Þingkosningar fyrsta hindrun Macron

Sigur Emmanuel Macron var sá fyrsti síðan 1958 þar sem frambjóðandi frá öðrum en tveimur stærstu flokkunum landsins vann. Macron bíða stórar áskoranir en fyrsta mál á dagskrá verður að skipa frambjóðendalista og ná meirihluta í þingkosningunum í júní.

h_53462206.jpg
Auglýsing

Macron, fyrr­ver­andi fjár­fest­inga­banka­maður og efna­hags­mála­ráð­herra í frá­far­andi rík­is­stjórn François Hollande, vann um 66% atkvæða í seinni umferð frönsku for­seta­kosn­ing­anna gegn Mar­ine Le Pen, ­leið­toga öfga­hægri­flokks­ins Front Nationale (FN). Macron hafði aldrei gegnt kjörnu emb­ætti og það er ein­ungis rúmt ár síðan hann stofn­aði nýjan stjórn­mála­flokk, En Marche!, og til­kynnti um óháð fram­boð sitt til for­seta. Macron sá fyrir sér að það yrði eft­ir­spurn meðal kjós­enda fyrir frjáls­lyndum miðju­flokki.

Sós­í­alista­flokkur (PS) Hollande var alltaf lík­legur til að eiga erfitt upp­dráttar – þró­unin síð­ustu tíu ár í kosn­ingum í Frakk­landi hefur verið að kjósa gegn sitj­andi full­trúa – en Hollande sjálfur mælt­ist ein­ungis með um 4% stuðn­ing kjós­enda undir lok síð­asta árs sem leiddi til að hann bauð sig ekki fram aft­ur. Hægri­flokk­ur­inn Les Répu­blicains (LR) virt­ist með sigri hins íhalds­sama François Fillon í próf­kjöri flokks­ins færa sig lengra til hægri á sama hátt og PS virt­ist færa sig lengra til vinstri. Báðar þess­ar þró­anir má tengja við auknar vin­sæld­ir FN og ósk hinna hefð­bundnu stór­flokka til að höfða til kjós­enda FN, en Macron nýtti rýmið sem skap­að­ist í miðj­unni til fulls.

Ekki sjálf­gef­inn þing­meiri­hluti

Kosn­ing Macron hefur mikla þýð­ingu fyrir Evr­ópu­sinna  – ESB-­fán­ar blökktu við hlið franskra á bak­við Macron þegar hann flutti sig­ur­ræð­una sína – og er ákveð­inn sigur "mainstr­eam" miðju­stefnu eftir mikla vel­gengni öfga­hæ­gripopúlista á síð­ustu mán­uð­u­m. Mar­ine Le Pen kom verr út úr kosn­ing­unum en margar kosn­inga­spár gerðu ráð fyrir og er ákveðið bakslag fyr­ir FN þrátt fyrir að flokk­ur­inn fékk um ell­efu millj­ónir atkvæða, tvö­falt fleiri en þáver­andi leið­togi FN og fað­ir Mar­ineJean-Marie Le Pen, hlaut þegar hann komst í aðra umferð for­seta­kosn­ing­ar­innar árið 2002 og tap­aði gegn Jacques Chirac. Fylgi Mar­ine Le Pen var mest í "ryð­belti" Norð­ur­-Frakk­lands og í íhalds­söm­um, og öldruð­um, suð­aust­ur­hluta lands­ins en á báðum svæðum er atvinnu­leysi hátt og hefur verið lengi. Því má segja að Frakk­land sé tví­skipt að ein­hverju leyti og mun rík­is­stjórn Macron þurfa að koma til móts við van­traust kjós­enda á þessum svæðum gagn­vart hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum og mis­heppn­uðum til­raunum þeirra til að snúa við efna­hags­legri lægð.

Auglýsing

Þá hafa kann­anir leitt í ljós að um 43% af þeim sem kusu Macron í annarri umferð gerðu það fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að Le Pen ynni kosn­ing­arn­ar. Þá var kjör­sókn til­tölu­lega dræm, tæp 75%, og heil 11,5% kjós­enda skil­uðu auðu. Til­tölu­lega hátt og svæð­is­bundið fylgi FN ásamt ákvörðun margra kjós­enda að kjósa Macron vegna þess að þeir töldu hann vera skárri kost­ur­inn í stöð­unni útskýra að ein­hverju leyti nið­ur­stöður ann­arr­ar kann­anar sem fram­kvæmd var um leið og sig­ur Macron var í höfn; 61% Frakka vilja ekki að Macron fái meiri­hluta í þing­kosn­ing­unum sem munu fara fram um miðjan júní.

Lýð­veldi á hreyf­ingu

Fyrsta verk­efni Macron verður að skipa bráða­birgða­rík­is­stjórn þangað til þing­kosn­ingar verða haldnar í júní þar sem flokkur hans, sem hefur nú verið end­ur­skírð­ur La Répu­blique en marche (REM), mun sækj­ast eftir meiri­hluta eða, það sem raun­hæf­ara er, að setja saman sam­steypu­meiri­hluta sem styður for­set­ann. Þó for­seta­emb­ættið í Frakk­landi sé valda­mik­ið mun hann þurfa póli­tískan stuðn­ing þings­ins til þess að koma umbótum í gegn; þá sér­stak­lega lækkun rík­is­út­gjalda og breyt­ingum á skatta-, atvinnu­mála- og líf­eyr­is­reglu­gerð­um.

REM von­að­ist eftir því að hafa fram­bjóð­endur fyrir öll 577 kjör­dæmin til­búna í vik­unni en flokk­ur­inn til­kynnti á fimmtu­dag­inn nöfn 428 fram­bjóð­enda og sagð­ist muna til­kynna um rest­ina í næstu viku eftir að frest­ur­inn til að stað­festa fram­bjóð­enda­lista var fram­lengd­ur. Lang­flestir fram­bjóð­endur flokks­ins eru nýgræð­ingar í flokks­stjórn­málum en þó hafa 24 frá­far­andi þing­menn PS – þó ekki Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Hollande, sem hafði gefið kost á sér – gengið til liðs við flokk­inn og vonast Macron eftir því að einnig laða að þunga­vigt­ar­fram­bjóð­endur frá LR. François Bayrou, leið­togi miðju­flokks­ins Mou­vem­ent démocrate (MoDem), og banda­mað­ur Macron í þing­kosn­ing­unum hef­ur lýst yfir óánægju við fram­bjóð­enda­list­ann vegna þess að hann ótt­ast að MoDem verði undir í sam­starf­inu en tals­mað­ur Macron hefur til­kynnt að sátt muni nást við Bayrou.

Eftir því sem fram­bjóð­enda­listar hafa ekki verið end­an­lega stað­festir er erfitt að rýna í hugs­an­leg úrslit kosn­ing­anna en skoð­ana­kann­anir sýna að REM og MoDem munu fá um 26% atkvæða, FN og LR um 22%, vinstri­flokk­ur Jean-Luc MélenchonLa France insou­mise (FI), 13% og PS ein­ungis 8%. Frakk­land hefur tveggja umferða West­min­ster-­kosn­inga­kerfi þar sem ef eng­inn fram­bjóð­andi í til­teknu kjör­dæmi fær algjöran meiri­hluta í fyrstu umferð, þá fer fram seinni umferð þar sem ein­ungis þeir flokkar sem fá yfir 12,5% atkvæða að taka þátt en ein­ungis sig­ur­veg­ar­inn fær inn full­trúa frá hverju kjör­dæmi.

Þing­kosn­ing­arnar eru fyrsta hindr­un Macron í for­seta­tíð hans og munu vera afger­andi til að tryggja skil­virkni í inn­leið­ingu umbóta rík­is­stjórnar hans á næstu árum. Sem yngsti for­seti Frakk­lands frá upp­hafi og leið­togi nýs stjórn­mála­afls í gjör­breyttu stjórn­málaum­hverfi í land­inu er erfitt að segja til um úrvindu þing­kosn­ing­anna. Fáir bjugg­ust þó við sigri hans í for­seta­kosn­ing­um ­lengi vel og það væru mis­tök að van­meta getu hans til að smala saman þing­meiri­hluta á bak við ­sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar