Geimáætlun Eþíópíu

Í byrjun árs tilkynntu eþíópísk stjórnvöld að þau ætluðu sér að skjóta upp gervihnetti á næstu árum. Landið er eitt það fátækasta í heimi og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir forgangsröðun.

Þrátt fyrir mikil samfélagsleg vandamál séu til staðar í Eþíópíu, þar á meðal hungursneyð, er ríkisstjórnin ákveðin í að láta drauma sína um að verða geimveldi verða að veruleika.
Þrátt fyrir mikil samfélagsleg vandamál séu til staðar í Eþíópíu, þar á meðal hungursneyð, er ríkisstjórnin ákveðin í að láta drauma sína um að verða geimveldi verða að veruleika.
Auglýsing

Geim­vís­inda­stofnun Eþíópíu var stofnuð árið 2004 en það var með bygg­ingu Entoto-­geim­sjónaukans árið 2015 að geim­áætlun lands­ins komst á flug. Geim­sjón­auk­inn er í 3200 metra hæð yfir­ ­sjáv­ar­máli í nánd við höf­uð­borg lands­ins, Addis Ababa, en Eþíópía þykir henta sér­stak­lega vel til stjörnu­at­hug­ana vegna þess hversu hálent landið er og hversu nálægt það er við mið­baug. Kostn­að­ur­inn við áætl­un­ina og bygg­ingu sjón­aukans komu bæði frá stjórn­völdum og ríkum Eþíópum og er honum ætlað að fram­kvæma geim­rann­sóknir sem munu skila sér á sviði land­bún­aðar og lofts­lags­mála.

Áformin um að þróa og skjóta upp gervi­hnetti á næstu árum byggja á sömu rökum; til að hraða þróun land­bún­aðar í land­inu. Til við­bótar vilja stjórn­völd kom­ast hjá því að reiða sig á gervi­hnatta­gögn útbúin af erlendum fyr­ir­tækj­um. Gervi­hnött­ur­inn mun verða smíð­aður í Kína og lík­lega skot­inn upp frá kín­verskum skot­palli en það er ekki vitað hver kostn­að­ur­inn við hann er eða hvort hann muni búa yfir tækni sem gæti nýst í hern­að­ar­til­gangi.

Dýr­keyptir draumar

Eþíópíu er stjórnað af harðri hendi af stjórn­mála­hreyf­ing­unni EPRDF (Ethi­opian People's Revolution­ary Democratic Front) sem varð til sem and­spyrnu­hreyf­ing gegn ein­ræði Derg-­stjórn­ar­innar svoköll­uðu sem steypti síð­asta keis­ara lands­ins, Haile Selassie I, af stóli árið 1974, og stjórn­aði land­inu með harðri hendi undir for­merkjum komm­ún­isma fram til árs­ins 1987. EPRDF, sem einnig er að minnsta kosti að nafn­inu til rót­tæk vinstri­hreyf­ing, hefur verið við völd síðan snemma á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og hefur í dag 501 sæti af 547 á þing­i. 

Auglýsing

Eþíópía er eitt hrað­ast vax­andi hag­kerfi í heimi með á milli 8-11% hag­vöxt und­an­farin ára­tug en er á sama tíma enn með fátæk­ari ríkjum í heimi, að hluta til vegna til­tölu­lega mik­illar fólks­fjölg­unar í land­inu. Í valda­tíð núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Hailemariam Des­a­legn varð Eþíópía hrað­ast vax­andi hag­kerfi í Afr­íku árið 2015, sem er mikið afrek fyrir efna­hag sem bygg­ist á land­bún­aði, en landið hefur notið góðs af mik­illi þró­un­ar­að­stoð; einna helst gíf­ur­legra inn­viða­fjár­fest­inga og lána frá Kína sem hafa fjár­magnað verk­efni á borð við lest­ar­sam­göngu­kerfi til Djí­bútí og Gibe II­I-stífl­unaMeles Zenawi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, kall­aði upp­hafs­menn geim­áætl­un­ar­inn­ar draum­óra­menn 

en geim­áætl­unin lands­ins hefur orðið að öðru dæmi um metnað rík­is­stjórn­ar­innar í inn­viða­fjár­fest­ing­um.

Hung­ursneyð vegna þurrku er reglu­legt vanda­mál í Eþíópíu og gekk landið í gegn­um sér­stak­lega slæma þurrku or­sak­aða af El Niño í fyrra en á þessu ári er búist við því að 5,6 milljón manns munu þurfa neyðar mat­ar­að­stoð og 9,2 millj­ónir manns munu þurfa aðstoð til að nálg­ast öruggt drykkj­ar­vatn. Þá hefur póli­tískur óstöð­ug­leiki ein­kennt land­ið uppá síðkast­ið; í kjöl­far mót­mæla sem áttu sér stað gegn stjórn­völdum á trú­ar­há­tíð í bæn­um Bis­hoftu sunnan við Addis Ababa í októ­ber í fyrra – þar sem 52 manns voru drepnir af ­ör­ygg­is­sveit­u­m ­stjórn­valda sam­kvæmt stjórn­völd­um, en sam­kvæmt öðrum heim­ildum er þessi tala mun hærri, allt að 500 manns – lýstu stjórn­völd yfir neyð­ar­á­standi í land­inu í fyrsta sinn síð­an EPRDF kom til valda. Óánægja með kerf­is­bundnar frels­is­skerð­ingar af hálfu stjórn­valda og ítrekuð brot þeirra á mann­rétt­indum liggur á bak­við mót­mælin en harka­leg við­brögð stjórn­valda við mót­mælin hafa ekki hjálpað til með að draga úr spenn­unni í land­inu en þau hafa hand­tekið tug­þús­undir manns og sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­un­um Human Rights Watch eru pynt­ingar iðu­lega not­aðar í gæslu­varð­haldi í land­inu.

Vafasöm for­gangs­röðun

Í ljósi ástands­ins eru rökin fyrir því að verja fé til að skjóta upp eig­inn gervi­hnetti til­tölu­lega veik. Það verður sífellt auð­veld­ara og ódýr­ara að fá aðgang að gervi­hnatta­gögnum og mynd­um, að minnsta kosti til þeirra nota sem stjórn­völd hafa gefið til kynna að sé fyrir stafni, enda fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem bjóða upp á slíka þjón­ustu. Spennan í Eþíópíu gefur til kynna að ákveðið rof sé til staðar á milli stórra jað­ar­settra hópa innan sam­fé­lags­ins og áherslur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þró­un­ar­stig landa ætti í sjálfu sér ekki að vera rök gegn metn­að­ar­fullum áætl­unum á borð við geim­áætlun Eþíópíu sem hefur mögu­leika á að leiða af sér jákvæð­ar efna­hags- og tækni­fram­þró­anir sem á sama tíma getur hraðað iðn­væð­ingu og búið til starfs- og rann­sókn­ar­tæki­færi í landi þar sem vits­munaflótti er vanda­mál. Kring­um­stæð­urnar í Eþíópíu virð­ast hins vegar velta upp mun fleiri spurn­ingum en svörum um til­gang og nyt­semd geim­áætl­un­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None