Tvöfaldur í roðinu

Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Nú er komið í ljós að Plaun laug öllu saman.

Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Auglýsing

Í Charlottenlund við Kaup­manna­höfn býr 96 ára gam­all danskur mað­ur, marg­heiðruð stríðs­hetja vegna ótrú­legra afreka. Þar er þó einn hængur á: afreks­sögur hans í þágu föð­ur­lands og banda­manna í heims­styrj­öld­inni síð­ari eru hreinn upp­spuni og minna helst á frá­sagnir Munchausens bar­óns. Eins og blaða­menn Week­enda­visen danska komust að, í sam­vinnu við danskan lög­reglu­mann og grúskara.

25. mars árið 2012 var Karl Breta­prins í opin­berri heim­sókn í Kaup­manna­höfn ásamt eig­in­konu sinni, Camillu her­toga­ynju. Mikið var um dýrðir og breski rík­is­arf­inn heim­sótti meðal ann­ars Frels­issafn­ið, skammt frá Löngu­línu. Safn þetta (sem skemmd­ist mikið í eldi árið 2013) er til­einkað sögu her­náms­ins og and­spyrnu­hreyf­ingar Dana á árunum 1940 – 1945. Her­mönnum sem tekið höfðu þátt í stríð­inu var sér­stak­lega boðið í safnið í til­efni heim­sókn­ar­inn­ar. Þeir sem mættu voru í sínu fín­asta pússi og með gljá­fægð heið­urs­merki í barm­in­um, flestir mörg. Meðal þeirra sem Karl og Camilla heilsuðu uppá, og spjöll­uðu við drjúga stund, var maður að nafni Hugo Plaun. 

Breski rík­is­arf­inn veitti sér­staka athygli tveimur heið­urs­merkjum sem hin aldna stríð­skempa bar í barm­in­um. Annað þeirra var heið­urs­pen­ingur bresku sér­sveit­anna (SAS) og hinn pen­ing­ur­inn hin svo­nefnda DSO orða, sem er næst æðsta við­ur­kenn­ing bresku her­þjón­ust­unn­ar. Það sem rík­is­arf­inn vissi ekki var að á bak­hlið DSO orð­unnar stóð með upp­hleyptum stöfum orðið Kopi – eft­ir­lík­ing. Hugo Plaun hafði keypt orð­una hjá skran­sala í London. SAS heið­urs­merkið hafði Hugo Plaun ein­hvern­veg­inn kom­ist yfir fyrir ára­tugum og sömu­leiðis banda­ríska Purp­ura­hjart­að, Purple heart, sem hann bar einnig. „Þú hefur sann­ar­lega upp­lifað sitt af hverju,“ sagði rík­is­arf­inn og tók þétt í hönd hins aldna her­manns. „Ójá“ svar­aði Hugo Plaun. 

Auglýsing

Her­mennskan 

11. nóv­em­ber árið 2010 flutti Hugo Plaun fyr­ir­lestur á vegum sam­taka fyrr­ver­andi her­manna. Hér verður stiklað á stóru í þeirri frá­sögn.

Merki bresku SAS sveitarinnar, sem Flaun þóttist hafa verið hluti af. Hugo Plaun fædd­ist í Banda­ríkj­unum árið 1920, faðir hans var þá starfs­maður dönsku utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Árið 1935 flutti fjöl­skyldan til Dan­merk­ur. Skömmu eftir her­nám Þjóð­verja 1940 flutti Hugo Plaun, sem hafði banda­rískt vega­béf, til Sví­þjóðar þar sem hann stopp­aði stutt við en hélt vestur um haf og skráði sig í kanadíska her­inn. Her­sveit hans fór til Eng­lands og þaðan til Egypta­lands. Hann sótti því næst um að kom­ast í litla sér­sveit, sem síðar fékk heitið Special Air Service, SAS. Nú hófst mikil þjálfun, sem meðal ann­ars fólst í því að ganga 40 kíló­metra dag­lega, í brenn­andi eyði­merk­ur­hit­an­um, æfa fall­hlíf­ar­stökk og fleira. Í fyrsta leið­angri sér­sveit­ar­inn­ar, sem taldi 60 menn, skall á ofs­arok, þriðj­ungur sveit­ar­innar fórst þegar fall­hlíf­arnar opn­uð­ust ekki og margir særð­ust. Þar á meðal Hugo Plaun, sem var í mánuð á spít­ala. Þegar hann kom til baka var sveitin ein­ungis skipuð 30 mönn­um. 

Besta stríðstólið var Willys 

Árið 1942 fékk sér­sveitin það sem Hugo Plaun kall­aði í fyr­ir­lestri sínum „besta vopn­ið“. Þetta var Willys jepp­inn, sem þá var fyrir skömmu farið að fram­leiða. Þetta ger­breytti mögu­leikum sér­veit­ar­innar sem varð, að sögn Hugo Plaun, vel ágengt í bar­átt­unni við óvin­inn, eyði­lagði meðal ann­ars 435 þýskar flug­vél­ar. Sér­sveitin hélt síðan til Sikil­eyj­ar, þar sem félagar úr mafí­unni aðstoð­uðu við að herja á Þjóð­verja. „Primitivo vínið þeirra ítölsku er frá­bært,“ sagði Hugo Plaun og upp­skar hlátur við­staddra. 

Mynd af Karli Bretaprins og Flaun birtist í dönsku blöðunum. Skjáskot frá Weekendavisen.



Sveit Hugo Plaun var meðal þeirra fyrstu sem komu til Berlínar undir lok stríðs­ins og ástandið þar var ólýs­an­legt að sögn. Hið við­burða­ríka líf Hugo Plaun end­aði þó ekki þar því hann dvald­ist síðar á Spáni og enn­fremur lá leið hans til Kóreu þar sem hann þjálf­aði og stjórn­aði banda­rískum her­mönn­um. Í Kóreu særð­ist hann alvar­lega, lá tvö ár á sjúkra­húsi og árið 1956 sneri hann heim til Dan­merk­ur. Þarna lauk frá­sögn Hugo Plaun. 

Aldrei heyrt annað eins 

Þeir sem hlust­uðu á fyr­ir­lestur Hugo Plaun 11. nóv­em­ber sátu agn­dofa undir æsi­legri og ótrú­legri frá­sögn stríð­skemp­unnar og sumir höfðu á orði eft­irá að þessi maður hefði ekki níu líf, einsog sagt er um ketti, heldur 29 líf og kannski fleiri. Lýs­ingar hans voru ótrú­legar og þegar fyr­ir­lestr­inum lauk ætl­aði lófatak­inu aldrei að linna. Hugo Plaun fékk í kjöl­farið fjöl­margar beiðnir um fyr­ir­lestra og hann var einnig far­ar­stjóri í ferða­lagi fyrr­ver­andi her­manna um Holland, Belgíu og fleiri lönd. Hóp­ur­inn heim­sótti meðal ann­ars höf­uð­stöðvar Atl­ants­hafs­banda­lags­ins þar sem fram­kvæmda­stjóri banda­lags­ins, And­ers Fogh Rasmus­sen, sagði frá starf­semi banda­lags­ins. „Einkar ánægju­leg heim­sókn“ sagði And­ers Fogh Rasmus­sen síð­ar.

Papp­ír­arnir á Rík­is­skjala­safn­inu

Eins og nefnt var í upp­hafi pistils­ins komust blaða­menn Week­enda­visen á snoðir um að danskur lög­reglu­maður hefði rann­sakað sögu Hugo Plaun og að þátt­taka hans í síð­ari heims­styrj­öld hefði verið með nokkuð öðrum hætti en frá­sögnin sem fyrr­ver­andi her­menn hlýddu andaktugir á 11. nóv­em­ber 2010. Lög­reglu­mað­ur­inn, sem er frí­stunda­grúskari, hafði fundið í danska Rík­is­skjala­safn­inu möppu með nafni Hugo Plaun. For­vitni lög­reglu­manns­ins, sem hafði heyrt frá­sagnir af stríðsa­frekum Hugo Plaun, var vak­in. Í möpp­unni voru skjöl varð­andi rétt­ar­höld sem fram fóru snemma árs 1946. Lög­reglu­mað­ur­inn hélt að kannski væri þetta umferð­ar­laga­brot eða eitt­hvað af því tagi en ákvað að kíkja á papp­írana. Mikil var undrun hans þegar hann fór að fletta skjöl­un­um: Hugo Plaun hafði verið dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi fyrir sam­vinnu við Þjóð­verja. Stríðs­hetjan sjálf. Lög­reglu­mað­ur­inn velti fyrir sér hvort stríðs­hetjan Hugo Plaun og sá dæmdi væru einn og sami mað­ur­inn. Svo reynd­ist vera.

Ját­aði fyrir Svíum

Á papp­ír­unum á Rík­is­skjala­safn­inu kom fram að Hugo Plaun hefði komið til Falsterbo í Sví­þjóð 29. nóv­em­ber 1944. Þar gaf hann sig fram við yfir­völd, gaf upp falskt nafn og fæð­ing­ar­dag og sagð­ist hafa flúið frá Dan­mörku til Sví­þjóðar því hann hefði unnið gegn þýska her­námslið­inu í Dan­mörku og ótt­að­ist um líf sitt. Hann hefði fyrr þetta ár særst á fæti og hefði fyrst nú treyst sér í ferð­ina yfir sund­ið. Eng­inn gerði í upp­hafi athuga­semdir við frá­sögn hans og honum var útvegað hús­næði í Stokk­hólmi.

Fljót­lega vökn­uðu þó grun­semdir um að saga Hugo Plaun væri ekki alls­kostar sann­leik­anum sam­kvæm. Hann var þá hand­tek­inn og ját­aði strax að hann hefði gefið upp falskt nafn við kom­una til Sví­þjóð­ar. Útskýrði jafn­framt í löngu máli að hann hefði njósnað fyrir dönsku and­spyrnu­hreyf­ing­una, þótt hann hefði unnið hjá þýskum fyr­ir­tækj­um. Sænska lög­reglan hafði hins­vegar upp­lýs­ingar um að Hugo Plaun hefði unnið fyrir Þjóð­verja og þá ját­aði hann að frá­sögn sín væri hreinn upp­spuni. Hann var þá fang­els­aður og sat í sænsku fang­elsi til stríðsloka.

Rétt­ar­höldin í Dan­mörku

Eftir að styrj­öld­inni lauk var Hugo Plaun sendur til Dan­merkur og þar hófust rétt­ar­höld í máli hans 9. febr­úar 1946. Sam­kvæmt frá­sögn Hugo Plaun hafði hann vorið 1942 skráð sig í finnska her­inn en ári síðar gengið til liðs við Þjóð­verja „til að berj­ast gegn bol­sé­vik­um.“

Hann sótti um starf sem stríðs­frétta­rit­ari og eftir stutt blaða­manna­nám­skeið í Berlín var hann sendur til Úkra­ínu og sendi þaðan fréttir af gangi mála. Í júní­mán­uði 1944 var Hugo Plaun svo kom­inn til Galisíu, á landa­mærum Pól­lands og Úkra­ínu, til að senda frétt­ir. Þar hleypti hann, að eigin sögn, af eina skot­inu á ævinni: skaut sig í fót­inn til að kom­ast burt frá víg­lín­unni. Þegar hann var í Dan­mörku, í fríi eftir að skotsárið var gró­ið, komst hann yfir til Sví­þjóð­ar, í nóv­em­ber 1944 eins og áður sagði. Eftir rétt­ar­höldin í Kaup­manna­höfn dæmdi Bæj­ar­réttur Kaup­manna­hafnar Hugo Plaun í 18 mán­aða fang­elsi fyrir að hafa unnið með Þjóð­verjum og 13. nóv­em­ber 1946 var hann lát­inn laus. 

Hélt for­tíð­inni leyndri

Blaða­menn Week­enda­visen heim­sóttu Hugo Plaun fyrir skömmu síð­an. Hann hefur búið einn síðan eig­in­kona hans lést fyrir nokkrum árum. Hann var lengi bíla­sali en starf­aði einnig sem sjúkra­þjálf­ari, í Dan­mörku og Englandi. Þegar blað­menn­irnir hringdu dyra­bjöll­unni vissi Hugo Plaun ekk­ert um erindið og vildi fátt segja. Hann hafði hins­vegar sjálfur sam­band nokkrum dögum síðar og var þá til­bú­inn að ræða um for­tíð­ina. Hann sagði að hvorki eig­in­kon­urnar fimm né börnin fjög­ur, sem hann eign­að­ist, hafi vitað nokkuð um for­tíð hans. 

Þegar blaða­menn spurðu Hugo Plaun um ástæður þess að hann gekk til liðs við Þjóð­verja sagð­ist hann hafa séð þar mögu­leika á að sleppa við her­þjón­ustu, hann hefði alltaf verið góður penni og Þjóð­verja hefði sár­lega skort stríðs­frétta­rit­ara. 

„En hvaðan kom hug­myndin um stríðsa­frek­in“ spurðu blaða­menn­irn­ir. Hugo Plaun svar­aði því til að þegar hann bjó í Worchester í Englandi á níunda ára­tug síð­ustu aldar hefði hann kynnst nokkrum körlum sem á sínum tíma voru í SAS sér­sveit­inni. „Þeir höfðu frá mörgu að segja og þegar ég kom svo til Dan­merkur og gekk í Heima­varn­ar­liðið fór ég að segja þessar sömu sögur en gerði mig að aðal­per­són­unni. Þeir göptu yfir þessum mergj­uðu frá­sögnum og smám saman bætti ég svo í,“ sagði Hugo Plaun. „Eitt skil ég ekki, hvernig í ósköp­unum stendur á því að eng­inn skuli hafa upp­götvað þetta fyrr en nú.“ Blaða­menn­irnir tóku undir það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar