155 milljarða afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum

Innflutningur hefur aukist mikið og toppar árið 2007. Í þetta skiptið er innistæða fyrir því, segja greinendur.

Ferðamenn
Auglýsing

Þjón­ustu­af­gangur árið 2015 nam 191 millj­arði króna árið 2015,­sam­kvæmt bráða­birgða­töl­um, sem er 56 millj­örðum meira en árið 2014. Þjón­ustu­af­gang­ur­inn hefur aldrei verið meiri. 

Aftur á móti jókst vöru­skipta­halli í fyrra svo vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var jákvæður um 155 millj­arða sem er 31 millj­arði meira en árið 2014, sam­kvæmt sam­an­tekt grein­ing­ar­deildar Arion banka.

Eins og greint var frá í gær, í nýrri spá Íslands­banka, er gert ráð fyrir um 30 pró­sent vexti í ferða­þjón­ustu á þessu ári og a gjald­eyr­is­tekjur geti numið 428 millj­örðum króna.

Auglýsing

„Sé nánar rýnt í tölur um þjón­ustu­við­skipti má sjá sem fyrr að aukn­ingin og mik­ill útflutn­ingur skýrist að lang­mestu leyti af ferða­þjón­ust­u,“ segir í sam­an­tekt grein­ing­ar­deildar Arion banka.

Í grein­ingu er einnig minnst á að inn­flutn­ingur hafi auk­ist hratt að und­an­förnu, en margt bendi þó til þess að í þetta skiptið - ólíkt því sem var á árunum fyrir hrun fjár­mála­kerf­is­ins - sé inni­stæða fyrir þessum aukna inn­flutn­ingi.

„Inn­flutn­ingur jókst mikið í fyrra og súpa sjálf­sagt margir hveljur ef við bendum á að inn­flutn­ingur þá var meiri á föstu gengi heldur en árið 2007. Þrennt verður þó að hafa í huga í því sam­hengi. Í fyrsta lagi hefur hag­kerfið aftur náð vopnum sínum og virð­ist sem hér hafi mynd­ast fram­leiðslu­spenna. Í öðru lagi hefur útflutn­ingur vaxið um 51 pró­sent síðan 2007 svo inn­flutn­ing­ur­inn hefur ekki verið fjár­magn­aður með erlendu lánsfé að þessu sinni með áhætt­unni sem því fylg­ir. Einnig má benda á að aukin þörf hefur skap­ast fyrir inn­flutn­ing í tengslum við aukin umsvif í útflutn­ings­grein­um, sér­stak­lega ferða­þjón­ust­u,“ segir í sam­an­tekt­inni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None