Þegar kæliskápurinn bilar

Hvað gerist þegar kæliskápurinn bilar? Þá er voðinn vís. Ný skýrsla staðfesta alvarlega þróun vegna hlýnunar jarðar.

hlýnun
Auglýsing

Allir vita hvað ger­ist þegar kæli­skáp­ur­inn bil­ar: það sem í honum er eyði­leggst. Fyrst mjólkin og svo allt hitt smátt og smátt. Eig­andi skáps­ins hefur tvo kosti: láta gera við eða kaupa nýj­an. Nú er stærsti kæli­skápur ver­aldar far­inn að hökta og honum er ekki hægt að skipta út. Sjálft Norð­ur­skaut­ið.

Fyrir nokkrum dögum var birt ný skýrsla, unnin af níu­tíu vís­inda­mönn­um, í sam­vinnu við Norð­ur­skauts­ráð­ið. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar eru, að mati margra sér­fræð­inga, ugg­væn­leg­ar. Kalla hana svarta. Skýrslan stað­festir þær miklu breyt­ingar sem í dag­legu tali  eru kenndar við hlýnun jarð­ar. Allir þekkja umræð­una um síaukna losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af manna­völd­um. Íbúum jarð­ar­innar fjölgar stöðugt, bílum fjölgar, flug­um­ferð eykst ár frá ári, jarð­ar­búar borða sífellt meira  nauta­kjöt (melt­ing jórt­ur­dýra leysir út mikið magn met­ans), hægt gengur að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis en ófull­kom­inn bruni þess veldur mik­illi losun met­ans. Margt fleira mætti nefna sem ýtir undir hlýn­un­ina.

Sér­fræð­ing­arnir vör­uðu við

Mörg ár eru síðan sér­fræð­ingar vöktu athygli á að ef mann­skepnan brygð­ist ekki við „gerði ekki eitt­hvað í mál­inu“ myndi allt enda með ósköp­um. Mörgum fannst sér­fræð­ing­arnir draga upp dökka og kannski óraun­sæja mynd af fram­tíð­inni og sumir köll­uðu jafn­vel við­var­an­irnar hræðslu­á­róð­ur. Nú eru flest­ir, ekki þó all­ir, á einu máli um að mik­ill vandi blasi við og hann sé af manna­völd­um. Danskur sér­fræð­ingur um lofts­lags­mál sagði í við­tali, eftir að skýrslan var birt, að við­vör­un­ar­ljósin væru hætt að blikka, nú logi þau stöðugt.

Auglýsing

Par­ís­ar­ráð­stefnan

Á und­an­förnum árum hafa verið haldnar fjöl­margar ráð­stefnur um lofts­lags­mál og leiðir til að bregð­ast við hlýnun jarð­ar. Ráð­stefn­urnar hafa ekki allar skilað miklum árangri. Í stuttu máli má segja að oft­ast hafi verið sam­komu­lag um að aðgerða væri þörf en hins­vegar ekki í hverju þær aðgerðir skyldu fel­ast. Allir vildu fá að halda sínu óbreyttu en æski­legt væri að „hin­ir“ gerðu eitt­hvað.

Í des­em­ber 2015 var haldin fjöl­menn ráð­stefna í Par­ís, um lofts­lags­mál. Oft­ast kölluð Par­ís­ar­ráð­stefn­an. Þegar hún var hald­in, eftir marg­hátt­aðan og vand­aðan und­ir­bún­ing, var það ein­róma (eða nær ein­róma) álit sér­fræð­inga að komið væri að ögur­stund. Það sýnir kannski alvöru máls­ins að margir sögðu þetta mik­il­væg­ustu ráð­stefnu í sögu mann­kyns. Þarna voru sett mark­mið sem full­trúar 196 ríkja skrif­uðu undir og skuld­bundu sig til að hlíta. Mark­mið­in, og aðferðir og aðgerðir til að ná þeim, eru bæði mörg og flókin en það sem mestu skiptir er mark­miðið um að halda hlýnun loft­hjúps­ins innan við 2 gráður fram til árs­ins 2100 en reynt skuli að halda hlýnun innan við 1,5 gráðu. Íslend­ingar þekkja vel afleið­ingar hækk­andi hita­stigs, jökl­arnir minnka með ógn­ar­hraða og Ok, sem var talið minnsti jök­ull lands­ins er orðið að skafli.

Skýrslan

Í áður­nefndri skýrslu um breyt­ing­arnar á Norð­ur­skauts­svæð­inu kemur fram að haf­ís­inn á svæð­inu er nú aðeins 35% þess sem hann var árið 1975. Og ef svo fer fram sem horfir verður hann nær algjör­lega horf­inn eftir 13 ár. Fast­landsís­inn á Græn­landi og ísbreiðan á Norð­ur­skaut­inu minnkar og þynn­ist ár frá ári og vís­inda­menn telja að yfir­borð sjávar muni hækka um að minnsta kosti fimm­tíu senti­metra, jafn­vel allt að einum metra, fram til árs­ins 2100. Það hefði gríð­ar­legar breyt­ingar í för með sér. Með­al­hita­stig á Norð­ur­skaut­inu hefur hækkað um 3,5 gráður á fimmtán árum. Afleið­ingar þess­ara breyt­inga eru þegar farnar að koma í ljós, dýra­líf á Norð­ur­slóðum er í hættu, fisk­göngur verða með öðrum hætti en áður og fleira mætti nefna.

Miklar sveiflur í veðr­inu

Stormar og úrhellis­rign­ingar eru mun algeng­ari en áður var og þegar hærra sjáv­ar­yf­ir­borð bæt­ist ger­ist það að stór land­svæði, ekki síst í borg­um, fara undir vatn. Veðr­áttan er „ofsa­fengn­ari“ eins og danskur vís­inda­maður komst að orði. Í Dan­mörku, þar sem pistla­höf­undur er búsett­ur, hefur nokkrum sinnum á und­an­förnum árum orðið mikið tjón af völdum veð­urs. Í júlí­byrjun árið 2011 opn­uð­ust himn­arn­ir, ef svo má segja, og úrkoman mæld­ist 150 milli­metrar á tveimur klukku­stund­um. Tjónið af völdum úrhell­is­ins varð mest í Kaup­manna­höfn, þar sem margir kjall­arar í mið­borg­inni fyllt­ust af vatni og í öðrum hverfum borg­ar­innar varð víða umtals­vert tjón. Sagan end­ur­tók sig árið 2014 og sömu­leiðis 2016 þótt það jafn­að­ist ekki á við júlíúr­kom­una 2011. Í byrjun þessa árs gekk mikið óveður yfir landið og þá hækk­aði yfir­borð sjávar á Suð­ur­-Jót­landi um 1,77 metra. 

Danir köll­uðu þetta 100 ára flóð, með vísan í að slíkt sem þetta ger­ist einu sinni á hverri öld. Danskir sér­fræð­ingar segja að þetta heiti, 100 ára flóð, verði brátt úrelt því búast megi við að atburðir sem þessir verði nú mun tíð­ari. Fyrir tveimur árum þrýsti mikið hvass­viðri sjó úr Eyr­ar­sundi inn í sundið sem skilur eyj­una Ama­ger frá Kaup­manna­höfn (Ama­ger til­heyrir Kaup­manna­höfn) og Sjá­landi. Þá flæddi um hluta Nýhafn­ar­innar og ef „venju­legt“ sjáv­ar­borð hefði verið hálfum metra hærra (eins og spáð er að ger­ist) hefði tjónið orðið gríð­ar­legt. Svipað hefur gerst við Hró­arskeldu­fjörð­inn, Danska vík­inga­safnið sem stendur fyrir botni fjarð­ar­ins, og geymir þjóð­ar­ger­semar, hefur hvað eftir annað verið í stór­hættu og nú er talað um að flytja það á annað svæði. Þetta eru aðeins örfá dæmi um afleið­ingar breytts veð­ur­fars og þótt hér sé sagt frá Dan­mörku er svip­aða sögu að segja frá fjöl­mörgum lönd­um.

Rástaf­anir kosta pen­inga

Mik­il­vægt er að þjóðum heims auðn­ist að standa við sam­komu­lag Par­ís­ar­ráð­stefn­unnar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sjá til þess að hita­stig hækki ekki umfram mark­miðin sem að er stefnt. Um þetta eru flestir sam­mála. En hlut­irnir breyt­ast ekki á einum degi og þótt yfir­borð sjávar hækki kannski ekki jafn mikið og spár gera ráð fyrir er nauð­syn­legt að gera ráð­staf­anir til að vernda land­svæði, borgir og bæi. 

Slíkar ráð­staf­anir kosta pen­inga, mikla pen­inga. Mörg lönd hafa sett í gang (sum fyrir all­mörgum árum) áætl­anir til að koma í veg fyrir að sjór geti óhindrað flætt yfir stór svæði og úrhelli valdið stór­tjóni eins og mörg dæmi eru um á síð­ustu árum. Þekk­ingu á ofurafli nátt­úr­unnar hefur fleygt mjög fram á und­an­förnum ára­tugum og tækn­inni til að bregð­ast við sömu­leið­is.

Máls­hátt­inn „orð eru til alls fyrst“ þekkja flest­ir, en vita líka að þau duga sjaldn­ast ein og sér. Það má með sanni segja um Par­ís­ar­ráð­stefn­una marg­nefndu, þar hafa orðin verið sögð og sett á blað en von­andi verður ekki látið þar við sitja. Til þess er of mikið í húfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None