Umferðin um Víkurskarð miklu meiri en gert var ráð fyrir

Þrátt fyrir kostnaðaraukningu við gerð Vaðlaheiðarganga þá eru rekstrarforsendur þeirra mun betri en reiknað var með þegar farið var í framkvæmdina. Umferðaraukningin, meðal annars vegna vaxtar í ferðaþjónstunni, hefur næstum 50 prósent á fjórum árum.

Gangnagerð í Vaðlaheiði var samþykkt á Alþingi sumarið 2012.
Gangnagerð í Vaðlaheiði var samþykkt á Alþingi sumarið 2012.
Auglýsing

Margt hefur verið skrifað um Vaðla­heið­ar­göngin og sýn­ist sitt hverjum eins og eðli­legt er þegar stórar sam­göngu­fram­kvæmdir eru ann­ars veg­ar.  Líkt og með öll jarð­göng eru Vaðla­heið­ar­göngin kostn­að­ar­söm fram­kvæmd en þau verða 7,5 km að lengd.  

Göngin munu til­heyra þjóð­vegi nr 1 og leysa af fjall­veg­inn um Vík­ur­skarð sem oft hefur reynst far­ar­tálmi yfir vetr­ar­tím­ann. 

Með til­komu gang­anna mun hring­veg­ur­inn stytt­ast um 16 kíló­metra. Fyrir íbúa á Norð­ur­landi, ferða­menn á svæð­inu og fyr­ir­tæki verður þessi sam­göngu­bót lyfti­stöng.  Með göng­unum stytt­ist vega­lengdin á milli Eyj­ar­fjarð­ar­sýslu og Þing­eyj­ar­sýslna með til­heyr­andi hag­ræð­ingu fyrir þá sem þurfa að sækja atvinnu á þessum svæð­um, auk þess sem sam­göngur verða trygg­ari allan árs­ins hring sem styrkir meðal ann­ars ferða­þjón­ust­una á svæð­inu.

Þá verða göngin ekki síður mik­il­væg fyrir öryggi íbú­anna í Þing­eyj­ar­sýslum þar sem Sjúkra­húsið á Akur­eyri þjónar þeim sem aðal­sjúkra­hús. Ekki verður mikil hætta á að lok­ast austan Vik­ur­skarðs vegna veð­urs, eins og mörg dæmi eru um, þegar göngin verða komin í gagn­ið.

Auglýsing

Göngin verða dýr­ari

Margar fréttir hafa verið skrif­aðar um vand­ræðin sem upp hafa komið við gerð Vaðla­heið­ar­ganga.  Þau hafa þau tekið lengri tíma en reiknað var með og svo verða þau tals­vert dýr­ari en lagt var upp með. 

Í júní 2012 sam­­þykkti Alþingi lög um gerð jarð­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­is­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­kostn­að­i. 

Sér­­stakt félag var stofnað utan um fram­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­ar­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­ar­bæj­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­kvæmdum yrði lokið í árs­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­ast í sept­­em­ber 2015. Vinnan hefur hins vegar gengið hæg­ar, meðal ann­ars vegna mik­ils vatns­is­flæðis og erf­ið­leika við að bora, en nú er útlit fyrir að göngin verði til­búin á næsta ári. Stjórn­völd ákváðu á dög­unum að sam­þykkja frek­ari lán­vet­ingar til að ljúka fram­kvæmdum um allt að 4,7 millj­arða.

En þrátt fyrir þetta, þá munu not­endur gang­anna sjálfir borga fyrir þau á end­anum með veggjöld­unum sem inn­heimt verða og ríkið mun eign­ast þau eftir ára­tugi og þá verða þau skuld­laus eins og nú er að ger­ast með Hval­fjarð­ar­göng. 

Umferð­ar­spár

Þegar ákveðið var að ráð­ast í gerð Vaðla­heið­ar­ganga var gerð spá um umferð, enda umferð um göngin grund­völl­ur­inn fyrir því að glöggva sig á rekstr­in­um. Í skýrslu IFS um mat á for­sendum Vaðla­heið­ar­ganga sem unnin var fyrir Fjár­mála­ráðu­neytið árið 2012 kemur fram að umferð­ar­spáin sem lá til grund­vallar (með­al­spá) var upp á 1% aukn­ingu (með­al­tals­um­ferð um Vík­ur­skarð á dag á heils­árs­vísu – ÁDU) í umferð fram til 2015 en 2% aukn­ingu frá 2015-2025.  

Skrifað var undir samn­inga við verk­taka um verkið í upp­hafi árs 2013.

Raun­tölur vs umferð­ar­spár

Frá því skýrsla IFS kom út árið 2012 og frá því skrifað var undir við verk­tak­ana árið 2013 hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Ekki er úr vegi að skoða ofan í kjöl­inn hvernig umferð­ar­spáin sem lá til grund­vallar við ákvörðun um smíði gang­anna hefur stað­ist tím­ans tönn.  

Með því að skoða raun­tölur Vega­gerð­ar­innar um umferð á þjóð­vegi nr 1 frá 2012-2016 kemur ýmis­legt merki­legt í ljós

Á Vík­ur­skarði er taln­ing­ar­staður yfir umferð á hring­veg­in­um. Á með­fylgj­andi mynd sést að umferðin yfir Vík­ur­skarð hefur auk­ist mun meira en spáin sem lá til grund­vallar fram­kvæmd­inni gerði ráð fyr­ir. Umferðin hefur auk­ist um 47% á ára­bil­inu 2012-2016 en spáin gerði ráð fyrir 8% aukn­ingu. Aukn­ingin hefur haldið áfram á fystu mán­uðum árs­ins 2017 og útlit fyrir að hún geti orðið mun meiri, sam­hliða vexti í ferða­þjón­ustu.

Hér má sjá hversu mikil umferðin hefur verið, miðað við gefnar forsendur fyrir framkvæmdinni á sínum tíma.

Helstu skýr­ingar á þess­ari miklu umferð­ar­aukn­ingu er auk­inn ferða­manna­straumur um hring­veg­inn. Þá hefur auk­inn kraftur í atvinnu­málum á Norð­ur­landi einnig haft sitt að segja. 

Umferð­ar­grunn­ur­inn sterkur

Umferð­ar­tölur Vega­gerð­ar­innar á Vík­ur­skarði sýna að umferð hefur auk­ist tæp­lega 40% meira á ára­bil­inu 2012-2016 sam­an­borið við þá spá sem lá til grund­vallar ákvörð­un­inni um smíði gang­anna. 

Tekju­grunnur gang­anna er miklu sterk­ari en áður var reiknað með og þegar göngin verða opnuð á næsta ári verður umferðin um þau að lík­indum um 30-40% meiri á fyrsta rekstr­ar­ári þeirra heldur en talið var á þeim tíma sem fram­kvæmdin var ákveð­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None