Þingkosningar fyrsta hindrun Macron

Sigur Emmanuel Macron var sá fyrsti síðan 1958 þar sem frambjóðandi frá öðrum en tveimur stærstu flokkunum landsins vann. Macron bíða stórar áskoranir en fyrsta mál á dagskrá verður að skipa frambjóðendalista og ná meirihluta í þingkosningunum í júní.

h_53462206.jpg
Auglýsing

Macron, fyrr­ver­andi fjár­fest­inga­banka­maður og efna­hags­mála­ráð­herra í frá­far­andi rík­is­stjórn François Hollande, vann um 66% atkvæða í seinni umferð frönsku for­seta­kosn­ing­anna gegn Mar­ine Le Pen, ­leið­toga öfga­hægri­flokks­ins Front Nationale (FN). Macron hafði aldrei gegnt kjörnu emb­ætti og það er ein­ungis rúmt ár síðan hann stofn­aði nýjan stjórn­mála­flokk, En Marche!, og til­kynnti um óháð fram­boð sitt til for­seta. Macron sá fyrir sér að það yrði eft­ir­spurn meðal kjós­enda fyrir frjáls­lyndum miðju­flokki.

Sós­í­alista­flokkur (PS) Hollande var alltaf lík­legur til að eiga erfitt upp­dráttar – þró­unin síð­ustu tíu ár í kosn­ingum í Frakk­landi hefur verið að kjósa gegn sitj­andi full­trúa – en Hollande sjálfur mælt­ist ein­ungis með um 4% stuðn­ing kjós­enda undir lok síð­asta árs sem leiddi til að hann bauð sig ekki fram aft­ur. Hægri­flokk­ur­inn Les Répu­blicains (LR) virt­ist með sigri hins íhalds­sama François Fillon í próf­kjöri flokks­ins færa sig lengra til hægri á sama hátt og PS virt­ist færa sig lengra til vinstri. Báðar þess­ar þró­anir má tengja við auknar vin­sæld­ir FN og ósk hinna hefð­bundnu stór­flokka til að höfða til kjós­enda FN, en Macron nýtti rýmið sem skap­að­ist í miðj­unni til fulls.

Ekki sjálf­gef­inn þing­meiri­hluti

Kosn­ing Macron hefur mikla þýð­ingu fyrir Evr­ópu­sinna  – ESB-­fán­ar blökktu við hlið franskra á bak­við Macron þegar hann flutti sig­ur­ræð­una sína – og er ákveð­inn sigur "mainstr­eam" miðju­stefnu eftir mikla vel­gengni öfga­hæ­gripopúlista á síð­ustu mán­uð­u­m. Mar­ine Le Pen kom verr út úr kosn­ing­unum en margar kosn­inga­spár gerðu ráð fyrir og er ákveðið bakslag fyr­ir FN þrátt fyrir að flokk­ur­inn fékk um ell­efu millj­ónir atkvæða, tvö­falt fleiri en þáver­andi leið­togi FN og fað­ir Mar­ineJean-Marie Le Pen, hlaut þegar hann komst í aðra umferð for­seta­kosn­ing­ar­innar árið 2002 og tap­aði gegn Jacques Chirac. Fylgi Mar­ine Le Pen var mest í "ryð­belti" Norð­ur­-Frakk­lands og í íhalds­söm­um, og öldruð­um, suð­aust­ur­hluta lands­ins en á báðum svæðum er atvinnu­leysi hátt og hefur verið lengi. Því má segja að Frakk­land sé tví­skipt að ein­hverju leyti og mun rík­is­stjórn Macron þurfa að koma til móts við van­traust kjós­enda á þessum svæðum gagn­vart hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum og mis­heppn­uðum til­raunum þeirra til að snúa við efna­hags­legri lægð.

Auglýsing

Þá hafa kann­anir leitt í ljós að um 43% af þeim sem kusu Macron í annarri umferð gerðu það fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að Le Pen ynni kosn­ing­arn­ar. Þá var kjör­sókn til­tölu­lega dræm, tæp 75%, og heil 11,5% kjós­enda skil­uðu auðu. Til­tölu­lega hátt og svæð­is­bundið fylgi FN ásamt ákvörðun margra kjós­enda að kjósa Macron vegna þess að þeir töldu hann vera skárri kost­ur­inn í stöð­unni útskýra að ein­hverju leyti nið­ur­stöður ann­arr­ar kann­anar sem fram­kvæmd var um leið og sig­ur Macron var í höfn; 61% Frakka vilja ekki að Macron fái meiri­hluta í þing­kosn­ing­unum sem munu fara fram um miðjan júní.

Lýð­veldi á hreyf­ingu

Fyrsta verk­efni Macron verður að skipa bráða­birgða­rík­is­stjórn þangað til þing­kosn­ingar verða haldnar í júní þar sem flokkur hans, sem hefur nú verið end­ur­skírð­ur La Répu­blique en marche (REM), mun sækj­ast eftir meiri­hluta eða, það sem raun­hæf­ara er, að setja saman sam­steypu­meiri­hluta sem styður for­set­ann. Þó for­seta­emb­ættið í Frakk­landi sé valda­mik­ið mun hann þurfa póli­tískan stuðn­ing þings­ins til þess að koma umbótum í gegn; þá sér­stak­lega lækkun rík­is­út­gjalda og breyt­ingum á skatta-, atvinnu­mála- og líf­eyr­is­reglu­gerð­um.

REM von­að­ist eftir því að hafa fram­bjóð­endur fyrir öll 577 kjör­dæmin til­búna í vik­unni en flokk­ur­inn til­kynnti á fimmtu­dag­inn nöfn 428 fram­bjóð­enda og sagð­ist muna til­kynna um rest­ina í næstu viku eftir að frest­ur­inn til að stað­festa fram­bjóð­enda­lista var fram­lengd­ur. Lang­flestir fram­bjóð­endur flokks­ins eru nýgræð­ingar í flokks­stjórn­málum en þó hafa 24 frá­far­andi þing­menn PS – þó ekki Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Hollande, sem hafði gefið kost á sér – gengið til liðs við flokk­inn og vonast Macron eftir því að einnig laða að þunga­vigt­ar­fram­bjóð­endur frá LR. François Bayrou, leið­togi miðju­flokks­ins Mou­vem­ent démocrate (MoDem), og banda­mað­ur Macron í þing­kosn­ing­unum hef­ur lýst yfir óánægju við fram­bjóð­enda­list­ann vegna þess að hann ótt­ast að MoDem verði undir í sam­starf­inu en tals­mað­ur Macron hefur til­kynnt að sátt muni nást við Bayrou.

Eftir því sem fram­bjóð­enda­listar hafa ekki verið end­an­lega stað­festir er erfitt að rýna í hugs­an­leg úrslit kosn­ing­anna en skoð­ana­kann­anir sýna að REM og MoDem munu fá um 26% atkvæða, FN og LR um 22%, vinstri­flokk­ur Jean-Luc MélenchonLa France insou­mise (FI), 13% og PS ein­ungis 8%. Frakk­land hefur tveggja umferða West­min­ster-­kosn­inga­kerfi þar sem ef eng­inn fram­bjóð­andi í til­teknu kjör­dæmi fær algjöran meiri­hluta í fyrstu umferð, þá fer fram seinni umferð þar sem ein­ungis þeir flokkar sem fá yfir 12,5% atkvæða að taka þátt en ein­ungis sig­ur­veg­ar­inn fær inn full­trúa frá hverju kjör­dæmi.

Þing­kosn­ing­arnar eru fyrsta hindr­un Macron í for­seta­tíð hans og munu vera afger­andi til að tryggja skil­virkni í inn­leið­ingu umbóta rík­is­stjórnar hans á næstu árum. Sem yngsti for­seti Frakk­lands frá upp­hafi og leið­togi nýs stjórn­mála­afls í gjör­breyttu stjórn­málaum­hverfi í land­inu er erfitt að segja til um úrvindu þing­kosn­ing­anna. Fáir bjugg­ust þó við sigri hans í for­seta­kosn­ing­um ­lengi vel og það væru mis­tök að van­meta getu hans til að smala saman þing­meiri­hluta á bak við ­sig.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar