Óvænt tilkoma Fillon hristir upp í frönsku forsetakosningunum

François Fillon vann stórsigur í prófkjöri hins íhaldssama Repúblíkanaflokks á sunnudaginn síðastliðinn. Sem helsti valkostur við öfgahægriframbjóðandann Marine Le Pen, veltur mikið á Fillon fyrir framtíð ESB ekki síður en framtíð Frakklands.

François Fillon.
François Fillon.
Auglýsing

Eftir að hafa mælst í fjórða sæti í skoð­ana­könn­unum mán­uði fyrir fyrstu umferð próf­kjörs­ins kom það veru­lega á óvart að François Fillon hafi ekki ein­ungis kom­ist í aðra umferð­ina, heldur unnið með eins afger­andi hætti og raun bar vitni. Í fyrstu umferð próf­kjörs­ins hlaut Fillon 44% atkvæða en Alain Juppé, borg­ar­stjóri í Bor­deaux og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í for­seta­tíð Jacques Chirac, kom annar með 29%. Með því var ljóst að Nicolas Sar­kozy, fyrr­ver­andi for­seti Frakk­lands 2007-2012, sem hafði snúið aftur í stjórn­mál 2014 sem for­mað­ur Repúblíkana­flokks­ins (flokk­ur­inn bar nafn­ið Union pour un mou­vem­ent popu­laire (UMP) á þeim tíma), hafði verið slegið úr for­seta­bar­átt­unni af fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sín­um, Fillon; maður sem ráð­gjaf­ar Sar­kozy um­töl­uðu fyrir skömmu sem "Mr. Nobody". Í annarri umferð próf­kjörs­ins, þar sem tveir efstu fram­bjóð­end­urnir úr fyrstu umferð tók­ust á, hlaut Fillon 66,5% atkvæða og varð þar með­ ­for­seta­efni flokks­ins í kosn­ingum sem haldnar verða í apríl á næsta ári.

Kaþ­ólski Thatcher­ist­inn

Fillon stendur fyrir blöndu af íhalds­sömum og frjáls­lyndum stefnum og lýsti sjálfum sér opin­ber­lega sem „Thatcher­ista“ í próf­kjörs­bar­átt­unni sem er væg­ast sagt óvenju­legt í Frakk­landi þar sem van­traust á frjálsa verslun og stuðn­ingur við sterkt rík­is­vald á sér sterkar ræt­ur. Hann vill hrista upp í hag­kerfi lands­ins með því að taka slag­inn við verka­lýðs­fé­lög, fækka rík­is­starfs­mönn­um, afnema þrjá­tíu og fimm klukku­stunda vinnu­viku hjá hinu opin­bera, hækka eft­ir­launa­ald­ur­inn og fækka reglu­gerðum veru­lega. Auglýsing

Hins vegar ein­kenn­ist stefna hans einnig af félags­legri íhalds­semi með kaþ­ólsku ívafi - Fillon kaus gegn lög­leið­ingu hjóna­banda sam­kyn­hneigðra árið 2013 og lagði mikla áherslu á „hefð­bundin fjöl­skyldu­gildi“ í kosn­inga­bar­áttu sinni. Þá hefur hann tjáð að það séu "of margir" inn­flytj­endur í land­inu til að hægt sé að taka á móti þeim á sóma­sam­legan hátt og talar fyrir harð­línu­stefnu gegn „íslömskum hryðju­verk­um“ í bók sinni „Vaincre le tota­lit­ar­isme isla­mique“ (e. Conquer­ing Isla­mic Tota­lit­ari­an­ism) sam­hliða því að for­dæma námskrár í frönskum skól­um sem hann telur kenna nem­endum að „skamm­ast sín“ yfir nýlendu­sögu lands­ins. Fillon er vin­ur Vla­dimir Putin, for­seta Rúss­lands, og hefur lýst yfir vilja til að vinna með Rúss­landi í bar­átt­unni gegn Íslamska rík­inu í Sýr­landi. Þessar stefnur brutu í bága við miðjusinn­uðum stefn­um Juppé í próf­kjör­inu en ljóst er að fram­bjóð­end­urnir tveir fisk­uðu ekki á sömu miðum eftir stuðn­ing­i; Juppé til vinstri, Fillon til hægri.

Marine Le Pen, leiðtogi  Front National. MYND:EPA.Óvænt hindr­un Le Pen

Mar­ine Le Pen, leið­togi öfga­hægri­flokks­ins Front National (FN), hefur þegar haf­ist handa við að smíða saman orð­ræðu sem gagn­rýn­ir Fillon. Að vanda fyrir öfga­hægri­flokk er Fillon stimpl­aður sem „elít­isti sem stendur fyrir efna­hags­legri nýfrjáls­hyggju­stefnu sem gagn­ast ein­ungis fámennri valda­klíku. Hins vegar gerir harð­línu­stefna Fillon í inn­flytj­enda­mál­um Le Pen erfitt fyrir þegar kemur að því að aðgreina flokk sinn frá Repúblíkana­flokknum í mála­flokki sem hefur sögu­lega verið meg­in­upp­spretta fylg­is FNFillon gerir fólki sem hefði ann­ars verið lík­legt til að kjósa FN kleift að kjósa „virðu­legri flokk sem sam­ræm­ist skoð­unum þeirra að á svip­aðan hátt, og er hann í stöðu til að höfða sér­stak­lega til íhalds­samra kaþ­ólskra kjós­enda. Marion Maréchal-Le Pen, þing­mað­ur FN og barna­barn stofn­anda FNJean-Marie Le Pen, tjáði í síð­ustu viku að Fillon væri hættu­legur fyrir flokk­inn þar sem hann byggi til aðferða­fræði­legt vanda­mál sem FN yrði að yfir­stíga.

Þó að Fillon eigi því lík­lega tök á að sækja mikið fylgi á hægri­vængnum er hann fyr­ir­lit­inn á vinstri­vængnumFN mun eflaust reyna að nýta sér þessa andúð með popúl­isma sínum en flokk­ur­inn sækir nú þegar tölu­vert fylgi hjá fyrr­ver­andi vinstrisinn­uðum kjós­endum í iðn­að­ar­svæðum í Norð­ur- og Aust­ur-Frakk­landi sem hafa verið í efna­hags­legri lægð í langan tíma. Þá á eftir að koma í ljós hvernig spil­ast úr fram­bjóð­enda­bar­áttu hins sitj­andi vinstri­flokks Parti soci­aliste (PS). François Hollande er óvin­sæl­asti for­seti Frakk­lands í um fimm­tíu ár og á eftir að til­kynna um það hvort hann muni gefa kost á sér aftur í próf­kjöri flokks­ins í jan­úar en helsti keppi­nautur hans er tal­inn vera for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Manuel Valls, sem hingað til hefur sagst ein­ungis vilja bjóða sig fram ef Hollande gerir það ekki. Til að eiga ein­hverja mögu­leika verður flokk­ur­inn að sam­ein­ast um fram­bjóð­anda en nú þegar hef­ur Emmanuel Macron sagt af sér stöðu efna­hags­ráð­herra í rík­is­stjórn Valls til þess að bjóða sig fram í sínu eig­in, óháðu miðju­fram­boði.

Frexit?

Le Pen hef­ur heitið því frá árinu 2013 að ef hún vinni for­seta­kosn­ing­arnar þá muni hún muni halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um það hvort Frakk­land eigi að draga sig úr Evr­ópu­sam­band­in­u. Brexit hefur gefið henni auk­inn með­byr og er hugs­an­legt að for­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi á næsta ári gætu skipt sköpum um framtið Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B). FillonMacron, og PS styðja áfram­hald­andi aðild en Brexit hefur neytt fram­bjóð­endur og flokka til að end­ur­hugsa áherslur sínar gagn­vart því hvernig eigi að umbæta ESB inn­an­frá og hvernig eigi að haga skiln­að­inum við Bret­land.

Sam­kvæmt tveim­ur skoð­ana­könn­unm sem fram­kvæmdar voru um helg­ina eru allar líkur á því að valið verði að lokum á milli Fillon og Le Pen í annarri umferð for­seta­kosn­ing­anna þar sem Fillon mun sigra örugg­lega. Í ljósi atburða árs­ins, þar á meðal til­komu Fillon sem for­seta­efni, er þó ekk­ert gefið í þessum efn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None