Ólafur telur skýrsluna ekki sanngjarna gagnvart þjóðinni né sér persónulega

Í ávarpi Ólafs Ólafssonar segir hann baksamninga sem tryggðu honum milljarða, og skaðleysisyfirlýsing til Hauck & Aufhäuser, vera aukaatriði. Ólafur vísar í póst frá Guðmundi Ólasyni því til stuðnings að erlend aðkoma að kaupunum hafi ekki skipt máli.

Ólafur Ólafsson
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son segir að aðkoma erlends fjár­mála­fyr­ir­tækis hafi ekki verið grund­vall­ar­for­senda fyrir sölu rík­is­ins á hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Þá liggi það fyrir að Hauck & Auf­häuser hafi verið raun­veru­legur hlut­hafi í félag­inu Eglu, sem var hluti S-hóps­ins sem keypti ráð­andi hlut í bank­an­um. Þetta er megin nið­ur­staðan í ávarpi sem Ólafur hefur birt á heima­síð­unni Sölu­ferli.is sem almanna­tengsla­fyr­ir­tækið KOM heldur úti fyrir hann. Ólafur telur því að ályktun nefnd­ar­innar um hið gagn­stæða vera ranga og segir hana ekki stand­ast skoð­un.

Ávarpið var sett á netið í dag í ljósi þess að Ólafur fékk ekki að flytja það í heild sinni fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, en hann kemur fyrir hana í dag klukkan 15:15.

Í ávarp­inu ræðir Ólafur ekki bak­samn­inga sem tryggðu honum per­sónu­lega og óþekktum eig­endum aflands­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors millj­arða króna né skað­leys­is­yf­ir­lýs­ingu sem Hauck & Auf­häuser fékk efn­is­lega. Ólafur segir að þetta séu ekki aðal­at­riði máls­ins.

Rann­­sókn­­ar­­nefnd sem rann­sak­aði aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í jan­úar 2003 skil­aði af sér skýrslu 29. mars síð­­ast­lið­inn.



Helstu nið­­ur­­stöður nefnd­­ar­innar voru þær að stjórn­­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu verið blekktir við söl­una. Ítar­­leg gögn sýni með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­­sonar not­uðu leyn­i­­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­­legt eign­­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­­ar­ins aflands­­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­­um. Með fjölda leyn­i­­­legra samn­inga og milli­­­­­færslum á fjár­­­mun­um, m.a. frá Kaup­­­þingi hf. inn á banka­­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­­anum tryggt skað­­­leysi af við­­­skipt­unum með hluti í Bún­­­að­­­ar­­­bank­an­­­um.“

Finnst skýrslan ekki sann­gjörn gagn­vart sér

Í nið­ur­lagi ávarps Ólafs segir hann: „Það er sjálf­sagt hægt að afgreiða þessa rann­sókn­ar­skýrslu þannig að sökin sé alfarið mín; ég hafi einn og óstuddur stjórnað öllu ferl­inu frá upp­hafi til enda og haldið um penna þeirra er skrif­uðu. En þá eru menn að loka aug­unum fyrir fyr­ir­liggj­andi stað­reyndum og halda áfram á óbreyttri braut. Ég tel að það væri hvorki rétt né sann­gjarnt gagn­vart þjóð­inni og alls ekki gagn­vart mér per­sónu­lega. Það væri heldur ekki í sam­ræmi við yfir­lýstan til­gang skýrsl­unnar sem hér er til umfjöll­un­ar.“

Auglýsing

Líkt og áður sagði segir Ólafur að hann hafi sýnt fram á, með vísun í gögn, í ávarpi sínu að aðkoma erlends fjár­mála­fyr­ir­tækis hafi ekki grund­vall­ar­for­senda fyrir sölu rík­is­ins á hluta­bréfum í Bún­að­ar­bank­an­um. Þar af leið­andi skipti aðkoma Hauck & Auf­häuser engu máli. S-hóp­ur­inn, sem Ólafur leiddi, hefði samt sem áður fengið að kaupa, hann hefði staðið við alla samn­inga sína við ríkið og þar af leið­andi hafi ríkið hvorki verið blekkt né verr sett með aðkomu þýska bank­ans.

Ólafur birti eitt nýtt gagn sem hann segir að styðji þessa ályktun sína. Um er að ræða tölvu­póst frá starfs­manni einka­væð­ing­ar­nefndar þegar salan á Bún­að­ar­bank­anum fór fram. Í tölvu­póst­inum segir umræddur starfs­maður – en hann er ekki nafn­greindur í ávarpi Ólafs – að hann geti stað­fest þennan skiln­ing.

Tölvu­póst­ur­inn sem um ræðir var sendur í síð­ust vikuog er birtur sem fylgi­skjal með ávarpi Ólafs. Þar er nafn send­anda hulið en með því að afrita text­ann og líma hann í nýtt skjal er hægt að sjá að þar er um Guð­mund Óla­son að ræða. Guð­mundur var fyrir ári síðan dæmdur í þriggja ára fang­elsi fyrir sinn hlut í greiðslum á 4,8 millj­örðum króna sem runnu út úr félag­inu Milestone – En Guð­mundur var for­stjóri þess – og til Ing­unnar Wern­ers­dótt­ur.

Búið var að strika yfir nafn þess sem sendi póstinn sem Ólafur birtir sem nýtt frumgagn áður en hann var birtur á Söluferli.is. Það er þó hægt að afrita textann og líma hann annars staðar. Þá kemur í ljós að sendandinn er Guðmundur Ólason.Guð­mundur gaf skýrslu fyrir rann­sókn­ar­nefnd­inni. Í skýrslu nefnd­ar­innar segir að hvorki hann, né aðrir starfs­menn eða nefnd­ar­menn einka­væð­ing­ar­nefndar, hefðu „orðið var við neitt annað en að aðkoma Hauck & Auf­häuser hefði verið með þeim hætti sem upp­lýst var um opin­ber­lega á sínum tíma.“

Ólafur segir einnig að grund­vall­ar­at­riði hvað þetta varði sé fundur S-hóps­ins með einka­væð­ing­ar­nefnd sem átt hafi sér stað 28. ágúst 2002. Ólafur segir að bókun þess fundar sýni fram á að það hafi ekki verið nein for­senda þess að S-hóp­ur­inn fengi að kaupa ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­anum að erlendur banki væri hluti af hópn­um.

Í fund­ar­gerð einka­væð­ing­ar­nefndar frá 28. ágúst 2002 seg­ir: „Upp­lýst um að tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að mál­inu sem ráð­gjafar eða fjár­fest­ar. Spurt hvort það breyti stöðu hóps­ins ef breyt­ingar verða á skipan hóps­ins með þeim hætti. ÓD [Ólafur Dav­íðs­son] sagði svo ekki vera. Frekar væri gef­inn plús fyrir erlenda pen­inga.“

Rann­sókn­ar­nefndin túlkar þessa bókun á þver­öfugan hátt við Ólaf. Sam­kvæmt skýrslu hennar er svar for­manns nefnd­ar­innar um að  frekar væri „gef­inn plús fyrir erlenda pen­inga“ túlkað með þeim hætti að aðkoma erlends banka myndi styrkja til­boð S-hóps­ins. Ólafur Dav­íðs­son hefur ekki skýrt hvor túlk­unin er rétt.

Ákveðið var 4. nóv­em­ber 2002 að mæla með því að ganga til samn­inga við S-hóp­inn um kaup á 45,8 pró­sent hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Í til­kynn­ingu fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu um einka­við­ræður við S-hóp­inn kom hins vegar skýrt fram að lyk­il­for­senda fyrir þeim væri aðkoma erlendrar fjár­mála­stofn­un­ar. Ann­ars yrðu þær hugs­an­lega ekki fram­lengdr­ar.

Þegar hinn hóp­ur­inn sem val­inn hafði verið til við­ræðna um kaup á hlutn­um, Kald­bak­ur, óskaði eftir skýr­ingum á þessu svar­aði for­maður fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu því til að sér­stak­lega hefðu þrjú atriði „skilið á milli við val á við­semj­anda“. Meðal þeirra atriða sem nefnd voru í þessu sam­bandi var að S-hóp­ur­inn hefði haft í sínum hópi „virt erlent fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fjár­fest­i“.

Á þessum tíma lá ekk­ert fast fyrir um neina erlenda aðkomu að kaupum S-hóps­ins. Í bréf­inu sagði nefndin að „S-hóp­ur­inn hefði gefið til kynna að 25-30% hlutur í eign­ar­halds­fé­lagi um eign í Bún­að­ar­bank­anum yrði í eigu Société Générale eða ann­ars alþjóð­legs fjár­fest­is.“ Fram­kvæmda­nefndin lagði áherslu á að „þátt­taka Société Générale eða ann­arrar hátt virtrar alþjóð­legrar fjár­mála­stofn­un­ar, sem umtals­verðs hlut­hafa í eign­ar­halds­fé­lagi um til­boðið [hefði] verið veiga­mik­ill þáttur á bak við ákvörðun nefnd­ar­innar að efna til einka­við­ræðna við [S-hóp­inn]“. Lögð var áhersla á að einka­við­ræður yrðu ákveðnar til til­tek­ins tak­mark­aðs tíma og að fram­kvæmda­nefndin yrði treg til að fram­lengja einka­við­ræður ef hún teldi þá „Société Générale eða annan alþjóð­legan fjár­festi ólík­legan til að eiga umtals­verðan hlut í eign­ar­halds­fé­lagi um til­boð­ið“.

Telur bak­samn­inga, skað­leysi og þókn­anir auka­at­riði

Hin meg­in­nið­ur­staða Ólafs er sú að Hauck & Auf­häuser hafi verið raun­veru­legur eig­andi Eglu. Um það er í raun ekki deilt. Bank­inn hélt á hlutum í því félagi og keypti auk ann­arra hluta­bréf í Bún­að­ar­bank­an­um. Þegar það var gert voru stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur ekki upp­lýst um að kaupin voru fjár­mögnuð af íslenska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Kaup­þingi, að gerðir höfðu verið samn­ingar sem tryggðu skað­leysi Hauck & Auf­häuser af við­skipt­unum og sölu­rétt eftir tæp tvö ár.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er því haldið fram að Ólafur hafi verið höfuðpaur í því að blekkja stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Kjartan Bjarni Björgvinsson var eini nefndarmaður hennar. MYND: Birgir Þór HarðarsonÞað var heldur ekk­ert upp­lýst um að Hauck & Auf­häuser hafi fengið þóknun upp á eina milljón evra fyrir við­vikið né að bak­samn­ingar voru um að hagn­aður sem gæti skap­ast hjá réttum eig­enda hlut­ar­ins, aflands­fé­lags­ins Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, myndi renna til tveggja aflands­fé­laga, skráð á sama stað, sem áttu það félag. Annað þeirra aflands­fé­laga var Mar­ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Hann hagn­að­ist um 3,8 millj­arða króna á flétt­unni. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, hagn­að­ist um 2,9 millj­arða króna á „Puffin“ verk­efn­inu. Á núvirði er sam­eig­in­legur hagn­aður félag­anna tveggja rúm­lega 11 millj­arðar króna.

ÓIafur fjallar ekki efn­is­lega um neina af þessum samn­ing­um. Í ávarp­inu segir hann: „Hauck & Auf­hauser gerðu samn­inga, í þessu til­felli við Kaup­þing, um fjár­mögn­un, tak­mörkun á áhættu, o.s.frv. Þeir samn­ingar sem voru rík­inu óvið­kom­andi og vörð­uðu ekki hags­muni þess, enda fékk það allt sitt greitt og staðið var við öll skil­yrði kaup­samn­ings. Það var gagn­kvæmur vilji hjá Hauck & Auf­hauser og Kaup­þingi að eiga við­skipti sín í milli. Öll sam­skipti á milli Kaup­þings og Hauck & Auf­häuser voru bein og milli­liða­laus. Þeir gengu sjálfir frá samn­ingum sín á milli.“ Hann telur því að bak­samn­ing­arnir séu ein­fald­lega samn­ingar milli einka­að­ila og komi sölu á Bún­að­ar­bank­anum ekk­ert við.

Ólafur segir að samn­ing­arnir sem gerðir voru milli þýska bank­ans og Kaup­þings hafi verið „al­farið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Ég vissi hins vegar að þeir höfðu gert með sér samn­inga og hvert var megin inn­tak þeirra samn­inga. Hafi eitt­hvað verið í þessum samn­ing­um, sem ég fæ reyndar ekki séð, sem þeir áttu að upp­lýsa um, þá var það alfarið á þeirra ábyrgð.“

Þessi full­yrð­ing Ólafs stang­ast á við fram­burð hans fyrir dómi 30. jan­úar 2017, þegar hann svar­aði spurn­ingum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þar var Ólafur spurður um full­yrð­ingar Sig­ur­jóns Árna­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans og fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs Bún­að­ar­bank­ans, í skýrslu hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Auf­häuser hafi verið full­trúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður ein­hvers konar fram­virkur samn­ingur um við­skipti bank­ans, sagði Ólafur að honum vit­an­lega ætti það ekki við rök að styðj­ast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona“.

Nú seg­ist hann hafa vitað af því að „þeir hefðu gert með sér samn­inga og hvert var megin inn­tak þeirra samn­inga“. Þegar hann var spurður um þetta fyrir dómi mundi hann ekki eftir neinum slíkum samn­ing­um.

Ólafur segir einnig í ávarpi sínu að umræddir samn­ingar hafi verið háðir banka­leynd. Honum hafi því ekki verið heim­ilt að upp­lýsa um „til­vist þeirra og efni þeirra, hafi ég þekkt það.[...]Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að samn­ingar milli Hauck & Auf­häuser og Kaup­þings voru háðir banka­leynd.“

Þetta er ekki rétt. Sam­kvæmt lögum um rann­sókn­ar­nefndir geta þeir sem gefa skýrslu fyrir slíkum nefndum ekki borið fyrir sig banka­leynd gagn­vart fyr­ir­spurnum nefnd­ar­inn­ar. Þar segir í 7. grein að skylt sé að verða „við kröfu rann­sókn­ar­nefndar um afhend­ingu gagna og að veita upp­lýs­ingar þótt þær séu háðar þagn­ar­skyldu. Sama gildir um upp­lýs­ingar sem óheim­ilt er að lögum að veita fyrir dómi nema með sam­þykki ráð­herra, for­stöðu­manns eða ann­ars yfir­manns við­kom­andi, jafnt hjá hinu opin­bera sem einka­fyr­ir­tæki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar