Fatafjallið

Tíu þúsund tonn af fötum fara í endurvinnslu á hverjum degi. Borgþór Arngrímsson kynnti sér fatafjallið í fataskápum fólks.

pexels-photo-102303.jpeg
Auglýsing

Eru allir fata­skápar á heim­il­inu troð­full­ir? Er upp undir helm­ingur þess sem þar liggur á hill­um, í skúffum og hangir á slám, aldrei not­að­ur? Eru þar margar flíkur sem keyptar voru bara si svona og fóru beina leið í skáp­inn þegar heim var komið og hafa aldrei verið not­að­ar. Velt­irðu stundum fyrir þér hvers vegna þú keyptir þessa flík, því að þegar þú fórst út úr búð­inni með plast­pok­ann (þú átt líka 100 slíka) viss­irðu að þú myndir aldrei nota hana?

Mjög margir svara þessum spurn­ingum ját­andi. Og það svar er ekki byggt á ein­hvers­konar hug­lægu mati heldur stað­reynd­um. Í könnun sem bresku umhverf­is­sam­tökin WRAP gerðu, árið 2016, kom í ljós að meira en þriðj­ungur allra flíka í fata­skáp­unum hafði ekki verið not­aður í heilt ár og margar reyndar aldrei. Þær flíkur höfðu ein­fald­lega verið settar inn í skáp þegar komið var með þær heim úr búð­inni og síðan ekki sög­una meir. Ýtt­ust smám saman aftar og aftar í skáp­inn og lágu svo þar. Í könn­un­inni kom líka fram að margir höfðu algjör­lega gleymt mörgu því sem í skáp­unum var, rám­aði ekki einu sinni í að hafa keypt flík­urn­ar.

Nýtni var dyggð

Áður fyrr var nýtni talin dyggð. Kom til af nauð­syn. Þar sem lítið er til skiptir miklu að fara vel með, Það gildir ekki síður um fatnað en ann­að. Sjálf­sagt þótti að bæta götóttar bux­ur, setja úln­liðs­bætur á jakka og peys­ur, staga í sokka. Þegar barn bætt­ist í fjöl­skyld­una komu ætt­ingjar með notuð föt, dúnn og fiður úr gömlum sængum notað í nýjar sængur og svona mætti lengi telja. Kart­öfl­urnar og kjötið sem afgangs var eftir kvöld­mat­inn var geymt til morg­uns. Allt var ein­hvers virði. Það átti ekki að henda verð­mæt­um. Orðið neyslu­þjóð­fé­lag var ekki til. Ekki heldur orðið mat­ar­só­un.

Auglýsing

Eftir síð­ari heims­styrj­öld breytt­ist margt

Eftir lok síð­ari heims­styrj­aldar urðu miklar breyt­ingar í hinum vest­ræna heimi, ekki hvað síst á Íslandi. Efna­hagur fór almennt batn­andi, vél­væð­ing í fata­iðn­aði jókst, það þýddi lægra verð. Vöru­úr­valið jókst sömu­leið­is, „allt frá hatti oní skó“ hljóm­aði aug­lýs­inga­slag­orð þekktrar herra­fata­versl­unar í Reykja­vík. Póst­versl­unin Hag­kaup tók til starfa í Reykja­vík, nýr hag­kvæmur versl­un­ar­máti sagði í aug­lýs­ing­um. Þar var hægt að kaupa fatn­að, kventöskur, sport­vörur og margt fleira.

Þver­hand­ar­þykkum vöru­listum (ekki síst Quelle) var flett heilu kvöldin við íslensku eld­hús­borð­in, spáð og spek­úler­að. Svo var send skrif­leg pöntun og eftir það tók við óþreyju­full bið eftir að pakk­inn kæmi, með póst­in­um. Ferða­lögum Íslend­inga til útlanda fjölg­aði og gjarna komið heim með níð­þungar ferða­töskur, von­andi hindr­un­ar­laust fram­hjá toll­vörð­un­um. Þótt hér hafi Ísland verið tekið sem dæmi gilti það sama um mörg önnur lönd, burt­séð kannski frá þungu tösk­unum og toll­vörð­un­um.

Lægra verð, auknar tísku­kröfur

Þetta sem hér hefur verið nefnt hefur allt orðið til þess að fata­eign almenn­ings hefur stór­auk­ist. Þótt klæða­skáp­arnir hafi stækkað hefur fata­haug­ur­inn stækkað enn hrað­ar.

Fataskáparnir eru margir fullir af fötum sem aldrei eru notuð.Fata­fram­leið­endur hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þeir koma í sífellu með nýja og nýja „fata­lín­u“. Aug­lýs­ingar sem leggja áherslu á það nýjasta sem „þú verður að eignast“ því ann­ars ertu bara „púkó“ og hver vill það? Aukin vél­væð­ing og fram­leiðsla í löndum þar sem laun eru lægri hafa orðið til þess að fatn­aður verður sífellt ódýr­ari.

Kaup­enda­hóp­ur­inn stækkar og stækkar

Fata­fram­leiðslan eykst sífellt og hefur að magni til tvö­fald­ast frá síð­ustu alda­mót­um. Hluti þess fer nú í end­ur­vinnslu en hluti þess liggur í fata­skáp­un­um. Sér­fræð­ingar telja að á næstu árum stækki sá hópur sem­kaupir föt í stórum stíl umtals­vert. Þar veldur miklu bættur efna­hagur fjöl­mennra þjóða eins og Kín­verja og Ind­verja. Umhverf­is­sam­tök hafa lýst miklum áhyggjum vegna þeirra áhrifa sem sífellt meiri fata­fram­leiðsla hefur á umhverfið (til að fram­leiða einn stutt­erma bol þarf til dæmis 1.500 lítra af vatn­i).

Hvað með end­ur­nýt­ingu?

Margar evr­ópskar og alþjóð­legar hjálp­ar­stofn­anir taka á móti fatn­aði, sem þær ýmist selja, og nota and­virðið til góðra verka, eða senda til fátækra, ekki síst í Afr­íku. Sum Afr­íku­lönd hafa reyndar að und­an­förnu afþakkað fata­send­ing­ar, þurfa ekki að þeim að halda. En það er líka hægt að end­ur­nýta fatn­að­inn með öðrum hætti, semsé að sauma nýtt úr því gamla. En efnin hafa breyst, þau eru ekki jafn vönduð og þau voru áður, það er ein afleið­ing lægra verðs. Galla­bux­urnar sem áður fyrr ent­ust kannski árum saman gera það ekki leng­ur. Efnið er lélegra, tvinn­inn líka. Gæðin eru ein­fald­lega ekki þau sömu og áður, fatn­að­ur­inn er ekki gerður til að end­ast árum sam­an.

Tíu þús­und tonn á dag

Í Evr­ópu fara um tíu þús­und tonn á dag um end­ur­nýt­ing­ar­stöðv­ar. Eitt stærsta fyr­ir­tækið á því sviði er hol­lenska fyr­ir­tækið Episod sem hefur aðsetur í nágrenni Amster­dam. Epis­ode tekur á móti fatn­aði frá mörgum Evr­ópu­lönd­um. Starfs­fólkið flokkar fatn­að­inn, sumt er selt í fjöl­mörgum versl­unum fyr­ir­tæk­is­ins í Hollandi, Bret­landi, Frakk­landi, Dan­mörku og víð­ar, annað er tætt í sundur í sér­stökum vélum og selt til fata­fram­leið­enda sem nota efnið svo í nýjar flík­ur. Í Hollandi eru fjöl­mörg end­ur­nýt­ing­ar- og end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki, mis­stór og sum sér­hæfð. Danskir frétta­menn sem fóru til Hollands gagn­gert til að kynna sér end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki voru orð­lausir yfir því sem þeir sáu. End­ur­nýt­ingin og end­ur­vinnslan er orð­inn stór atvinnu­veg­ur.

Hver Dani kaupir árlega 16 kíló af fötum

Í nýlegri nor­rænni skýrslu (Ís­land og Nor­egur voru ekki með) kemur fram að Danir kaupa fleiri flíkur en Svíar og Finn­ar. Hver Dani kaupir árlega 16 kíló af föt­um, fata­kaup Dana eru því sam­tals um 89 þús­und tonn, á hverju einsta ári. Það vakti sér­staka athygli skýrslu­höf­unda að stór hópur fólks á aldr­inum 18 til 29 ára hafði margoft á árinu sem rann­sóknin tók til keypt föt af því að ung­mennin töldu sig ekki eiga neitt hreint til að fara í. Margir úr þessum hópi sögð­ust oft kaupa föt til þess að nota einu sinni. Helm­ingur þess­ara 89 þús­und tonna er hvorki end­ur­nýttur né end­urunn­inn og lendir því, fyrir utan það sem bæt­ist í skápana, í tunn­unni og endar svo í fjar­varma­kyndi­stöðv­um.

Umhverf­is­sér­fræð­ingar segja að fata­iðn­að­ur­inn sé næst­mesti meng­un­valdur í heimi, aðeins olíu­iðn­að­ur­inn mengi meira. Það jákvæða sé hins vegar að nú sé auk­inn áhugi á end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu, það sé ekki lengur hall­æris­legt að ganga í fötum sem ein­hver annar hefur átt og not­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None