Hættir við fjárfestingu í Pressunni

Fjárfestarnir sem ætluðu að setja 300 milljónir í fjölmiðlasamstæðuna Pressuna eru flestir hættir við. Skuldir hennar eru sagðar rúmlega 700 milljónir. Þar af eru tæpur helmingur við lífeyrissjóði, stéttarfélög og vegna vangreiddra opinberra gjalda.

7DM_0798_raw_2403.JPG
Auglýsing

Þeir fjár­festar sem greint var frá fyrir tæpum mán­uði síðan að myndu setja 300 millj­ónir króna af nýju hlutafé inn í Pressu­sam­stæð­una eru nær allir hættir við. Félag í eigu Hall­­­dórs Krist­manns­son­ar, Róberts Wessman, Árna Harð­­­ar­­­son­­­ar, Hilm­­­­­ars Þórs Krist­ins­­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­­son­­­ar, Fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Dal­­­ur­inn ehf., ætl­­aði að verða langstærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­­ónir króna af nýju hluta­fé. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans til­kynntu for­svars­menn þess félags núver­andi stjórn­endum Pressunnar í síð­ustu viku að þeir og aðrir sem ætl­uðu að koma inn í rekst­ur­inn sam­hliða þeim myndu draga sig út og að ekk­ert yrði að hluta­fjár­aukn­ing­unni.

Innan Pressu­­sam­­stæð­unnar eru tæp­­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­­blaða- og tíma­­rita­­formi og í sjón­­varpi. Þeirra þekkt­­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöðin ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Komið í veg fyrir að toll­stjóri myndi inn­sigla

Hóp­ur­inn sem um ræðir hafði lánað umtals­verða fjár­muni inn í sam­stæð­una á síð­ustu vikum til að greiða opin­ber gjöld sem voru í van­skil­um. Það var gert, að sögn við­mæl­enda Kjarn­ans sem komu að hinni ætl­uðu hluta­fjár­aukn­ingu, til að forð­ast að toll­stjóri myndi inn­sigla félög sem til­heyra sam­stæð­unni.

Róbert Wessman og nokkrir viðskiptafélagar hans ætluðu að setja 155 milljónir króna inn í Pressuna. Þeir eru nú hættir við.Sömu við­mæl­endur segja að skuldir Pressunnar séu rúm­lega 700 millj­ónir króna og að það sé þeirra mat að sam­bæri­lega upp­hæð þurfi til að koma Pressu­sam­stæð­unni á réttan kjöl. Af þessum skuldum séu um 300 millj­ónir króna við líf­eyr­is­sjóði, stétt­ar­fé­lög og vegna van­gold­inna opin­berra gjalda, svo­kall­aðra rimla­gjalda. Hin ætl­aða hluta­fjár­aukn­ing hefði því ekki dugað fyrir því að greiða þær skuld­ir, og hvað þá aðr­ar. Þá átti auk þess eftir að taka inn í dæmið fjár­fest­ingu í rekstr­in­um, sem reiknað var með að þyrfti á ein­hverjum tíma­punkti að vera umtals­verð, sér­stak­lega í ljósi þess að búið var að skera rekstur rit­stjórna miðl­anna sem heyra undir sam­stæð­una „al­veg inn að bein­i,“ líkt og einn við­mæl­andi Kjarn­ans sagði.

Staðan mun verri en af var látið

Ljóst hefur verið um nokk­urt skeið að mikil fjár­hags­vand­ræði steðj­uðu að Press­unni, einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins sem vaxið hefur gíf­ur­lega hratt á und­an­förnum árum í gegnum yfir­tökur á miðl­um. Sam­hliða hafa skuldir sam­stæð­unnar vaxið hratt, meðal ann­ars vegna selj­enda­lána sem fyrr­ver­andi eig­endur þeirra miðla sem Pressan hefur tekið yfir hafa veitt. Engar upp­lýs­ingar hafa hins vegar feng­ist um hverjir aðrir lán­veit­endur Pressunn­ar, eða stærstu eig­enda henn­ar, séu. 

Í mars greindi Frétta­blaðið frá því að VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefði kraf­ist þess að DV ehf., útgáfu­fé­lag DV, yrði tekið til gjald­þrota­skipta vegna van­gold­inna launa félags­manna þess. Áður hafði Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna gert árang­urs­laust fjár­nám hjá DV vegna þess að líf­eyr­is­greiðslum starfs­manna sem dregnar höfðu verið frá launum þeirra hafði ekki verið skilað til sjóðs­ins. Í frétt Frétta­blaðs­ins var rætt við fyrr­ver­andi aug­lýs­inga­sölu­mann hjá DV sem sagð­ist eiga kröfu upp á tæpa milljón krónur á félag­ið. Auk þess hefði það dregið með­lags­greiðslur af launum hans en haldið þeim eft­ir, að sögn manns­ins.

Auglýsing

Fljót­lega eftir að til­kynnt var um 300 milljón króna hluta­fjár­aukn­ingu í Pressu­sam­stæð­unni, sem var gert 18. apríl síð­ast­lið­inn, fóru að renna tvær grímur á nýju fjár­fest­ana. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að það hafi ekki tekið þá langan tíma að átta sig á að staðan hafi verið mun verri en af var lát­ið. Það var til marks um slæma stöðu sam­stæð­unnar að þeir stjórn­­­ar­­menn sem til­­kynnt var um að setj­­­ast ættu í stjórn Pressunnar fyrir tæpum mán­uði gerðu það aldrei for­m­­lega. Þeir vildu ekki bera neina laga­­lega ábyrgð á sam­­stæð­unni eins og hún er í dag.

Ætl­uðu að skera niður kostn­að­ar­samt efsta lag

For­sendur þess að nýja hluta­féð yrði greitt inn voru nokkr­ar. Sú fyrsta var að Björn Ingi Hrafns­son, útgef­andi, og Arnar Ægis­son, fram­kvæmda­stjóri, færu alfarið út úr rekstr­in­um. Önnur var að komið væri jafn­vægi á rekstur ein­stakra miðla sem til­heyrðu sam­stæð­unni og að þeir væru ekki að tapa pen­ing­um. Svo reynd­ist alls ekki vera.

Hóp­ur­inn vildi samt kanna hvort hægt væri að halda áfram og ráð­ast í ein­faldar nið­ur­skurð­ar­að­gerðir á borð við það að sam­eina starf­sem­ina undir einu þaki, fækka útgáfu­dögum DV í einn og skera niður kostnað í efsta lagi sam­stæð­unn­ar, þar sem helstu stjórn­endur reynd­ust vera með um tvær millj­ónir króna í mán­að­ar­laun á sama tíma og rit­stjórnir miðla voru langt frá því að vera full­mann­að­ar. Þá voru fjár­festar til­búnir til að koma inn síðar ef tek­ist hefði að koma jafn­vægi á rekstur ein­stakra miðla.

Björn Ingi Hrafnsson sendi starfsfólki bréf nýverið þar sem hann óskaði eftir liðsinni þeirra við að koma rekstrinum á réttan kjöl.Eftir að vænt­an­legum nýjum eig­endum var hleypt að félag­inu kom ein­fald­lega í ljós að staðan var mun verri en nokkur þeirra hafði ímyndað sér. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­ustu viku komu upp ný mál nán­ast á hverjum degi sem gerðu stöð­una verri. Ljóst var að rekstur ein­stakra ein­inga, sér­stak­lega DV, var í miklum ólestri. „Það stóð ekki steinn yfir steini í þessu og þess vegna er þetta stað­an,“ sagði einn við­mæl­andi Kjarn­ans. Staðan sem hann vísar til er sú að hætt hefur við hluta­fjár­aukn­ing­una. Og hóp­ur­inn sem ætl­aði að bjarga Pressu­sam­stæð­unni frá gjald­þroti segir að hann telji nú að það sé ekki hægt.

Óskar eftir hjálp starfs­manna

Björn Ingi Hrafns­son sendi starfs­mönnum Pressu­sam­stæð­unnar póst í vik­unni þar sem hann sagð­ist vilja upp­lýsa um að ekk­ert sér­stakt nýtt hefði gerst í málum hennar und­an­farna daga „utan að svo virð­ist sem við Arnar séum farnir minna út úr þessu en við tveir töld­um.“

Í póst­inum segir hann svo að það sé alls ekki rétt að það vanti 700 millj­ónir króna í hlutafé heldur sé sú tala nær því að ná yfir heild­ar­skuldir sam­steypunn­ar. Það vanti hins vegar fjár­magn, þeir hafi unnið að því und­an­farna mán­uði að safna því og náð heil­miklum árangri. „Fé­lagið hefur meira en tífald­ast að stærð á fáum árum og því fylgja vaxt­ar­verkir í óhag­stæðu rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fjöl­miðla. Við erum að greiða starfs­fólki okkar hærri laun en gengur og ger­ist (eða svo er okkur sagt) og kannski höfum við verið of róm­an­tískir að halda úti efn­is­þáttum sem ekki standa undir sér. Við höfum lagt mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og að starfs­fólki líði eins og það sé hluti af stórri fjöl­skyldu. En við höfum líka gert mis­tök. Við höfum tapað allt of miklu á útgáfu DV og það hefur reynst okkur mjög erfitt. Staða DV var mjög erfið þegar við tókum blaðið yfir eftir enda­lausar deilur og það hefur verið þrautin þyngri að snúa því við.“

Björn Ingi segir í póst­inum að rekstr­ar­staða miðla sam­stæð­unnar hefði batnað mjög und­an­farna mán­uði. „Við þurfum ykkar hjálp á næst­unni til að koma í veg fyrir tap­rekstur í ein­stökum deild­um. Við höfum bara ekki efni á því leng­ur. Við Arnar Ægis­son og Vene­dikts­son Sam­steypan Venni [Sig­ur­vin Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri DV] ætlum að berj­ast bjart­sýnir næstu daga og vikur og erum sann­færðir um að ætl­un­ar­verkið muni takast. Ég er nokkuð viss um að ein­hverjir vilja gjarnan að þetta mis­tak­ist. En ég vona að við eigum áfram­hald­andi stuðn­ing ykkar allra í bar­átt­unn­i.“

Starfs­menn Pressu­sam­stæð­unnar sem Kjarn­inn ræddi við túlka skila­boð stjórn­enda hennar ein­ungis á einn veg: fyrir dyrum eru upp­sagnir og launa­lækk­anir í til­raun til að bjarga rekstr­in­um. Við­mæl­endur innan fjár­festa­hóps­ins sem ætl­aði að koma að Press­unni telja þó að það muni ekki duga til. 

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar