsprettu

Amanda segir að reynsla hennar og sam­starfs­manns hennar hafi verið mjög ólík vegna kynja þeirra. Hún hafi til dæmis verið beitt kyn­ferð­is­legu ofbeldi dag­lega. Og þegar kom að blæð­ingum þá var hún svo vannærð og tauga­spennt að hún fór hrein­lega ekki á blæð­ingar á meðan þessu stóð. „Það olli ann­ars konar streitu sem tengd­ist því að ég var beitt kyn­ferð­is­legu ofbeldi á hverjum degi og ég velti því fyrir mér hvort ég gæti verið ólétt,“ segir hún. Þetta breytti sýn hennar á hvað það er að vera kona. Hún hafi getað verið móð­ur­leg við sjálfa sig í þessum aðstæð­um. Hún seg­ist nota þetta orð því hún hafi talað við sjálfa sig á þann veg sem móðir gerir við barnið sitt og haldið utan um sjálfa sig. Hún segir að hún hafi fengið tæki­færi til að finna þessa upp­sprettu and­ans sem allir hafa innra með sér. Að hún hafi náð að lifa af þessar aðstæður þrátt fyrir að hafa ekki alltaf haft trú á því. „Ég lærði að þessi upp­stretta og þessi styrkur er raun­veru­lega alltaf innra með okk­ur. Og við getum alltaf gengið að þess­ari upp­sprett­u,“ segir hún. Amanda lítur því á þessa reynslu sem gjöf því nú geti hún lifað lífi sínu öðru­vísi en hún gerði áður og vitað að þessi styrkur sem hún hefur sé raun­veru­legur og innra með henn­i. 

Ingrid telur að stærsti lær­dómur hennar reynslu sé sá að hún sér að hún hefur mögu­leika á að breyt­ast. Hún hélt áður að hún væri mótuð mann­eskja og að hún gæti ekki breyst eða ummót­ast á nokkurn hátt. Hún seg­ist hafa upp­götvað að hún gæti breytt öllu. Ekki bara stjórnað til­finn­ingum sín­um, heldur liðið öðru­vísi, brugð­ist öðru­vísi við aðstæðum og hugsað með öðrum hætti. „Við höfum get­una til að verða hver sem við vilj­u­m,“ segir hún að lok­um. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar