Ferðaþjónustan finnur fyrir vaxtarverkjum

Stór hluti skulda ferðaþjónustufyritækja er í óverðtryggðum lánum, sem bera háa vexti. Gengisstyrking krónunnar kemur illa við framlegð í greininni.

7DM_4140_raw_1609.JPG
Auglýsing

Banda­ríkja­dalur kostar nú 103 krónur og evran 112. Fyrir rúm­lega einu og hálfu ári kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krónur og evran 150 krón­ur. Pundið hefur á tæp­lega einu ári farið úr 206 krónum í 133 krón­ur.

Algjör­lega nýr veru­leiki blasir því útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins, þar sem tekj­urnar eru í erlendri mynt. 

Minna fæst fyrir vör­urnar og þjón­ust­una en áður, og hefur þessi veru­leiki komið hratt fram. Hraðar launa­hækk­anir hafa líka sett strik í reikn­ing­inn hjá mörgum fyr­ir­tækj­um, en 1. maí síð­ast­lið­inn hækk­uðu laun um 4,5 pró­sent, sam­kvæmt kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Góða staða þrátt fyrir allt

Mikil og hröð geng­is­styrk­ing krón­unnar er nú farin að bíta, jafn­vel þó staða efna­hags­mála sé á flesta mæli­kvarða nokkuð góð um þessar mund­ir. Mikil vöntun er á vinnu­afli, hag­vöxtur mæld­ist 7,2 pró­sent í fyrra og skuldir hafa verið greiddar hratt nið­ur. Skuldir heim­il­anna mæl­ast nú um 77 pró­sent af lands­fram­leiðslu en hlut­fallið var í um 130 pró­sent skömmu eftir hrun­ið. Skuldir hins opin­bera hafa einnig verið að lækka hratt og hefur Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, nefnt það sér­stak­lega að það sé for­gangs­mál hjá rík­is­stjórn­inni að greiða niður skuldir og lækka vaxta­kostn­að. 

Vaxta­verkir

Sú mikla geng­is­styrk­ing sem hefur átt sér stað und­an­farin miss­eri kemur engum á óvart sem hefur skoðað gaum­gæfi­lega fjár­flæði til og frá hag­kerf­inu. Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var jákvæður um rúm­lega 155 millj­arða króna á árs­grund­velli í fyrra og útlit fyrir að sú þróun haldi áfram á þessu ári. Þrýst­ing­ur­inn er því áfram í átt að frek­ari styrk­ingu krón­unn­ar, en ómögu­legt er að spá fyrir um hvort Seðla­banki Íslands muni beita sér fyrir því að veikja geng­ið, eins og hann hefur gert á und­an­förnu ári, en þó í minna mæli að und­an­förnu.

Gert er ráð fyrir því, í flestum spám grein­enda, að fjöldi ferða­manna muni aukast mikið á þessu ári frá metár­inu í fyrra, og verði um 2,3 millj­ón­ir. Til sam­an­burðar var fjöld­inn 1,8 millj­ónir í fyrra og áður en mik­ill upp­gangur hóf­st, árið 2010, þá var fjöld­inn 454 þús­und á árs grund­velli. 

Fjár­fest­ing auk­ist

Fjár­fest­ing hefur auk­ist jafnt og þétt í ferða­þjón­ust­unni, sam­hliða þessum mikla upp­gangi, eins og gefur að skilja. Hótel hafa sprottið upp, og ennþá umfangs­miklar fram­kvæmdir í píp­un­um, enda gera flestar spár ráð fyrir áfram­hald­andi fjölgun ferða­manna hingað til lands. 

Sam­tals eru nú 26 flug­fé­lög sem fljúga hingað til lands, og veru­leik­inn því gjöbreyttur frá því sem var, þegar að hámarki þrjú til fjögur flug­fé­lög sáu um flug­sam­göngur milli Íslands og umheims­ins. 

Geng­is­á­hætta

Skuldir ferðaþjónustufyrirtækja við bankakerfið hafa aukist umtalsvert, samhliða mikilli fjárfestingu.Þegar horft til gagna sem til eru um fjár­mögnun þessar miklu upp­bygg­ingar í ferða­þjón­ustu sem átt hefur sér stað þá sést vel að tölu­verð geng­is­á­hætta er í rekstri margra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ust­unni. Algeng­asta form lána virð­ist vera óverð­tryggð lán í krón­um, en þau bera alla jafnan nokkuð háa vext­i. 

Hávær krafa um vaxta­lækk­un, ekki síst frá ferða­þjón­ust­unni, ætti því ekki að koma neinum á óvart. Heild­ar­skuldir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja við fjár­mála­kerfið námu um 180 millj­örðum króna í lok árs í fyrra, og höfðu vaxið úr 140 millj­örðum árið á und­an, að því er fram kemur í Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, frá því í apr­íl. 

Um 100 millj­arðar af þessum 180 millj­örðum eru óverð­tryggð lán í krón­um, 40 millj­arðar í verð­tryggðum lánum og 40 í erlendri mynt. 

Styrk­ing krón­unnar er því afar við­kvæm fyrir marga í grein­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar