Geimáætlun Eþíópíu

Í byrjun árs tilkynntu eþíópísk stjórnvöld að þau ætluðu sér að skjóta upp gervihnetti á næstu árum. Landið er eitt það fátækasta í heimi og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir forgangsröðun.

Þrátt fyrir mikil samfélagsleg vandamál séu til staðar í Eþíópíu, þar á meðal hungursneyð, er ríkisstjórnin ákveðin í að láta drauma sína um að verða geimveldi verða að veruleika.
Þrátt fyrir mikil samfélagsleg vandamál séu til staðar í Eþíópíu, þar á meðal hungursneyð, er ríkisstjórnin ákveðin í að láta drauma sína um að verða geimveldi verða að veruleika.
Auglýsing

Geim­vís­inda­stofnun Eþíópíu var stofnuð árið 2004 en það var með bygg­ingu Entoto-­geim­sjónaukans árið 2015 að geim­áætlun lands­ins komst á flug. Geim­sjón­auk­inn er í 3200 metra hæð yfir­ ­sjáv­ar­máli í nánd við höf­uð­borg lands­ins, Addis Ababa, en Eþíópía þykir henta sér­stak­lega vel til stjörnu­at­hug­ana vegna þess hversu hálent landið er og hversu nálægt það er við mið­baug. Kostn­að­ur­inn við áætl­un­ina og bygg­ingu sjón­aukans komu bæði frá stjórn­völdum og ríkum Eþíópum og er honum ætlað að fram­kvæma geim­rann­sóknir sem munu skila sér á sviði land­bún­aðar og lofts­lags­mála.

Áformin um að þróa og skjóta upp gervi­hnetti á næstu árum byggja á sömu rökum; til að hraða þróun land­bún­aðar í land­inu. Til við­bótar vilja stjórn­völd kom­ast hjá því að reiða sig á gervi­hnatta­gögn útbúin af erlendum fyr­ir­tækj­um. Gervi­hnött­ur­inn mun verða smíð­aður í Kína og lík­lega skot­inn upp frá kín­verskum skot­palli en það er ekki vitað hver kostn­að­ur­inn við hann er eða hvort hann muni búa yfir tækni sem gæti nýst í hern­að­ar­til­gangi.

Dýr­keyptir draumar

Eþíópíu er stjórnað af harðri hendi af stjórn­mála­hreyf­ing­unni EPRDF (Ethi­opian People's Revolution­ary Democratic Front) sem varð til sem and­spyrnu­hreyf­ing gegn ein­ræði Derg-­stjórn­ar­innar svoköll­uðu sem steypti síð­asta keis­ara lands­ins, Haile Selassie I, af stóli árið 1974, og stjórn­aði land­inu með harðri hendi undir for­merkjum komm­ún­isma fram til árs­ins 1987. EPRDF, sem einnig er að minnsta kosti að nafn­inu til rót­tæk vinstri­hreyf­ing, hefur verið við völd síðan snemma á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og hefur í dag 501 sæti af 547 á þing­i. 

Auglýsing

Eþíópía er eitt hrað­ast vax­andi hag­kerfi í heimi með á milli 8-11% hag­vöxt und­an­farin ára­tug en er á sama tíma enn með fátæk­ari ríkjum í heimi, að hluta til vegna til­tölu­lega mik­illar fólks­fjölg­unar í land­inu. Í valda­tíð núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Hailemariam Des­a­legn varð Eþíópía hrað­ast vax­andi hag­kerfi í Afr­íku árið 2015, sem er mikið afrek fyrir efna­hag sem bygg­ist á land­bún­aði, en landið hefur notið góðs af mik­illi þró­un­ar­að­stoð; einna helst gíf­ur­legra inn­viða­fjár­fest­inga og lána frá Kína sem hafa fjár­magnað verk­efni á borð við lest­ar­sam­göngu­kerfi til Djí­bútí og Gibe II­I-stífl­unaMeles Zenawi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, kall­aði upp­hafs­menn geim­áætl­un­ar­inn­ar draum­óra­menn 

en geim­áætl­unin lands­ins hefur orðið að öðru dæmi um metnað rík­is­stjórn­ar­innar í inn­viða­fjár­fest­ing­um.

Hung­ursneyð vegna þurrku er reglu­legt vanda­mál í Eþíópíu og gekk landið í gegn­um sér­stak­lega slæma þurrku or­sak­aða af El Niño í fyrra en á þessu ári er búist við því að 5,6 milljón manns munu þurfa neyðar mat­ar­að­stoð og 9,2 millj­ónir manns munu þurfa aðstoð til að nálg­ast öruggt drykkj­ar­vatn. Þá hefur póli­tískur óstöð­ug­leiki ein­kennt land­ið uppá síðkast­ið; í kjöl­far mót­mæla sem áttu sér stað gegn stjórn­völdum á trú­ar­há­tíð í bæn­um Bis­hoftu sunnan við Addis Ababa í októ­ber í fyrra – þar sem 52 manns voru drepnir af ­ör­ygg­is­sveit­u­m ­stjórn­valda sam­kvæmt stjórn­völd­um, en sam­kvæmt öðrum heim­ildum er þessi tala mun hærri, allt að 500 manns – lýstu stjórn­völd yfir neyð­ar­á­standi í land­inu í fyrsta sinn síð­an EPRDF kom til valda. Óánægja með kerf­is­bundnar frels­is­skerð­ingar af hálfu stjórn­valda og ítrekuð brot þeirra á mann­rétt­indum liggur á bak­við mót­mælin en harka­leg við­brögð stjórn­valda við mót­mælin hafa ekki hjálpað til með að draga úr spenn­unni í land­inu en þau hafa hand­tekið tug­þús­undir manns og sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­un­um Human Rights Watch eru pynt­ingar iðu­lega not­aðar í gæslu­varð­haldi í land­inu.

Vafasöm for­gangs­röðun

Í ljósi ástands­ins eru rökin fyrir því að verja fé til að skjóta upp eig­inn gervi­hnetti til­tölu­lega veik. Það verður sífellt auð­veld­ara og ódýr­ara að fá aðgang að gervi­hnatta­gögnum og mynd­um, að minnsta kosti til þeirra nota sem stjórn­völd hafa gefið til kynna að sé fyrir stafni, enda fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem bjóða upp á slíka þjón­ustu. Spennan í Eþíópíu gefur til kynna að ákveðið rof sé til staðar á milli stórra jað­ar­settra hópa innan sam­fé­lags­ins og áherslur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þró­un­ar­stig landa ætti í sjálfu sér ekki að vera rök gegn metn­að­ar­fullum áætl­unum á borð við geim­áætlun Eþíópíu sem hefur mögu­leika á að leiða af sér jákvæð­ar efna­hags- og tækni­fram­þró­anir sem á sama tíma getur hraðað iðn­væð­ingu og búið til starfs- og rann­sókn­ar­tæki­færi í landi þar sem vits­munaflótti er vanda­mál. Kring­um­stæð­urnar í Eþíópíu virð­ast hins vegar velta upp mun fleiri spurn­ingum en svörum um til­gang og nyt­semd geim­áætl­un­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None