Brasilísku gettóstrákarnir sem sigruðu heiminn

Bræðurnir Igor og Max Cavalera eru á leið til landsins. Hverjir eru þetta? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér sögu þeirra og magnaðan feril í heimi þungarokksins.

Kristinn Haukur Guðnason
maxandigor
Auglýsing

Með­limir þung­arokks­hljóm­sveit­ar­innar Sepultura, og þá einkum bræð­urnir Caval­era, eru hylltir sem þjóð­hetjur í heima­landi sínu Bras­ilíu líkt og Pelé, Paulo Coelho og Ayrton Senna. Það er sjald­gæft að tón­list­ar­menn frá þriðja heims löndum nái við­líkri frægð og þeir náðu fyrir rúm­lega 20 árum síðan þegar þeir spil­uðu fyrir hund­ruðir þús­unda á tón­leikum og seldu millj­ónir platna. Þeir nýttu sér þessa sér­stöðu í tón­list­inni sem þró­að­ist hratt á leið þeirra á topp­inn. En áföll og hjaðn­inga­víg gerðu þá einnig eitt umtal­að­asta og umdeildasta band síns tíma.

Skóli eða rokk

Caval­era fjöl­skyldan bjó í Sao Paulo, stærstu borg Bras­il­íu, á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fjöl­skyldu­fað­ir­inn Grazi­ano var ítalskur að upp­runa og vann sem erind­reki í sendi­ráð­inu og móð­irin Vania starf­aði sem fyr­ir­sæta. Þau áttu þrjú börn, bræð­urna Max og Igor og Kiru litlu syst­ur. Fram­tíðin var björt hjá fjöl­skyld­unni og árið 1979 var stefnan sett á Róm­ar­borg, þar sem Grazi­ano bauðst staða. 

En þá kom upp atburður sem setti allt úr skorð­um. Fjöl­skyldan var á leið í barna­af­mæli þegar Grazi­ano fékk hjarta­á­fall undir stýri og lést, ein­ungis rúm­lega fer­tugur að aldri. Max og Igor, sem voru í bíln­um, voru ein­ungis 10 og 9 ára gamlir á þeim tíma. Með Grazi­ano fór fjár­hag­ur­inn og Vania þurfti að flytja til for­eldra sinna í borg­inni Belo Horizonte skömmu síð­ar. Lífið var erfitt í Belo Horizonte en bræð­urnir fengu útrás fyrir gremju sinni í tón­list. Sem börn höfðu þeir lært á hljóð­færi og spilað samba og aðra þjóð­lega tón­list. Max á gítar en Igor á tromm­ur. 

Auglýsing

En á ung­lings­ár­unum komust þeir í kynni við rokktón­list hljóm­sveita á borð við Queen, Deep Purple og Black Sabbath. Smekk­ur­inn þyngd­ist sífellt og þeir stofn­uðu loks hljóm­sveit­ina Sepultura  (gröf á portú­gölsku) árið 1984 þegar þeir voru 14 og 13 ára gaml­ir. Breska hljóm­sveitin Venom var helsta fyr­ir­myndin hjá Sepultura-liðum sem spil­uðu nýja teg­und af tón­list, dauðarokk. Móðir þeirra var síður en svo letj­andi í þessu fikti bræðr­anna og hún gerði svo­lítið sem fæstum for­eldrum dytti í hug. Hún lét þá velja um að halda áfram í skóla eða hætta og ein­beita sér að fullu að tón­list­inni. Þeir völdu seinni kost­inn og Vania tók það að sér að ýta Sepultura úr vör. Hún klæddi þá í leð­ur­jakka og rifnar galla­bux­ur, klippti þá, keyrði þeim á tón­leika og gerði húsið þeirra að mið­stöð og æfinga­hús­næði hljóm­sveit­ar­inn­ar. Árið 1985 kom fyrsta EP-­platan út, titluð Bestial Devasta­tions en þá voru Max og Igor ein­ungis 16 og 15 ára gaml­ir.

Frægð­ar­stig­inn

Bestial Devasta­tions var gefin út hjá litlu brasil­ísku útgáfu­fyr­ir­tæki að nafni Cogu­melo Records og ber þess glögg­lega merki að vera verk barna, þ.e. hvað varðar laga­smíð, hljóð­færa­leik og upp­töku. Á ung­æð­is­legan hátt var Max titl­aður sem “hinn and­setni” og Igor sem “kúpu­brjót­ur­inn” á plöt­unni. En hún sáði fræum fyrir fyrstu plötu þeirra í fullri lengd, Mor­bid Visions, sem kom út ári seinna. Manna­breyt­ingar voru tíðar í bland­inu á upp­hafs­ár­unum en Caval­era bræður voru stað­ráðnir í  því að „meik­aða”. 

Þeir fluttu með bassa­leik­ar­anum Paulo Xisto til Sao Paulo til að fá fleiri tæki­færi á að koma sér á fram­færi og þar kynnt­ust þeir gít­ar­leik­ar­anum Andr­eas Kisser sem gekk til liðs við þá. Þegar önnur plata þeirra í fullri lengd, Schizophrenia, kom út árið 1987 var bæði kom­inn á stöð­ug­leiki og umtals­verðar fram­farir í tón­smíð og hljóð­færa­leik. Tón­list­ar­stefna þeirra var einnig að þró­ast á þessum tíma úr hreinu dauðarokki yfir í hraðan thras­h-­metal. 

Það var á þessum tíma sem að umheim­ur­inn fór að taka eftir band­inu og hol­lensk/am­er­íska útgáfu­fyr­ir­tækið Roa­drunner Records voru fyrstir til að grípa gæs­ina. Líkt og góðir íþrótta­menn bættu þeir sig með hverri plöt­unni. Bene­ath the Rema­ins kom út árið 1989 og vakti heims­at­hygli innan þung­arokks­ins og fékk ómælt lof gagn­rýnenda. Sepultura spil­uðu sína fyrstu tón­leika í Banda­ríkj­unum á hrekkja­vöku þetta sama ár og ári seinna höfðu þeir flutt höf­uð­stöðvar sínar til Phoenix í Arizona fylki. Aðlög­unin tók nokkurn tíma vegna þess að með­limir hljóm­sveit­ar­innar töl­uðu nán­ast enga ensku þrátt fyrir að hafa gefið út fjórar plötur á tungu­mál­in­u. 

Um þetta leyti gift­ist Max umboðs­manni hljóm­sveit­ar­inn­ar, Gloriu Bujnowski, sem vakti nokkra athygli í ljósi þess að hún var 15 árum eldri en hann. Sig­ur­ganga Sepultura hélt áfram með Arise, fyrstu gull­plöt­unni, árið 1991 og þá var farið að nefna Sepultura í sömu andrá og risa­bönd á borð við Metall­ica, Slayer og Ant­hrax. Igor var einnig far­inn að vekja athygli sem einn fær­asti trymb­ill rokk­heims­ins. En tón­list hljóm­sveit­ar­innar var ennþá í mót­un. Þegar Chaos A.D. kom út árið 1993 voru dauðarokks­á­hrifin nán­ast horfin en pönkið farið að láta á sér kræla. Text­arnir fjöll­uðu ekki lengur um skrímsli og djöfla heldur um raun­veru­leg sam­fé­lags­leg mál­efni. Platan var mun hæg­ari en fyrri plötur og Sepultura-liðar leyfðu sér tölu­verða til­rauna­starf­semi. Eitt lag á Chaos A.D. fékk marga til að lyfta annarri augna­brún­inni, þ.e. hið óraf­magn­aða og söng­lausa “Kai­owas” sem var nokk­urs konar óður til frum­byggja Bras­il­íu. Það var þó ein­ungis for­smekk­ur­inn.



Rætur

Haustið 1995 héldu Sepultura-liðar djúpt inn í Amazon-frum­skóg­inn til að hitta frum­byggja úr ætt­bálki sem kallar sig Xavan­te. Þrátt fyrir að vera Bras­il­íu­menn var þetta ver­öld sem var þeim alger­lega fram­andi. Sem betur fer tal­aði höfð­ingi ætt­bálks­ins örlitla portú­gölsku og því gátu þeir átt sam­skipti við frum­byggj­ana. Þeir dvöldu þar um stund, spil­uðu fyrir þá, lærðu af þeim og fengu inn­blást­ur. Höfð­ing­inn sagði þeim að tón­list Xavan­te-ætt­bálks­ins væri ekki samin heldur kæmi til þeirra í draumi. Sepultura bjuggu til og hljóð­rit­uðu þar tvö lög við erf­iðar aðstæður þar sem þeir þurftu að nota bílaraf­hlöð­una til að knýja upp­töku­tæk­ið. 

Þarna var tónn­inn sleg­inn fyrir næstu plötu þeirra, Roots, sem er án efa þeirra þekktasta verk og ein af þeim plötum sem mót­uðu þung­arokks­sög­una. Sepultura fengu marga að borð­inu við gerð plöt­unn­ar, þar á meðal sam­ba-slag­verks­leik­ar­ann Car­l­in­hos Brown sem útsetti tromm­urnar og slag­verkið í sam­vinnu við Igor. Útkoman var ein­stakur bræð­ingur af þjóð­legum og alþjóð­legum straum­um. Ein af mik­il­væg­ustu per­són­unum við gerð plöt­unnar var Dana Wells, stjúp­sonur Max en þó ein­ungis 6 árum yngri. 

Hann kynnti hljóm­sveit­ina fyrir hinni nýju bylgju nu-­metals sem var að ryðja sér til rúms í Banda­ríkj­unum með hljóm­sveitum á borð við Korn, Defto­nes og Limp Bizkit. Þessi áhrif leyndu sér ekki við gerð Roots og Wells kom þar mikið við sögu. Platan sló ræki­lega í gegn, seld­ist í bíl­förmum og sást ofar­lega á almennum vin­sæld­ar­listum um allan heim. Frægð hljóm­sveit­ar­innar náði nú út fyrir heim þung­arokks­ins. Þeir voru orðnir að þriðja heims tón­list­ar­hetj­um, líkt og Bob Mar­ley, Yous­sou N´dour og Ravi Shank­ar. Þetta var hlut­verk sem þeir tóku opnum örmum sem sást best þegar þeir gerðu ábreiðu af Bob Marley lag­inu “War” sem er byggt á ræðu Eþíóp­íu­keis­ar­ans og Ras Taf­ari spá­manns­ins Haile Selassie I. Max Caval­era tók þetta sér­stak­lega upp á sína arma, þar sem hann fór að skarta rasta-flétt­um, skreyta sig með ætt­bálkaglingri og tala eins og sós­íal­ískur skæru­liða­for­ingi í við­töl­um. Frægð hans olli því hins vegar að hinir með­limir hljóm­sveit­ar­innar fóru að ókyrr­ast.

Et tu, Igor?

Sum­arið 1996 túr­uðu Sepultura um Evr­ópu sem eitt stærsta rokkkband heims­ins og fram­tíðin virt­ist ákaf­lega björt. En skömmu áður en hljóm­sveitin átti að stíga á svið á Mon­sters of Rock hátíð­inni í Englandi þann 17. ágúst fengu Max og Gloria þær fréttir að Dana Wells hefði lát­ist í bílslysi heima í Phoen­ix. Hjónin flugu strax heim en bandið spil­aði sem þrí­eyki þennan dag og Andr­eas Kisser leiddi hljóm­sveit­ina í fjar­veru Max. 

Skömmu síðar fund­uðu þeir með Max þar sem þeir kröfð­ust þess að Gloria myndi stíga til hliðar sem umboðs­maður Sepultura. Þeir sögðu að fókus Gloriu væri alfarið á honum sjálfum á meðan þeir sætu eft­ir. Max tók þessu afar illa og sagði skilið við hljóm­sveit­ina. Honum fannst sem bróðir sinn hefði svikið sig og Kisser stolið band­inu af sér. Næstu vikur og mán­uði var um fátt annað fjallað í rokk­press­unni en Sepultura-skiln­að­inn og aðdá­end­urnir skipt­ust í tvær fylk­ing­ar. En hver yrði ofan á?

Árið 1997 fór í að melta atburð­ina og að skipu­leggja næstu skref. Sepultura réðu nýjan söngv­ara, hinn banda­ríska Derrick Green, á meðan Max stofn­aði nýja hljóm­sveit, Soul­fly. Báðar hljóm­sveit­irnar gáfu út plötur ári seinna. Plata Sepultura, Aga­inst, olli miklum von­brigðum bæði hvað varðar sölu og gagn­rýni. Max náði hins vegar að halda dampi með því að halda sér á svip­uðum slóðum og Sepultura höfðu gert með Roots. Hann hélt frum­byggja og heims-þem­anu áfram og fékk nu-­metal stjörnur á borð við Chino Mor­eno úr Defto­nes og Fred Durst úr Limp Bizkit til að koma fram á sam­nefndu frum­verki Soul­fly. Hann fór einnig dýpra inn í and­lega og trú­ar­lega þætti í texta­gerð sinni. Tón­list hans féll ein­fald­lega betur að tíð­ar­anda þung­arokks­ins á þessum tíma en tón­list Sepultura sem þótti stöðnuð og óspenn­andi. Hann stólaði þó mikið á forna frægð á tón­leikum og spil­aði mikið af eldra Sepultura efni. En skiln­að­ur­inn kom á end­anum niður á báðum aðil­um. Vin­sæld­irnar og plötu­salan hríð­féll með hverri plöt­unni á fyrsta ára­tug 21. ald­ar­innar og gald­ur­inn virt­ist vera horf­inn. Það eina sem hreyfði við fólki var til­hugs­unin um sættir milli aðil­anna og að gamla Sepultura myndi ein­hvern tím­ann stíga aftur á svið.

Sögu­legar sættir

Í júlí mán­uði árið 2006 fékk Gloria Bujnowski óvænt sím­tal frá Igor Caval­era. Hann var þá hættur í Sepultura og baðst afsök­unar á fram­ferði sínu. Svo var Max réttur sím­inn en það var í fyrsta skipti í 10 ár sem bræð­urnir töl­uð­ust við. Þeir sætt­ust sam­stundis og Max bauð honum til Phoenix í heim­sókn. Skömmu síðar spil­aði Igor nokkur gömul Sepultura lög á tón­leikum með Soul­fly við mikil fagn­að­ar­læti áhorf­enda. Max sagði honum (rang­lega) að hann væri með heila plötu til­búna sem þeir bræður gætu unnið saman að og Igor sló til. 

Úr varð hljóm­sveitin Caval­era Con­spiracy sem hefur gefið út 3 plötur síðan þá. Hljóm­sveitin spilar gam­al­dags thras­h-­metal og dauðarokk og er nokk­urs konar aft­ur­hvarf til gull­aldar Sepultura á níunda og tíunda ára­tugn­um, þó að vin­sæld­irnar og plötu­salan hafi ekki náð sömu hæð­um. Aðdá­endur voru þó ánægðir með að sjá bræð­urna aftur sam­an­komna á sviði. Ennþá heyr­ast þó þær raddir sem vilja fá að sjá alla gömlu hljóm­sveit­ina sam­an­komna en sam­bandið milli Max og Andres Kisser er ennþá mjög stirt. Þeir senda hvorum öðrum reglu­lega pillur í við­tölum og þegar þeir mæt­ast á tón­leika­há­tíðum er and­rúms­loftið ávallt vand­ræða­legt og þrúg­andi.

Caval­era Con­spiracy hefur alltaf verið hlið­ar­verk­efni hjá bræðr­un­um. Soul­fly er ennþá aðal­hljóm­sveit Max og hefur nú gefið út 10 plöt­ur. Igor (eða Iggor eins og hann kallar sig nú) býr nú í Lund­ún­um, hannar föt og spilar með eig­in­konu sinni í elektrónísku dans­hljóm­sveit­inni Mix­hell. Árið 2016 voru liðin 20 ár frá því að platan Roots kom út og í til­efni af því ákváðu Caval­era bræð­urnir að spila plöt­una í heild sinni á tón­leika­há­tíð í Kanada þá um sum­ar­ið, undir nafn­inu Max & Iggor Return to Roots. 

Það gekk það vel að þeir skipu­lögðu tón­leika­ferð um Amer­íku og Evr­ópu um haustið með sama fyr­ir­komu­lagi. Ferða­lagið var svo fram­lengt fram á árið 2017 og nýlega var til­kynnt að bræð­urnir myndu spila hér á Íslandi í fyrsta sinn. Þeir munu stíga á stokk þann 7. júlí í Nes­kaups­stað á tón­list­ar­há­tíð­inni Eistna­flugi ásamt fleiri þekktum rokk­núm­er­um. Þrátt fyrir tak­mark­aðan fjölda sem kemst þar að er ekki hægt að segja annað en að þetta sé einn af stærri við­burðum í rokk­sögu Íslands, enda hafa bræð­urnir selt meira en 20 millj­ónir platna í gegnum tíð­ina og eru meðal umtöl­uð­ustu þung­arokk­ara allra tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None