Hættir við fjárfestingu í Pressunni

Fjárfestarnir sem ætluðu að setja 300 milljónir í fjölmiðlasamstæðuna Pressuna eru flestir hættir við. Skuldir hennar eru sagðar rúmlega 700 milljónir. Þar af eru tæpur helmingur við lífeyrissjóði, stéttarfélög og vegna vangreiddra opinberra gjalda.

7DM_0798_raw_2403.JPG
Auglýsing

Þeir fjár­festar sem greint var frá fyrir tæpum mán­uði síðan að myndu setja 300 millj­ónir króna af nýju hlutafé inn í Pressu­sam­stæð­una eru nær allir hættir við. Félag í eigu Hall­­­dórs Krist­manns­son­ar, Róberts Wessman, Árna Harð­­­ar­­­son­­­ar, Hilm­­­­­ars Þórs Krist­ins­­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­­son­­­ar, Fjár­­­­­fest­inga­­­fé­lagið Dal­­­ur­inn ehf., ætl­­aði að verða langstærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­­ónir króna af nýju hluta­fé. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans til­kynntu for­svars­menn þess félags núver­andi stjórn­endum Pressunnar í síð­ustu viku að þeir og aðrir sem ætl­uðu að koma inn í rekst­ur­inn sam­hliða þeim myndu draga sig út og að ekk­ert yrði að hluta­fjár­aukn­ing­unni.

Innan Pressu­­sam­­stæð­unnar eru tæp­­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­­blaða- og tíma­­rita­­formi og í sjón­­varpi. Þeirra þekkt­­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­­varps­­stöðin ÍNN og tíma­­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Komið í veg fyrir að toll­stjóri myndi inn­sigla

Hóp­ur­inn sem um ræðir hafði lánað umtals­verða fjár­muni inn í sam­stæð­una á síð­ustu vikum til að greiða opin­ber gjöld sem voru í van­skil­um. Það var gert, að sögn við­mæl­enda Kjarn­ans sem komu að hinni ætl­uðu hluta­fjár­aukn­ingu, til að forð­ast að toll­stjóri myndi inn­sigla félög sem til­heyra sam­stæð­unni.

Róbert Wessman og nokkrir viðskiptafélagar hans ætluðu að setja 155 milljónir króna inn í Pressuna. Þeir eru nú hættir við.Sömu við­mæl­endur segja að skuldir Pressunnar séu rúm­lega 700 millj­ónir króna og að það sé þeirra mat að sam­bæri­lega upp­hæð þurfi til að koma Pressu­sam­stæð­unni á réttan kjöl. Af þessum skuldum séu um 300 millj­ónir króna við líf­eyr­is­sjóði, stétt­ar­fé­lög og vegna van­gold­inna opin­berra gjalda, svo­kall­aðra rimla­gjalda. Hin ætl­aða hluta­fjár­aukn­ing hefði því ekki dugað fyrir því að greiða þær skuld­ir, og hvað þá aðr­ar. Þá átti auk þess eftir að taka inn í dæmið fjár­fest­ingu í rekstr­in­um, sem reiknað var með að þyrfti á ein­hverjum tíma­punkti að vera umtals­verð, sér­stak­lega í ljósi þess að búið var að skera rekstur rit­stjórna miðl­anna sem heyra undir sam­stæð­una „al­veg inn að bein­i,“ líkt og einn við­mæl­andi Kjarn­ans sagði.

Staðan mun verri en af var látið

Ljóst hefur verið um nokk­urt skeið að mikil fjár­hags­vand­ræði steðj­uðu að Press­unni, einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins sem vaxið hefur gíf­ur­lega hratt á und­an­förnum árum í gegnum yfir­tökur á miðl­um. Sam­hliða hafa skuldir sam­stæð­unnar vaxið hratt, meðal ann­ars vegna selj­enda­lána sem fyrr­ver­andi eig­endur þeirra miðla sem Pressan hefur tekið yfir hafa veitt. Engar upp­lýs­ingar hafa hins vegar feng­ist um hverjir aðrir lán­veit­endur Pressunn­ar, eða stærstu eig­enda henn­ar, séu. 

Í mars greindi Frétta­blaðið frá því að VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefði kraf­ist þess að DV ehf., útgáfu­fé­lag DV, yrði tekið til gjald­þrota­skipta vegna van­gold­inna launa félags­manna þess. Áður hafði Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna gert árang­urs­laust fjár­nám hjá DV vegna þess að líf­eyr­is­greiðslum starfs­manna sem dregnar höfðu verið frá launum þeirra hafði ekki verið skilað til sjóðs­ins. Í frétt Frétta­blaðs­ins var rætt við fyrr­ver­andi aug­lýs­inga­sölu­mann hjá DV sem sagð­ist eiga kröfu upp á tæpa milljón krónur á félag­ið. Auk þess hefði það dregið með­lags­greiðslur af launum hans en haldið þeim eft­ir, að sögn manns­ins.

Auglýsing

Fljót­lega eftir að til­kynnt var um 300 milljón króna hluta­fjár­aukn­ingu í Pressu­sam­stæð­unni, sem var gert 18. apríl síð­ast­lið­inn, fóru að renna tvær grímur á nýju fjár­fest­ana. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að það hafi ekki tekið þá langan tíma að átta sig á að staðan hafi verið mun verri en af var lát­ið. Það var til marks um slæma stöðu sam­stæð­unnar að þeir stjórn­­­ar­­menn sem til­­kynnt var um að setj­­­ast ættu í stjórn Pressunnar fyrir tæpum mán­uði gerðu það aldrei for­m­­lega. Þeir vildu ekki bera neina laga­­lega ábyrgð á sam­­stæð­unni eins og hún er í dag.

Ætl­uðu að skera niður kostn­að­ar­samt efsta lag

For­sendur þess að nýja hluta­féð yrði greitt inn voru nokkr­ar. Sú fyrsta var að Björn Ingi Hrafns­son, útgef­andi, og Arnar Ægis­son, fram­kvæmda­stjóri, færu alfarið út úr rekstr­in­um. Önnur var að komið væri jafn­vægi á rekstur ein­stakra miðla sem til­heyrðu sam­stæð­unni og að þeir væru ekki að tapa pen­ing­um. Svo reynd­ist alls ekki vera.

Hóp­ur­inn vildi samt kanna hvort hægt væri að halda áfram og ráð­ast í ein­faldar nið­ur­skurð­ar­að­gerðir á borð við það að sam­eina starf­sem­ina undir einu þaki, fækka útgáfu­dögum DV í einn og skera niður kostnað í efsta lagi sam­stæð­unn­ar, þar sem helstu stjórn­endur reynd­ust vera með um tvær millj­ónir króna í mán­að­ar­laun á sama tíma og rit­stjórnir miðla voru langt frá því að vera full­mann­að­ar. Þá voru fjár­festar til­búnir til að koma inn síðar ef tek­ist hefði að koma jafn­vægi á rekstur ein­stakra miðla.

Björn Ingi Hrafnsson sendi starfsfólki bréf nýverið þar sem hann óskaði eftir liðsinni þeirra við að koma rekstrinum á réttan kjöl.Eftir að vænt­an­legum nýjum eig­endum var hleypt að félag­inu kom ein­fald­lega í ljós að staðan var mun verri en nokkur þeirra hafði ímyndað sér. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­ustu viku komu upp ný mál nán­ast á hverjum degi sem gerðu stöð­una verri. Ljóst var að rekstur ein­stakra ein­inga, sér­stak­lega DV, var í miklum ólestri. „Það stóð ekki steinn yfir steini í þessu og þess vegna er þetta stað­an,“ sagði einn við­mæl­andi Kjarn­ans. Staðan sem hann vísar til er sú að hætt hefur við hluta­fjár­aukn­ing­una. Og hóp­ur­inn sem ætl­aði að bjarga Pressu­sam­stæð­unni frá gjald­þroti segir að hann telji nú að það sé ekki hægt.

Óskar eftir hjálp starfs­manna

Björn Ingi Hrafns­son sendi starfs­mönnum Pressu­sam­stæð­unnar póst í vik­unni þar sem hann sagð­ist vilja upp­lýsa um að ekk­ert sér­stakt nýtt hefði gerst í málum hennar und­an­farna daga „utan að svo virð­ist sem við Arnar séum farnir minna út úr þessu en við tveir töld­um.“

Í póst­inum segir hann svo að það sé alls ekki rétt að það vanti 700 millj­ónir króna í hlutafé heldur sé sú tala nær því að ná yfir heild­ar­skuldir sam­steypunn­ar. Það vanti hins vegar fjár­magn, þeir hafi unnið að því und­an­farna mán­uði að safna því og náð heil­miklum árangri. „Fé­lagið hefur meira en tífald­ast að stærð á fáum árum og því fylgja vaxt­ar­verkir í óhag­stæðu rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fjöl­miðla. Við erum að greiða starfs­fólki okkar hærri laun en gengur og ger­ist (eða svo er okkur sagt) og kannski höfum við verið of róm­an­tískir að halda úti efn­is­þáttum sem ekki standa undir sér. Við höfum lagt mikla áherslu á jákvæðan starfsanda og að starfs­fólki líði eins og það sé hluti af stórri fjöl­skyldu. En við höfum líka gert mis­tök. Við höfum tapað allt of miklu á útgáfu DV og það hefur reynst okkur mjög erfitt. Staða DV var mjög erfið þegar við tókum blaðið yfir eftir enda­lausar deilur og það hefur verið þrautin þyngri að snúa því við.“

Björn Ingi segir í póst­inum að rekstr­ar­staða miðla sam­stæð­unnar hefði batnað mjög und­an­farna mán­uði. „Við þurfum ykkar hjálp á næst­unni til að koma í veg fyrir tap­rekstur í ein­stökum deild­um. Við höfum bara ekki efni á því leng­ur. Við Arnar Ægis­son og Vene­dikts­son Sam­steypan Venni [Sig­ur­vin Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri DV] ætlum að berj­ast bjart­sýnir næstu daga og vikur og erum sann­færðir um að ætl­un­ar­verkið muni takast. Ég er nokkuð viss um að ein­hverjir vilja gjarnan að þetta mis­tak­ist. En ég vona að við eigum áfram­hald­andi stuðn­ing ykkar allra í bar­átt­unn­i.“

Starfs­menn Pressu­sam­stæð­unnar sem Kjarn­inn ræddi við túlka skila­boð stjórn­enda hennar ein­ungis á einn veg: fyrir dyrum eru upp­sagnir og launa­lækk­anir í til­raun til að bjarga rekstr­in­um. Við­mæl­endur innan fjár­festa­hóps­ins sem ætl­aði að koma að Press­unni telja þó að það muni ekki duga til. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar